Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 16
16 F MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 F 17 BYGGINGAFYRIRTÆK- IÐ Ármannsfell hf. hefur lengi verið í röð stærstu byggingafy rirtækj a landsins. Við Kirkjusand 1, 3 og 5 hyggst fyrirtækið nú byggja þrjú stór fjölbýlishús með alls 75 íbúð- um á 10.000 ferm. lóð og eru íbúð- imar ætlaðar fyrir almennan markað. Byijað verður á húsinu við Kirkjusand 3 og er gert ráð fyrir, að íbúðirnar þar verði tilbún- ar til afhendingar síðla næsta sum- ar. íbúðunum í hinum húsunum verður svo skilað skömmu síðar eða fyrir áramót þar á eftir. íbúð- unum er skilað fullbúnum án gólf- efna. Húsin verða lyftuhús en mis- munandi há. Vestasta húsið verður sex hæðir, miðhúsið sjö hæðir og austasta húsið verður níu hæðir. Gert er ráð fyrir 25 íbúðum í hveiju húsi, ýmist tveimur, þremur eða fjórum á hverri hæð og skiptast þær í stórar 2ja eða 3ja herb. íbúð- ir auk mjög stórra 4-6 herb. íbúða á efstu hæðunum. Tveggja herb. íbúðirnar eru á bilinu 81-89 ferm. en þriggja herb. íbúðimar 100-110 ferm. og hægt að breyta þeim í fjögurra herb. íbúðir, ef vill. Efstu íbúðirnar verða um 183 ferm. Þær em því mjög stórar af íbúðum í fjölbýlishúsum að vera. Hér er um innanmál að ræða, en sameign og svalir em þar fyrir utan. Undir húsunum verður bíla- geymsla og innangengt í lyftur úr henni. Hitalögn verður í stéttum framan við anddyri, svo að tryggð er snjólaus aðkoma í flestum tilvik- um og fyrir framan anddyri verður komið fyrir gróðri eftir fyrirmæl- um landslagsarkitekts. Húsin verða klædd með varan- legu efni, svokallaðri Thoro-stein- þekju, sem notuð hefur verið hér á landi í aldarfjórðung og reynzt vel. Inn í hvítan burðarramma húsanna koma svo litimir gulur, gulrauður og blár, hver á sitt hús. Húsin sjálf verða vel hljóðeinangr- uð og hljóðdempuð loftræstirauf í gluggum á ekki aðeins að spara hitakostnað heldur draga úr hljóð- og reykmengun. Lóðin er mjög stór eða um 10.000 ferm., sem að framan seg- ir. Þar verður leikvöllur, mikill gróður og nokkur bílastæði. Pjög- urra metra há gróðurmön með tijám verður meðfram Sæbrautinni og á hún að koma í veg fyrir, að hávaði og ónæði berist frá umferð- inni þar. Húsvörður í fullu starfi Góð viðbrögð við nýjum íbúðum Ármannsfells við Kirkjusand Ármannsfell hyggst byggja 75 íbúðir milli Laugardals og Laugamess. Hér ræðir Magnús Sigurðsson við Helga Hjálmarsson arkitekt, Sverri --------------------—--------------- Kristinsson fasteignasala og Armann Om Armannsson, framkvæmda- stjóra Armannsfells um þessi miklu byggingaráform. Morgunblaðið/Ásdís Sverrir Kristinsson, fasteignasali í Eignamiðluninni, Helgí Hjálmarsson arkitekt og Ármann Örn Ármannsson, framkvæmdastjór! Armannsfells. í baksýn sést hlutl af fjallasýn, elns og hún verður, séð frá fjölbýllshúsunum vlð Kirkjusand 1, 3 og 5. Esjan blasir vlð. mun annast umhirðu lóðar og hús- anna. Húsin og íbúðirnar eru hannaðar af Helga Hjálmarssyni arkitekt, en Vífill Oddsyni verkfræðingur annaðist verkfræðihönnun. Þeir reka ásamt Vilhjálmi Hjálmarssyni Teiknistofuna Óðinstorgi sf. Reyn- ir Vilhjálmsson landslagsarkitekt hannar lóðina, en Rafteikning raf- lagnir. Útsýni til fjalla og yfir sundin Þar sem húsin verða mjög áber- andi, eiga þau efir að setja mikinn svip á umhverfi sitt og þau verða snar þáttur í þeirri götumynd, sem blasir við meðfram strandlengjunni allt frá Skúlagötu upp í Laugarnes. — Þessi lóð býður upp á mikla möguleika, segir Helgi Hjálmars- son arkitekt. — Þarna er frábært útsýni yfir sundin og eyjarnar og fjöllin fyrir handan. Esjan og Akra- íjallið blasa við úr öllum íbúðunum og sumar íbúðirnar munu einnig hafa útsýni allt til Snæfellsjökuls. — Þar sem lóðin er mjög stór, er hægt að hafa gott bil á milli húsanna, þannig að það loftar vel um þau og vel sést á milli þeirra, heldur Helgi áfram. — Á þann hátt næst að mynda tengsl við stór opin svæði, sem eru þarna í grennd. Laugarnesið er nánast ónumið útivistarsvæði og það er einnig stutt í útvistarsvæðið í Laugardal. Að innan verða íbúðirnar mjög vandaðar. — í öllum íbúðunum er lögð áherzla á útsýni og góðar svalir, sem viðkomandi getur sjálf- ur lokað síðar og breytt í opnanleg- an gróður- og sólskála í viðbót við íbúðina, segir Helgi. — Stofurnar eru stórar og rúmgóðar og það sama gildir um herbergi og bað. Vandað er til allra innréttinga og unnt að velja um margar viðar- tegundir. Innihurðir verða spón- lagðar að vali kaupenda og þess gætt, að þær verði vel hljóðeinan- grandi. Eldhús verður einnig með spónlögðum innréttingum og með gluggum. Borðstofa tengist eld- húsi, stofu og svölum og hægt verður að velja um opið eða lokað eldhús. Baðherbergi verða einnig með vönduðum innréttingum, en bað- kar verður í minni íbúðunum og sturta ásamt baðkari í þeim stærri. Gólf verða flísalögð og veggir verða með einlitum ljósum flísum. Fataskápar verða í herbergjum og holi og ná þeir frá gólfi og upp í loft. Horft til vesturs eftir Sæ- brautinni. Húsln verða lyftu- hús en mismunandl há. Austasta húsið verður 9 hæðir, miðhúsið sjö hæðlr og vestasta húsið verður sex hæðlr. í hverju húsi er gert ráð fyrir 25 íbúðum. Inn í hvítan burðarramma hús- anna koma litirnir gulur, gulrauður og blár, hver á sitt hús. Forstofa með lokuðum dyrum með öryggisgleri er á hverri hæð og tryggir, að engir óviðkomandi komist að íbúðadyrum. Auk þess er dyrasími á hverri íbúð. Dyra- símakerfið er því tvöfalt. Það tryggir einnig, að enginn hávaði berist frá lyftu að íbúðunum. — í hönnun er lögð á það sér- stök áherzla að gera anddyri hús- anna bæði glæsileg og aðlaðandi, segir Helgi. — Dagsbirtan kemur að anddyri úr tveimur áttum og spegilgler I gluggum stigahúss eykur á birtu og gerir anddyrið rýmra og gólf og veggir í anddyri verða væntanlega lögð hvítum steini eða flísum. Að sögn Helga miðast öll hönn- un og skipulag húsanna við nútíma hugmyndir fólks um vistvænt og fallegt umhverfi. — Áherzla er lögð á glæsilega aðkomu að húsunum og gott athafnarými á lóðinni, seg- ir hann. — í þessum fjölbýlishúsum er ennfremur gert ráð fyrir, að hafin verði innan skamms flokkun sorps. Með því að hugsa fyrir þess- ari sjálfsögðu náttúrvernd frá upp- hafi, sparast ómæld vandkvæði, sem flest íjölbýlishús hér á landi munu standa frammi fyrir í náinni framtíð. — Þessar byggingar eru enn til kynningar hjá borgaryfirvöld- um, segir Helgi Hjálmarsson að lokum. — Vonir standa til, að þær verði samþykktar sem allra fyrst og þá verður hafizt handa um framkvæmdir eins fljótt og tök eru á. Tillit tekið til óska markaðarins — Ég hef sjaldan vitað jafn góð viðbrögð og við auglýsingunni um þessar íbúðir, segir Sverrir Krist- insson, fasteignasali hjá Eigna- miðluninni, sem hefur íbúðirnar til sölu. — Nokkrar íbúðir eru þegar seldar. Áhugi fólks er því greini- Sjávarstemmnlngln ein- kennir útsýniö frá íbúöum Ármannsfells vlö Kirkjusand 1,3 og 5. lega mjög mikill og ég er því ekki í vafa um, að góð eftirspurn verð- ur eftir íbúðum í þessum þremur húsum. Við hönnun íbúðanna var haft samráð við starfsmenn Eignamiðl- unarinnar og tekið tillit til ábend- inga þeirra til þess að koma sem mest til móts við óskir markaðar- ins. — Við lögðum m. a. til að hafa bílgeysluhús og húsvörð, þannig að íbúðareigendurnir þurfi ekki að hafa áhyggjur af sameigin- legri lóð, segir Sverrir. — í hverri íbúð er geymsla og auk þess er líka sérgeymsla í kjallara. Sameig- inlegt þvottahús er á hæð fyrir hveijar fjórar íbúðir, nema á 1. og 2. hæð, sem hafa þvottahús í kjall- ara. En það er líka hægt að hafa sérþvottaðstöðu í hverri íbúð, ef fólk vill. Sérhver íbúð tengist jafn- framt sameiginlegu sjónvarpsneti og lagt verður fyrir sjónvarpi í öll herbergi. Nefna má, að íbúðirnar eru þannig úr garði gerðar, að unnt verður að komast um allar íbúðir og húsið sjálft í hjólastól. Svalir verða stórar og þannig, að byggja má yfir þær og stækka Grunnmynd af húsunum vlö Kirkjusand. Áherzla verður lögð á grænt umhverfl. með því íbúðirnar um 10 ferm. Sér stigahús með dyrasíma er líka fyr- ir íbúðirnar á hverri hæð. Á þennn- an hátt verða íbúðirnar meira út af fyrir sig. Allt þetta teljum við vera viss þægindi, sem komi kaup- endum vel og geri íbúðarnir eftir- sóknarverðari. Fólk getur líka valið nokkuð um innréttingar og þar er margt í boði. Fólk velur líka sjálft gólf- efni. Reynt er að taka mið af kröf- um fólks eins og þær eru í dag og það er gert með því að hafa vissan sveigjanleika í vali. íbúðimar á efstu hæðunum, sem eru mjög stórar, sameina kosti ein- býlishúsa og fjölbýlishúsa. íbúðir af þessu tagi hefur vantað á mark- aðinn. Ibúar þeirra eiga eftir að njóta stærðarinnar en þurfa ekki að hafa áhyggjur af sameign eða lóð. — Einn aðalkosturinn við þenn- an stað er sá, að hann er inni í rótgrónu hverfi, segir Sverrir Kristinsson að lokum. — Þarna er því þegar öll þjónusta fyrir hendi. Það er stutt á völlinn eða sundlaug- ina í Laugardal og þar eru líka gönguleiðir við allra hæfi. Góðir skólar eru í nágrenninu eins og Laugarnesskólinn, Laugalækjar- skólinn og Menntaskólinn við Sund. Þarna eru líka veitingastað- ir, apótek, verzlanir og banki og aðeins um 2 km niður á Lækjart- org. Kringlan er ekki heldur langt í burtu. Framkvæmdir upp á 800 millj. kr. Verð á íbúðunum verður að sjálfsögðu mismunandi eftir stærð. Verð á minni íbúðunum verður frá tæplega 8. millj. kr., en á þeim stærri frá tæplega 10 millj. kr. Verð á þakíbúðunum, sem eru jafn- framt þær stærstu, verður 12-19,5 millj. kr. — Til þess að auðvelda skiptin úr núverandi eign yfir í íbúð á Kirkjusandi höfum við fengið ís- landsbanka og Handsal til liðs við okkur, segir Ármann Örn Ár- mannsson, framkvæmdastjóri Ár- mannsfells. — íslandsbanki býður hagstæða íjármögnun til að brúa bilið milli greiðslna samkv. kaupsamningi og þar til núverandi húseign viðkom- andi íbúðarkaupanda selst. Þessi lán verða í formi yfirdráttalána en með sérstaklega hagstæðum kjör- um. Miðað er við, að lánin verði tryggð með fasteignaveði og að veðsetningarhlutfall fari ekki yfir 50% af markaðsverði. Handsal hf. hefur gert við okkur samning um einkar hagkvæm brú- unarlán fyrir væntanlega kaupend- ur auk þess að bjóða langtímalán til kaupa á íbúð að Kirkjusandi 1-5. Að sögn Ármanns Arnar verður byrjað á húsinu að Kirkjusandi 3, en alls eru kostnaður við þessar byggingarframkvæmdir áætlaður um 800 millj. kr. — Við ráðgerum að afhenda fyrstu íbúðirnar síðla sumars á næsta ári og væntanlega verða íbúðirnar í síðasta húsinu afhentar fyrir árslok það ár, sagði Ármann Órn að lokum. — Framkvæmdahraðinn verður því all mikill. Miðað við þá eftir- spurn, sem þegar hefur komið fram eftir þessum íbúðum, gerum við okkur vonir um, að þær seljist á stuttum tíma. ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.