Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 2
2 D MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR Þróun heimsmetsins íspjðtkasti 1956-1996 Jan Zelezny frá Tékklandi er nú lang besti spjðtkastari heims. Hann kastaöi spjétinu 98,48 um helgina og er þvíað nálgast það að koma metinu yfir 108 metra markiðaðný/u. 89,58 m, Steve Backlay, Breil. 89,10 m, Patrik Bodén, Svíþj. 87,SBm, JánZelemyJékkl. 83,74 m, KlausTafelmelm, V-Þýs. N94,58m, 94,BBm, , JÍRÍÍm i Spjðtinu var breytt fyrir tíu árum síðan eftir að Austur-Þjóðverjinn Uwe Hohn kastaði 104,80 m.~ Aðrir keppemtttr og starfsmenn voru þátafdk íhættu þegar spjótið var faríð að svífa svo langt, og áhaláinu var þvíbreyttþannlg aðþað átti ekki að gefa svifið svo langt. Nú er þvíspurning hvort aftur verði gripið í taumana þegar árangur Zeleznys er orðinn jafn góður og raun ber vitni. 38,48 m, JánZelezny, Tékkl. 95,66 m, JánZelezny, Tékkl. 93,54 m, JánZelezny, Tékkl. ¦ «,»». JáZetaif. fikU. r91,48m, Steve Backley, Bretl. M 81.89(tg$6Mt}}, SBfipeíí%, flasl. ^^EMf SO,SSm, StweSAcMííy, Brzil, . \ ':; SSMm. Jén Zelmy, féltkl. \l ^ 184,88 m, UweHohn, A-Þýs. / 99,12 m, Tom PetranoH, Banaar. y SB,72m, FerencParagl, Ungverjal. 94,58 m,iFerenc Paragl, Ungverjal. , Klaus Wallermann, V-Þýskal. 93,80 m, JanisLusis, Sovétríkjunum ý'Í2,70)tt, jirma Kinnunen, Finnlandí 91,98 m, Jakis Lusis, Sovétrikjunum "> 87,12 on 91,72 m, Terje Pedersen, Noregl Í88,74m, CarloUevoœ. ítalíu I SS,B4f»; AlbertH.'fantello, Bandarik/unum itflml Cgll Danlélsen, Horegi 105 m Heimsmet sem merkt eru með gráu voru síðar ógílt vegna þess að spjótin sem nottið voru þá voni siðar clæmd ólögleg. ¦ BJARKI Gunnlaugsson ætlar að vera áfram hjá Mannheim og er til- búinn að skrifa undir þriggja ára samning. Feyenoord hefur blandað sér í málið og óskað eftir peningum fyrir Bjarka, sem segir að Feyen- nord hafi ekki rétt á þvi\ Bjarki hefur óskað eftir því að KSÍ skerist í leikinn. ¦ MICGAEL Payne, skólafélagi Ríkharðs Daðasonar í Bandaríkj- unum, er byrjaður að æfa hjá Fram. ¦ ILIE Dumitreescu leikur ekki með Rúmeníu í Evrópukeppninni í júní vegna meiðsla. ¦ BEBETO gerði bæði mörk Dep- ortivo Coruna í 2:2 jafntefli á móti Barcelona í spænsku deildinni um helgina. „Ég hef lagt mitt af mörkum til að koma Deportivo á toppinn," sagði miðherjinn sem hefur leikið með liðinu í fjögur ár en er á leið- inni til Flamengo i Brasilíu. ¦ BARCELONA hefur tryggt sér miðvallarspilarann Luis Enrique Martinez frá Real Madrid. Luis Enrique, sem er 26 ára, skrifaði undir fimm ára samning. ¦ REAL Madríd hefur sektað tán- inginn Raul Gonzalez um rúmar 500 þús. ísl. kr. fyrir að móðga þjálfar- ann Arsenio Iglesias, sem tók hann af leikvelli um helgina. fatíniR FOLK ¦ LIVERPOOL hefur hug á að næla sér í miðherjann Jean-Chri- stophe Marquet, leikmann hjá Mar- seille. Marquet, sem er 23 ára — metinn á 134 millj. ísl. kr., vill vera áfram hjá Marseille. ¦ TVEIR af kunnustu landsliðs- mönnum Sviss, Adrian Knup og Alain Sutter, hafa ekki verið valdir í 22 manna EM-hóp Svisslendinga. ¦ TERRY Venables, landsliðsþjálf- ari Englands, tilkynnti í gær landsl- iðshóp sinn fyrir EM. Hópurinn er þannig: David Seaman (Arsenal), Tim Flowers (Blackburn), Ian Waí- ker (Tottenham), Gary Neville (Man. Utd.), Tony Adams (Ars- enal), Gareth Southgate (Aston Villa), Steve Howey (Newcastle), Sol Campbell (Tottenham), Stuart Pearce (Nott. For.), Philip Neville (Man. Útd.), Darren Anderton (Tottenham), Steve Stone (Nott. For.), Paul Gascoigne (Glasgow Rangers), Paul Ince (Inter Mílanó), David Platt (Arsenal), Jamie Redknapp (Liverpool), Steve McManaman (Liverpool), Les Ferd- inand (Newcastle), Robbie Fowler (Liverpool), Nick Barmby (Midd- lesbrough), Teddy Sheringham (Tottenham), Alan Shearer (Black- burn). ¦ ÞEIR leikmenn sem náðu ekki að vinna sér sæti í EM-hópnum, eru: Robert Lee, Newcastle, Dennis Wise, Chelsea, Ugo Ehiogu, Aston Villa, Jason Wilcox, Blackburn og Peter Beardsley, Newcastle. ¦ MICK McCarthy, landsliðsþjálf- ari írlands, hefur sett Roy Keane út úr landsliðshópi sínum fyrir sex leiki sem framundan eru og þar með hefur Keane misst fyrirliðastöðuna til Andy Townsend, Aston Villa. ¦ ÁSTÆÐAN fyrir þessu er að Keane lét ekki sjá sig í æfingabúðum írska Hðsins, þar sem hann var á ítalíu. írland leikur gegn Portúgal á morgun, síðan eru leikir gegn Króatíu og Hollandi framundan, áður en liðið tekur þátt í móti í Bandaríkjunum í júní, ásamt liði heimamanna, Mexíkó og Bolivíu. AFANGI Þrátt fyrir að íslenska karla- landsliðið í körfuknattleik tapaði tveimur síðustu leikjunum í undankeppni Evrópumótsins í Laugardalshöll um helgina, náði það markmiði sínu, að _______ komast áfram í keppn- 1 inni. Það er auðvitað fyr- ir öllu að ná settu marki og það var ánægjulegt að fylgjast með landslið- inu í fyrstu þremur leikj- unum því það voru þeir leikir sem íslendingar þurftu að sigra í til að ná settu marki. Leikurinn gegn Albaníu dag- inn eftir að sætið var tryggt var hrein hörmung en síðasti leikurinn gegn Dönum var góður þó svo að ekki tækist að sigra. Danir voru með besta liðið og verðskulduðu sigur, en íslenska liðið hafnaði í öðru sæti og lagði þar með grunn- inn að gjörbreyttu umhverfi körfu- knattleiksins hér á landi næstu árin. íslenskir íþróttamenn hafa oft staðið sig vel í keppni við aðrar þjóðir, en þvf miður hefur það oft loðað við íslensku íþróttamennina að tapa þeim leikjum sem máli skipta. Körfuknattleikslandsliðið er engin undantekning hvað þetta varðar, fyrr en núna. Nú sigruðu strákarnir í þeim leikjum sem máli skiptu, sérstaklega var sigurinn gegn Irum á föstudaginn mikilvæg- ur. Þar sýndu strákamir og sönn- uðu að þeir eru traustsins verðir. Þegar dregið verður í riðla Evr- ópukeppninnar um áramótin kemur í ljós með hvaða þjóðum íslendingar verða í riðli. Hætt er við að róður- inn verði mjög erfiður í riðlinum enda flestar þær þjóðir sem komast í þessi svokölluðu undanúrslit nokk- uð sterkari en íslenska landsliðið. Það sem hins vegar stendur uppúr er að körfuknattleiksunnendur fá landsleiki héma heima & keppnis- tímabilinu þannig að búast má við að fólk fjölmenni í Höllina því þar vill íslenska liðið leika. Áhorfendur voru ekki margir á leikjunum í undankeppninni enda var leikið um hvítasunnuhelgina og auk þess er körfuknattleiks- tímabilið í raun búið þannig að Merkum áfanga í sögu körfuknattleiksins var náð um heígina menn voru komnir með hugann við sumaríþróttirnar. Þegar fyrsti leik- urinn í EM verður í Höllinni haust- ið 1997 hlýtur íslenska liðið að fá meiri og betri stuðning en það fékk á dðgunum. Það sýndi sig í mótinu í Höllinni að við eigum frábæra körfuknatt- leiksmenn, leikmenn sem gætu staðið sig mjög vel víða um Evr- ópu. Teitur Örlygsson fór á kostum í flestum leikjunum og sýndi að hann er okkar besti körfuknatt- leiksmaður. Hann gæti staðið sig vel í Evrópu enda lék hann ekkert síður en ýmsir leikmenn hinna lið- anna sem eru á förum til Þýska- lands, Frakklands og annarra landa. Guðmundur Bragason átti einnig mjög góða leiki og þrátt fyrir að vera ekki nema tveir metr- ar á hæð, og höfðinu styttri en flestir miðherjar og margir fram- herjar hinna liðanna, tók hann flest fráköst í mótinu. Hann og Teitur eru góð dæmi um þann baráttu- anda sem fleytt hefur íslenskum íþróttamönnum langt. Þeir berjast um hvern bolta og gefast aldrei upp og hafa trú á því sem þeir eru að gera. Sagt er að trúin flytji fjöll og þeir sýndu að með trúna og baráttuna að vopni má ná langt þó svo liðið eigi ekki nokkra mögu- leika sé miðað við hæð, sem er ansi mikilvæg 5 körfuknattleiknum. Skúli Unnar Sveinsson Hvað ætlar hinn ungi BJARIMIGUPJÓIMSSOIM að gera við hundrað þúsund kallinn? Læt laga kless- una á bflnum BJARIMI Guðjónsson, sem varð 17 ára í febrúar, hefur vakið mikla athygli ífyrstu tveimur leikjum íslandsmeistara Akraness. Þessi sonur Guðjóns Þórðarsonar þjálfara, hef ur gert f imm mörk til þessa á mótinu, þar af þrennu í viðureigninni við Kefl- víkinga nú um helgina. Þórður, bróðir Bjarna, gerði nítján mörk í deildinni sumarið 1993 og á markametið ásamt Pétri Péturs- syni og Guðmundi Torfasyni. ÍJjarni var fyrst spurður að því, Skapti Hatlgrímsson skrífar er Morgunblaðið sló á þráðinn í gær, hvernig hann hygðist verja því fé sem hann fékk fyrir þrenn- una, en íslenskar getraunar - Lengj- an nánar tiltekið - greiða hverjum þeim 100 þúsund krónur, sem gerir þrjú mörk í leik í 1. deildinni. „Þetta kemur sér mjög vel. Ég klessti bílinn minn um páskana; keyrði út af í hálku hérna rétt fyrir utan bæinn." Pabbi þinn hefur kvartað yfir neikvæðu umtali á Akranesi yfir því að þú sért í liðinu. Hefurðu orð- ið var við þetta? „Nei. Ég hef reyndar heyrt svolít- ið út undan mér að einhver fýla eða öfundssýki sé til staðar. Ég veit svo sem ekiri hvað ætti að kalla þetta en vona bara að það hætti núna." Finnst þér meiri pressa vera á þér en öðrum leikmönnum Hðsins vegna þess hver er þjálfari? „Það held ég ekki. Hann velur mig í liðið og ég reyni, eins og hver annar, að standa mig vel. Ég hugsa alls ekki um hver er þjálfari og myndi reyna að standa mig eins vel og ég mögulega get hjá hvaða þjálfara sem er." Þú virðist vera með sjálfstraustið í lagi. Er það rétt? „Já. Mér fannst erfitt að spila í byrjun, en það breyttst allt eftir að ég gerði fyrsta markið á móti Stjömunni. Þá var eins og þungu fargi væri af mér létt. Taugatitring- urinn varð minni og allt virkaði auðveldara. Og nú er allt farið að smella saman hjá okkur; liðið spilar vel og andinn er mjög góður." Óttastu ekki að byrjunin séjafn- vel ofgóð hjá þér - að andstæðing- amir fari að gefa þér svo mikinn gaum að þú getir þig lítt hrært? „Ef svo verður þá losnar vonandi um Mikka [Mihajlo Bibercic] og þá er ég ekki hræddur um að hann skori ekki. Hann hefur verið í strangri gæslu og því hef ég verið lausari, en það skiptir ekki máli BJARNI Guðjónsson, markahæsti lelkmaður 1. delldar, í vlnnunni í gær - á knattspyrnuvelllnum á Akranesl. hver skorar. Á meðan við vinnum leikina er allt í lagi." Finnstþérþú mikið borinn saman við Þórð, stóra bróður þinn? „Það er svolítið talað um að ég sé að feta í fótspor hans, helst af ykkur fjölmiðlamönnum. Ég læt hins vegar aðra að dæma um það hvort við erum áþekkir leikmenn. Ég er ekki að reyna að líkjast hon- um neitt." Þú hefur þegar afrekað að gera þrennu í deildinni, nokkuð sem hon- um tókst ekki. „Það er rétt. Hann sagði mér í gær að hann hefði aldrei náð þrenn- unni. En ég hugsa ekkert um það og stríði honum ekki á því. Hann hefur náð langt og nú stefni ég að því að komast líka út, eins og allir gera líklega." Hefur gott gengi þitt komið sjálf- um þér á óvart? „Já, ég átti ekki von á að skora svona mikið - frekar að leggja upp mörk fyrir aðra. Ég var ekki mikill markaskorari í yngri flokkunum, hef yfirleitt spilað aftar á vellinum en ég geri í dag en það er alltaf gaman að skora. En enginn skorar nema að hafa einhverja góða fyrir aftan sig, sterka vöm og miðju." Heldurðu að það breyti einhverju fyrir ykkur að 100 þúsund eru í boði fyrir þrennu í sumar. Verða menn gráðugri en áður? „Nei, ég held ekki. En þetta er góður bónus. Ég held menn leggi ekki meiri áherslu á að gera þrennu en áður, en ef einhver er kominn með tvö mörk í leik og liðið fær víti ætti hann auðvitað að fá að taka vítið..."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.