Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 6
6 C MIÐVTKUDAGUR 29. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR Fiskverð hefma Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja Jl_, nr Alls fóru 165,3 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 57,6 tonn á 84,80 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 15,7 tonn á 80,51 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 92,0 tonn á 90,37 kr./kg. Af karfa vom seld alls 73,5 tonn. í Hafnarfirði á 118,58 (10,91), á Faxagarði á 60,30 kr./kg (35,21) og á 84,54 kr. (27,41) á Suðurnesjum. Af ufsa voru seld alls 85,2 tonn. í Hafnarfirði á 37,41 kr. (8,81), á Faxagarði á 39,64 kr. (14,81) og á 42,57 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (61,41). Af ýsu voru seld 226,6 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 72,16 kr./kg. Fiskverð ytra Þorskur< Karfi Ufsi Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 542,0 á 131,33 kr. hvert kíló. Afþorskivoru seld samtals 29,3 tonnál 27,56 kr./kg. Af ýsu voru seld 208,9 tonná 120,49 kr. hvert kíló, 70,1 tonn af steinbít á 95,63 kr./kg, 115,5 tonn af kola á 156,17 kr./kg og 51 tonn af grálúðu á 175,59 kr./kg. Ekkert íslenskt skip seldi afla í Þýskalandi í síðustu viku. Icelandic Freezing Plants áætlar að selja fyrir 10,2 milljarða ÁÆTLANIR Icelandic Styrkurinn er fólginn í fullpökkuðum vörum ar hraðfiystihúsanna í L Bretlandi, gera rað fynr að heildarsalan á þessu ári verði tæplega 100 milljónir sterlingspunda sem svarar til um 10,2 milljarða ísl. kr., en í fyrra nam salan 60 milljónum sterlingspunda samanborið við 56,4 milljónir sterlingspunda árið 1994. Ef litið er á magnið, nam umfang sölunnar 1995 21.230 tonnum, sem er álíka og á árinu 1994, en þá var heildarsalan 21.185 tonn. En sé litið á einstaka starfsemi, var verðmæti flakasölunnar 24,57 milljónir sterl- ingspunda, sem var aukning upp á 9,2% miðað við árið 1994, en þá var heildarverðmætið 22,5 milljónir sterlingspunda. Magn flakasölunnar var hinsvegar tæplega 7.700 tonn, sem er aukning upp á 1,4% miðað við árið 1994. í verksmiðjunni voru framleidd 13.543 tonn árið 1995, sem er álíka og árið áður, en þá voru framleidd 13.604 tonn. Aukning framleiðsl- unnar á undanförnu fimm ára tíma- bili er 42,5%, sem í sjálfu sér er gífurleg aukning sé litið til erfiðs tímabils. Söluverðmæti verksmiðju- vöru á síðasta ári var 35,38 milljón- ir sterlingspunda og hafði aukist úr 33,89 milljónum sterlingspunda frá árinu 1994 eða um 4,4%. Þessa aukningu ber að skoða í ljósi þess að talið er að fiskneysla hafi dregist saman á markaðssvæði fyrirtækisins um 2,2% í verðmætum á sama tíma- bili og söluverðmæti verksmiðjuvöru hefur aukist um 47,2%, en það magn framleiddrar vöru hefur hinsvegar hækkað um 42,5%. Verðmæti á framleitt tonn hefur aukist um 3,4% á síðustu árum á sama tíma og sölu- verðmæti fiskrétta hefur nánast staðið í stað. 20% markaAshlutdelid í frosnum fiskréttum Af áætlaðri ríflega 100 milljóna sterlingspunda sölu þessa árs gerir Icelandic Freezing Plants ráð fyrir að sala á fiskréttum nemi ríflega 70 milljónum sterlingspunda eða rúmlega 25 þúsund tonnum að magni. Sem dæmi um markaðsstyrk fyrirtækisins, verður það með tæp- lega 20% markaðshlutdeild í frosn- um fiskréttum, sem dreift er í smá- sölu á Bretlandseyjum, og rúmlega 35%, sé miðað við frosna fiskrétti, sem seldir eru undir merkjum smá- salanna, en sá hluti markaðarins er stöðugt í sókn á kostnað vörumerkja framleiðenda. Agnar Friðriksson segir það vera markmiðið að nýta í auknum mæli þennan markaðsstyrk og þá teng- ingu, sem hann skapar inn í aðal- dreifileiðir, fyrir vörur íslenskra framleiðenda sem fullpakkaðar eru á íslandi. Þannig megi auka framboð fyrirtækisins og mæta ákveðnum þörfum viðskiptavina, sem óska eftir vörum, sem fullpakkað er sem næst frumvinnslustað. Samruni ólíkra fyrirtækja Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna keypti helmingshlut í Faroe Seafood UK Ltd. á móti danska fyrirtækinu JPJ og Co. á síðasta ári og ber hið nýja fyrirtæki sama nafn og hið eldra, það er Icelandic Freezing Plants Ltd., en samruninn varð formlega 1. apríl sl. Að sögn Agnars eru fyrirtækin í raun mjög ólík nánast að öllu leyti og það á jafnframt við um hráefn- ið, sem notað er í framleiðsluvörur fyrirtækjanna. „Þannig er nær 75% af öllu hráefni, sem notað er hjá Faroe Seafood, flök og flaka- skammtar, en það hlutfall er ein- göngu 25% hjá Icelandic Freezing Plants þó það hafi smám saman farið vaxandi. M.a. þessi staðreynd gefur íslenskum framleiðendum ákveðna valkosti í framtíðinni, sjái þeir sér hag í því að gerast birgjar nýja fyrirtækisins.“ Grindhvaladráp dró úr sölu Faroe Seafood hafði stundað framleiðslu á tilbúnum fiskréttum á Bretlandseyjum um langt árabil. Lengst af naut fyrirtækið mikillar velgengni og sterkrar markaðsstöðu fyrir framleiðsluvörur sínar, en halla fór undan fæti síðustu tvö til þrjú árin er grindhvaladráp Færeyinga komst í umræðu ijölmiðla samtímis minni velgengni móðurfyrirtækisins Föroya Fiskasöla. Rekstur Faroe Seafood gekk af- leitlega á síðasta ári þannig að nýir eigendur tóku þá ákvörðun í lok ágústmánaðar á síðasta ári að skipta um yfirstjórn fyrirtækisins með það í huga að sameina fyrirtækið rekstri Icelandic Freezing Plants Ltd. við fyrsta hentugleika. Þó fyrirtækin hafi verið í sama iðnaði, þ.e. fram- leiðslu á tilbúnum fiskréttum fyrir verslanir og veitingastaði, voru þau í eðli sínu mjög ólík, bæði hvað varð- ar framleiðsluvörur og viðskiptavini, að sögn Agnars. „Meginmáli skiptir að Faroe Seafo- od hafði í upphafi staðsett sig á dýr- ari hluta markaðarins, sem kemur m.a. fram í þvi að vörur þess voru 25% dýrari á þyngdareiningu en framleiðsluvörur Icelandic Freezing Plants Ltd. Faroe Seafood hafði ver- ið á markaðnum rúmum áratugi leng- ur en Icelandic Freezing Plants og hafði því ákveðið forskot. Icelandic Freezing Plants hafði á stefnu sinni að sækja í auknum mæli inn á þenn- an markað og voru áform í þá veru kynnt á stjórnarfundi í október 1994. Þegar séð var hvert stefni, var þess- um áformum að sjálfsögðu slegið á frest,“ segir Agnar. Bretland Rússafiskur hlýtur markaðsviðurkenningu BRETLAND er einn mikilvægasti þorskmarkaður heims, en hlutur ís- lensks botnfisks á Bretlandsmarkaði hefur farið minnkandi á undanförn- um árum. Árið 1992 var fimmti hver botnfiskur af íslenskum uppruna, en tæplega tíundi hver á síðasta ári. I stað botnfisks af íslenskum upp- runa hefur komið ýsa og þorskur frá Noregi og Rússlandi og hvítfisk- ur, sem er aðallaga Alasakaufsi og lýsingur. Ennfremur hefur það magn þorsks, ýsu og ufsa, sem kemur á breskan markað, aukist. Mestu munar um Rússaþorskinn, sem hefur á þremur árum vaxið úr engu árið 1992 í það að vera rúmlega 22.300 tonn í fyrra. Alþjóðleg markaðs- og framleiðslufyrirtæki eru komin á fullt í að þróa vinnslu og fram- leiðslu rússneskra veiðiskipa og landvinnslunnar og smám saman hafa afurðir þeirra hlotið viðurkenningu markaðarins. Greinilegt er að hvort tveggja er rekið með mikilli hagkvæmni, eða það bendir verðið til, sem þessir aðilar selja vöru sína á. Að sjálfsögðu eru rekstraraðstæður þeirra allt aðrar en hér um slóðir og kostnaðarhlutföll n\jög á skjön við það, sem íslensk útgerð og landvinnsla þarf að búa við. Hluti þess botnfisks, sem neytt er á Bretlandi, er í einfaldasta vinnsluformi hans, þ.e. með roði og beini og sitja Rússar nánast einir að þeim stóra markaði nú. Gera má ráð fyrir að þessi staða Rússa muni smám saman opna þeim leið inn á dýrari hluta markaðarins eftir því sem vörugæði þeirra auk- ast, segir Agnar Friðriksson, forstjóri Icelandic Freezing Plants Ltd. — og fiskafurða frá Bretlandi 1981*95 60 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 Skelliskur, lilbúnir réttir & níðursoðinn Skelliskur, ferskur & Irosinn Fiskur, iiibúnir réllir & niðursoðinn Verkaður liskur (saliaéur, þurrkaður, reyklur) Annar frystur liskur Frysl llök og liskafurðir Ferskur liskur Fiskréttir Smásölumarkaður fyrir frysta fiskrétti f Bretlandi 1992-1995 1992 1993 1994 1995 ÚTSÖLUVERÐ á fiskréttum á smásölumarkaði í Bretlandi var stöðugt sem fyrr á síðasta ári. Framfærslukostnaður fór lækk- andi frá miðju ári svo og mat- vara. Opinberar skýrslur gefa til kynna að sala á frystum fiskrétt- um í smásölu hafi á síðasta ári verið 129.200 tonn, sem er aukn- ing upp á 0,5% frá fyrra ári. Hins- vegar dróst verðmæti þessa markaðar saman, en verðmætið er talið hafa numið 513,5 milljón- um sterlingspunda, sem samsvar- ar 2,2% samdrætti. Skv. þessu hefur söluverðmæti hvers tonns lækkað um 2,6% að meðaltali mið- að við árið 1994. Þessar upplýs- ingar ber að skoða í ljósi þeirrar aukningar, sem orðið hefur í sölu verksmiðjurétta IFPL á sl. ári, en aukningin nam 4,4%. Því má draga þá ályktun að markaðs- staða fyrirtækisins hafi styrkst. Þorskur Heiidarsala icelandic Freezing Plants Ltd. íGrimsby, 1991-1995 I Flakasala I Framleiðsla Verðmætl, mllljónir puiuln SEM fyrr er notað langmest af þorski í þá tilbúnu rétti, sem fram- leiddir eru í verksmiðju IFPL. Raunar hefur þorskur aukið hlut- deild sína frá fyrra ári og er nú notaður í um 70% af öllum réttum, sem framleiddir eru í verksmiðj- unni. Sömuleiðis eykur hvítfiskur, Hoki og Alaskaufsi, hlutdeild sina, sem var á síðasta ári um 15%. Aðrar tegundir eru mun lítilvæg- ari. Ríflega þrír fjórðu hlutar hrá- efnis eru í blokkarformi og enn hefur hlutur hráefnis af íslenskum uppruna minnkað miðað við fyrri ár og var á síðasta ári eingöngu 48% af öllum fiski, sem fór í gegn- um verksmiðjuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.