Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 8
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR 29 MAÍ1999 Næg vinna hjá norræn- um vél- stjórum NORRÆNA vélstjórafélagið hélt fund í Osló dagana 12. og 13. maí síðastliðinn. Á fundinum var athygli vakin á því að þrátt fyrir atvinnuleysi á Norð- urlöndum þá væri ekkert atvinnuleysi meðal vélstjóra. Fram kom að norsk stjórnvöld styrktu norskar útgerðir innan svonefnds NlS-flota um 339 milljónir Nkr. á síðasta ári og gengur styrkurinn til þeirra skipa þar sem öll skipstjórn er norsk, þ.e. skipstjóri, yfirvélstjóri, yfirstýrimaður og 1. vél- stjóri. Þá kom fram að þó skipum fækki sem skráð eru í NIS, þá fjölgar stöð- ugt norskum vélstjórum en þeir virð- ast fyrst og fremst vera á hátækni- skipum en einnig á eldri skipum sem orðin eru viðhaldsfrek. Fiskveiðar ræddar í fyrsta sinn Fiskveiðar og fiskveiðistjórnun voru í fyrsta skipti á dagskrá fund- arins og kom skýrt fram að fulltrúar Norðmanna og Færeyinga töldu ný- gert samkomulag um síldveiðar nauð- synlegt, burtséð frá skiptingu afla- heimilda. Þá kom fram hjá fulltrúa Noregs að mikilvægt væri að gera yrði sam- komulag um veiðar í Barentshafi sem allra fyrst, að því er segir í frétt frá vélstjórafélaginu. Hætta á sjúkdómum Á fundinum var töluvert fjallað um aðstæður vélstjóra í vélarrúmum skipa en nýjar sænskar rannsóknir benda til þess að vélstjórum og öðr- um, sem starfa í vélarrúmum skipa, sé mun hættara við að fá krabbamein eða heilablóðfall en ástæðurnaar eru ennþá óljósar. Næsti fundur verður í Finnlandi í september. Morgunblaðið/Albert Kemp •NEMENDUR I Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar fengu fyrir skömmu tækifæri til að skoða hina ýmsu fiska, sem togarar frá Fáskrúðsfirði hafa veitt að undanförnu. Áhugf krakkanna var mikill, eins og sjá má, en um var að ræða algengar fisktegundir auk ýmiss konar furðu- vera, sem sjórinn gefur af sér. Mikið tap á norsku frystitogiirimum ATHUGANIR á rekstri 10 norskra verksmiðju- eða frysti- togara sýna, að þeir hafa verið reknir með mikiu tapi öll árin frá 1988. Norsku frystitogar- arnir eru 22 talsins og hefur verið staðfest opinberlega, að þessi niðurstaða eigi við um allan flotann. Þrátt fyrir þetta hefur engin frystitogaraútgerð orðið að gefast upp og hefur tapið lent á ríkinu í gegnum bankakerfið. Áætladur styrkur um 20 milljarðar á sjö árum Þessar upplýsingar birtust í norska blaðinu Klassekampen og hafa eins og fyrr segir verið staðfestar opin- berlega. Þar kemur fram, að ekkert skipanna hafi skilað hagnaði eitt ein- asta ár og dæmi eru um, að allt að 800 millj. ísl. kr. skuld einstakra útgerða hafi verið þurrkuð út með einu pennastriki. Reksturinn hefur síðan verið fjármagnaður með nýjum og nýjum Iánum. Klassekampen segir, að algengt sé, að frystitogaraútgerðir selji skipin, sem eru með miklum áhvílandi skuld- um, sem bankakerfið, aðallega Kredit- kassen, sjái um að afskrifa. Síðan sé stofnað nýtt fyrirtæki og byijað aftur á núlli. Langmestar voru þessar af- skriftir bankanna á árinu 1992 eða á sama tíma og ríkið dældi inn rúmlega 200 milljörðum ísl. kr. inn í norska bankakerfið. Ekki eru til náþvæmar tölur um þennan styrk við norska frystitogara- flotann en áætlað er, að hann sé ekki undir 20 milljörðum ísl. kr. á sjö árum. Þykir það ekki lítil niðurgreiðsla á hvert þeirra 650 starfa, sem flotinn skapar. Þessar upplýsingar koma í kjölfar vandræðanna í sjávarútvegi í Finn- mörk en þar er nú búið að finna lausn, sem kostar norska ríkið 700 millj. kr. til að byrja með. Þar að auki þykir vera búið að afsanna algerlega það, sem fullyrt hefur verið í Noregi, að frystitogararnir væru arðsamasta út- gerðin þar í landi. Margir vilja fara til Chile • TÍU umsóknir hafa borist Granda hf. eftir að auglýst var fyrir skömmu eftir vönum fyrsta stýrimanni og afleys- ingaskipstjóra, sem væru til- búnir til að starfa hjá Friosur í Chile í Suður-Ameríku, en Grandi eignaðist rúmlega 20% hlut í fyrirtækinu fyrir fjórum árum og rekur þar fjóra ísfisk- togara. Sigurbjörn Svavarsson, útgerðarstjóri hjá Granda, sagði að ekki hafi enn verið ráðið í störf þessi. Hjá Friosur í Chile starfa nú fjórir íslend- ingar, sem dvalið hafa ytra síðustu tvö til þijú árin. Grímur Ólafur Eiríksson er tæknifræðingur að mennt og starfar sem viðhaldsstjóri í landi. Hann starfaði áður hjá Borgey hf. á Höfn. Hann er ytra með fjölskyldu sína, konu og þijú böm. Þór Einarsson, sem ættaður er frá Raufar- höfn, er skipstjóri hjá Friosur, en var áður skipstjóri á Andey SF frá Hornafirði. Hann á nú chilenska konu og eitt barn. Albert Haraldsson, sem einn- ig er nú skipstjóri í Chile, var áður fyrsti stýrimaður og afleysingaskipstjóri á Hólmadrangi SU. Hann er frá Stykkishólmi og á chilenska konu. Jón Erlingsson er vél- stjóri og var á ýmsum togurum hér heima áður en hann hélt utan fyrir tveimur árum. Hann er einhleypur. Með rekstur í Noregi og Póllandi • í VIÐTALI við blaðið Vestra á ísafirði í byijun mánaðarins segir Níels Þórðarson frá rekstri fyrirtækja sinna í Svol- vær í Noregi, Danmörku og Póllandi. Níels er frá ísafirði, en er kvæntur norskri konu. Fyriræki hans í Svol- vær hefur m.a. selt físk fyrir útgerðarfé- lag í Mur- mansk og saltað ufsa. Hann hefur nýlega stofnað dótturfyrirtæki í Danmörku ásamt fleirum og tengist þann- ig starfsemi innan Evópusam- bandsins. Fram kemur í viðtal- inu að þetta fyrirtæki er að gera samninga um meirihluta í fiskvinnslu og útgerð í Pól- landi. Þar er um fjóra skuttog- ara með kvóta að ræða, niður- suðuverksmiðju og fleira. Smuguskip til Hafnar • KEYPTUR hefur verið til Hornafjarðar Jón Vídalín ÁR sem er 451 brl. ísfisktogari smíðaður á Spáni 1974. Sam- herji hf. sem átti skipið hyggst nýta úreldinguna, svo engar veiðiheimildir í íslenskri lög- sögu fylgja með í kaupunum. Hafsteinn Esjar Stefánsson nýi eigandinn áformar að gera út á fjarlægari mið, en skipið verður skráð á íslandi. Byijað verður á að yfírfara aðalvél og bolur veður skoðaður hjá Slippstöðinni á Akureyri. Stefnt er í Smuguna til að bytja með og verður skipstjóri færeyskur ásamt hluta áhafn- ar. Keppt í flökun • MIKIÐ verður um að vera á Miðbakkanum við Reykja- víukurhöfn á laugardaginn er þar fer fram Islandsmót í handflökun. Alls voru 38 flak- arar með í mótinu í fyrra. Þá voru tólf erlendir þátttakendur og er einnig búist við gestum erlendis frá að þessu sinni. Ferðaverðlaun eru í boði í samanlögðum stigum, en einn- ig verða meistarar í ýsu, karfa * og grálúðu verðlaunaðir, sem og nýtingar, hraða og gæða- meistarar. Þetta er í þriðja skipti sem keppni sem þessi er haldin. Níels Þórðarson HUMARVERTÍÐ stendur nú sem hæst og eru humar- veiðar aðallega stundaðar fyrir Suðurlandi. Humar- vinnsla er á Höfn, I Vestmannaeyjum, AiiiiMn«irautar im« pori4kshöfn, Grindavik og Sandgerði, en humar hefur löngum þótt mikil munaðarvara enda með dýrari réttum á matseðlum veitingahúsa. Verinu þykir því tilvalið að birta girnilegar humaruppskriftir viiji menn spreyta sig og halda humarveislu heima. Humar í kampavinssósu 480 g skelflettur humar hálf rauð paprika hálf græn paprika ein gulrót hálfur fínt saxaður laukur hálfur dl kampavín einn dl rjómi hálfur dl hvítvín picanta, salt, pipar og smávegis af hvitlauk Humar og laukur snöggsteikt í sny'öri. Kryddað. Hvítvín, ijómi og grænmeti sett út í. Þykkt örlítið með ljósum sósujafnara. Kampavínið sett út á pöimuna rétt áður en rétturinn er settur á disk. Borið fram með ristuðu brauði. Rauðvínsristaður humar 480 g skelflettur humar tvö söxuð hvitlauksrif Dlaukur, saxaður 40 g púrrulaukur Dpaprika hálfur dl rauðvín hálfur dl ijómi 30 g smjör salt og pipar Snyörið hitað vel á pönnunni. Laukur og hvítlaukur settur á pönnuna og svo humarinn. Kryddað með salti og pipar. Rauðvin iátið út i og látið krauma. Rjómi látinn í ásamt grænmetinu. Soðið smástuud. Borið fram með hrísgrjónum og icebergsalati.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.