Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Þjóðsagan um smokkinn oggúrkuna Sjónarhorn Ýmsar þjóðsögur hafa spunnist um staðla- gleði Evrópusambandsins og margar þeirra verið taldar góðar og gildar staðreyndir. Emil Karlsson rekur hér nokkrar þær fræg- ustu, kannar sannleiksgildið og kemst að því að ekki er allt sem sýnist í þessum efnum. ÞAÐ ERU ekki neinar nýjar fréttir að Evrópusambandið hefur sett staðla um stærð og gerð allra smokka sem seldir eru í Evrópu. Og væntanlega hafa menn heyrt um að samkvæmt regl- um sambandsins verða allar agúrk- ur sem seldar eru á Evrópska efna- hagssvæðinu að vera með ákveðna lögun og sveigjanleika til að vera gjaldgengar. Þessar fréttir hafa verið í virtum innlendum og erlend- um fjölmiðlum. Til dæmis í blaðinu European sem flytur venjulega áreiðanlegar fréttir af Evrópumál- um. En það sem við höfum ekki heyrt er að þetta er tómt bull og vit- leysa. Evrópusambandið hefur ekki sett neina staðla um smokkastærð- ir eða beygðar agúrkur. Þessar sögur eru ekki sannar frekar en sögur um að öll evrópsk jólatré eigi að vera eins eða að í undirbún- ingi sé lagasetning um að pitsur verði að vera af einni ákveðinni stærð og þykkt. Þetta eru allt dæmi um þjóðsögur okkar tíma sem ganga mann fram af manni og úr einum fjölmiðli í annan. Sögur sem hljóma trúlega en eru um leið svo afkáralegar að þær verða að frétta- efni. Reglan um að „hafa skuli það sem betur hljómar" á hér vel við. Eins og gengur um aðrar þjóð- sögur lýsa þær því sem er ofarlega á baugi í samtímanum en er hulið vissri dulúð og vankunnáttu okkar. Eða hver hefur ekki heyrt um allt þetta skriffinnalið sem situr í gríð- arlegum skrifstofuháhýsum í Brussel og hefur ekkert annað að gera en semja fáránlegar reglur um hvernig venjulegt fólk eigi að haga lífí sínu í smáatriðum, hvort sem er í Finnlandi eða Grikklandi? Staðreynd er samt að skrifstofu- bákn Evrópusambandsins í Brussel er fámennara en skrifstofulið borgarstjórna í hverri af stærstu borgum Evrópu. í annan stað hefur sambandið ekki heimild til að setja Evrópuþjóðum staðla sem ganga gengn þeim stóðlum sem ákveðnir hafa verið í hverju landi fyrir sig. Sjómenn með hárnet Evrópusambandið hefur ekki húmor fyrir sögum af því tagi sem hér er lýst og hefur af því tilefni sett upp heimasíðu á Internetinu þar sem listaðar eru upp allar helstu lygasögur sem eru á kreiki um Evrópu, um fyrirmæla- og staðlasmíð sambandsins. Sögurnar eru flokkaðar í algerar lygasögur, «ÆKrtf $&r Sturla Birgisson ^, matreiðslumeistari ársins /^r^\_ 1996 á íslandi og ^M ^^^L.\ bronsverölaunahafi frá samskonar keppni þeirra bestu P 35 it L A N á norðurlöndum. - ftefUUU? i//>/jtír Til leigu skrifstofuhúsnæði Skrifstofan er í Lágmúla 5, og er á efstu (sjöundu) hæð. Stærðin er um 16 fm og leigist frá 1. júlí nk. Góð móttaka, kaffistofa og snyrting. Upplýsingar í síma 553-2636 eða 568-9981 næstu daga. hálfgerðar lygasögur og sögur sem eiga sér stoð í raunveruleikanum. Ein þessara sagna er um að sam- bandið sé að neyða alla sjómenn í aðildarlöndunum til að ganga með hárnet um borð í fiskibátum og -skipum. Ástæðan fyrir söguburð- inum er sú að þegar komið var á sameiginlegum innri markaði í Evrópu voru settar ákveðnar grunnreglur um þrifnað og hrein- leika í tengslum við vinnslu fiskaf- urða. Þar var þess meðal annars krafist að fólk sem pakkaði fiski í neytendaumbúðir hefði hárnet til að hindra að hár færi með unnum físki til neytenda. Þetta átti auðvit- að líka við um fískverkunarfólk sem vinnur við pökkun á físki um borð { verksmiðjutogurum. Þannig var þessu snúið upp á alla sjómenn, hvort sem var skipstjóri, vélamaður eða háseti á dekki. Sams konar flugufót má finna fyrir sögunum um samræmdar smokkastærðir og gúrkusveigjur. Ef smokkanotendur væru spurðir hvað þeir teldu æskilegt að smokk- ar héldu oft því sem þeim væri ætlað að halda og í hversu mörgum tilvikum þeir ættu að þjóna til- gangi sínum, yrði svarið líklega að krafist væri 100% öryggis. En það er einmitt sú krafa sem heilbrigði- seftirlit víða í Evrópu hafa sett um smokka sem seldir eru í Evrópu og Evróðusambandið hefur kannað hvort ástæða væri til að setja sam- ræmda kröfu um lágmarksstyrk- leika. Því hefur hins vegar verið snúið upp á stöðlun á stærð og lögun. Eins og áður segir hefur smokkasagan þótt sérstaklega áhugaverð og meðal annars verið tekin upp í blaðinu European. í Bretlandi var sagt frá því að Evr- ópusambandinu yrði ekki haggað í þessu fnáli þrátt fyrir mótmæli inn- lendra sérfræðinga, en það væri mikið áhyggjiiefni því samkvæmt hinum svokallaða Euro condom staðli yrðu smokkar framvegis of litlir til að passa á bresk tippi. Hvað þá með gúrkurnar, hefur Evrópusambandið ekki bannað bognar gúrkur eins og talað er um? Nei og aftur nei! Hins vegar er til neytendalöggjöf sem segir til um að fólk fái afhent það sem það borgar fyrir. Þar er átt við að græn- meti sem og annar varningur sem keyptur er sé ekki skemmdur og uppfylli þau skilyrði sem neytendur gera kröfu um. Fljúgandi nornír og diskar Þjóðsögur hafa alltaf verið í takt við samtíð sína. Tröll og forynjur, sem voru vinsælt efni í þjóðsögur fýrr á öldum, eiga ekki upp á pall- borðið í dag. Hins vegar má draga samlíkingar af gömlum og nýjum þjóðsögum vegna þess sem þær segja um samtímann. Á miðöldum var ekki óalgengt að Evrópubúar sæu nornir fljúgandi um á kústsk- öftum og vitað var að þær ættu sér fastan þinc^stað þar sem þær leggðu á ráðin um til hvaða spell- virkja þær ættu að grípa til næst. Núna eru nornir á kústsköftum horfnar. í þeirra stað sjá menn fljúgandi diska frá öðrum sólkerf- um. Fljúgandi diskar hafa þannig tekið við af nornunum. Sama má segja um alls kyns Lagarfljótsorma og Loch Ness skrímsli sem sáust hér áður fyrr en hafa nú breyst í dularfulla njósnakafbáta frá óvina- þjóðum. Hver kemur þjóðsögum af stað og hvers vegna? Augljóst er að sögur á borð við þær sem ganga um reglufargan Evrópusambands- ins eru runnar undan rifjum and- stæðinga sambandsins. Sögunum er komið til fjölmiðla sem taka þær upp hver á fætur öðrum og krydda þær örlítið í hvert sinn svo þær gangi betur í íesendur. Fjölmiðlar þurfa að seljast eins og aðrar vörur og fólk verður að hafa gaman af að lesa þá til að vilja _______. kaupa þá. Sömu prmsipp giltu hér áður fyrr. í stað slúðursagna dagblaða og tímarita nútímans fengu sögurnar vængi með fólki eins og Gróu á Leyti sem endursagði sögur sem „ólyginn" hafði sagt henni. Gróa á Leyti var eins og óvandaðir fjölm- iðlar í dag að selja vöru sína, hvort sem það var til að fá í staðinn at- hygli eða matarbita til að nærast á. Rottan í pitsunní Pyrir nokkrum árum kom út í Svíþjóð bókin Ráttan i Pizzán, sem segir frá nútíma þjóðsögum. Höf- undur bókarinnar er blaðamaður sem tók það upp hjá sér að reyna að rekja uppruna ýmissa sagna sem komu fyrir aftur og aftur í blöðum og var talað um manna'á milli, í mismunandi útgáfum. Hvernig sem hann leitaði fann hann aldrei neinn sem var til frásagnar um hinn raun- verulega atburð. Nafn bókarinnar, Rottan í pits- unni, skírskotar til sögusagna sem komust á kreik þegar útlendingar hófu veitingahúsarekstur hér á norðlægum sióðum og buðu upp á framandi rétti eins og pitsur og ýmsa austurlenska rétti. Þarna komu nýir og áður óþekktir straumar í annars einhæft matar- æði Norðurlandabúa. Margir vildu Bognar gúrkur og stórir smokkar ekki bannaðir halda sig við gömlu soðninguna og feita kétið. Gróusögur, um að í pitsuveitingahúsum væru aldar upp rottur í kjöllurum og kjötið af þeim notað sem fylling í rétti, fengu byr undir báða vængi. Önnur keimlík saga komst á kreik um að maður hefði snætt á kínverskum veitingastað þar sem lítið bein festist í hálsi hans. Þegar maðurinn komst undir læknishend- ur og tókst að fjarlægja beinið kom í ljós að beinið var úr mús. Yfir- völd voru send á veitingastaðinn og viti menn, í kjallaranum moraði allt af músum sem biðu þess að vera notaðar í rétti fyrir saklausa Norðurlandabúa. Upphafsmaður þessarar sögu er einnig ófundinn en víst er að hún hefur birst í mórgum misjöfnum myndum. í bókinni Ráttan i pizzan eru einnig raktar nokkrar sögur sem orðið hafa til um örbylgjuofna. Þær urðu allar til um svipað leyti, í upphafí síðasta áratugar þegar nýjungin hóf innreið sína í annað hvert eldhús. Hver þekkir ekki sög- una um gömlu konuna sem fékk örbylgjuofn að gjöf frá börnum sín- um og kunni lítt með hann að fara. Gamla konan átti kött sem henni var mjög annt um. Hún var vön að baða kisu reglulega og ylja henni síðan við vægan hita í opnum bak- araofni. Örbylgjuofninn átti að vera fljótvirkari en bakaraofnar, svo í stað þess að setja köttinn í bakaraofninn eftir bað setti hún hann í nýja, fljótvirka örbylgjuofn- inn sinn í eina mínútu. Sagan end- ar síðan á mikilli sprengingu og sorg eftir lát kattarins. Uppáhaldssaga mín er hins veg- ar um konuna sem hafði keyrt nokkrum sinnum eftir sama þjóð- veginum og sá alltaf örbylgjuofn standa við vegarkantinn. Hún ákvað að lokum að stöðva bílinn og taka ofninn inn í farangursrými bílsins. Eftir stutta keyrslu sá kon- an í bakspegli bílsins hvar lögregla í bíl með blikkandi ljósum gaf henni merki um að stöðva. Lögreglumað- ur stígur út úr bílnum gengur að bíl konunnar, hallar sér upp að hlið- arrúðunni og spyr hvers vegna hún hafí tekið radarmælinn sem stað- settur var í vegarkantinum. Oft eru sannar sögur sagðar vera ótrúlegri en þær lognu. Ef þessari fullyrðingu er snúið við má segja að það sem er logið sé trú- legra en sannleikurinn. Lengi lifí sannleikurinn! Höfundur er upplýsingafutttrúi Iðntæknistofnutwr Á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.