Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ1996 D 3 KIMATTSPYRWA Stefán Stefánsson skrifar Hörður jafnaði fyrir FH í lokin LITLU munaði að Leiknismenn ynnu annan leik sinn í 2. deild þegar þeir fengu FH, sem féll í fyrra, í heimsókn í Breiðholtið í gærkvöldi en Hafnfirðingar náðu að jafna 1:1 á síðustu mín- útu. Jaf ntefli var sanngjart því fyrri hálfleikur var heimamanna en sá síðari gestanna. „Ég hefði viljað öll stigin en jaf ntef li var viðunandi og ég var ekki sáttur við byrjun okkar," sagði Ingi Björn Albertsson þjálfari FH. „Annars stefnum við upp, höf- um burði tii þess og munum sanna það." Leiknismenn voru mun frískari til að byrja með enda búnir að fínna sigurbragð eftir síðasta leik og á þriðju mínútu átti Heiðar Ómarsson skot rétt framhjá marki FH. Leiknis- menn fengu miðjuna fyrir sig og náðu oft ágætis sóknum en gekk illa að komast síðasta spöl- inn að marki FH-inga, sem voru alls ekki sannfærandi. Eftir hálftíma leik gekk loks upp skemmtileg sókn Leiknis upp vinstri kant og Kristinn Gunnarsson renndi fyrir á Friðrik Ellert Jónsson sem skoraði fyrir Leikni, 1:0. Það var allt annað að sjá til gest- anna eftir hlé, þeir spiluðu mikið meira og börðust en heimamenn vörðust fimlega og lögðu alla áherslu á vörnina. Á 47. mínútu lék Arnar Viðarsson á markvörð Leiknis, Guð- mund Þorvaldsson, en skot hans hafnaði í hliðarnetinu og á 72. mín- útu varði Guðmundur með tilþrifum skalla frá Herði. Fjórum mínútum síðar lék Arnar aftur á Guðmund markvörð og renndi boltanum að opnu markinu en Ásmundur Ólason renndi sér glæsilega og náði að hreinsa frá. Mark lá í loftinu og á 43. mínútu fór boltinn í hönd Leiknis- manns inni í vítateig svo að ágætur dómarinn, Pjetur Sigurðsson, dæmdi vítaspyrnu sem Hörður skoraði úr og bjargaði heiðri Hafnfirðinga. „Við getum verið sáttir við fjögur stig úr tveimur fyrstu leikjunum en það var svekkjandi að missa þetta niður í jafntefli í blálokin," sagði Ingvar Jónsson, annar þjálfari Leikn- is, eftir leikinn. „Við erum með lið sem byggt er á ungum mönnum uppöldum í félaginu og þeir þurfa sinn tíma. Við ætlum okkur meira í sumar en tökum hvern leik fyrir sig og það má segja að hver leikur sé eins og bikarleikur fyrir okkur." Leiknismenn voru sprækari og hungraði meira í sigur til að byrja með. Axel Ingvarsson var mjög góð- ur í vörninni og Rjartan Hjálmars- son, Steindór Elíson og Heiðar Óm- arsson voru góðir. FH-ingar voru lengi vel ekki með á nótunum. Það tók þá fullan hálf- leik að vakna til lífsins en þá mátti oft sjá snarpar sóknir. Vörnin var þung og sein að sjá en hélt þó sínu. Lúðvík Arnarsson og Arnar Viðars- son voru bestu menn liðsins. BLAK Fámennt lið til ítalíu ÍSLENSKA karlalandsliðið í blaki tekur þátt í 5. meistarakeppni smá- þjóða í vikunni, leikur við San Marinó á fímmtudaginn, Kýpur á föstudag og Lúxemborg á laugardaginn. Mótið fer fram í Corridonia á ítalíu, en ítal- ir halda mótið fyrir San Marinó. At- hygli vekur þegar hópurinn er skoð- aður að aðeins sjö leikmenn fóru ut- an, en sex eru inná hverju sinni, og því aðeins einn varamaður. Landsliðið hefur æft vel, en á síðustu stundu forfölluðust fjórir leikmenn, tveir meiddust, einn varð að taka upp próf sem hann féll í og annar gat ekki fengið sig lausan úr vinnu. Morgunblaðið/RAX KA-MENN höfðu góðar gætur á Þorblrni Atla Svelnssynl í gær og hér eru það Stelngrímur Birglsson, tll hægri, og Jón Hrannar Einarsson sem kljást við hann. Framarar til alls líklegir Skúli Unnar Sveinsson skrifar Framarar unnu sanngjarnan 2:0 sigur á KA þegar liðin mætt- ust á Valbjarnarvelli í gærkvöldi og virðast til alls lík- legir í sumar. Fyrri hálfieikur var fjör- ugur og skemmti- legur en í þeim síð- ari fór að rigna og virtist það hafa slæm áhrif á leikmenn beggja liða, en þegar stytti upp um miðbik hálf- leiksins birti yfir mönnum á ný. Það birti samt ekkert yfir dómaranum því hann var alls ekki nógu vel upplagður og rak til dæmis Halldór Kristinsson útaf á 75. mínútu fyrir brot á Þorbirni Atla Sveinssyni, brot sem varla verðskuldaði rautt spjald. Framarar voru sprækari frá upp- hafi til enda og léku oft prýðilega á milli sín. Fyrra markið gerðu þeir á 24. mínútu. Steinar Guðgeirsson komst framhjá varnarmanni KA upp að endamökum hægra megin og sendi fyrir markið. Boltinn fór framhjá nokkrum mönnum utan markteigsins og á móts við stöngina fjær kom Anton Björn Markússon og skaut föstu skoti í markið. Þorbjöm Atli Sveinsson hafði áður fengið gott færi og hann var aftur á ferðinni skömmu eftir mark- ið, en Eggert markvörður KA varði skot hans vel. Kristinn R. Jónsson átti síðasta orðið í fyrri hálfleik, gott skot frá vítateig en Eggert varði mjög vel. Þorleifur Arason, sextán ára KA-maður, kom inná snemma í síð- ari hálfleiknum og var mjög spræk- ur. Hann fékk ágætis færi á 68. mínútu en Ólafur markvörður sá við honum og varði vel. Halldór fékk síðan að líta rauða spjaldið þegar 15 mínútur voru eftir og léku gestirnir því einum færri. Það virt- ist ekki koma að sök fyrr en í lokin þegar þreytan var farin að segja til sín. Það nýttu Framarar sér, Valur Fannar komst innfyrir vörn KA hægra megin og lagði boltan snyrtilega yfir Eggert sem kom út á móti. Anton Björn og Þorbjörn Atli voru hættulegir frammi, Steinar sterkur á hægri vængnum, sérstak- lega í fyrri hálfleiknum og Kristinn var sterkur á meðan hans naut við. Þorvaldur vann vel á miðjunni og Jón Sveinsson var traustur sem aftasti maður með Ásgeir sér við hlið. Varamannabekkur Fram er einnig sterkur og greinilegt að ekki er hörgull á góðum leikmönnum í Safamýrinni. Hjá KA var Eggert góður í mark- inu og verður ekki sakaður um mörkin. Steingrímur er alltaf yfir- vegaður og klókur, Gauti Laxdal virkaði mun léttari og frískari en oft áður og Þorvaldur Makan er duglegur frammi. Bjarni Jónsson ætlaði að vera í byrjunarliðinu en hætti við á síðustu stundu. Guðni Rúnar með þrennu Guðni Rúnar Helgason skoraði þrjú mörk Jpegar Völsungur vann stórsigur á IR-ingum á Húsa- vík í gærkvöldi, 4:0. Völsungur fékk óskabyrjun er Guðni Rúnar skoraði eftir aðeins fimm _mín. - komst einn inn fyrir vörn ÍR-inga eftir stungusendingu Róberts Skarphéðinssonar. Hjörtur Hjart- arson bætti síðan marki við áður en Guðni Rúnar skoraði úr víta- spyrnu og hann innsiglaði sigurinn rétt fyrir leikslok með góðu skoti frá vítateig, knötturinn hafnaði á þverslánni og þeyttist þaðan í net- ið. Leikurinn var jafn til að byrja með, síðan tóku heimamenn öll völd. ÍR-ingar hafa stórtapað fyrstu tveimur leikjum sínum, þar sem þeir máttu þola tap, 0:5, fyrir Skallagrími í Borgarnesi. Stefán Þór Sæmundsson skrifar frá Akureyri olnbogaskot. Auðveldur sigur hjá Þrótti Þórsarar tóku á móti Þrótti í fyrsta heimaleik sínum á ósléttum Þórsvellinum í suðaustan- stinningskalda. Það var einhver gustur í leikmönnum líka og töluvert um ljót brot, stympingar og Dómaraþrenningin aðhafðist lítið í þeim málum og Jón Sigurjónsson lyfti gula spjaldinu aðeins þrisvar á loft. Knattspyrnan var ekki fögur og flest mörkin ódýr en Þróttur vann auðveldlega 4:2. Sigur Þróttar var auðveldur að því leyti að liðið gat skorað mörk án mikillar fyrirhafnar því vörn Þórs var úti á þekju. Eitt af mörkun- um sex kom í fyrri hálfleik, Willum Þór stýrði boltanum í netið eftir að knötturinn rataði fram hjá varnar- mönnum Þórs úr hornspyrnu. Heimamenn sóttu á móti vindi og náðu þokkalegri rispu um miðjan hálfleikinn en Páll Einarsson Þrótt- ari átti tvö hættulegustu færin und- ir lok hálfleiksins. Vind lægði til muna í seinni hálf- leik og þá komu mörkin á færi- bandi. Þróttur komst í 2:0 þegar Einar Örn Birgisson nánast hljóp með boltann í markið eftir skelfileg varnarmistök. Heimamenn skutust inn í leikinn með marki Davíðs Garðarssonar af stuttu færi á 71. mín. en Óskar Óskarsson svaraði strax á 72. mín. með einföldu marki eftir sendingu Sigfúsar Kárasonar. Óskar var þá nýkominn inn á sem varamaður. Enn var Þórsvörnin í molum. Nokkur spenna hljóp í leik- inn á 77. mín. þegar Davíð Garðars- son skallaði í mark Þróttar og stað- an 3:2. Skömmu síðar fékk Árni Þór Árnason sendingu inn fyrir vörn Þróttar en þrumaði yfir. Það var síðan Árni Sveinn Pálsson sem gulltryggði sigur Þróttar með fal- legu marki úr aukaspyrnu undir lok leiksins. Sigur Þróttar var sanngjarn. Sóknir liðsins voru snarpar á köfl- um og sérstaklega gekk varnar- mönnum Þórs illa að ráða við Einar Birgisson. Heimamenn voru óör- uggir í vörn og bitlausir í sókn og helst miðjumaðurinn Davíð Garð- arsson sem skapaði usla. Um þátt dómarans verður ekki fjölyrt frekar hér en leikmenn beggja liða mættu líka líta í eigin barm. Makedónía tap- aði fyir Búlgaríu MAKEÐÖNÍA, sem msetir ís- Iandi á Laugardalsvellinum á laugardaginn, tapaði vináttu- leik fyrir Búlgaríu í gær, 0:3. Emíl Kostadinov (15. niín.) Hristo Stoichkov (67.) og Ivo Georgiev (77.) skoruðu mörk Búlgaríu. Aðeins 980 áhorf- endur sáu leikinn, sem fór fram í Sofíu. Atli velur sex nýliða Atli Eðvaldsson þjálfari ís- lenska ungmennalandsliðsins skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur valið 16 manna hóp vegna fyrsta landsleiksins í riðla- keppni Evrópumeistaramótsins sem verður gegn Makedóníu á Kaplakrikavelli á laugardaginn klukkan 14. Þetta er í fyrsta skipti sem 21 árs liðið leikur sama dag og A-liðið, en sem kunnugt er mætast þessar sömu þjóðir í und- ankeppni HM á Laugardalsvelli síðar á laugardaginn. Hópurinn er þannig skipaður: Markverðir: Atli Knútsson, Leiftri Árni Gautur Árason, ÍA Aðrir leikmenn: Sigurvin Ólafsson, Stuttgart Brynjar Gunnarsson, KR Jóhannes Harðarson, ÍA Ólafur Stígsson, Fylki Ólafur Bjarnason, Grindavík Guðni Rúnar Helgason, Völsungi Bjarnólfur Lárusson, ÍBV Stefán Þórðarson, ÍA Andri Sigþórsson, Bayern Munchen Þorbjörn Atli Sveinsson, Fram Valur Fannar Gíslason, Fram Bjarki Stefánsson, Val Bjarni Guðjónsson, ÍA Arnar Viðarsson, FH Andri, Þorbjörn, Valur, Bjarki, Bjarni og Arnar hafa ekki leikið áður með liðinu^ þeir Jóhannes, Olafur Stígsson, Olafur Bjamason, Guðni Rúnar, Bjarnólfur og Stefán hafa aðeins leikið einn leik, Sigur- vin sjö, Biynjar þrjá og markverð- irnir sex leiki hvor, þannig liðið er ekki reynslumikið. Auk leiksins við Makedóníu leikur íslenska liðið æfingaleik gegn ÍA á Akranesi sama dag og íslenska A-liðið leik- ur þar gegn Kýpurbúum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.