Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 C 5 Skíptí úr mínkarækt yfir í fiskþurrkun „BEST er að vera í þorskhausunum og við sækjumst eftir þeim. En það er orðinn erfiður slagur um þá vegna þess hvað söltunin hefur aukist og þurrkunin er ekki sam- keppnisfær í hráefnisverði,“ segir Gunnar Hallgrímsson, fram- kvæmdastjóri Flúðafisks hf. í Borgarási í Hrunamannahreppi. Fyrirtækið nýtir heitt vatn til þurrk- unar á hausum og ýmsum fiski. Gunnar Hallgrímsson stofnaði nýbýlið Borgarás í landi Efra-Sels skammt vestan við Flúðir árið 1987, á uppbyggingartíma loðdýrarækt- arinnar. Byggði jafnframt 2.000 fermetra minkaskála og fyllti hann. Skinnaverðið féll og svo fór að Gunnar treysti sér ekki til að halda rekstrinum áfram. Fyrir þremur árum tók hann þátt í stofnun Flúða- fisks hf. með Búnaðarfélagi Hruna- manna, Sjávarfiski hf. og Sjólastöð- inni hf. í Hafnarfirði og fleiri aðilum og var útbúin fiskþurrkun í stærst- um hluta minkaskálans. Starfsemin hófst fyrir tveimur og hálfu ári og hefur gengið ágætlega. reksturinn hefur verið réttu megin við núllið, eins og Gunnar orðar það. Hann segir að hlutafé hafi verið verulegt í upphafi og það hafi auðveldað mjög reksturinn. Lét drauminn rætast Gunnar vann mikið við sjávarút- veg áður en hann hóf loðdýrarækt- ina. Vann hjá Sjávarafurðadeild Sambandsins sem yfirmaður gæða- eftirlitsmanna og hjá Vinnumála- sambandi samvinnufélaganna. Áð- ur var liann sjómaður. „Þegar ég var strákur var ég öll sumur í sveit hér hjá frænda mínum í Efra-Seli og sótti mikið hingað þótt ég væri að vinna í Reykjavík. Það var síðan alltaf draumur minn að flytja í sveitina og ég lét verða af því,“ segir Gunnar þegar hann er spurður um ástæðu þess að hann fór úr ágætu starfi og flutti upp í sveit. Gunnar Hallgrímsson gafst upp á loðdýra- ræktinni og skipti yfir í fiskþurrkun með jarð- hita. í samtali við Helga Bjarnason segir hann að reksturinn gangi vel þótt starfsemin sé langt frá fiskihöfn, enda yfir- vinni lágt orkuverð flutningskostnaðinn. Hann bætir því við að Flúðir séu ekki í neinni afdalasveit og stutt til Reykjavíkur. Flúðafiskur fær stóran hluta hrá- efnis síns frá Sjávarfiski í Hafnar- firði en einnig frá Grindavík og víð- ar að. Töluverðir flutningar eru því á hráefni og síðan tilbúnum afurð- um til baka en þorskhausarnir fara allir til Nígeríu. Gunnar segir að orkuverðið skipti mestu máli í þess- um rekstri og sé mun mikilvægara en flutningskostnaðurinn. í því sambandi bendir hann á Laugafisk í Þingeyjarsýslu og Herði á Egils- stöðum, fyrirtæki sem bæði eru langt inni í landi. Þegar fyrirtækið var stofnað var tekið vatn frá Hitaveitu Flúða. Orkuverð til iðnfyrirtækja er fjórum sinnum hærra í Reykjavík en hjá hitaveitunni á Flúðum, að sögn Gunnars, og er það forsenda þess að reksturinn var settur þar niður. Flúðafiskur notaði svo mikið vatn að leiðslurnar höfðu ekki undan þannig að Flúðafiskur tók stundum hitann frá ákveðnum húsum. Gunn- ar lét bora eftir heitu vatni á landar- eign sinni og nú er fyrirtækið rekið með því vatni. Húsnæðið sem Flúðafiskur fékk til afnota var sérhæfð bygging til annarra nota. Gunnar þurfti því að hanna þurrkunina inn í húsið með alveg nýjum hætti. Segir hann að það hafi tekist vel. Aðstaða er til að hafa allt að 50 tonn af hráefni í einu í forþurrkun. Framleiðsluferl- ið tekur venjulega tíu daga en get- ur farið upp í fjórtán. Slagur um hráefnið Afurðirnar eru seldar til Nígeríu, mest fyrir milligöngu SÍF hf. Gunn- ar segir að eftirspurnin sé mikil og að viðunandi verð fáist fyrir afurð- irnar. Þó setti fall Bandaríkjadals á síðasta ári strik í reikninginn og hann segir að dollarinn sé varla búinn að jafna sig aftur. Best er að þurrka þorskhausa og sækist Gunnar eftir að fá þá. „En það er orðinn erfiður slagur um þá vegna þess hvað söltunin hefur aukist og þurrkunin er ekki sam- keppnisfær í hráefnisverði," segir Gunnar. Til þess að fylla upp í eyð- ur er annað hráefni þurrkað, meðal annars ufsahausar sem koma ágæt- lega út. Þegar blaðamenn komu við hjá Gunnari var verið að þurrka keilu, bæði hausana og fiskstykkin. Einnig var verið að gera tilraunir með þurrkun á loðnu. Gunriar var ekki fyllilega ánægður með árang- urinn en sagðist ætla að senda pruf- ur til Nígeríu. Allt í sjóinn „Það er blóðugt að líta til frysti- togaranna þegar maður fær ekki hráefni en nægur markaður fyrir afurðirnar. Þegar skip kemur að landi með 400 tonn af fullunnum afurðum má búast við að 1.000 tonna úrgangur sé eftir á hafsbotni en nýta mætti töluverðan hluta af því,“ segir Gunnar Hallgrímsson. Morgunblaðið/RAX GUNNAR Hallgrímsson hugar að ufsahausum í forþurrkun, SILDARBA TAR Nafn StærA Affll SJÓf. Löndunarst. HUGINN VE SS 424 939 1 Vestmannaeyjar KAP VE 4 402 716 1 Vestmannaeyjar HÁBERG GK 299 366 655 1 Grindavík JÓN SIGURÐSSON GK 62 1013 843 1 Grindavík HÁKON ÞH 250 821 2018 2 Siglufjörður GUÐMUNDUR VE 29 486 952 1 Akureyri SIGURÐUR VE IS 914 1144 1 Akureyri ARNARNÚPUR Þhl 272 404 768 1 Raufarhpfn ARNÞÓR EA 16 316 1378 2 Raufarhöfn DAGFARI GK 70 299 1040 2 Raufarhöfn rSIGHMTl/R BJARNASON VE 181 370 662 2 Raufarhöfn ÞÖRÐÚR JÓNASSON ÉÁ 350 324 1412 2 Raufarhöfn ALBERT GK 31 335 656 1 Þórshöfn FAXI RE 241 331 606 1 Þórshöfn GiGJA VE 340 366 733 1 Þórshöfn JÚLLI DAN GK 197 243 357 1 Þórshöfn SUNNUBERG GK 199 385 803 1 Vopnafjörður VÍkÚRBÉRG GK i 328 644 1 Vopnafjörður ELLIDI GK 445 731 1643 2 Seyðisfjörður 1 GULLBERG VE 292 446 934 1 Seyöisfjörður ÖRN KE 13 365 735 1 Seyöisfjöröur SÚLAN EA 300 391 768 1 Neskaupstaður GUÐMUNDUR ÓLAFUR ÓF 91 294 1095 2 Eskifjöröur HEIMAEY VE 1 272 953 2 Eskifjörður HÓLMABORG SU 11 937 1657 1 Eakífjörður JÓN KÍÁRTANSSÖN SÚ i i i 775 1149 1 Eskifjörður SVANUR RE 45 334 1390 2 Reyðarfjörður ANTARES VE 18 480 1945 2 Fóskrúðsfjörður BERGUR VE 44 266 1034 2 Fóskrúðsfjörður | BERGUR VIGFUS GK 53 280 382 1 Fáskrúðsfjörður BJARNI ÓLAFSSON AK 70 666 1196 1 Féskrúðsljöröur SKELFISKBA TAR Itofw I Stærð I Afll I SJÓf.l Löndunarmt. HAFÖRN HU 4 | 20 I 4 I 1 I Hvammstangi HUMARBÁ TAR Nafn Starö Afli Flskur SJ6f Löndunarat. ( ARON ÞH 106 76 4 3 r Þorlákshöfn DÁLARÖSTÁR 63 104 • 2 3 r Þorlákshöfn i HÁSTEINNÁR8 113 6 7 1 Þorlókshöfn SKUMUR KE 122 74 3 4 1 Þorlákshöfn f SÆBERG AR 20 102 3 2 1 Þorlókshöfn SÆFARIÁRJ17 86 3 6 2 Þorlákshöfn SÆRÓSRE207 15 ~ 1 1 3 Þorlékshöfn ÞINGANES SF 25 162 4 ' 0 1 Þorlákshöfn f ÞÓR PÉTURSSON GK 504 143 5 6 ■ 1 Þorlnkshofn GAUKUR GK 660 181 2 4 1 Grindavik GEIRFUGL GK 66 148 : i;i 3 i 10 i " "2 : Grindnvík REYNIR GK 47 71 3 3 1 Grindavik ! STAKKUR KE 15 38 1 2 1 Grindavík ÁGÚST GUÐMUNDSSON GK 95 186 3 4 2 Grindavík ÞORSTEINN GK 16 179 2 2 1 Grindavík MUMMI KE 30 54 1 1 1 Sandgerði Morgunblaðið/Kristján Maack GUÐMUNDUR Jónsson, skipstjóri á Venusi (t.h.), við nýja sérútbúna pressugáminn ásamt Jóni Olafi Magnússyni, hjá Sorptækni. Fyrsti sérútbúni sorpgámurinn um borð í íslenskt skip UM BORÐ í frystitogaranum Venus var nýlega settur sérútbúinn niu rúmmetra pressugámur fyrir sorp. Venus, sem nýlega hélt aftur á miðin eftir mikinn brunaskaða, er fyrsta íslenska skipið með slíkan búnað um borð. í samtali við Guð- mund Jónsson, skipstjóra á Venusi, og Grétar Guðnason yfirvélstjóra kom fram, að reynslan af nýtingu og notkun gámsins eftir fyrstu veiðiferðina, sem stóð í fjórar vik- ur, er góð. I gáminn fer allt venju- legt sorp, nema það lífræna, sem sett er í hafið. Netaafgangar, olía og önnur spilliefni er varðveitt sér- staklega. Að sögn Grétars yfírvélstjóra kemur geymsla sorpsins í sérútbún- um gámnum í veg fyrir alla lykt, leka og óþrif af sorpi um borð. Auk þess þarf mun minna geymslurými vegna þess, þar sem það er pressað saman í gámnum. Þegar að landi er komið er gámurinn hífður í land og sorpinu komið til síns heima. Jón Ólafur Magnússon, sölustjóri hjá Sorptækni, sem annast sölu og þjónustu vegna gáma af þessu tagi fyrir fýrirtæki og aðra bæði á sjó og landi, sagði að að gámurinn um borð í Venusi væri sérhannaður til nota þar um borð. Sorptækni ann- aðist útvegun og þjónustu á sorpg- ámum sem sniðnir væru að þörfum á hveijum stað. Gilti það bæði um staðsetningu, tegund sorps, hvort það þarfnaðist kælingar eða annars og hversu mikið rými væri fyrir hendi á hverjum stað. Jón Ólafur sagði að ánægjulegt væri að hafa átt þátt í að setja fyrsta sérhannaða pressugáminn fyrir sorp um borð í Venus. Guðmundur Jónsson skip- stjóri og áhöfn hans væru mjög meðvitaðir um nauðsyn umhverfis- verndar. Þeir hefðu m.a. verið brautryðjendur um böggun sorps um borð fyrir rúmum sex árum. Um borð í Venusi, eins og reyndar ýmsum öðrum fiskiskipum, væru aðeins notaðar lífrænar sápur. Grét- ar yfirvélstjóri fræddi okkur á því að öll olíuhreinsiefni sem notuð væru um borð væru skiljanleg og því valda þau ekki mengun. Aber- andi væri reyndar hve sölumenn fyrirtækja á hreinlætismarkaði væru meðvitaðri um innihald vöru sinnar nú en fyrr á árum. Yfirvél- stjórinn og Guðmundur skipstjóri voru sammála um að mengunar- varnir og skilningur á umhverfis- vernd væri að mörgu leyti kominn mun lengra í sjávarútvegi en í öðr- um atvinnugreinum. RV kynnir gufudælu framtíðarinnar 25% MEIRI AFKÖST KEW gufudælan er best þegar mest liggur við... KEW gufudælan leysir öll verkefni sem krefjast heits vatns. Olía fita og föst óhreinindi hverfa fyrr og betur með heitu vatni. Með KEW gufudælu aukast afköstin mikið miðað við ef unnið væri með köldu vatni. Skiptitilboð KEW 3840HA Verö án vsk. kr. 289.888 RV greiðir fyrir gömlu dæluna þína, í hvaða ástandi sem hún er án vsk. kr. 30.000 Skiptitilboðsverö án vsk. kr. 259.888 SWpMÖboðlö 0*1» w 30.0C 1996 REKSTRARVÖRUR Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík Simi 587 5554, Fax 587 7116 W Iw

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.