Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 7
¦f MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ1996 D 7 . KNATTSPYRIMA eflvíkinga og KR-ingarsigruðu Leiftursmenn verðskuldað í Frostaskjólinu Leifur Geir tryggði ÍBV fyrstu stigin Morgunblaðið/Ásdís ftri og gerði tvö mörk. Hér er hann í baráttu um knöttinn viö Júlíus Tryggvason, fyrrum samherja sinn hjá Þór og gegn IBV. Júlíus fór í aðgerð í gær og verður tllbúinn strax í nœsta lelk Leiftursmanna. Sigfús G. Guðmundsson skrifar frá Eyjum IBV sigraði Val 1:0 í Vest- mannaeyjum þar sem vindur- inn setti nokkuð mark sitt á leikinn. Leifur Geir Hafsteins- son gerði sigurmarkið í upp- haf i síðari hálfleiks og tryggði þar með fyrstu stig Eyjamanna á þessari leiktíð. Sigurinn var öruggari en tölumar gefa til kynna. Eg er ánægður með leikinn, sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari ÍBV. „Þetta var nokkuð taugastrekkjandi þar sem mikil pressa var á okkur að vinna þennan leik. Ég tel okkur hafa átt sig- urinn fyllilega skil- inn. Við fengum fimm til sex dauða- færi en Valsmenn varla eitt ein- asta." Valsmenn byrjuðu leikinn undan vaxandi vindi og fengu fyrsta fær- ið. Arnljótur Davíðsson komst í gott marktækifæri en skaut naum- lega framhjá. Þetta var reyndar eina umtalsverða marktækifæri Valsmanna í öllum leiknum. Vals- menn reyndu allt of mikið háar sendingar undan vindinum sem þeir réðu illa við. Hættulegasta færi heimamanna í fyrri hálfleiknum, sem var ekki fjörugur, átti Stein- grímur Jóhannesson en skot hans fór framhjá. Eyjamenn náðu sér betur á strik undan vindinum í síðari hálfleik. Þeir pressuðu fljótt verulega og uppskáru gott mark þegar Leifur Geir Hafsteinsson skallaði boltann í netið. Það sem eftir lifði leiks fengu Eyjamenn fjölmörg færi en Lárus Sigurðsson í marki Vals átti mJög góðan leik og bjargaði því sem bjargað varð. Hann ásamt Jóni Grétari Jónssyni átti bestan leik fyrir Val. Hjá ÍBV börðust menn betur en í leiknum gegn Leiftri og uppskáru eftir því. Liðið lék sem ein heild. 1:0^ lEftir nokkuð þunga 'sókn Eyjamanna fékk Tryggvi Guðmundsson boitann á hægri kantinum á 51. mínútu. Hann sendi boltann inn á miðjan vítateig Vals og þar var Leifur Geir Hafsteinsson sterkastur í teignum og skailaði böltann neðst í vinstra mark- hornið. Överjandi fyrir annars góðan markvörð, Lárus Sigurðs- son. Þrennur gegn Keflvíkingum BJARNI Guðjónsson er fimmti Skagamaðurinn sem hefur skor- að þrjú mörk í leik gegn Keflvík- ingum á Akranesi í 1. deildar- keppninni. Ríkharður Jónsson varð fyrstur til þess, skoraði þrjú mörk í stórsigri, 9:0,1959. Matth- ías Hallgrímsson vann það afrek 1971 og annar mikill markaskor- ari, Pétur Pétursson, skoraði þrjú mörk gegn Keflavík 1977. Arnar Gunnlaugsson skoraði þrjú mörk í fyrra, þegar Skaga- menn unnu 8:2. Þrítugasta mark Leifs Geirs LEIFUR Geir Hafsteinsson, sóknarleikmaður Eyjaliðsins, skoraði sitt þrítugasta mark í 1. deildarkeppninni, er hann skor- aði sigurmark IBV gegn Val, 1:0. Leifur Geir hefur skorað 23 mörk fyrir ÍBV í deildinni og sjö mörk fgyrir Stjörnuna. fyrstu larsins "kítveimurleikjum * vörn Keflvíkinga en nafni hans í marki gestanna varði meistaralega þrumuskot í horn. Upp úr horn- spyrnunni skallaði Gunnlaugur Jónsson beint niður og þaðan fór hann yfir markið. Bjarni braut síðan ísinn skömmu fyrir hlé en þrátt fyrir ákveðni tókst Keflvíkingum ekki að skapa sér marktækifæri í hálfleiknum. Keflvíkingar voru óheppnir að jafna ekki í byrjun seinni hálfleiks þegar þeir fengu besta marktæki- færi sitt í viðureigninni. Þá átti Óli Þór góða sendingu yfir á Jón Þ. Stefánsson en fyrir opnu marki skaut hann framhjá. Þeim hefndist fyrir þetta því fjórum mínútum síð- ar kom Alexander Högnason Skagamönnum í 2:0 með glæsilegu marki. í kjölfarið komu tvö góð mörk frá Bjarna og Bibercic átti síðasta orðið. 1lá^fcÁ.44. mínútu kom falieg send- ¦ %JJmg frá Haraldi Ingólfssyni upp vinstri kantinn á Bjarna Guðjónsson. Hann stakk sér inn fyrir vörnina. ólafur Gottskálksson, markvörður, kom út á moti en Bjarni var Öryggið uppmálað og vippaði yfir Ólaf. 2:0 iÁ 52. mmútu braust Sigur- 'steinn Gíslason upp vinstri kantinn, sendi fyrír markið á Alexander Högnason sem tók knöttinn viðstöðulaust og skoraði með öflugu hægri fótar skoti af stuttu færi. 3:0: lólafur Þórðarson gaf fyrir 'markiðutan af hægri kantinum á 63. mín., varnarmaður á markteignum náði ekki knettinum en Bjarni Guðjóns- son, sem var fyrir aftan hann, var fijótur að átta sig og skallaði í markið. 4B#%Haraldur Ingólfsson sendi bolt- ¦ %Jann frá miðjum eigin vallar- helmingi og inn fyrir vöra Kefiavíkur á 77. mínútu. Bjarni stakk vörnina af, Ólaf- ur kom út á móti en þessi stórefnilegi leik- maður renndi boltanum af öryggi framhjá honum og í netið. SB^kSkagamenn sóttu á 90. mínútu, ¦ ^irAðþrengdúr af sóknarmönnum Skagamanna sendi varnarmaður Keflvík- inga boltann til Ólafs Gottskálkssonar, sem greip knöttinn. Það þýddi óbeina aukaspyrnu á markteig. Ólafur Þórðarson rúilaði á Mihajlo Bibercic, sem þrumaði boltanum upp í þaknetið. Vamarbarátta í rokinu í Grindavík GRINDAVÍKog Breiðablik gerðu markalaust jafntefli íaf- ar leiðinlegum rokleik í Grinda- vík á mánudagskvöid. Liðin fengu þar með fyrstu stig sín ídeildinni á þessari leiktíð. Sunnan hvassviðri var meðan á leiknum stóð og gerði það leikmönnum erfitt fyrir. Bæði liðin lögðu áherslu á varnarleik. Fyrri hálfleikur var tíðindalaus þar sem hvorugu liðinu tókst að skapa sér umtalsverð færi. Hálfleik- urinn einkenndist af baráttu á miðjunni og eins spilaði vind- urinn, sem stóð þvert á völlinn, stórt hlut- verk og leikmenn áttu í miklum erfið- leikum með að hemja knöttinn. Síðari hálfleikur var aðeins skárri. Leikmenn reyndu þá að spila boltan- um meira með jörðinni I stað þess að reyna háar spyrnur. Gunnar B. Ólafsson, sem kom inn á sem vara- maður hjá Blikum, fékk tvö ágæt ValurB. Jónatansson skrifar færi undir lokin. í fyrra skiptið hitti hann ekki boltann í dauðafæri í víta- teignum og síðan náði hann ekki að stýra boltanum í netið við fjærstöng. Fimm mínútum fyrir leikslok voru heimamenn nálægt því að skora er Páll Valur Björnsson slapp einn inn- fyrir vörn Blika. Hann vippaði knett- inum yfir Cardaklija markvörð og rétt framhjá. Besta færi leiksins kom á síðustu mínútu. Arnar Grétarsson tók hornspyrnu frá vinstri á Kjartan Einarsson sem kastaði sér aftur og spyrnti knettinum að marki. Boltinn stefndi efst í markhornið, en Albert Sævarsson kom nánast fljúgandi og sló knöttinn frá á síðustu stundu. Frábær markvarsla. Eins og áður segir var leikurinn slakur og fátt sem gladdi augað. Ef þessi lið leika með sama hugarfari í sumar er ekkert nema fall sem blas- ir við. Bæði liðin hugsuðu fyrst og fremst um að verjast, sérstaklega í fyrri hálfleik. Grindvíkingar, sem voru aðeins með Ólaf Ingólfsson frammi, náðu lítið að ógna marki gestanna. Blikar settu meiri sóknar- þunga í síðari hálfleik, þrjá leikmenn í fremstu víglínu í stað tveggja fyrir hlé og þá batnaði leikur liðsins. Arn- ar Grétarsson var færður inn á miðj- una, en hann lék á vinstri kantinum í fyrri hálfleik og nýttist illa í þeirri stöðu. „Þetta var slakur leikur, en ég er þó á því að við vorum sterkari. Ég er ósáttur við leik liðsins. Það var erfitt fyrir okkur að fara í þennan leik eftir það mikla andlega áfall sem við urðum fyrir í fyrsta leiknum á móti Pylki. Við vorum of fastir í varnarhlutverkinu," sagði Sigurður Halldórsson, þjálfari Blika. „Rokið setti mark sitt á leikinn. Það var erfitt að hemja boltann. Við reyndum að berjast en knattspyrnan var ekki áferðarfalleg. Við erum nú komnir á blað, með eitt stig, og það er byrjunin. Það er gott frí framund- an I deildinni og þá gefst tími til að laga ýmislegt í leik okkar," sagði Guðmundur Torfason, þjálfari Grind- • víkinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.