Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 4
4 D MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ GOLF Vill fleiri velli Eg vona að þessi sigur minn verði til að styðja við bakið á golfíþróttinni í heimalandi mínu og hvetji yfirvöld til að byggja fleiri velli fyrir ungt fólk og þá sem ekki hafa mikið fé á milli handanna,“ sagði Constantino Rocca eftir sigurinn um helgina. Golf er ekki mikið stundað af al- menningi í heimalandi hans Ítalíu, vellir eru fáir og gjald sem tekið er af iðkendum er hátt. Birgir Leifur á þremur undir pari á St. Andrews BIRGIR Leifur Hafþórsson, úr golfklúbbnum Leyni á Akranesi, lék best þeirra fjögurra íslend- inga sem tóku þátt í St. Andrews golfmótinu í Skotlandi um helg- ina, en hann og Björgvin Sigur- bergsson úr Keili í Hafnarfirði komust báðir áfram eftir fyrri daginn, en þá var keppendum fækkað í fimmtíu. Leiknar voru 36 holur á laugardag og 36 á gamla vellinum á sunnudag. Birgir Leifur og Björgvin léku fyrri 18 á laugardaginn á nýja vellinum og þá var Björgvin á 71 höggi en Birgir Leifur á 76. Síðdegis léku þeir á gamla vell- inum og þá fór Birgir Leifur á 69 höggum, þremur undir pari, en Björgvin lék á 76 höggum. Síðari daginn lék Birgir Leifur á 78 höggum og 77 og lenti í 34. sæti en Björgvin á 82 og 78 og varð í 46. sæti. Sigurpáll Sveinsson, úr Golf- klúbbi Akureyrar, lék gamla völlinn á 77 höggum og þann nýja á 76 og Kristinn G. Bjarna- son, Leyni, lék þann gamla á 78 höggum og þann nýja á 77. Þeir tveir komust ekki áfram til að keppa síðari daginn. HjaKi og Þór- dís unnu fyrsta stigamótið Morgunblaðið/Sigfús Gunnar HAIMNES Eyvindsson óskar félaga sínum úr GR, Hjalta Pálma- syni, til hamingju með sigurinn í karlaflokki á fyrsta stiga- móti sumarsins til landsliðs í Vestmannaeyjum um helgina. HJALTI Pálmason, GR, og Þór- dís Geirsdóttir, GK, sigruðu í meistaraflokki karla og kvenna á fyrsta stigamóti GSÍ, Flug- leiðamótinu, sem haldið var í Vestmannaeyjum um helgina. 28 kylfingar mættu í meistara- flokki karla og aðeins þrjár konur. í opnum flokki voru 43 karlar og átta konur. Þrátt fyrir fámennið í stigakeppni kvenna kom það ekki í veg fyrir spennandi keppni. Eftir fyrri ■■■■■ daginn hafði Her- Sigfús Gunnar borg Amarsdóttir, Guðmundsson GR, eins höggs for- skrifarfrá skot £ Þórdísi Geirs- Eyium dóttur og það var ekki fyrr en á 18. og síðustu holu seinni daginn sem Þórdísi tókst að vinna upp höggið. Þær urðu því jafn- ar og þurftu að leika bráðabana. Á fyrstu braut í bráðabana slógu þær nánast eins alla brautina og komu kúlunni báðar niður í fimm höggum. Leiðin lá næst á 2. braut, sem er par þrír. Þær voru innan við metra hvor frá annarri eftir upphafshöggið, rétt utan grínsins. Þórdís var sterk- ari og kom kúlunni niður á þremur höggum, eða pari, og stóð hún því uppi sem sigurvegari. Skuldaði eitt högg eftir fyrrí daginn og vann það upp „Þetta gekk vel hjá mér. Ég er búin að vera að spila gott golf und- anfarið og er ánægð með skorið héma. Ég skuldaði eitt högg eftir fyrri daginn og vann það ekki upp fyrr en 1 síðustu holunni," sagði Þórdís Geirsdóttir eftir sigurinn. „Það er hálf leiðinlegt að útkljá þetta í bráðabana, en svona er íþróttin. Völlurinn er góður hér í Eyjum og það var eins og við værum að spila í ágúst, en það er víst bara maí enn. Það er nauðsynlegt að koma hér minnst einu sinni til Eyja á ári og spila. Annars mætti þátttakan í þessu móti vera betri. Það komu allt of fáir. Hvers vegna veit ég ekki, líklega áhugaleysi." Spenna í kariafiokki Keppnin hjá körlunum var einnig spennandi því eftir fyrri daginn voru menn mjög jafnir og ómögulegt að spá um úrslit. Tryggvi Pétursson, GR, lék þó manna best fyrri daginn, kom inn á 73 höggum, eða þremur yfír pari. Síðan komu Hjalti Pálsson og Hannes Eyvindsson einu höggi á eftir. Það voru því þessir þrír sem lögðu af stað í síðasta holli seinni daginn. Baráttan var mikil, sérstak- lega milli Tryggva og Hjalta, sem tókst fljótlega að vinna upp höggið af Tryggva. Það var síðan á 16. braut sem leiðir skildi. Tryggva gekk afleit- lega á þeirri braut en Hjalti spilaði af miklu öryggi, hélt ró sinni og kom Morgunblaðið/SGG ÞÓRDÍS Geirsdóttir sigraði í kvennaflokki eftir umspil vlö Herborgu Arnarsdóttur. inn á besta skorinu seinni daginn, 72 höggum, og það nægði honum til sigurs. Sigurður Hafsteinsson, GR, skaust upp í annað sætið, lék síðari daginn á 73 höggum en þann fyrri á 75. Tryggvi varð þriðji á 73 og 76 höggum. Gekk framar vonum „Þetta gekk framar vonum. Ég er nýskriðinn úr skóianum og hef því lítið æft undanfarið," sagði Hjalti Pálmason, sigurvegari í meistara- flokki karla. „Það er mikill bónus að vinna þetta mót. Púttin gengu mjög ÍTALINN Costantino Rocca fagnaði sigri á breska atvinnu- mannameistaramótinu (PGA) í golfi í Wentworth á mánudag. Rocca lék á 69 höggum, þrem- ur undir pari, síðasta hringinn, náði fugli (einu undir) á tveimur síðustu holunum og lauk keppni með tveimur höggum færra en Bretinn snjalli Nick Faldo, sem sigraði f bandarísku meistarakeppninni, US Mast- ers í apríl. Rocca var í sviðsljósinu á opna breska meistaramótinu í fyrra er hann tryggði sér bráðabana um fyrsta sætið með því að pútta í holuna af löngu færi á síðustu holu - en tapaði reyndar í umspilinu fyrir John Daly. Nú brást hann hins vel og ég náði góðum hraða á þau. Ég slapp við þrípútt á öllum 36 holun- um,“ sagði hann. „Það er alltaf gam- an að koma hingað til Eyja og spila. Ég ólst hérna upp á fyrstu níu holun- um og þekki þær því vel. En hinar seinni níu þekki ég ekkert betur en aðrir. Þessi völlur er orðinn einn af betri völlum landsins. Hann er mjög kreijandi. Þetta var ágæt upphitun fyrir væntanlegt landsmót hér í Eyj- um í sumar. Stefnan verður sett á fyrsta sætið á landsmótinu en það verður að koma í ljós hvernig það gengur. Það eru margir góðir sem vegar ekki og sigurinn er sá fyrsti síðan hann vann opna franska meistaramótið 1993. „Þessi sigur er engin sárabót fyrir opna breska í fyrra en mjög mikilvægur fyrir mig,“ sagði Rocca. „Þetta er í raun stórkostlegt. Ég get ekki lýst því hvernig mér líð- ur.“ Fréttamenn spurðu Rocca hvernig honúm þætti að sigra Faldo, og hann svaraði: „Faldo sagði einhvern tíma í blaðaviðtali á Italíu að ef hann þyrfti einvern tíma að lúta í lægra haldi á stórmóti vildi hann gjarna að það yrði fyrir mér. Ég hugsaði um þetta í dag,“ sagði Italinn. Rocca og Mark McNulty frá Zimbabwe voru efstir fyrir síðasta dag en Faldo var þrem- ur höggum á eftir. Hann var ekki langt undan á lokasprettinum en koma til með að berjast um þann sig_ur.“ í opnu flokkunum urðu Eyjamenn sigursælir. Hjá körlunum var það ungur og efnilegur kylfingur, Örlyg- ur Helgi Grímsson, sem sigraði með og án forgjafar. Hann lék á 73 og 83 höggum, eða 156 höggum og 138 höggum nettó. Hann lék sérstaklega vel fyrri daginn. Hjá konunum var það Jakobína Guðlaugsdóttir, GV, sem sigraði einnig með og án forgjaf- ar með nokkrum yfirburðum. Hún lék á 89 og 89 höggum eða samtals 178 höggum og 142 höggum nettó. náði hvorki fugli á síðustu holu né þeirri næst síðustu og varð því að gera sér annað sætið að góðu ásamt landa sínum Paul Lawrie. Rocca fékk 167.000 pund fyrir sigurinn, en það jafngildir tæpum 17 milljónum króna. Hann er þar með kominn í annað sæti á peninga- listanum á evrópsku mótaröðinni í ár. Ian Woosnam hefur þénað mest, 255.436 pund - 26 milljónir tæpar, en hann náði einungis ellefta sæti á mótinu í Wentworth um helgina. Woosnam tryggði sér þar með þátt- tökurétt í opna bandaríska meist- aramótinu í Oakland Hills í Detroit 13. til 16. júní. Hann sigraði á opna bandaríska mótinu 1991 og fékk því sjálkrafa keppnisrétt þar til í fyrra. Til að fá að vera með nú varð hann að standa sig. Rocca fagnaði sigri á PGA-mótinu í Wentworth Jóhannes sigraði í Englandi JÓHANNES B. Jóhannesson sigraði á Opna Loughbaurugh snókermótinu _ í Englandi um helgina, en íslendingar hafa tekið þátt í þessu móti mörg undanfarin ár. Nokkrir at- vinnumenn taka jafnan þátt í mótinu og svo var einnig nú. Jóhannes sigraði Englend- inginn Alan Hikcs 3:0 í fyrstu umferð og lék mjög vel, fékk meðal annars 124 í einu stuði í fyrsta leik, 87 í þeim næsta og 67 í þeim þriðja. í annam umferð vann hann Jónas Þóri Jónasson 3:2 og atvinnumann- inn Steve Shepard frá Englandi í þriðju umferð. Englendingur- inn komst í 3:0 en þá hrökk Jóhannes í gang, gerði 88 í fjórða leik og vann næstu þrjá, 4:3, og hann var kominn í úr- slit. Þar sigraði hann Steve Aldershot frá Englandi 5:4 eft- ir að hafa verið 2:4 undir. „Ég spilaði mjög vel og er auðvitað harðánægður með sigurinn,“ sagði Jóhannes í samtali við Morgunblaðið á mánudags- kvöldið. Jóhannes mun fá ein- hver peningaverðlaun fyrir sig- urinn, en verðlaunaafhendingin verður á föstudaginn kemur. Bjöm Hallgrímsson keppti einnig á mótinu, tapaði í fyrstu umferð, og tók þátt í keppni þeirra sem duttu út í fyrstu umferðinni og sigraði þar. Gerpla í 7. sæti á EM FIMLEIKAFÉLAGIÐ Gerpla varð í sjöunda sæti af 16 liðum á Evrópumótinu í trompfimleik- um kvenna sem lauk í Finn- landi um helgina. Stúlkurnar úr Gerplu hlutu 24,70 stig og voru valdar til að sýna dansinn á lokasýningunni á mánudag. Indónesar sigursælir INDÓNESÍA sigraði bæði í karla- og kvennaflokki (Thom- as Cup og Uber Cup) í heims- meistarakeppni landsliða um helgina. I kvennakeppninni sigraði Indónesía lið Kína 4:1. Þetta er í sjötta sinn sem Indó- nesía sigrar í kvennaflokki og er það met. Indónesía sigraði Kína einnig í úrslitaleik fyrir tveimur árum, 3:2. Karlalið Indónesíu sigraði Dani í úrslitum, 5:0, og var þetta tíundi sigur Indónesa. Joko Suprianto vann Poul-Erik Hoyer-Larsen 18-14 og 15-8, Ricky Subagdja og Rexy Main- aky unnu Jon Holst-Christens- en og Jim Laugesen 15-5 og 16-7, Heryanto Arbi vann Thomas Stuer-Lauridsen 15-8 og 15-8, Rudy Gunawan og Bambang Suprianto unnu Hen- rik Svarrer og Michael Sogaard 15-7, 14-18, 15-9 og Allan Budi Kusuma vann Peter Ras- mussen 15-9 og 15-6. „Við höfum æft sérsaklega fyrir þessa keppni síðan í febr- úar og við lékum af 90 prósent styrk,“ sagði Lutfí Hamid, þjálfari Indónesa, eftir sigur- inn. „Á Ólympíuieikunum í Atl- anta munum við leika af 100 prósent getu. Það er dásamlegt að vinna heimsmeistaratitilinn og eftir nokkurra daga hvíld munum við hefja lokaundirbún- inginn fyrir Ólympíuleikana."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.