Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 B 3 VIÐSKIPTI Nissan nær sér aftur ástrik Tókýó. Reuter. NISSAN, annar helzti bifreiða- framleiðandi Japans, skilaði aftur hagnaði i fyrra vegna blómlegrar sölu innanlands og ráðstafana til að draga úr kostnaði, þótt enn sé nokkur halli á rekstrinum í heild. Hagnaður móðurfyrirtækisins á reikningsárinu til 31. marz nam 32,43 milljörðum jena (300 milljón- um dollara) samanborið við tap upp á 61,07 milljarða jena árið á und- an. Afkoman var í samræmi við það sem sérfræðingar höfðu spáð og betri en spá Nissan, sem hljóð- aði upp á 25 milljarða jena. Þrátt fyrir umskipti til hins betra hjá móðurfyrirtækinu varð tap á rekstrinum í heild, þótt hann minnkaði í 88,42 milljarða jena nettó úr 166,05 milljörðum ári áður. Líknarbelgir og vinsælar nýjar gerðir áttu þátt í hinni auknu sölu Nissans innanlands. Gerðir eins og Cefiro og Cedric og Gloria seldust vel þrátt fyrir minni innanlands- neyzlu. Sala fyrirtækisins hefur einnig verið góð í Bandaríkjunum, þar sem markaðshlutdeild fyrirtækisins hef- ur aukizt. ---------------- Tap ógnar KHDogDe- utsche Bank Bonn. Reuter. ÞÝZKA verkfræðifyrirtækið Klöckner-Humboldt-Deutz AG seg- ir að framtíð þess sé i hættu vegna þess að uppskátt hafi orðið að stjórnendur einnar deildar fyrir- tækisins hafi hylmt yfir tap árum saman. Fyrirtækið sagði í óvenjuhrein- skilinni yfirlýsingu að stjórnendur í deildinni Humboldt Wedag AG yrðu sóttir til saka fyrir að leyna tapi, sem geti orðið öllu fyrirtækinu að falli, ef helztu lánardrottnar samþykki ekki fjárhagslegar björg- unaraðgerðir. Óvæntri tilkynningu fyrirtækis- ins laust niður eins og sprengju í kauphöllinni í Frankfurt eftir hvíta- sunnuhelgina og leiddi hún til verð- lækkunar hlutabréfa í Deutsche Bank AG <DBKG.F>, sem er lánar- drottinn KHD og stærsti banki Þýzkalands. Viðskiptum með hluta- bréf í KHD var hætt áður en kaup- höllin var opnuð. KHD og Deutsche Bank áttu í erfíðum samningaviðræðum um helgina um leiðir til að vega á móti tapinu, sem KHD sagði að mundi nema „hundruðum milljón- um marka“. ---------------- Verðlaghæst í Tókýó Tókýó. Reuter. TÓKÝÓ var einn ein þeirra borga heims þar sem dýrast var að búa í fyrra og munur á verðlagi þar og í New York hefur ekki verið meiri í 10 ár. Samkvæmt úttekt japanskrar stjórnarstofnunar var verðlag í Tókýó 1,59 smnum hærra en í New York 1995. Ári áður var verðlagið í Tókýó 1,52 sinnum hærra. Gas, rafmagn og vatn voru helztu útgjaldaliðirnir samkvæmt úttektinni. Útgjöldin voru 2,2 sinn- um hærri í Tókýó og húsaleiga þar er tvisvar sinnum hærri en í New York. Almennt er verðlag í Tókýó 1,5 sinnum hærra en í London og 1,34- 1,35 sinum hærra en i París og Berlín. Úttektin náði aðeins til fimm umræddra borga og verðlag- ið var langhæst í Tókýó. SEMENTSBUNDIN FLOTEFNI Mest seldu flotefni í Evrópu IÐNAÐARQÓLF SnwSfuvequr TO, SOO KópmegMr Sm«r 5M tW 832 41T0, FWc SM 1TSa Blað allra landsmanna! plvrjjimliXaíiiít - kjarni málsinv! Við skiptum við SPARISJOÐ VELSTJORA ttmwRMB* Vanti ykkur traustan starfsmann með víðtæka sérmenntun á tæknisviði. bæði bóklega og verklega, þá eru þið að leita að vélfræðingi. Nánari upplýsingar veitir: jjflö Vélstjórafélag •p Islands Borgartúni 18,105 Reykjavík Sími: 562-9062 Jón Júlíusson er framkvæmdastjóri Nóatúnsverslananna. Hann er Vélfroðingur... Starf hans felst í daglegum rekstri einnar stærstu verslanakeðju landsins. Jón telur að vélfræðingsnámið hafi kennt honum þau sjálfstæðu, skipulögðu vinnubrögð sem þurfi til að standa í umsvifamiklum atvinnurekstri. Hvernig þú getur f jármagnað vela- og tœkjakostinn á fljótlegan og hagkvæman hátt. Afkoma fyrirtækja byggist m.a. á góðri framleiðni og nútíma tæknivæðingu. Stöðugar framfarir eru í afkastagetu, nákvæmni og gæðum véla og tækja og því getur það skipt sköpum aS regluleg endurnýjun eigi sér staS. Lýsing hf. býSur fjármögnun sem gerir fyrirtækjum kleift aS vera leiSandi í vél- og tæknivæSingu. Kynnfu þér þá margvíslegu möguleika sem fjármögnunarleiga hefur umfram aSra kosti á | lánamarkaöinum. | FáSu upplýsingabækling í næsta útibúi § Landsbankans, BúnaSarbankans eSa hafSu | beint samband viS okkur. Eigendur: /a>BUNA()ARBA.nki JT Undsbanki orka v ■ ísiands ML jsiands sjováííWalmennar w \ÁimCGI,\GUýlAG ISIANDS111' FUÓTLEGRI FJÁRMÖGNUN SUÐURLANDSBRAUT 22, 108 REYKJAVÍK SÍMI 553 1500, FAX 553 1505, 800 6515 !? CjUHT . NðMKft

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.