Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAQNAFRÉTTIR • GRÓDUR OG GARDAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • fltaqpiiiHbiMfr Prentsmlðja Morgunblaðsins Miðvikudagur 29. maí 1996 Blað F Herferð gegn eldsvoðum Lagnamenn hafa haft for- göngu um að vekja almenning til umhugsunar um lagnir í húsum, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. Er ekki kominn tími til, að þeir hefji herferð gegn eldsvoðunum? / 24 ? Vandasamar viðgerðir Tími viðhalds og viðgerða á húsum er genginn í garð, seg- ir Bjarni Ólafsson í þættinum Smiðjan. En slík verkefni eru oft vandasöm, eins og þegar setja þarf nýja glugga í eldri hús. Þar skiptir góð kunnátta miklu máli. / 26 ? U T T E K T Stórfram- kvæmdir við Kirkjusand ARMANNSFELL mun bráðlega hefja bygg- ingaframkvæmdir við þrjú fjölbýlishús með 75 íbúð- um milli Laugardals og Laug- arness. Húsin munu standa við Kirkjusand 1, 3 og 5 á 10.000 ferm. lóð og eru íbúð- irnar ætlaðar fyrir almennan markað. Hiísin verða lyftuhús en mismunandi há. Vestasta hús- ið verður sex hæðir, miðhúsið sjö hæðir og austasta húsið níu hæðir. Gert er ráð fyrir 25 íbúðum í hverju húsi, ým- ist tveimur, þremur eða fjór- um á hverri hæð og skiptast þær í stórar 2ja eða 3ja herb. fljúðir auk mjög stdrra 4-6 herb. íbúða á efstu hæðunum. Byrjað verður á húsinu við Kirkjusand 3 og gert ráð fyr- ir, að íbúðirnar þar verði til- búnar til afhendingar síðla næsta sumars. íbiíðunum í hinum húsunum verður svo skilað skömmu síðar eða fyrir áramót þar á eftir, en ibúðun- um er skilað fullbúnum án gdlfefna. 1 viðtalsgrein við Helga Hjálmarsson arkitekt, hönnuð húsanna, Sverri Kristinsson, fasteignasala í Eignamiðlun- inni, þar sem íbúðirnar eru til sölu og Ármann Orn Ár- mannsson, framkvæmdasljóra Ármannsfells, er fjallað um þessi miklu byggingaráform. Þessi l<$ð býður upp á mikla möguleika. Frábært út- sýni er yfír sundin og eyjarn- ar og fjöllin fyrir handan. Esjan og Akrafjallið munu blasa við. / 16 ? Fleiri húsbréfaum- sóknir í ár frá byggingaraðilum UMSÓKNIR um skuldabréfa- skipti í húsbréfakerfinu vegna ný- bygginga byggingaraðila voru miklu fleiri á fyrstu fjórum mánuð- um þessa árs en á sama tímabili í fyrra og er það óræk vísbending um, að byggingariðnaðurinn sé að náséruppúrþeirrilægð, semhann hefur verið í. Umsóknir um skuldabréfaskipti vegna nýbygginga einstaklinga og vegna notaðs húsnæðis voru líka mun fleiri, sem bendir einnig til meiri hreyfingar á fasteignamark- aðnum í ár. Aftur á móti hefur dregið úr um- sóknum vegna endurbóta, sem bendir til þess, að áhugi fólks á við- haldi og endurbótum á húsum sín- um og íbúðum hefur farið dvínandi, ef nokkuð er. Þetta gerist þrátt fyrir það, að viðhaldsþörf á fast- eignum hér á landi fer nú vaxandi. Hafa ber í huga, að ýmsar lána- stofnanir og verðbréfafyrirtæki eru farin að veita langtímalán til slíkra framkvæmda og því líklegt, að sumir íbúðar-og húseigendm- hafi hagnýtt sér þann möguleika. Lágmarkskostnaður vegna meiri háttar endurbóta og endur- nýjunar, semlánshæfurtelstíhús- bréfakerfinu, hefur nú verið lækk- aður úr um 1.100 þúsund krónum í um 770 þúsund krónur. Þessi ráð- stöfun verður vafalítið til þess, að mun fleiri verkefni á sviði viðhalds og endurbóta verða lánshæf miðað við það sem áður var. Gott viðhald skiptir miklu máli fyrir sölumöguleika fasteigna. Framboð á eignum er töluvert og kaupendur hafa því úr miklu að velja. Þeir gera því mun meiri kröf- ur nú um gott ástand eigna en eitt sinn var. Afgreiðslur í húsbréfakerfinu í jan.-apríl 1996 breyting frá sama tímabili 1995 Innkomnar umsóknir Notað húsnæði Endurbætur Nýbyggingar einstaklinga Nýbyggingar byggingaraðila Samþykkt skuldabréfaskípti Notað húsnæði - fjöldi Notað húsnæði - upphæðir Endurbætur - fjöldi Endurbætur - upphæðir Nýbyggingar einstaklinga - fjöldi Nýbyggingar einstaklinga - upphæðir Nýbyggingar byggingaraðila - fjöldi Nýbyggingar byggingaraðila - upphæðir Samþykkt skuldabréfaskipti alls - upphæð Útgefin húsbréf Reiknað verð Breyting jan.-apríl 1996/1995 22,5% -37,8% 18,2% 118,3% 40,1% 32,8% 4,5% 3,2% 21,2% 11,7% -11,5% -24,2% 24,1% 14,3% Skandia býðurþér sveigjanleg lánskjör efþú þarft að skuldbreyta eða stækka við þig nýtt simanúmer 540 50 eo , fáið nánarí upplýslngar ^Skandia Fyrír hvería eru Fasteignalán Skandia? fasteignalán Skandia eru fyrir alla á stór-Reykjavíkursvæðinu sem eru að kaupa sér fasteign og: Vilja kaupa stórar eignir en fá ekki nægilega hátt lán í húsbréfakerfinu. Þá sem vilja breyta óhagstasðum eldri eða styttri lánum. Þá sem eiga litið veðsettar, auðseljanlegar eignir, en vilja lán til annarra fjárfestinga. Kostir Fasteignalána Skandia Lánstími allt að 25 ár. Hagstæð vaxtakjör. Minni greiðslubyrði. Stuttur svartími á umsókn. Dœmi um mánaðarlegar afborganir afl. 000.000 kr. Fasteignaláni Skandia * \fextir<%)10ár 15 ár 25 ár 7,0 11.610 8.990 7.070 7,5 11.900 9.270 7.500 8,0 12.100 9.560 7.700 Miðað er við jafngreiðslulán. *Auk verðbóta FJÁRFEBTINGAHFÉLAGIB SKANDIA HF • LAUGAVEGI 17D • SlMl 54Q 50 BD • FAX 54Q 50 81

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.