Morgunblaðið - 29.05.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 29.05.1996, Síða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ1996 Fiskur frá Norður-Noregi unninn í frystihúsi ÚA Fréttir Markaðir ■ Frekari viðskipti gefi tilraunin góða raun ^^^^^^^^^■■■■■■■^■■■■■■■■■^æ FYRSTA aflanum af Lágmarksverð fyrir fiskinn, i>“ S,ri!SliXr sem er læera en hér á landi If ,frá..Rongsfjord í ° _ Norður-Noregi var landað úr Hríseyjunni, sem ÚA hefur leigt af Samherja til flutninganna í gær og var strax byijað að vinna aflann i frystihúsi félagsins. Um tilraunaverkefni er að ræða, áætlað er að sigla þtjár ferðir eftir fiski til Noregs og sagði Jón Þórðar- son, formaður stjórnar ÚA, að eftir það ætti að liggja fyrir hvort dæmið gangi upp. Gefi það góða raun má búast við að félagið muni kaupa um- talsvert magn af ísfiski frá Noregi í náinni framtíð. Lægra fiskverð í Norður-Noregi en hér Fiskverð í Noregi lækkaði lítillega á dögunum og er nú lægra en hér á landi. ÚA kaupir fiskinn á gildandi lágmárksverði en það eru samtökin Norges Ráfisklag sem ákveða lág- marksverð á fiski í Norður-Noregi og er þar um fast verð að ræða. Grund- völlur þótti því fyrir þessum kaupum en stjórnendur félagsins leita nú allra leiða til að auka hráefnismagn til vinnslunnar. Yfirmenn Norges Rá- fisklag sem forsvarsmenn ÚA ræddu við sáu enga meinbugi á því að ÚA keypti fisk i Noregi og flytti til ís- lands. Félagið kaupir eingöngu fisk af línu- og snurvoðarbátum og setur það skilyrði að fiskurinn sé ekki eldri en eins til tveggja daga gamall. Aðallega er um að ræða þorsk, ýsu og ufsa en einnig eitthvað af grálúðu og stein- bít. Sigling heim tekur um 4-5 sólar- hringa þannig að aflinn er 6-8 daga gamall þegar hann fer í vinnslu hjá ÚA og sagði Gunnar Aspar fram- leiðslustjóri að það væri svipað og hjá íslensku togurunum. „Þessi fiskur stendur undir okkar væntingum," sagði hann. Samið hefur verið við fyrirtæki í Kongsfjord í Austur-Finnmörku um að taka á móti fiskinum, vigta hann og ganga frá til flutnings. Vinnslur hér vilja kaupa norskan fisk af ÚA Björgólfur Jóhannsson fram- kvæmdastjóri sagði að viðbrögð úti hefðu verið jákvæð og fiskimenn grip- ið tækifærið að selja ÚA aflann feg- ins hendi. Algengt væri að fiskvinnsl- ur á svæðinu væru lokaðar vegna gjaldþrota eða i greiðslustöðvun og hefði sjómönnum gengið illa að fá viðunandi verð fyrir aflann. Þá sagði hann að nokkrar vinnslur hér á landi hefðu sett sig í samband við ÚA og sýnt áhuga á að kaupa norskan fisk af félaginu. Fyrsta farminum af norska fískinum var landað í gærmorgun, en Hágangur II heldur frá Noregi í dag, miðviku- dag, með næsta skammt og er væntan- legur til Akureyrar um næstu helgi og síðan kemur Hríseyjan með þriðja farminn. Stefnt er að því að fá flutn- ingaskip til að leysa þessi skip af hólmi við flutning aflans eftir það. Færeyingur kaupir báta • SÁMAL J. Joensen, eig- andi Bátasölunnar í Færeyjum, hefur á und- anförnum mánuðum keypt á annan tug báta hér á landi, sem hafa verið úreltir, og flutt út til Færeyja og annarra landa. Sámal hefur aflað upplýsinga um úrelta báta hér, hringt í eigendur þeirra og gert þeim stað- greiðslutilboð. í sumum tilvikum hefur hann heimsótt eigendur, skoðað bátana og gert tilboð nokkrum vikum síðar./2 Ekki geta né áhugi á fiski • FYRIRTÆKIÐ Suðurnes hf. í Reykjanesbæ sérhæfir sig í vinnslu á flatfiski og flytur út á markaði í Evróqu, Bandaríkjunum og Japan. I upphafi var ráðið talsvert af fólki af atvinnuleysisskrá, enda var um það samið við komu fyrirtækisins á stað- inn. Eggert H. Kjartansson, framkvæmdastjóri, segir að fljótlega hafi sú staðreynd orðið ljós, að mikið „af þessu fólki hafði hvorki getu, áhuga né heilsu til þess að stunda almenn fiskvinnslu- störf“./3 Úr 23% í 17% á fimm árum HLUTDEILD íslendinga í heildarafla Atlantshafs- þorsks hefur minnkað á und- anförnum árum eins og heild- araflinn hefur gert á síðustu átta árum. Aflinn virðist nú orðinn stöðugur, um 1.200 þús. tonn, en hlutur Islend- inga hefur rýrnað úr 23% í 17% á fimm árum. Með minni afla hefur staða þorsks veikst á mörkuðum og notkun ódýr- ari tegunda, einkum alaska- ufsa og lýsings, komið í stað- inn, skv. gögnum frá SH. Heildarafli 1981-1995 af Atlantshafsþorski og hlutur íslendinga p aon- 1981 1985 1 990 1995 Afkastameiri en Norðmenn 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipa Markaðsmál 6 lcelandic Freez ing Plants Ltd.y dótturfyrirtæki SH í Bretlandi Greinar 7 Deilurum rækjuverð NOREGSFISKUR SKOÐAÐUR Morgunblaðið/Kristján #JÓN Þórðarson, formaður stjórnar ÚA, og Gunnar Aspar framleiðslu- stjóri skoða fiskinn sem Útgerðarfélag Akureyringa keypti í Noregi. Hríseyjan EA kom með fyrsta ísfiskinn frá Kongsfjord í Norður-Nor- egi og var honum landað I gærmorgun. Fiskurinn stóð undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar. Þurrkar fisk í sveitinni • GUNNAR Hallgrímsson framkvæmdastjóri Flúða- fisks hf. í Borgarási í Hruna- mannahreppi gafst upp á loðdýraræktinni og skipti yfir í fiskþurrkun með jarð- hita. Hann lætur vel af rekstrinum þótt starfsemin sé langt frá fiskihöfn. /5 Taprekstur styrktur • MIKILL taprekstur hefur verið á rekstri 10 norskra verksmiðju- eða frystitog- ara frá árinu 1988. Sérstök könnun var gerð á þessum tíu skipum, en norsku frysti- togararnir eru 22 talsins og hefur verið staðfest að þessi niðurstaða eigi við um allan flotann. Dæmi eru um að allt að 800 millj. isl. kr. skuld einstakra útgerða hafi verið þurrkuð út með einu pennastriki. Ekki eru til nákvæmar tölur um styrki við norska frystitogara flotann en áætlað er, að hann sé ekki undir 20 milljörðum ísl. kr. á sjö árum./8 Helstu framleiöendur frystra afurða úr Atlantshafsþorski 1994 Fryst flök Heilrystur og blokkir þorskur RÁÐSTÖFUN heimsaflans skiptist nokkuð jafnt þannig að fjórðungur hans er saltað- ur og fjórðungur er frystur í flökum og blokkum. Áf- gangurinn er síðan ísaður eða heilfrystur, en vitað er að mikið af því magni fer í frystar fiskblokkir til endur- vinnslu. Heilfrysting er enn ráðandi Iijá Rússum og fer það hráefni til endurvinnshi víða í Evrópu og Norður- Ameríku. í flakafrystingu eru það hinsvegar fyrst og fremst Islendingar með 32% og Norðmenn með 27% sem ráða ferðinni. íslendingar eru afkastameiri þrátt fyrir að Norðmenn hafi úr tvöfalt meira hráefni að spila.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.