Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 26
26 F MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Verkstæðis heimsókn Smiðjan Þeir, sem annast viðgerðir á gömlum húsum, þurfa að búa yfir góðri þekkingu á hand- verki fyrri tíma, segir Bjarni Olafsson. Verkefni þeirra eru oft fágæt og vandasöm. Eg heimsótti nýlega tvo smiði sem eru þekktir víða um landið fyr- ir störf sín. Þeir heita Gunnar Bjamason og Leifur Ebeneserson. Löngum hefur það vakið með mér aðdáun og gleði að kynnast góðu handverki og ræða við listfenga handiðnaðarmenn. Þeir vinna störf sín án ræðuhalda og án þess að mikið sé blásið í lúðra. Að þessu sinni voru þeir félagar að smíða fágæt og vandasöm verkefni. Spjaldahurðir, á eldra máli „fulln- ingahurðir". Þessar hurðir eiga að notast í hús sem byggt var á fyrsta tug þessarar aldar. Gömlu hurðimar höfðu verið téknar úr húsinu og þeim ekið á mslahauga. Um tíma þótti það hæfa betur þáverandi notkun hússins að setja í það sléttar hurðir. Þeir vinna sjaldan að fjöldaframleiðslu, verkefn- in em oftast þannig að þau verða að vera sérsmíðuð, hvert fyrir sig. Nútíma verk Stílgerð húsa og húsbúnaðar breytist í sífellu. Þama sá ég smíðuð sérlega vandasöm handrið þar sem handlistinn hafði lögun sívalnings en var beygður eftir stigabeygjum og sveigjum. Þar hefði verið mun einfaldara og ódýrara að kaupa hæfilega vítt rör og sveigja það til. En það er ólíkt að snerta og styðj- ast við handlista úr májmi eða þann sem gerður er af viði. í sveigjunum þurfti að líma saman margar viðar- þynnur sem vom síðan hefiaðar til uns þær höfðu lögun rörsins. Þessi handrið voru smíðuð í nýlegt safnað- arheimili Laugarnesskirkju. Gluggasmíðar Hinn góði tími er genginn í garð. Tími sólar og góðviðris, sá tími árs- ins þegar hægt er að mála glugga, bera á útihurðir, þvo rúður í glugg- um, snyrta garða, sópa og prýða á allan hátt. Þetta er sá tími þegar margir fara að leita uppi góða iðnaðarmenn sem geta gert við sitthvað sem laga þarf og jafnvel að endumýja. Eg nefni sem dæmi endurnýjun á gluggum. STOKKAHÚS, sem Gunnar Bjarnason og fleiri hjuggu til úr rekatijám. Laugarneskirkju. Það skiptir miklu máli frá hvaða tíma húsið er, þegar smíða þarf nýja giugga. Já, húsið er gamalt. Hversu gamalt? Það er liðin tíð að mestu leyti að gluggum sé breytt mikið þegar gömlu gluggarnir duga ekki lengur. Að húsin séu augnstungin, eins og það er oft nefnt. Þá er átt vð það að sleppa því að hafa pósta í glugg- um en hafa þess í stað eina heila rúðu í þeim. Nú sækist fólk miklu fremur eftir að færa húsin aftur til þeirrar stílgerðar sem ríkjandi var þegar húsin voru byggð. í þeim efn- um hefur orðið mikil framför hin síðari ár. Augu fólks hafa lokist upp fyrir fegurð og gildi þess konar við- gerða. Hve gamalt er húsið? Það er mikilsvert að þeir sem teikna og smíða viðgerðir á gömlum húsum búi yfir góðri þekkingu á handverki fyrri tíma. Hús frá árun- um 1930 til 1940 kann mörgum að finnast gamalt hús. Eg spyr: er það gamalt? Lengi má ræða hvað er gamalt. Elstu hús hér á landi eru frá miðri átjándu öld. Eftir íslensk- um mælikvarða eru þau gömul. Mælikvarði okkar breytist þó ef við ferðumst suður um meginland álf- unnar. Þar stöndum við frammi fyrir húsum sem enn eru í fullri notkun enda þótt þau hafi verið byggð fyr- ir árið eitt þúsund og til eru mikiu eldri byggingar í ijarlægum lcndum. Ég er þeirrar skoðunar að hvert hús eigi að halda þeim stíl sem ríkti er það var byggt og þar kem ég lokst að spurningunni um gluggagerð. Þrátt fyrir hið óumbreytilega hand- verk, sem margir telja að ríkt hafi í gegnum aldirnar, geta fróðir menn rakið aldur húsa af ýmsum atriðum sem leikmönnum kunna að finnast ómerkileg smáatriði. Tökum til dæmis strikun borða og pósta. Brúnir eru oft strikaðar, sem kallað er, það er að með brún- inni er heflað strik til skrauts og til þess að mýkja brúnina. Þess kon- ar strikun þekkjum við t.d. af vík- ingaskipunum og af byggingum frá því að land okkar byggðist. Ég vil skjóta því hér inn að Gunnar, sem ég nefndi í upphafi þessarar grein- ar, var yfirsmiður við smíði Söguald- arbæjarins í Þjórsárdal, þegar hann var byggður eftir hönnun Harðar Ágústssonar. Gamlir gluggar eru strikaðir með mismunandi strikum, póstar, sprossar og fög. Æskilegt er að upprunaleg gerð fái haldist. Líku máli gegnir um smíði hurða og dyra- umbúnaðar í eldri hús. Sérmenntun Mikill samdráttur varð í nýbygg- ingum fyrir um það bil tuttugu og fjórum árum. Margir iðnlærðir bygg- ingamenn leituðu sér þá starfa á öðrum sviðum. Þá var hafrn kennsla í viðgerðum á gömlum húsum fyrir iðnaðarmenn. Það er því töluverður fjöldi sérmenntaðra manna sem unn- ið hefur allmikið að viðgerðum á gömlum húsum. Þetta er vel og hafa gömul hús víða um landið „lifnað við“ og setja nú fallegan og menning- arlegan svip á sitt byggðarlag. Kjartan Ragnars hrl. Löggiltur fasteignasali SUÐURLANDSBRAUT 14. 3. HÆÐ (HÚS B&L) 7T 5 888 222 FAX 5 888 221 Opið 9-18- laugardaga 11-14 Einbýli - Raðhús VANTAR Höfum kaupanda að raðhúsi eða einbýlishúsi semgefur möguieika á tveimur íbúðum. Verðhugmynd ca 13,0 millj. SELTJARNARNES NÝ Fallegt ca 240 fm einbýlishús.Einst. staðsetn. ott tsýni. 4 svefnherb. Suðurverönd. Verð 17,5 millj. Skipti á raðhúsi á Seltjarnarnesi. LINDARSEL Giæsil. einb. ca 250 fm. Sérib. ájarðh. Verð 16,2 millj. LANGHOLTSVEGUR - NÝ Vorum að fá ca 117 fm hæð ásamt bíisk. Góður garður. Öll þjónusta í næsta ná- grenni. Verð 8,4 millj. GNÍPUHEIÐI Vorum að fá í sölu neðri sérh. Stór stofa. Gott eldh. 3 Svefnherb. Þvherb. í íbúð. Bíl- skúrsréttur. Verð 9,7 millj. Áhv. 6,3 millj. EFSTASUND Ca 80 fm sérh. I tvlbhúsi m. 30 fm bílsk. Góður garður. íb. g hús í topp ástandi. Áhv. ca 5,7 millj. Verð 9,2 millj. 4ra - 6 herb. SELJABRAUT - NÝ Vorum að fá I sölu ca 102 fm 4ra herb. íbúð á 2. hæð ð stæði I bílag. Góð íbúð. Hentar vel fjölskyldufólki. Verð 7,4 millj. Áhv. 1,7 millj. LJÓSHEIMAR Vorum að fá I sölu góða 3ja - 4ra herb. íb. 4. hæð. Lyfta í úsinu. Skipti á minna kem- ur til greina. Verð 6,8 millj. AUSTURSTRÖND Vorum að fá í sölu góða 103 fm ib.á 4. hæð. Tvennar valir. Bílgeymsla, þvherb. á hæð. Öll þjónusta við dyrnar. Skóli, sundl., ban- ki, Hagkaup og Bónus. Verð 8,5 millj. EYJABAKKI Vorum að fá í sölu góða 4ra herb. íb.með aukaherb., í kj., ameign nýl. tekin í gegn. Nýtt gler. Þvherb. í íb. Verð 7,5 millj. DÚFNAHÓLAR Vorum að fá 103 fm 4ra til 5 herb. á 6. hæð. Húsið nýlega einangrað og klætt. Gott út- sýni. Sameign í góðu ástandi. Verð 7,5 millj. KLEPPSVEGUR Góð 4ra herb. íbúð á 4. hæð með miklu útsýni. Auka herb. í risi. Parket á gólfum. Laus strax. Verð 6,2 millj. VANTAR 3-4 herb. ibúð á 1. eða 2. hæð í Laugarnes eða Háaleitishverfi fyrir kaupanda sem þegar hefur selt sina eign. Verðhugmynd 6,5 - 7,5 millj. GRENSÁSVEGUR - NÝ Vorum að fá i sölu mikið endurn. 3ja herb. íb. á . hæð m. miklu útsýni. Vel staðsett íbúð. Verð 6,5 millj. Áhv. 3,0 millj. NJÁLSGATA - NÝ Vorum að fá í sölu 3ja-4ra herb.íb. ca 53 fm miðsvæöis höfuðborginni. ibúðin býður upp á mikla möguleika. Áhv. 3,2 millj. Verð 6,2 millj. ASPARFELL Vorum að tá í sölu 90 fm Ibúð á 7. hæð með miklu útsýni. búðin er í góðu standi og hen- ni fylgir bílskúr. Verð 6,2 millj. Áhv. 1,4 millj. DRÁPUHLÍÐ - NÝ Vorum að fá i sölu bjarta og rúmgóða 3ja herb. kjíb. ca 7 fm með góðum garði. Góð eign á einum besta stað í bænum. Verð 5,3 millj. Laus strax. ÁLAGRANDI Falleg ca 72 fm endaibúð á 3. hæð.Laus 1. júní. Suðvestur svalir. Parket óg flísar á gólfum. Verð 6,2 millj ENGIHLÍÐ Vorum að fá í sölu á jarðh. snotra 60 fm 2ja herb. íb. m. sérinngangi. Góðir mögul. Verð 4,5 millj. Áhv. 1,4 millj. RAUÐÁS Björt og falleg ca 64 fm kjíb. Bað ný stand- sett. Gott útsýni. erð 5,2 millj. Áhv. 3,0 millj. LANDSBYGGÐIN KAMBAHRAUN - HVERAG. Einb. ca 143 fm á einni hæð ásamt tvöf. bíl- sk. Fallegur garðskáli. Góður garður. Mögul. skipti á eign í Rvík. Verð 9,8 millj. Netfang: kjr@centrum.is LÆGRIVEXTIR LÉTTA if FASTEIGNAKAUP Félag Fasteignasala Nútímaleg svefnaðstaða ÞETTA finnst belgíska arkitekt- inum Jo Crepain heppileg svefn- aðstaða fyrir nútímamanninn. Sjónvarpið er í þægilegri hæð og lýsingin góð. Ekki spilla rúm- fötin ímyndinni. Gluggi yfir baðinu ÞAÐ getur verið skemmtilegt að hafa glugga yfir baðinu, einkum ef gott er veður og umhverfið þannig að óhætt sé að hafa gluggann opinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.