Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 7
JLl MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ 1 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 D 7 KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Þjálfarasonurinn hélt uppteknum hætti er Akurnesingar burstuðu Keflvíkinga og KR-ingar sigruðu Leiftursmenn verðskuldað í Frostaskjólinu Guðmundur var hetja KR-inga í fyrsta sigrinum GUÐMUNDUR Benediktsson var hetja KR-inga er þeirtóku á móti Leiftri í Frostaskjólinu á mánudaginn. Hann skoraði bæði mörk Vesturbæjariiðsins i verðskulduðum 2:1 sigri, auk þess sem hann skaut varnar- mönnum Leifturs nokkru sinn- um skelk í bringu með færni sinni er hann lagði upp færi fyrir samherja sína. Leifturs- menn náðu ekki að fylgja eftir sigrinum á ÍBV ífyrstu umferð og verða að sýna meiri djörf- ung í sóknarleiknum í næstu umferð er þeir taka á móti ís- landsmeisturunum ífyrsta hei- maleik sínum. Leikmenn KR voru mun skæðari í upphafi leiksins og áttu nokk- ur þokkaleg færi til að komast yfir ívar Benediktsson skrifar áður en Guðmundur skoraði fyrra mark sitt á 18. mínútu. Leiftursmenn !éku 4-5-1 gegn 4-4-2 uppstillingu KR. Pjðrir leikmenn KR á miðjunni höfðu oftast nær í fullu tré gegn fimm kollegum sínum að norðan og ein skýringin getur verið sú að leikmenn Leifturs virtust oft hafa meiri áhyggjur af vamarleikn- um en sóknarleiknum í stað þess að herja hressilega á öftustu vörn KR sem lék sér oft að eldinum með því að senda hæpnar sendingar slag ofan í slag aftur á Kristján Finnbogason markvörð. Júlíus í aðgerð JÚLÍUS Tryggvason, leikmaður Leifturs, fór í gær í uppskurð þar sem laga átti brotið kinnbein. Brotið hlaut hann eftir samstuð við félaga sinn, Daða Dervic, í fyrstu umferð gegn ÍBV. Þrátt fyrir brotið lék Júlíus leikinn þann til enda og ennfremur lék hann allan leikinn gegn KR í fyrradag. í hvorugum leiknum var hann með hlífðarbúnað fyrir andlitinu. Að sögn Óskars Ingi- mundarsonar var þetta Iítil að- gerð sem Júlíus gekkst undir og bjóst hann við að Júlíus yrði með í næsta leik gegn IA laugardaginn 8. júní, en það verður fyrsti heimaleikur Leifturs í sumar. Kristófer ekki sést „KRISTÓFER hefur ekki komið á æfingu upp á síðkastið og ég hef reynt að tala við hann en án árangurs," sagði Lúkas Kostic, þjálfari KR, í samtali við Morg- unblaðið eftir leikinn gegn Leiftri. Athygli hefur vakið að Kristófer Sigurgeirsson sem skipti úr Breiðabliki í KR fyrir. þessa leiktíð hefur ekki verið í leikmannahópi KR það sem af er. „Hvað Kristófer gerir veit ég ekki en það er á hreinu að hann fer ekki frá KR í sumar. Hann gerði eins árs samning við félagið og við ætlum ekki að leysa hann undan honum,“ bætti Lúkas við. KR-ingar voru sterkari en fátt var um færi þar til fór að halla á leikhlut- ann. Asmundur Haraldsson átti skalla jrfir á 35. mínútu og mínútu síðar varði Kristján vel hinumegin vallarins bakfallsspyrnu frá Sverri Sverrissyni eftir langt innkast. Áður en flautað var til leikhlés átti hvort lið eitt gott færi og voru það sömu ieikmennirnir og áður sem stóðu í stórræðunum. Dauft var yfir upphafi síðari hálf- ieiks og fátt um færi allt þar til á 10. mínútu að Guðmundur átti skalla í átt að marki Leifturs en bjargað var í horn. Upp úr hornspyrnunni frá hægri barst knötturinn yfir á mark- teigshornið vinstramegin þar sem Guðmundur spyrnti aftur fyrir sig beint á kollinn á Ólafi Kristjánssyni sem staddur var á markteig hægra megin. Ólafur skallaði í átt að marki en Pétur Björn Jónsson varði greini- lega með hendi, en ekkert var dæmt. KR-ingar héldu áfram að sækja og gestunum gekk erfiðlega að byggja upp sóknir. En eftir að KR-ingar voru komnir tveimur mörkum yfir á þá skipti Óskar Ingimundarson þjálf- ari Leifturs Baldri Bragasyni inn fyrir Pál Guðmundsson. Um leið fóru norðanmenn að leika meira 4-3-3 og það hreif því aukinn þungi færðist í sóknina sem skilaði marki skömmu síðar. „Við urðum að breyta leik okkar eftir að KR hafði skoraði ann- að mark sitt á vægast sagt vafasöm- um forsendum," sagði Óskar þjálfari Leifturs að ieik loknum. „Okkur tókst að gera eitt mark og með smá heppni IB^^Sigurður Örn Jóns- ■ \JFson tók innkast á 19. mínútu hægra megin á vallar- helmingi Leifturs og fljótlega barst boltinn til Hilmars Björns- sonar sem lék stutta leið og sendi síðan rakleitt inn á miðjan vítateiginn þar sem Guðmund- ur Benediktsson var einn á ferð og hann skallaði af krafti efst í markhornið hægra megin, óveijandi fyrir Þorvald Jónsson. ■ #|Á 69. mínútu brýtur ■ %#Sigurður örn Jóns- son sókn Leifturs á bak aftur á miðjum eigin vallarhelmingi og án hiks sendir hann knöttinn rakleitt fram á völlinn inn fyrir vöm Leifturs þar sem Guð- mundur Benediktsson tók við honum. Guðmundur var greini- lega rangstæður, en engin at- hugasemd var gerð og hann hélt því sínu striki með knöttinn upp að marki Leifturs. Er hann var kominn rétt inn fyrir víta- teig skaut hann föstu skoti með hægri fæti sem rataði í vinstri hluta marksins. 2« 4 Pétur Bjöm Jónsson ■ I sótti upp hægri kant- inn á 83. mínútu rétt við víta- teigshornið. Hann sendi stutta sendingu á Baldur Bragason sem ætlaði að senda f þríhyrning aftur á Pétur en Brynjar Gunn- arsson, varnarmaður KR, komst inn í sendinguna og hugðist hreinsa frá en skot hans var máttlaust og fór beint fyrir fæt- ur Rastislavs Lazoriks sem var ekki seinn að kveikja á perunni og skaut föstu skoti með hægri fæti í vinstra markhomið án þess að Kristján Finnbogason kæmi við vörnum í marki KR. hefðum við átt að bæta við, en það tókst ekki. Við komum fullir sjálfs- trausts til leiks ákveðnir í að taka stig því þetta eru áþekk lið,“ bætti Óskar við. En honum varð ekki að ósk sinni þrátt fyrir nokkur þokkaleg færi á lokakaflanum. „Þó að þeir hafí komið af krafti inn í leikinn undir lokin er enginn vafi á að við verðskulduðum sigur- inn,“ sagði brosmildur Lúkas Kostic þjálfari KR eftir að fyrsti heimasig- urinn á leiktíðinni var í höfn. „Okkur vantar meira jafnvægi í liðið þar sem ekki hefur verið möguleiki á að stilla upp bestu leikmönnum í hvern leik vegna meiðsla. Ég vonast til þess að mér takist að koma meira jafn- vægi á fyrir leik okkar í þriðju um- ferð en þangað til eru tólf dagar,“ sagði Lúkas ennfremur. ÍHémR FOLK ■ STURLAUGUR Haraldsson lék ekki með Skagamönnum á móti Keflvíklngum en hann fékk högg á læri í leiknum við Stjörnuna og verð- ur að taka því rólega í viku til viðbót- ar. ■ STEINAR Adolfsson lék fyrsta deildarleik sinn fyrir ÍA en hann tók út leikbann í 1. umferð. ■ ZORAN Mtykovic lék ekki með ÍA í fyrradag, þar sem hann var í banni vegna brottreksturs gegn Stjörnunni í 1. umferð. ■ STJÖRNUVÖLL URINN var sérlega giæsilegur á mánudaginn, fagurgrænn og sléttur auk þess sem hann var fastur í sér. Garðbæingar hafa líka hugsað vel um hann og breytingarnar á síðustu tveimur árum eru ótrúlegar. Frá því í fyrra- haust eru heimamenn búnir að setja um 400 kíló af golfvallarfræi á völl- inn, enda er hann eins og teppi. ■ KRISTINN Lárusson reif liðþðfa í leiknum gegn IA í fyrstu umferð- inni á fimmtudaginn var, en hann var samt mættur til leiks á mánudag- inn. ■ HEIMIR Hallgrímsson, vinstri bakvörður Eyjamanna, var í leik- banni á móti Val. Rútur Snorrason, sem var líklegastur tii að leysa hann af, veiktist fyrir leikinn og var ekki með. Magnús Sigurðsson tók því stöðu vinstri bakvarðar. ■ KRISTINN Hafliðason lék fyrsta leik sinn fyrir IBV í 1. deild gegn Val. Hann kom inn á sem vara- maður fyrir Tryggva Guðmundsson á 67. mínútu. ■ BLIKAR gerðu tvær breytingar á vörninni á móti Grindavík frá því í fyrstu umferð gegn Fylki. Hreiðar Bjarnason og Sævar Pétursson tóku stöðu miðvarða í stað Guð- mundar Arnar Guðmundssonar og Theódórs Hervarssonar. ■ GUÐMUNDUR Torfason, þjálf- ari Grindvíkinga, skipti sjálfum sér inn á þegar fimm mínútur voru eftir af Ieiknum gegn Breiðabliki. ■ ÓSKAR Hrafn Þorvaldsson hef- ur ekkert leikið með KR það sem af er íslandsmótinu og að sögn Lúk- asar Kostic, þjálfara liðsins, er ekki reiknað með að hann leiki með með fyrr en í fjórðu umferð. Það er lið- þófí í hægra hné sem er skaddaður hjá Óskari. GUÐMUNDUR Benediktsson lék sérlega vel með KR gegn Lelftri og gerði tvö mörk. Hér er hann í baráttu um knöttlnn við Júlíus Tryggvason, fyrrum samherja s'inn'hl'á'Þór á Akureyri, sem lék kinnbeinsbrotinn eins og gegn ÍBV. Júlíus fór i aðgerð í gær og verður tllbúinn strax í næsta leik Leiftursmanna. Lerfur Geir tryggði ÍBV fyrstu stigin ÍBV sigraði Val 1:0 íVest- mannaeyjum þar sem vindur- inn setti nokkuð mark sitt á leikinn. Leifur Geir Hafsteins- son gerði sigurmarkið í upp- hafi síðari hálfleiks og tryggði þar með fyrstu stig Eyjamanna á þessari leiktfð. Sigurinn var öruggari en tölurnar gefa til kynna. Eg er ánægður með Ieikinn, sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari ÍBV. „Þetta var nokkuð taugastrekkjandi Þar sem mikil pressa Sigfús G. var a okkur að vinna Guðmundsson þennan leik. Ég tel skrifarfrá okkur hafa átt sig- Eyjum urinn fyllilega skil- inn. Við fengum fimm til sex dauða- færi en Valsmenn varla eitt ein- asta.“ Valsmenn byijuðu leikinn undan vaxandi vindi og fengu fyrsta fær- ið. Arnljótur Davíðsson komst í gott marktækifæri en skaut naum- lega framhjá. Þetta var reyndar eina umtalsverða marktækifæri Valsmanna í öllum leiknum. Vals- menn reyndu allt of mikið háar sendingar undan vindinum sem þeir réðu illa við. Hættulegasta færi heimamanna í fyrri hálfleiknum, sem var ekki Ijörugur, átti Stein- grímur Jóhannesson en skot hans fór framhjá. Eyjamenn náðu sér betur á strik undan vindinum í síðari hálfleik. Þeir pressuðu fljótt verulega og uppskáru gott mark þegar Leifur Geir Hafsteinsson skallaði boltann í netið. Það sem eftir lifði leiks fengu Eyjamenn fjölmörg færi en Lárus Sigurðsson í marki Vals átti mjög góðan leik og bjargaði því sem bjargað varð. Hann ásamt Jóni Grétari Jónssyni átti bestan leik fyrir Val. Hjá ÍBV börðust menn betur en í leiknum gegn Leiftri og uppskáru eftir því. Liðið lék sem ein heild. 1«f\Eftir nokkuð þunga ■ %#sókn Eyjamanna fékk Tryggvi Guðmundsson boltann á hægri kantinum á 51. mínútu. Hann sendi boltann inn á miðjan vítateig Vals og þar var Leifur Geir Hafsteinsson sterkastur í teignum og skallaði boltann neðst í vinstra mark- hornið. Óveijandi fyrir annars góðan markvörð, Lárus Sigurðs- son. Þrennur gegn Keflvíkingum BJARNI Guðjónsson er fimmti Skagamaðurinn sem hefur skor- að þijú mörk í leik gegn Keflvík- ingum á Akranesi í 1. deildar- keppninni. Ríkharður Jónsson varð fyrstur til þess, skoraði þrjú mörk í stórsigri, 9:0,1959. Matth- ías Hallgrimsson vann það afrek 1971 og annar mikill markaskor- ari, Pétur Pétursson, skoraði þrjú mörk gegn Keflavík 1977. Arnar Gunnlaugsson skoraði þijú mörk í fyrra, þegar Skaga- menn unnu 8:2. Þrítugasta mark Leifs Geirs LEIFUR Geir Hafsteinsson, sóknarleikmaður Eyjaliðsins, skoraði sitt þrítugasta mark í 1. deildarkeppninni, er hann skor- aði sigurmark IBV gegn Val, 1:0. Leifur Geir hefur skorað 23 mörk fyrir ÍBV í deildinni og sjö mörk fgyrir Stjörnuna. Bjami með fyrstu þrennu sumarsins Táningurinn hefurgertfimm mörk í tveimur leikjum Eiríksson skrifar Bjarni Guðjónsson var í sviðsljós- inu þegar íslandsmeistarar ÍA unnu Keflvíkinga 5:0 á Akranes- velli í fyrradag. Bjarni, sem er að- Sigþór e;ns j y ára, gerði þtjú mörk og er það fyrsta þrenna hans í 1. deild og auk þess fyrsta þrenna íslandsmótsins í ár, en táningurinn gerði tvö mörk gegn Stjörnunni í 1. umferð. Þaö besta undanfarið „Frammistaða okkar í síðari hálf- leik er tvímælalaust það besta sem við höfum sýnt í undanförnum leikj- um,“ sagði Ólafur Þórðarson, fyrir- liði ÍA, við Morgunblaðið. „Þetta er vonandi teikn um betri tíð. Við höfum verið í erfiðum æfingum og því verið frekar þungir í síðustu leikjum en þetta virðist vera að smella hjá okkur. Keflvíkingar börðust vel í fyrri hálfleik en við fengum tvö fyrstu mörkin á góðum tíma og eftir það þurfti ekki að spyija að leikslokum.“ Eftir að hafa náð stigi gegn KR í fyrstu umferð komu Keflvíkingar ákveðnir til leiks á Skaganum og til að byija með áttu íslandsmeist- ararnir í töluverðum vandræðum með baráttuglaða mótheija. En Skagamenn létu fljótlega til sín taka og fyrsta færið kom á 18. mínútu en Ólafur Þórðarson skall- aði naumlega framhjá. Mínútu síðar pijónuðu Bjarni og Mihajlo Bibercic sig í gegnum vörn Keflvíkinga en gestunum tókst að bjarga áður en sá síðarnefndi náði skoti. íslnn brotinn Fjórum mínútum síðar braust Ólafur af miklu harðfylgi í gegnum vörn Keflvíkinga en nafni hans í marki gestanna varði meistaralega þrumuskot í horn. Upp úr horn- spyrnunni skallaði Gunnlaugur Jónsson beint niður og þaðan fór hann yfir markið. Bjarni braut síðan ísinn skömmu fyrir hlé en þrátt fyrir ákveðni tókst Keflvíkingum ekki að skapa sér marktækifæri í hálfleiknum. Keflvíkingar voru óheppnir að jafna ekki í byijun seinni hálfleiks þegar þeir fengu besta marktæki- færi sitt í viðureigninni. Þá átti Óli Þór góða sendingu yfir á Jón Þ. Stefánsson en fyrir opnu marki skaut hann framhjá. Þeim hefndist fyrir þetta því fjórum mínútum síð- ar kom Alexander Högnason Skagamönnum í 2:0 með glæsilegu marki. í kjölfarið komu tvö góð mörk frá Bjarna og Bibercic átti síðasta orðið. 1«f|A 44. mínútu kom falleg send- ■ \#ing frá Haraldi Ingólfssyni upp vinstri kantinn á Bjarna Guðjónsson. Hann stakk sér inn fyrir vörnina. Ólafur Gottskálksson, markvörður, kom út á móti en Bjarni var Öryggið uppmálað og vippaði yfir Ólaf. 2«f\Á 52. mínútu braust Sigur- ■ \Jsteinn Gíslason upp vinstri kantinn, sendi fyrir markið á Alexander Högnason sem tók knöttinn viðstöðulaust og skoraði með öflugu hægri fótar skoti af stuttu færi. 3«^Ólafur Þórðarson gaf fyrir ■ \Jmarkið utan af hægri kantinum á 63. mín., vamarmaður á markteignum náði ekki knettinum en Bjarni Guðjóns- son, sem var fyrir aftan hann, var fljótur að átta sig og skallaði í markið. 4«#\Haraldur Ingólfsson sendi bolt- ■ \#ann frá miðjum eigin vallar- helmingi og inn fyrir vöm Keflavíkur á 77. mínútu. Bjarni stakk vörnina af, Ólaf- ur kom út á móti en þessi stórefnilegi leik- maður renndi boltanum af öryggi frámbjá honum og í netið. S« #fcSkagamenn sóttu á 90. mínútu. ■ \MAðþrengdur af sóknarmönnum Skagamanna sendi varnarmaður Keflvík- inga boltann til Ólafs Gottskálkssonar, sem greip knöttinn. Það þýddi óbeina aukaspyrnu á markteig. Ólafur Þórðarson rúllaði á Mihajlo Bibercic, sem þrumaði boltanum upp í þaknetið. Vamarbarátta í rokinu í Grindavík GRINDAVÍK og Breiðablik gerðu markalaust jafntefli í af- ar leiðinlegum rokleik í Grinda- vík á mánudagskvöld. Liðin fengu þar með fyrstu stig sín ídeildinni á þessari leiktíð. Sunnan hvassviðri var meðan á leiknum stóð og gerði það leikmönnum erfitt fyrir. Bæði liðin lögðu áherslu á varnarleik. Fyrri hálfleikur var tíðindalaus þar sem hvorugu liðinu tókst að skapa sér umtalsverð færi. Hálfleik- urinn einkenndist af 1 baráttu á miðjunni Valur B. ■ ., .. J. , Jónatansson °« elns sPllað' skrifar urinn, sem stoð þvert á völlinn, stórt hlut- verk og leikmenn áttu í miklum erfíð- leikum með að hemja knöttinn. Síðari hálfleikur var aðeins skárri. Leikmenn reyndu þá að spila boltan- um meira með jörðinni i stað þess að reyna háar spyrnur. Gunnar B. Ólafsson, sem kom inn á sem vara- maður hjá Blikum, fékk tvö ágæt færi undir lokin. í fyrra skiptið hitti hann ekki boltann í dauðafæri í víta- teignum og síðan náði hann ekki að stýra boltanum í netið við fjærstöng. Fimm mínútum fyrir leikslok voru heimamenn nálægt því að skora er Páll Valur Björnsson slapp einn inn- fyrir vörn Blika. Hann vippaði knett- inum yfir Cardaklija markvörð og rétt framhjá. Besta færi leiksins kom á síðustu mínútu. Arnar Grétarsson tók hornspyrnu frá vinstri á Kjartan Einarsson sem kastaði sér aftur og spyrnti knettinum að marki. Boltinn stefndi efst í markhornið, en Albert Sævarsson kom nánast fljúgandi og sló knöttinn frá á síðustu stundu. Frábær markvarsla. Eins og áður segir var leikurinn slakur og fátt sem gladdi augað. Ef þessi lið leika með sama hugarfari í sumar er ekkert nema fall sem blas- ir við. Bæði liðin hugsuðu fyrst og fremst um að veijast, sérstaklega í fyrri hálfleik. Grindvíkingar, sem voru aðeins með Ólaf Ingólfsson frammi, náðu lítið að ógna marki gestanna. Blikar settu meiri sóknar- þunga í síðari hálfleik, þijá leikmenn í fremstu víglínu í stað tveggja fyrir hlé og þá batnaði leikur liðsins. Arn- ar Grétarsson var færður inn á miðj- una, en hann lék á vinstri kantinum í fyrri hálfleik og nýttist illa í þeirri stöðu. „Þetta var slakur leikur, en ég _er þó á því að við vorum sterkari. Ég er ósáttur við leik liðsins. Það' var erfitt fyrir okkur að fara í þennan leik eftir það mikla andlega áfall sem við urðum fyrir í fyrsta leiknum á móti Fylki. Við vorum of fastir í varnarhlutverkinu," sagði Sigurður Halldórsson, þjálfari Blika. „Rokið setti mark sitt á leikinn. Það var erfitt að hemja boltann. Við reyndum að beijast en knattspyman var ekki áferðarfalleg. Við erum nú komnir á blað, með eitt stig, og það er byijunin. Það er gott frí framund- an í deildinni og þá gefst tími til að laga ýmislegt í leik okkar,“ sagði Guðmundur Torfason, þjálfari Grind- ■ víkinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.