Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR30.MAÍ1996 B 5 VIÐSKIPTI markaðssetningar sem er mark- aðssetning innan fyrirtækis, því þar þurfum við fyrst að selja hvoru öðru hugmyndina til þess að eitt- hvað geti gerst. Þegar fyrirtæki er með ranga uppbyggingu og óljósa hugmynd um hvaða viðskipt- um það á að sinna og hvaða við- skiptum það á ekki að sinna getur allur tími þess farið í þessa mark- aðssetningu innan fyrirtækisins og því er engin kraftur eftir til þess að sinna markaðssetningunni út á við." Þriðja ástæðan er að sögn MacDougalls hugarfar lykilstarfs- manna og hver mismunurinn sé á löngunum þeirra og væntingum. „Svo lengi sem langanir þessara starfsmanna eru meiri en vænting- ar þeirra mun fyrirtækið vera ungt en um leið og væntingarnar eru orðnar jafn miklar eða meiri en langanir mun fyrirtækið eldast mjög hratt . Þegar einhver vill aðeins það sem hann fær er sá hinn sami í raun kominn á eftirlaun, sem er því miður örlög margra áður en þeir hætta störfum. Fyrirtækið ætti í raun að senda öllum starfs- mönnum sínum þau skilaboð að það styðji það að staffsfólk þess njóti efri áranna og setjist í helgan stein, en að það eigi ekki að ger- ast fyrr en eftir að viðkomandi hefur hætt störfum." Eigendur oft flöskuháls Fjórða atriðið sem skilur á milli ungra og gamalla fyrirtækja er að sögn MacDougalls stjórnunarstíll æðstu yfirmanna. Hann segir að það sé verkefni leiðtogans að miðla framtíðarsýn sinni til starfsfólks- ins, hvert fyrirtækið ætli sér og hvernig. Síðast en ekki síst sé það síðan hlutverk leiðtogans að leiða fyrirtækið þangað. MacDougall segir að eigendur geti jafnframt stjórnað fyrirtækinu en það sé hins vegar ekki nauðsyn- legt og slíkri stjórnun fylgi ákveðn- ar hættur. Þannig þurfi allar lykil- ákvarðanir oft á tíðum að fara í gegnum eigendur og siíkt tak- marki alltaf vaxtarmöguleika fyr- irtækisins. „Þaö er aðeins svo mik- ið sem einn maður getur gert og afkastageta hans setur _______ fyrirtækinu því ákveðin takmörk. Með réttu skipulagi eru fyrirtæk- inu hins vegar engin tak- mörk sett. Vandamálið við fjöl- ~^^^^~ skyldufyrirtækin er hins vegar að fjölskyldan er tilbúin til þess að miðla vinnunni en hún er ekki tilbú- in til þess að miðla hinni eiginlegu ákvarðanatöku. Þetta kemur því í veg fyrir að fyrirtæki nái á blóma- skeiðið. Á blómaskeiðinu er hins vegar sjálfstæði einstakra deilda og frelsi til ákvarðana meira og hlutverk yfirstjórnandans felst fyrst og fremst í því að samþykkja fjárhagsáætlanir einstakra deilda og úthluta þeim nauðsynlegum aðföngum." Stofna fyrirtæki hér á landi MacDougall segir að starfsemi hans hér á landi hafi í raun hafist fyrir algera tilviljun. „Ég hitti Sig- urð Gísla Pálmason hjá Hagkaup- um fyrir tilviljun hjá bandarísku fyrirtæki sem ég var að vinna fyr- ir. Hann fylgdist með einum fundi með mér og starfsmönnum þess og hafði síðar samband við mig og óskaði_ eftir því að ég myndi koma til íslands til að vinna með þeim. Ég vísaði honum í fyrstu á aðra ráðgjafa þar sem ég taldi að þetta væri of langt að fara en lét að lokum tilleiðast og síðan má segja að eitt hafi leitt af öðru." Ian segir að ferðirnar til íslands hafi orðið talsvert fleiri en ráð var fyrir gert. Um fjögur ár eru síðan hann kom hingað fyrst og nú er hann hér á landi u.þ.b. einu sinni í mánuði, í fáeina daga í senn. í ljósi þessara auknu umsvifa hefur hann ákveðið að setja á fót fyrirtæki hér á landi í samstarfi við íslenskan aðila, Bjarna Snæ- EINS og fram hefur komið hér að ofan er Skejjungur eitt þeirra fyrirtækJa sem lan McDougal hefur unnið með hér á landi. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, segir að fyrirtækið hafi leitað til McDougals í kjöl- far þess að farið var að endur- skoða framtíðarmarkmið fyrir- tækisins. „ Við fórum að vinna að mark- miðum og framtíðarsýn Skejp ungs og það unnum við eftir forskrift sem við höfðum frá erlendum Shell-félögum," segir Kristinn. „Niðurstaða þeirrar vinnu var lögð fyrir stjórn fyrir- tækisins í desember 1993 og kynnt starfsfólki þá um áramót- in. Þegar þessari vinnu var lokið af okkar hálfu fannst okkur hún hafa skilað það miklu að við vild- um gjarnan fara í eitthvert ákveðið framhald og þá er það sem við komumst í samband við Ian McDougal. Við höfðum frétt af honum frá erlendum aðilum auk þess sem við höf ðum frétt af vinnu hans fyrir tvö íslensk fyrirtæki, Hagkaup og Myll- una." Kristinn segir að í framhald- inu hafi verið farið út í talsverða vinnu með McDougal, hafi sú vinna hafist á árinu 1994 og staðið yfir allt fram til ársloka 1995. Úpp úr henni hafi síðan verið tekin ákvörðun um tals- verðar breytingar á stjórnskipu- Miklar breytingar; hjá Skeljungi lagi félagsins sem hafi verið kynntar í október á síðasta ári og verið komnar að fullu til fram- kvæmda nú um ára- mótin. „Það má segja að það skemmtilega við starf ið með Ian er að það koma að því mjög margir aðilar innan fyrirtækisins, ekki bara helstu stjórnendur heldur miklu stærri hópur. Við höfum verið býsna ánægðir með þetta samstarf og teljum að það hafi hjálpað okkur til þess að skilgreina betur hvert við vujum fara og hvernig við ætlum okkur að komast þang- að." Dregið úr miðstýringu og reynt að auka frumkvæði millistjórnenda Kristinn segir að aðaláherslan í þeim breytingum sem gerðar hafi ver- ið á stjórnkerfi Skelj- ungs haf i verið að draga úr miðstýr- ingu fyrirtækisins, auka sjálfstæði niilli- stjórnenda og reyna að tryggja að manna- breytingum í stjórn fyrirtækisins fylgdi einnig ný hugsun, í samræmi við kenn- ingar McDougals um lífstré fyrirtækja. „Hann lagði mikla Kristinn áherslu á hvað það Björnsson skipti miklu máli að þegar frumherjarnir sem byrja með fyrirtækið eru leystir af hólmi séu jafnframt gerðar ákveðnar breytingar á fyrirtækinu, en ekki tekið við því á því stigi sem frumherjarn- ir skila því af sér og haldið áfram í sama fari. Það verði því að vera alveg hreint og klárt að með nýjum mönnum komi nýir siðir." Að sðgn Kristins fólu þessar breytingar því í sér verulegar breytingar á skipuriti fyrir- tækisins. Því hafi verið skipt upp fleiri og smærri rekstrarein- ingar, þar sem miklu fleiri aðil- ar komi að ákvörðunartökunum og axli ábyrgðina. Lokaákvörð- un í hverju máli sé því ekki leng- ur kastað á framkvæmdastjórn fyrirtækisins heldur sé hún tek- in af viðkomandi millistjórnend- um. Síðan verði þeir að bera ábyrgð á þeirri ákvörðun um hver mánaðamót þegar þeirra deild sé gerð upp. í því upp- gjöri sé jafnframt kannað hvort viðkomandi deild hafi verið að skila þeim árangri sem af henni sé ætlast. „Það má eiginlega segja að skipurit Skeljungs í dag sé eins og uppdráttur að sinfóníuhljóm- sveit. Að vísu er einhver stjórn- andi og hugsanlega einhver fyrsta fiðla, en þar fyrir utan er þetta afskaplega víður völlur og komið talsvert langt frá hinu hefðbundnda skipuriti með for- stjóra, framkvæmdastjóra, deildarstjóra o.s.frv.. Efsta lagið er því miklu breiðara heldur en gerist og gengur hjá islenskum fyrirtækjum. Þetta hefur hins vegar verið að ryðja sér til rúms erlendis og við sjáum að þetta eru einmitt þær breytingar sem hafa verið gerðar hjá Shell í Bandaríkjunum t.d." Hátt hlut- fall ungra fyrirtækja á íslandi björn Jónsson, sem gegnt hefur störfum markaðsstjóra nú síðast forstöðumanns þrónarsviðs Skelj- ungs, en hann mun láta af störfum þar síðar á þessu ári. Bjarni segir að fyrirtækið sé að hluta til sett á fót til þess að létta á MacDougall enda taki svo tíðar ferðir milli Los Angeles og íslands sinn toll. Hins vegar sé það einnig markmiðið með stofnun fyrirtækis- ins að opna fyrir möguleikann á ráðgjöf fyrir fyrirtæki í nágranna- löndunum. „Það má segja ?J) auk þess sam- starfs sem við hyggjumst hafa með okkur almennt er markmið okkar ---------- tvíþætt. Annars vegar viljum við nýta betur þau tækifæri sem eru til stað- ar hér á landi hvað þessa ráðgjöf varðar og bæta þjónustuna við þau fyrir- """""^ tæki sem vilja nýta sér hana. Hins vegar ætíum við að huga að nágrannalöndunum, með það í huga að vinna með fyrirtækj- um þar." Hátt hlutfall yngri fyrirtækja hér á landi Bjarni segist þörf fyrir þessa ráðgjöf hér á landi. Þannig sé hér að finna óvenjulega hátt hlutfall af ungum fyrirtækjum sem sett hafi verið á fót upp úr seinni heims- styrjöld. Þessi fyrirtæki séu mörg á því stigi að næsta kynslóð sé að taka við eða að nauðsynlegt sé orðið að endurskipuleggja rekstur þeirra og ná betur utan um starf- semina. Jafnframt krefjast sífellt meiri möguleikar í upplýsingakerf- um þess að fyrirtækin skilgreini hlutverk sitt og markmið, skipu- leggi sig í samræmi við það og stýri með því uppbyggingu upplýs- ingakerfisins. „Aðferðafræðin er aðgengileg og það einföld að langflestir skilja út á hvað hún gengur. Mér hefur fundist hún henta mjög breiðum hópi, enda er hún miðuð við virka þátttöku lykilstarfsmanna í hverju fyrirtæki." Bjarni segir hins vegar að engar verulegar breytingar muni fylgja stofnun fyrirtækisins sem gert er ráð fyrir að taki til starfa síðar á árinu. Um beint framhald á þjón- ustu Corporate Lifecycles verði að ræða, þar sem Ian MacDougall muni áfram vera beinn þátttak- andi. „ Þau fyrirtæki sem þetta hefur höfðað til hafa sjálf íeitað eftir ráðgjöf og þannig hefur þetta hlað- ið utan á sig smám saman. Við reiknum með því að sú góða reynsla sem fengist hefur af þess- ari þjónustu stuðli að áframhald- andi þróun í þessa átt, en framtíð fyrirtækisins verður mótuð þegar að líta tekur á árið." ...¦..¦¦i.-i, Stálslegið öryggi Öryggisskápamirfrá Rosengrens eru traust geymsla fyrir peninga, skjöl, tölvugögn og önnur verð- mæti. Skápamir sem eru í hæsta gæðaflokki fást í ýmsum stærðumí og gerðum. Kynnið ykkur úrvalið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.