Morgunblaðið - 29.05.1996, Side 9

Morgunblaðið - 29.05.1996, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 D 9 AKSTURSÍÞRÓTTIR TORFÆRA KART Spariskórnir dugðu ekki SPARISKÓRNIR dugðu Einari Gunnlaugssyni ekki í fyrsta mótinu. Hann keppir alltaf í spariskóm, hefur gamalt aukapar í jeppanum. Hann kvaðst nú verða skreppa til Skagastrandar eftir nýju pari, fyrst sigur vannst ekki. Spariskórnir eru framleiddir þar um slóðir og aðra vill hann ekki sjá sem keppnisskó. Söknuður RAGNAR Skúlason, fyrrum ís- landsmeistari í torfæru mætti sem áhorfandi á mótið. Hann var með æpandi gula hárkolla ásamt félaga sínum, saknaði greinilega jeppa sins, sem var skærgulur og kallað- ist Galdargulur. Breyting GÍSLI G. Jónsson hefur stytt jeppa sinn umtalsvert og fjarlægt stóran hluta yfirbyggingarinnar. Jeppinn léttist um nokkra tugi kílóa við þessar breytingar. Hann er með nýja auglýsendur, Apple umboðið og sagði að hann hefði h'klega hætt ef hann hefði ekki fengið aukið auglýsingafé í ár. Eitrað fyrir bíl Einars? VÉLIN í jeppa Einars Gunnlaugs- sonar olli honum vandræðum. Hann var með gamansama og einfalda skýringu á því. Díselvélin í viðgerð- arbíl Sigurðar Jónssonar hefði ör- ugglega spúð díselreyk í átt að jeppa hans og hreinlega eitrað fyrir vélinni. Hann gæti sannað það vís- indalega. Nei, takk! KÆRUSTUR og eiginkonur kepp- enda fengu græna starfsmanna- passa, sem á stóð; eiginkona kepp- anda. Iris Viggósdóttir, kærasta Islandsmeistarans Haraldar Péturs- sonar var þó ekkert á því að setja slíkt upp. Það næsta sem hún vissi yrði að hún væri komin í uppvaskið. Óheppinn MILLIKASSINN brotnaði í fyrstu þraut í jeppa Ásgeirs Jamil Allans- son og hann varð að horfa á eftir það. Það sama henti í sömu keppni fyrir ári síðan. Óhress VIÐAR Sigþórsson sérpantaði keppnisvél frá Bandaríkjunum fyrir keppnistímabilið. Hún virkaði aldrei almennilega og Viðar var hinn versti viðureignar i fyrstu þrautun- um að sögn aðstoðarmanna. Hann kvað það ömurlega upplifun að þurfa dóla þrautirnar, en hann ætti mikið inni. Víða að SEX sjómenn kepptu í torfærumót- inu á Ákureyri, fjórir bifvélavirkjar, tveir bílasalar, einn múrari, dekkja- sali og viðskiptajöfur. Öryggi BÍLAKLÚBBUR Akureyrar er elsti akstursíþróttaklúbbur landsins og hefur haldið tæplega 200 mót frá stofnun hans þann 27. maí 1974. Keppnin í Glerárdal var ágætlega skipulögð og áhorfendur voru i ör- uggri fjarlægð, nokkuð sem þarf að gæta að í öllum mótum ársins. Meistarinn lagði llnumar BRAUTARVERÐIR hanga á jeppa Slgurðar Jónssonar elns og um skútu sé aft ræða. Koma þar með í veg fyriraft hann velti nlftur bratta hlíft, en Slgurftur vann í flokki götujeppa. Kappaksturskeppni innanbæjar á Akureyri Kappakstursfélag Akureyrar hélt kart kappaksturskeppni í miðbæ Akureyrar eftir að torfærukeppninni lauk. Pjöldi áhorfenda skoðaði þessa nýju akstursíþrótt hérlendis, sem m.a. Formula 1 ökumenn nota til að halda snerpunni og úthaldi í lagi. „Þetta á að vera fyrsta íslandsmótið, en okkur fannst aðstæður alltof hættulegar, kantsteinar og ljósastaurar hefðu getað skaðað ökumenn. Það þarf að finna betra svæði fyrir þessa íþrótt, því hraðinn og hamagang- urinn er mikill í kartakstri," sagði Ólafur Guðmundsson í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er ódýrasta akstursíþrótt, sem hægt er að stunda og ekki minna gefandi en aðrar. En aðstæðurnar verða að vera öruggar, svona 100 kúbiksentímetra bílar eins og við leyfðum hérna ná 100 kíló- metra hraða á fjórum sekúndum. Ég held að það sé bara tímaspursmál hvenær þetta slær í gegn hérlendis, en við þurfum að finna góð svæði fyrir keppni af þessu tagi.“ HARALDUR Pétursson frá Ölf- usi lagði línurnar í fyrstu tor- færukeppni ársins á Akureyri um helgina, náði forystu í fyrstu þraut og hélt henni til loka í flokki sérútbúinna jeppa. Einar Gunnlaugsson frá Akur- eyri var þó alltaf skammt und- an, lokaþrautin gerði þó út- slagið. Sigurður Axelsson frá Reykjavík mætti sterkur til leiks og nældi íþriðja sæti eftir ágæta frammistöðu, en Ijóst er að margir ökumenn verða að taka upp sparihanskana ef þeir ætla að standast Haraldi snúning. Sigurður Jónsson frá Kópavogi vann í flokki götu- jeppa, stal sigrinum í siðustu þraut, eftir að Rafn A. Guðjóns- son hafði haft forystuna alla keppnina. íslandsmeistarinn Gunnar Guðmundsson úr Reykjavík varð þriðji. Eftir brambolt mikið á síðasta ári var fróðlegt að sjá frarami- stöðu Sigurðar Axelssonar, á jeppa sem hann mætti með í fyrsta skipti í Gunnlaugur fyrra. Hvorki gekk sZ7 né rak W honum, en nú var annað upp á teningnum. Sigurður náði fullu húsi stiga í fyrstu þremur þrautun- um og fylgdi Haraldi fast eftir, en eftir þijár þrautir var Einar aðeins 5 stigum á eftir Sigurði. Hann skaust hinsvegar framúr í fjórðu þraut og var aðeins 15 stigum á eftir Haraldi. Bilið breyttist ekkert í næstu þraut og þá var aðeins loka- þrautin eftir, tímaþraut, þar sem ekið er í kapp við klukkuna. Taugatitringur gerði vart við sig hjá Haraldi og Einari. Haraldur fór fyrstur og klúðraði krappri beygju, tapaði tíma og því átti Éinar ágæta möguleika á að slá honum við. „Mér brást bogalistin, byijaði í vit- lausum gír og jeppinn orkaði alltof lítið áfram fyrir vikið. Svo mistókst mér beygja í tvígang, var að passa að fara ekki yfir dekk. í stað þess að saxa á Harald tapaði ég tíma og stigum og þar með keppninni. En annað sætið er góð bytjun og ég set í fluggírinn á Egilsstöðum," sagði Einar. í tímaþrautinni blómstraði Gísli G. Jónsson og náði besta tíma, en heldur seint. „Mér mistókst hrapallega í einni þraut og tel að öxull hafi brotnað í byrjun eða verið brotinn þegar ég lagði af stað. Jeppinn hentist til hliðar og endaði á hliðinni," sagði Gísli, „Undirlagið var misjafnt milli þrauta og ég kunni ekki alveg nóg á vélina. Eg skipti um hedd og útbjó vélina á annan hátt en í fyrra og hún var sneggri til. Ég þarf að ná tökum á virkni hennar. Ég eyði- lagði tvö ausudekk í keppninni, sem gæti orðið vandamál á Egilsstöðum, svona dekk liggja ekki á lausu.“ Gísli var helsti andstæðingur Har- aldar í fyrra, en varð að sætta sig Styttri og betri Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson GISLI G. Jónsson sparar ekki orkuna í þessari þraut, en hann mætti á endursmíðuðum jeppa, hafði stytt aftan af honum og breytt yfirbyggingunni. Þá var Gísli meft öflugri vél í bílnum en áður, en kvaðst ekki alveg kunna á hegftun hennar. við íjórða sætið á eftir Sigurði Axlessyni. „Ég er náttúrlega ánægður með þessa byijun. Það er alltaf erfitt að veija titla. Mér leist þó ekkert á stöðuna þegar ég snarsneri jepp- anum í tímaþrautinni, en beit á jaxl- inn,“ sagði Haraldur. „Þetta gat farið á báða vegu, Einar er harður á heimavelli, en ég hafði af honum vinninginn. Jeppinn minn kemur vel undan vetri, breytingar sem ég hef gert eru til góða og mér líst vel á sumarið. Þrautirnar í mótinu voru flestar ágætar og mér sýnist að margir verði um hituna í mótum ársins, þótt sumir hafi komið dálítið illa undirbúnir. Það breytist vænt- anlega í næstu keppni,“ sagði Har- aldur. Áfram, karl minn! GUNNAR Egilsson var heillum horfinn í keppninni í Glerárdal við Akureyri um helgina og sagði á eftir að hann hefði betur látið eiginkonuna, Sæunni Lúðvíks- dóttur, um að keyra. Sæunn er einnig góður ökumaður og ætlar að aka bíl þeirra hjóna í bikar- mótunum tveimur sem verða í sumar, eins og hún gerði í fyrra Á myndinni hvetur Sæunn eigin- manninn af innlifun er hann var í tímabrautinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.