Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ -i VIÐSKIPTI Miklar vaxtalækkanir á langtímaverðbréfum Avöxtunarkrafa 20 ára spariskírteina sú lægsta frá upphafi UMTALSVERÐ lækkun varð á ávöxtunarkröfu 20 ára spariskír- teina í útboði Lánasýslu ríkisins í gær og leiddi hún til enn frekari lækkana á eftirmarkaði að útboðinu loknu. Undir lokun hafði ávöxtunar- krafan lækkað niður í 5,29% og hef- ur hún ekki verið lægri frá því að útgáfa þessara bréfa hófst á síðasta ári, en krafan hefur lækkað um 0,2% frá því á föstudag. Er þessi skarpa lækkun m.a. rakin til fyrirhugaðrar innlausnar á spariskírteinum frá 1986. í útboði Lánasýslunnar í gær var alls tekið tilboðum í 20 ára spariskír- teini að fjárhæð 529 milljónir króna. Meðalávöxtunarkrafa tekinna til- boða var 5,38%, sem var jafnframt hæsta ávöxtun. Eftirspurnin var hins vegar mun meiri því alls bárust tilboð í 20 ára spariskírteinin að fjár- hæð tæplega 2,2 milljarða króna. Aðeins var því tekið um fjórðungi tilboða. í grein í nýjasta fréttabréfi Lands- bréfa leiðir Davíð Björnsson, deildar- stjóri verðbréfamiðlunar Lands- bréfa, að því líkur að langtímavextir muni lækka vegna fyrirhugaðrar innlausnar ríkissjóðs á spariskírtein- um frá 1986. Bendir hann á að hér sé um mikið magn að ræða, 17,3 milljarða króna eða um 22% af úti- standandi spariskírteinum. Davíð segir að sú stefna ríkissjóðs að bjóða að stærstum hluta 5 ára spariskírteini og ríkisbréf í skipti- útboðinu sé ekki í samræmi við ósk- ir fjárfesta enda hafi mesta eftir- spurnin verið eftir 20 ára spariskír- teinum, húsbréfum og húsnæðis- bréfum á undanförnum mánuðum, enda hafi vaxtalínan verið neikvætt hallándi, þ.e. lækkandi eftir því sem binditíminn sé lengri, sem bendi til þess að markaðurinn hafi trú á því að vextir muni fara hér lækkandi á næstu árum/ „Sú ákvörðun ríkissjóðs að bjóða lengri flokka spariskírteina einungis í litlum mæli við innlausn spariskír- teinaflokkanna í byrjun júlí nk. mun væntanlega leiða til þess að halli vaxtalínunnar eykst ef eitthvað er," segir Davíð í grein sinni. „Ávöxtunarkrafa spariskírteina með 4-5 ára binditíma kynni að þurfa að hækka eitthvað á markaði til að fjárfestar hafí áhuga á kaupum á þeim í miklum mæli. Hins vegar er einnig líklegt að takmarkað fram- boð 20 ára spariskírteina við inn- lausnina geti leitt til þess að ávöxt- unarkrafa þeirra lækki og að niður- halli vaxtalínunnar aukist í léngri endanum." Þá segir Davíð það ekki ólíklegt að takmarkað framboð á 20 ára spariskírteinum muni leiða til auk- innar ásóknar fjárfesta í önnur skuldabréf með langan binditíma. Því sé ekki ólíklegt að ávöxtunar- krafa húsbréfa og húsnæðisbréfa muni einnig fara lækkandi. Vtflutnmgur Hug- búnaðar stóreykst SALA Hugbúnaðar hf. erlendis hefur ríflega sjöfaldast það sem af er þessu ári miðað við allt árið í fyrra. Fyrir- tækið hefur þegar gengið frá samn- ingum um sölu á um 1.500 hugbúnað- arkerfum í búðarkassa erlendis á þessu ári, en til samanburðar seldustu um 200 kerfí á öllu síðasta ári. Er útflutningur nú orðinn langstærsti hluti starfsemi fyrirtækisins, en að sögn Páls Hjaltasonar, framkvæmda- stjóra Hugbúnaðar, nemur árleg sala á innanlandsmarkaði um 70-80 kerf- um. Hugbúnaðurinn er nú í notkun í 8 löndum og þegar hefur verið geng- ið frá samningum í 3 löndum til við- bótar. Nú nýverið gekk fyrirtækið frá samningum við Restvold AS í Noregi um að þeir síðastnefndu selji verslun- arkerfi frá Hugbúnaði hf. á öll PC- afgreiðslukerfi sem Rostvold AS sel- ur. Rostvold ÁS er einn stærsti sölu- aðili í Noregi á afgreiðslukerfum. Það hefur nú um 25% markaðshlutdeild í sölu upplýsingakerfa til almennra verslana í Noregi. Páll segir að salan hafi farið nokk- uð hægt af stað í Noregi. Til þessa hafi kerfin verið seld í um 10 versl- anir í Noregi en hins vegar sé gert ráð fyrir því salan muni aukast tals- vert að loknum sumarfríum. Rostvold AS er umboðsaðili Omron, sem framleiðir sjóðsvélar og af- greiðslukerfi. Þessi vélbúnaður er meðal þeirra sem verslunarkerfi Hug- búnaðar er aðlagað fyrir og þegar eru nokkur komin í notkun. Páll segir að Hugbúnaður hf. hafi aðlagað verslunarkerfi sitt að norsk- um markaði og tengist meðal annars greiðsluheimildarkerfi því sem bank- arnir í Noregi nota fyrir debet- og greiðslukort. Páll segir ýmislegt annað á döfinni hjá fyrirtækinu erlendis, m.a. sam- starf við önnur íslensk hugbúnaðar- fyrirtæki á borð við íslenska forrita- þróun og Navís. „Við erum að vonast til þess að verða komnir með um 25% markaðshlutdeild í Noregi og Dan- mörku á þessu ári." Páll segir að jafnframt hafi verið unnið mikið átak í Bretlandi og nú standi yfir viðræður við aðila í Svíþjóð og vonir standi til að þær muni opna sænska markaðinn fyrir fyrirtækinu. Seðla- bankimeð jafnrétt- isáætlun BANKASTJORN Seðlabanka Is- lands hefur staðfest sérstaka jafn- réttisáætlun fyrir bankann. Aætl- unin felur í sér yfirlýsingu af hálfu bankastjórnar um að tryggja jafn- rétti kynjanna í bankanum með þvi' að tryggja báðum kynjum sömu starfsaðstöðu, réttindi og mðgu- leika til aukinnar ábyrgðar. í áætluninni felst m.a. ákveðið markmið um að jafna hlut kynj- anna í stjórnunarstöðum og öðrum auglýstum stöðum í bankanum. Hefur m.a. verið komið á fót sér- stakri jafnréttisnefnd sem mun fylgjast með framkvæmd áætlun- arinnar og kanna réttmæti ábend- inga um að ekki sé farið að lögum eða reglum um jafnrétti innan bankans. Að sögn Eiríks Guðnasonar, seðlabankastjóra, hallar mikið á konur í stjórnunarstöðum í bankanum. í dag sé t.a.m. engin kona í æðri stjórnunarstöðum, þ.e. í stöðum bankastjóra, aðstoðar- bankastjóra og forstöðumanna ein- stakra sviða innan bankans. Jafnréttisáætlunin var unnin af sérstökum starfshópi sem skipaður var fulltrúúm bankastjórnar og starfsmanna bankans. Byggðastofnun veitir 60 milljónum í styrki til nýsköpunar Óánægja með fyrir- komulag styrkveitinga STJÓRN Byggðastofnunar hefur veitt loforð fyrir styrkveitingum til nýsköpunar í atvinnurekstri að fjárhæð rúmar 60 milljónir króna það sem af er þessu ári. Þetta eru umtalsvert lægri styrkveitingar en á síðasta ári, er stofnunin veitti rúmlega 160 milljónum króna til ýmissa nýsköpunarverkefna. Að þessu sinni voru styrkveitingar þessar þó ekki auglýstar líkt og gert var á síðasta ári og gætir nokkurrar óánægju með það fyrir- komulag sem haft var á styrkveit- ingunum nú. Að sögn Guðmundar Malmquist, forstjóra Byggðastofnunar, er ein ástæðan fyrir því að styrkirnir voru ekki auglýstir nú sú að mikill fjöldi umsókna lá enn fyrir frá síðasta ári. „Þá erum við með atvinnuráð- gjafa víðs vegar um landið og við höfðum samband við þá alla og létum þá vita að nú vildum við ljúka úthlutunum. Við báðum þá að koma með allar þær umsóknir sem þeir vissu um og þaðan barst töluverður fjöldi af umsóknum, bæði nýjum og gömlum," segir Guðmundur. Aðspurður segir Guðmundur það rétt að þá hafi þegar verið búið að afgreiða hluta af styrkveitingun- um. Það hafí verið gert á fundi stjórnar strax eftir áramót. Auk ofangreindra styrkja leggur Byggðastofnun einnig fram hlutafé í nokkur verkefni á hverju ári. Það sem af er þessu ári hefur verið lagt fram hlutafé í tvö verkefni. Annars vegar lagði stofnunin fram 5 milljónir króna í íslenska magn- esíumfélagið og hins vegar 15 millj- ónir króna til hótelbyggingar á Egilsstöðum. Mikil veltuaukning hjá Ferð- amiðstöð Austurlands Egilsstöðum - Mikil uppsveifla hefur ve/ið í rekstri Ferðamið- stöðvar Austurlands og hefur velt- an tvöfaldast á tveimur árum. Að sögn Antons Antonssonar fram- kvæmdastjóra er söluaukning í öll- um deildum fyrirtækisins. „Við náðum góðum samningum við sterka ferðasamsteypu í Þýska- Iandi, LTU, sem er annað stærsta flugfélag Þýskalands. Einnig eru tvær sterkar ferðaskrifstofur í eigu LTU sem selja ferðir fyrir okkur. Aukning hefur verið í ferðum frá öðrum löndum, sérstaklega gekk okkur vel í Frakklandi í samvinnu við Nouvelles Frontieres sem er stærsta ferðaskrifstofan þar í landi." Breytt ferðamynstur og aukin markaðshlutdeild Anton segir breytingar á l'erða- mynstri þeirra sem heimsækja ís- land vera að koma sterklega í ljós. Fleiri ferðamenn bóka í bestu ferð- irnar, þ.e.a.s. í hótelgistingu með baði og taka styttri ferðir. Einnig færist í vöxt að fleiri kjósa að taka sér bíl á leigu í stað þess að ferð- ast með hópferðabílum. Anton seg- ist merkja mikla aukningu ferða- manna yfir hásumartímann jafn- framt því að ásókn í vor og haust- ferðir til íslands hefur vaxið. Ferð- amiðstöð Austurlands hefur lagt sérstaka áherslu á að vera með vikuferðir sem fara hring um ís- land. Þrisvar í viku til Þýskalands Anton segir góðar horfur á árinu og mikla aukningu í ferðamanna- fjölda, bæði erlendra gesta til lands- ins og eins íslendinga enda mun Ferðamiðstöð Austurlands bjóða flug með LTU þrisvar í viku í stað vikulega. Auk þess að fljúga til Dusseldorf munu bætast'við áætl- unarferðir til Hamborg og Munc- hen. Nokkur óánægja er meðal starfs- manna Byggðastofnunar með fyrir- komulag það sem haft er á styrk- veitingum stofnunarinnar í ár, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Er þar einna helst gagnrýnt að til- lögugerð hafi færst að töluverðu leyti úr höndum starfsmanna yfir í hendur stjórnarformanns, vara- formanns stjórnar ' og forstjóra stofnunarinnar. Meðal annars hef- ur verið gagnrýnt að fastar vinnu- reglur vanti við úthlutun styrkj- anna og draga þurfi úr íhlutun stjórnar. Guðmundur segir það að nokkru leyti rétt að vinnan hafi við þessar styrkveitingar farið fram með öðr- um hætti í ár og hafi stjórnin m.a. komið þar talsvert meira að tillögu- gerð og undirbúningi. „Hins vegar unnu starfsmenn stofnunarinnar mikið fyrir mig og ég hafði mínar upplýsingar í gegn- um þá. Stjórnin hefur hins vegar út af fyrir sig síðasta orðið í meira og minna öll'um málum samkvæmt lögum um stofnunina. Mitt hlut- verk er að gera tillögur til stjórnar og þá styðst ég við vinnu minna starfsmanna, bæði hér í Reykjavík og eins á skrifstofunum úti á landi." Egill Jónsson, stjórnarformaður Byggðastofnunar, sagði i samtali við Morgunblaðið að hann svaraði ekki nafnlausri gagnrýni af þessu tagi. Hann benti á að væntanleg væri skýrsla frá Ríkisendurskoðun þar sem farið væri í gegnum alla starfsemi stofnunarinnnar. Mikil ásókn í hlutabréf Vinnslu- stöðvarinnar HLUTHAFAR Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum og aðrir fjár- festar hafa óskað eftir að kaupa hlutabréf fyrir alls um 415 milljón- ir að söluverði í hlutafjárútboði fyr- irtækisins. Hiutafjárútboðið er að nafnvirði 200 milljónir króna og er ljóst að hluthafar muni taka öll þau hlutabréf sem í boði eru. Þegar forkaupsréttartímabili lauk á þriðjudag höfðu hluthafar skrifað sig fyrir hlutabréfum að nafnvirði 157 milljónir í samræmi við sinn forkaupsrétt. Þar til viðbót- ar óskuðu þeir eftir bréfum að nafn- virði 60 milljónir. Samtals vildu hluthafár því kaupa bréf að nafn- virði 217 milljónir eða nokkuð um- fram útboðsfjárhæðina, samkvæmt upplýsingum Handsals, sem er umsjónaraðili útboðsins. Þá hafa borist pantanir frá öðr- um aðilum í bréf að nafnvirði 70-80 milljónir króna og yrði því hægt að selja bréf að nafnvirði um 300 milljónir. Samkvæmt skilmálum í hlutafjárútboðinu er útboðsgengi 1,39 til hluthafa og 1,43 til ann- arra kaupenda, þannig að söluand- virði þeirra bréfa sem óskað er eft- ir yrði um 415 milljónir króna. Á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar var samþykkt að heimila stjórn fyr- irtækisins að auka hlutafé um 400 milljónir að nafnvirði og var ætlun- in að bjóða það út í tvennu lagi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort heimildin verði nýtt til fulls nú þegar til að mæta þessari miklu eftirspurn. ? » ? Hagnaðurhjá Sparisjóði Olafsfjarðar HAGNAÐUR Sparisjóðs Ólafs- fjarðar nam alls liðlega 7 milljónum króna á árinu 1995 en var um 5 milljónir árið 1994. Hreinar rekstr- artekjur voru alls um 106 milljónir en 45 miltjónir voru lagðar á af- skriftarreikning útlána. Eiginfjárhlutfall sem reiknað er samkvæmt lögum um sparisjóði var 10%. Á árinu störfuðu 7 starfs- menn að meðaltali hjá sjóðnum og námu launagreiðslur samtals um 18 millj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.