Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 1
RÁÐGJÖF Lengt í líftíma fyrirtækja/4 SJÓNARHORN Þjóösögur um út- lendar pitsur/6 FLUTNINCAR Samskip á fullan skriðíHull/8 JMwgniiHbiMfc VIDSHPri/fflVINNUUF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 30. MAI 1996 BLAÐ B Plastprent Ekkert lát virðist ætla að verða á hækkunum á gengi hlutabréfa í Plastprenti. Lokagengi bréfanna á Verðbréfaþingi í gær var 5,0 og hafa þau þá hækkað um tæp 54% á þeim rúma mánuði sem lið- inn er frá hlutafjárútboði fyrir- tækisins. Lífeyrir Áætlað er að ráðstöfunarfé lífeyr- issjóða á árínu 1995 hafi numið 44,9 milljörðum króna. Aukningin frá 1994 er aðeins 1,2 milljarðar eða 2,8%, sem er talsvert minna en verið hefur á undanförnum árum. Áætlað ráðstöfunarfé líf- eyrissjóða á þessu ári er 45,5 milljarðar króna, sem samsvarar um 1,3% aukningu á milli ára, að því er fram kemur í fréttabréfi Sambands almennra lífeyrissjóða. Stjórnun Stjórnunarfélagið stendur fyrir námstefnu n.k. miðvikudag í næstu viku um lögmál og leikregl- ur verðlagningar. Fyrirlesari verður dr. Thomas Nagle, sem hefur sérhæft sig í að leiðbeina fyrirtækjum í verðlagningar- stefnu sinni. Námstefnan verður haldin á Hótel Loftleiðum frá 9-17. GENGI NOKKURRA GJALDMIÐLA f rá 3. maí 1995 (sölugengi) DOLLARI +3,82% breyting frá áramótum Kr.. 80 75 1995 67,99 70 65 60 55 'm'j'j'A's'o'n'd'j'f'm'a'm' 50 STERLINGSPUND +1,46% breyting frá áramótum 101,57 'm'jYá's'oYd J'F'M a m Kr. --------120 --------115 --------110 -103,05105 9. -100 --------------95 -----------------90 1996 i,i. i, ii 85 Dönsk KRÓNA k,. -----------------------------------------------13,0 -3,33% breyting frá áramótum -12,5 -12,0 -11,0 -10,5 -10,0 Þýskt MARK Kr. 50 48 46 i 44 43,95 -3,53% breyting frá áramótum 42 40 Gróska í rekstrí Vinnslustöðvarinnar hf. Aætlaður heildar- hagnaður hálfur milljarður ÞAÐ STEFNIR í að heildarhagnaður Vinnslustöðvarinnar hf. í Vest- mannaeyjum á þessu ári verði ná- lægt 500 milljónum króna. Þar af er söluhagnaður eigna 400 milljónir. Mikil gróska er í rekstri fyrirtæk- isins og er heildarframleiðsla þess áætluð 37 þúsund tonn á þessu ári en hún var 27.500 tonn í fyrra. Vinnslustöðin hf. seldi á þessu ári Sighvat Bjarnason VE og var bók- fært verð skipsins það lágt að tölu- verður söluhagnaður myndaðist. Einnig seldi Vinnslustöðin fiskveiði- heimildir og keypti nýjar heimildir. Þær voru ekki bókfærðar nema að hluta þannig að hagnaður af því var'ð umtalsverður. „Við erum að sjá verulegar breyt- ingar á efnahagsreikningi á milli ára," segir Sighvatur Bjarnason, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar hf. „Miðað við þær áætlanir sem við höfum gert ætti veltufjár- hlutfallið að vera komið yfir einn í lok ágúst en það var 0,68 í ágústlok í fyrra." Fjármagnskostnaður lækkar Sighvatur segir að náðst hafi betri tök á rekstrinum og framlegð hafi verið góð. Mestu skipti þó að fjár- magnskostnaður hafi verið að lækka mjög skart, en hann hafi helst sligað fyrirtækið á undanförnum árum. „Með breytingum á því vonumst við til að geta skilað hagnaði að öllu jöfnu á næstu árum," segir hann. „Eins og útlitið er í loðnu og síld ætti það að vera raunhæfur mögu- leiki. Einnig er Handsal að klára hlutafjárútboð fyrir okkur upp á 200 milljónir til að styrkja efnahaginn. Þau seldust upp til forkaupsréttarað- ila þannig að ekkert fer á markað. Þetta er betri árangur en ég þorði að vona." Á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar síðastliðið haust var samþykkt að veita stjórn félagsins heimild til þess að auka hlutafé þess um rúmar 400 milljónir. „Ætlunin er að klára þær heimildir sem við höfum," segir Sig- hvatur. „Allt miðar þetta að því að styrkja efnahaginn. Fyrirtækið verð- ur 50 ára í lok ársins og þá verðum við að vera með þokkalega sterka stöðu. Við erum að reyna að byggja upp fyrirtækið til framtíðar." Öll vinnsla á einum stað Unnið er að því hjá Vinnslustöð- inni um þessar mundir að sameina alla vinnslu á einum stað, en hún hefur hingað til verið hýst í þremur frystihúsum. „Til að mæta þeirri fjárfestingu og til að auka ekki skuldir fyrirtækisins var ákveðið að selja eignir," segir Sighvatur. „Við höfum þegar selt fasteignir upp á þrjátíu milljónir og erum að vinna að sölu á fasteignum fyrir 70 milljónir til viðbótar." Einnig segir hann að það sé vel hugsanlegt að eitthvað af hlut Vinnslustöðvarinnar hf. í öðrum fyrirtækjum verði aug- lýst til sölu seinna á árinu. Sighvatur segir að stefnt sé að því á næstu árum að koma einnig upp starfsemi annars staðar á land- inu til þess að vera nær síldarmiðun- um. „Allt veltur það á því hvernig Norsk-íslenski síldarstofninn þró- ast," segir hann. „Stofninn virðist mjög sterkur þannig að útlit þar er mjög gott." ©• FJARMOGNUN ATVINNUTÆKJA Skynsamlegar fjárfestingar í atvinnutækjum eru oftar en ekki lykillinn að velgengni. Við hjá Glitni sérhæfum okkur í fjármögnun atvinnutækja. Clitnir hf. Kirkjusandi, 1S5 Reykjav(k Sími 560 88 00 og 560 88 20. Myndsími 560 88 10. Glitnirhf DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.