Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 MORGUNBLADIÐ + VIÐSKIPTI SAMKVÆMT kenningu MacDougalls þarf að sinna ferns konar hlutverkum innan hvers fyrirtækis til þess að tryggja að ákvarðanir þær; sem þar eru teknar séu góðar. í hvert skipti sem eitt af þessum hlutverkum er vanrækt geldur viðkomandi ákvörðun þess og fyrirtækið lendir í erfiðleikum. Þessi fjögur hlutverk sem hér um ræðir eru í stuttu máli þessi. §3 = Framleiða (Produce). Hér er tilgangurinn að framleiða þá vöru, þjónustu, eða hverja þá afurð sem fyrirtækinu er ætlað að skila. Sá stjómandi sem gegnir þessu hlutverki þarf að hafa bæði þekkingu og drifkraft til að skila hlutverki sínu. Stjórnandi af þessu tagi vill fyrst og fremst framkvæma og leysa þau vandamál sem upp koma hverju sinni, án þess að eyða miklum tíma i vangaveltur. Ef þessu hlutverki er sinnt er þörfum viðskiptavinarins er mætt. fjf = Stjórnun (Administer). Þegar þessu hlutverki er sinnt sér stjórnandinn um að stjórnkerfi fyrirtækisins sé skipulagt sem leiðir til hagkvæmni. Stjórnandi með þessa eiginleika er nákvæmur og mjög vel skipulagður og vill hafa alla þætti á hreinu. H = Frumkvæði (Entrepeneur). Heimurinn er stöðugt að breytast og ef fyrirtækið aðlagast ekki þeim breytingum úr- eldist það. Stjórnandi sem gegnir þessu hlutverki aðlagar því fyrirtækið að breyttum aðstæðum. Þetta hlutverk krefst skapandi hugsunar og áhættu. Stjórnendur af þessu tagi eru því uppfullir af nýjum hug- myndum og þarf jafnvel að halda aftur af sköpunargleiðinni. 1 = Samskipti (Integrate). Sá stjómandi sem gegnir þessu hlutverki þarf að treysta hópvinnu innan fyrirtækisins og sam- eiginlegan þankagang starfsfólksins. Vandamál einstakra deilda verður „okkar" vandamál en ekki „þeirra". Stjórnandi með þessa eiginleika leggur þunga áherslu á að ná sátt um málin. MacDougall segir að hver stjórn- andi sé mismunandi hvað varðar samsetningu þessara fjögurra þátta. Hann segir að hinn full- komna stjórnandi, þ.e. stjórnandi sem hafi jafna dreifingu allra þáttanna fjögurra, sé ekki til enda séu að vissu marki um andstæða póla að ræða. Því verði að velja stjórnendur í hverja stöðu með tilliti til þessara eiginleika. Völd hvers fyrir sig séu líka misjöfn eftir því á hvaða skeiði fyrirtækið sé statt. L«í*F«S*F*E*R*hL*L F«Y*R«I«R«T*Æ*K>J*A KENNING MacDougalls um lífsferil fyrirtækja felur i sér eftirfarandi 10 stig. Eins og sjá má fer fyrirtæki í gegnum fimm stig á meðan að það er enn að stækka, uns það nær stöðugleika en þá byrjar að halla undan fæti og við taka fjögur stig á leið til gjaldþrots ef ekkert er að gert. TllhugaJífið (Courtshlp) Á þessu stigi er hugmyndin að fæðast. Mikil spenna er í loftinu en enn hefur engin áhætta verið tekin enda hugmyndinni ekki enn verið hrint í framkvæmd. Bernskuárín (Infancy) Fyrirtækið er komið á laggirnar, lausafjárstaða þess er léleg og öll starfsemin, sem krefst mikillar vinnu, beinist fyrst og fremst að framleiðslu og sölu. Stjórnunarstíll fyrir- tækisins er Paei. Fyrstu skrefin (Go Go) Fyrirtækið er komið á laggirnar og lausafjárskorturinn er úr sögunni. MacDougall líkir þessu stigi við ungabarn sem lært hefur að ganga. Fyrirtækið fer að leita að nýjum ævintýrum og lærir aðeins af því að reka sig á veggi. Einkennandi fyrir þetta stig er stefnuleysi og mjög útbreidd starfsemi, oft alveg óskyld þeirri sem upphaflega var farið af stað með. Stjórnunrstíllinn er PaEi. Unglingsárin (Adolescence) Mistökin sem áttu sér stað í allri ævintýraleitinni kalla sem þörf er fyrir A og aukið jafnvægi milli þess og E jafnframt því sem dregið er vísvitandi úr P um tíma. Blómaskeiðið (Prime) Fyrirtækið hefur nú traustar og góðar Stöðugleiki Blóma- skeið Hefðar- tímabil á aukið skipuiag og stýringu. Upp koma átök á milli A og E, enda komið að þeim tíma þar Unglings- árin Bernskuár Tilhugalífið Fyrstu skrefin áætlanir, framleiðni þess er góð, stefnan skýr og Ijóst hvernig eigi að ná fram þeim markmiðum sem þar eru sett. Stjórnunarstíllinn er PAEi. Stöðugleiki (Stable) Fyrirtækið nýtur velgengni og byrjar að njóta ávaxta erfiðis síns. Það tekur minni áhættu en áður og byrjar að tapa forskoti sínu. E er á niðurleið en I á uppleið. Hefðartímabilið (Aristocracy) E er enn á niðurleið og er það farið að hafa áhrif á framleiðnina þannig að Fyrstu stig regluveldis V; Regluveldi Dauði FYRIRTÆKI í VEXTI HRORNANDI FYRIRTÆKI P er einnig á niðurleið. Áherslan liggur í fyrri afrekum og ekki er horft fram á við. Nægjusemi fer að festast í sessi og frumkvóðlarnir hætta. Undanfari regluveldis (Early Bureaucracy) Bæði E og P eru horfin og það kemur fram í minnkandi markaðshlutdeild, minni hagnaði og miklu gegnum- streymi starfsfólks. Annað hvort þarfnast fyrirtækið nýs fjármagns eða er með góða lausafjárstöðu og er þá viðkvæmt gagnvart yfirtöku. A er ráðandi innan þess og leitin er hafin að sökudólgi fyrir þessu ástandi. Regluveldi (Bureaucracy) A er nú allsráðandi. Öll starfsemi verður að fara fram innan núvarandi kerfis og ekki er svigrúm fyrir neinar breytingar né framfarir. Fyrirtækið getur ekki lengur komist af á eigin spýtur. Dauði (Death) Gjaldþrot. Leiðin á tindinn EIGA fyrirtæki sér lífs- hlaup líkt og lifandi verur og ef svo, eru endalok þeirra þá óhjákvæmileg? Bandarikjamaðurinn Ian Mac- Dougall hefur þróað kenningu um lífsferil fyrirtækja þar sem hann kemst m.a. að þeirri niðurstöðu að fyrirtæki eldist, líkt og lífverur, en aldur þeirra ákvarðist hins vegar ekki af árum heldur af því hvernig þeim takist að sinna ákveðnum lykilhlutverkum sem nauðsynlegt sé að sinna til að komast af í sam- keppninni. Því megi koma í veg fyrir hrörnun og dauða þeirra auk þess sem hægt sé að halda fyrir- tæki á blómaskeiði sínu. MacDougall hefur haft mikil áhrif á íslenskt viðskiptalíf á undanförnum árum þó svo að lítið hafi farið fyrir honum opinberlega. Hann rekur fyrirtækið Corporate Lifecycles, sem staðsett er í Los Angeies, og hefur unnið með fjöl- mörgum stórum fyrirtækjum hér á landi að endurskipulagningu og umbótum í rekstri. Má þar nefna fyrirtæki á borð við Hagkaup, Skeljung, Mylluna, Pharmaco, og nú síðast Pennann, auk nokkurra annarra. Lífsferlið sem þessi kenning byggir á má sjá hér í töflunni til hliðar ásamt útlistun á meginhug- tökum hennar. Eins og sjá má er ferillinn bjöllulaga og skiptist í tvennt á milli vaxtarskeiðs og öldr- unarskeiðs. MacDougall leggur áherslu á að blómaskeiðið sé á vaxtarhliðinni en þó áður en toppn- um á ferlinum er náð og vísar hann þar í orð Ray Kroc, stofn- anda McDonalds, „When you're green you're growing, and when you're ripe you're rotten." Ekki hefðbundin ráðgjöf MacDougall segist starfa með talsvert öðrum hætti en flestir ráð- Er gjaldþrot eða annars konar endalok fyrirtækis óhjákvæmilegt á endanum eða er til eitthvað sem heitir eilíft líf fyrirtækja? Ian MacDougall hefur sett fram kenningu um lífsferíl fyrirtækja og hvernig megi koma þeim á tindinn og það sem erfíðara er, halda þeim þar. Þorsteinn Víglundsson ræddi við MacDougall og komst m.a. að því að fjöldi íslenskra fyrirtækja hefur nýtt sér þessa kenningu í rekstrí sínum. %Æk* #t#6 > 1H> 'W$fa. -•' '¦¦wS jbbbi3íí^h .** 1h ^"^kí Ian MacDougall gjafar. „Hefðbundin ráðgjöf virkar þannig að viðskiptavinirnir koma til ráðgjafans með spurningar og hann svarar þeim. Ég hef hins vegar snúið þessu ferli við þannig að ég spyr spurninganna en fyrir- tækin verða að svara þeim." Bjarni Snæbjörn Jónsson Hann segir að oft sé lykilspurn- ingum á borð við hver sé tilgangur fyrirtækisins, rangt svarað. Flestir svari þessari spurningu á þann hátt að tilgangur fyrirtækisins sé að skila hagnaði. Því miður sé það rangt svar. „Hver hefur orðið vitni að því að viðskiptavinur fyrirtækis komi í afgreiðslu þess og segi: „Ég er kominn hingað til að færa ykk- ur meiri hagnað." Það gerist aldr- ei. Tilganginn með starfsemi fyrir- tækis verður því að skilgreina með tilliti til þess hverjir séu viðskipta- vinir þess og hverjar séu þarfir þeirra. Ég spyr hverjir séu viðskiptavin- ir fyrirtækisins, hverjar þarfir þeirra séu og hvernig fyrirtækið komi til móts við þær. Síðan lítum við á svörin við þessum spurning- um og þau segja okkur hvar fyrir- tækið er statt," segir MacDougall. Hann bætir því við að með þessum hætti gangi fyrirtækjunum líka betur að hrinda þeim breytingum í framkvæmd sem þörf sé á, enda séu hugmyndirnar komnar frá starfsmönnunum sjálfum og mæti því ekki andstöðu þar. Ellimerki að finna í markaðshlutdeildinni MacDougall segir að fyrsta spurningin sem sem hann spyrji sé hvert starfssvið viðkomandi fyrirtækis sé. Svarið við þeirri spurningu sé ekki alltaf augljóst. „Tökum sem dæmi blaðaútgáfu. Ef dagblað lítur svo á að starfsemi þess felist í blaðaútgáfu þá er það ekki rétta svarið. Starfsemi þess felst fremur í því að veita lesendum aðgang að fréttum og ýmiss konar, upplýsingum, sem og auglýsendum vettvang til að auglýsa. Blaða- formið er hins vegar ekki eina formið sem hægt er að veita slíkar upplýs- ingar á. Alnetið er annar " vettvangur, sem og ýmis útgáfa." MacDougalI segir að fyrsta ástæða fyrir því að fyrirtæki fari að eldast sé einmitt hvernig það skynji markaðshlutdeild sína. Ráðgjöfhérá landi stökk- pallurtilná- grannaríkja onnur Fyrirtæki géti í raun haft hvaða markaðshlutdeild sem er, það sé aðeins háð skilgreiningu. „Á síðasta ári náði ég einum besta árangri á öllum starfsferli mínum. Ég fór til Louisiana til málningarframleiðanda sem ég starfaði fyrir þar og á þremur dög- um tókst mér að lækka markaðs- hlutdeild fyrirtækisins úr 34% í 4%, alveg einn og óstuddur. Það sem gerðist var að ég spurði: „Hvaða viðskiptum eruð þið í?" Þeirra svar var: „Við erum í málningarfram- leiðslu." Mín næsta spurning var: „í hvað nota viðskiptavinir ykkar málning- una?" Þeirra svar var: „Til að þekja veggi." Þá spurði ég: „Hvað annað nota þeir til að þekja veggi?" Og þá byrjaði listinn að lengjast og niðurstaðan var sú að þetta fyrir- tæki var með 34% markaðshlut- deild í málningarbransanum en aðeins 4% markaðshlutdeild þegar að kom að því að þekja veggi." Það þarf þó ekki að vera mark- mið fyrirtækja að vera stærst á sínu sviði heldur fyrst og fremst að vera best á sínu sviði. Stjórnendur ekki á eftirlaun fyrr en eftir starf slok MacDougall segir uppbyggingu fyrirtækis og skipurit þess einnig mikilvægt. Uppyggingin verði að endurspegla starfsemi þess, enda kalli mismun- andi starfssvið á mis- munandi uppbyggingu. Röng uppbygging sé önnur ástæða öldrunar. ~~ „Fyrirtæki tala mikið um markaðssetningu. Þegar þau tala um markaðssetningu eiga þau við það ferli að selja viðskiptavin- um sínum. Það kalla ég útkvæða markaðssetningu. Ég hef hins veg- ar borið kennsl á aðra tegund *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.