Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 8
_—------íí-_ gWflffipwWwtP ISI vœsiam/ArviNNULíF 16uíu iínunnar j ' ¦ —.................—------------ I— FIMMTUDAGUR 30. MAI 1996 Þjónustuskrá Gulu línunnar Starfsemi Samskipa Ltd. dótturfyrírtækis Samskipa í Hull komin á fullan skríð Alhliða flutnjngsþjónusta undir einu þaki SAMSKIP Ltd., dótturfyrirtæki Samskipa í BretlandiÁSA Einarsdóttir tók við stöðu framkvæmdastjóra Samskipa Ltd., dótturfyrirtækis Samskipa í Bret- landi í júlí á þessu ári, þegar það var sett á fót. Auk hennar vinnur þar einn annar íslendingur, Kristján Pálsson sölustjóri auk 5 breskra starfsmanna. Samskip tóku yfir störf umboðs- manna sinna í Bretlandi með stofnun dótturfyrirtækisins í Hull. Ása segir að fyrsta verkefni félagsins hafí fal- ist í því að taka við því hlutverki sem umboðsmennirnir höfðu áður gegnt, þ.e. afgreiðslu skipa, skjalagerð og umsjón með for- og framhaldsflutn- ingum innan Bretlands. „Til lengri tíma litið er tilgangur- inn með þessum breytingum hins vegar sá að fá alla þá þekkingu sem legið hefur í umboðsmannakerfmu inn í fyrirtækið því að umboðsmenn eru alltaf milliliðir og þeirra þekking liggur því ekki meðal starfsfólksins. Okkar langtímamarkmið er því að byggja upp þekkingu meðal starfs- fólksins á aðstæðum í Bretlandi. Aukin þekking skapar líka ákveðin tækifæri fyrir Samskip," segir Ása. Auka þarf flutninga frá Bretlandi Ása segir að gjarnan hafi verið litið á Bretlandsmarkað fyrst og fremst sem útflutningsmarkað fyrir ísland. Hún segir að allt að fimmt- ungur allra flutninga Samskipa frá íslandi fari til Bretlands og þar sé fyrst og fremst um að ræða fiskaf- urðir. „Hins vegar hefur innflutning- ur frá Bretlandi til íslands verið mun Samskip stofnuðu dótturfyrirtæki, Samskip Ltd., í Hull sl. sumar og er starfsemi þess nú komin í fastar skorður. Þorsteinn Víg- lundsson ræddi við Asu Einarsdóttur, fram- kvæmdastjóra Samskípa Ltd., og segir hún að m.a. verði í framtíðinni lögð aukin áhersla á að nýta þekkingu á staðarháttum til að hafa milligöngu um viðskipti fyrir íslendinga. minni og því hefur skap- ast ákveðið ójafnvægi í flutningum til og frá Bretlandi. Að okkar mati er þetta of mikið ójafnvægi og því viljum við vinna að þyí að auka innflutning íslendinga frá Bretlandi til þess að bæta nýtinguna á áætl- unarieiðum okkar." Ása segir að hvað markaðshlutdeild varði á þessum markaði sé fé- lagið nokkuð sátt við hlutdeild sína í útflutn- ingi. Almennt séð séu Samskip með um þriðj- ungs markaðshlutdeild í flutningum til og frá landinu, en Eim- skip nokkurn veginn með það sem eftir standi. í útflutningi til Bretlands sé markaðshlutdeild Samskipa yfir meðaltalinu, en í innflutningunum sé hlutdeildin hins vegar lægri. Samskip efndu ný- lega til kynningar hér á landi á starfsemi sinni í Bretlandi. Ása segir að auk hefðbund- innar kynningar fyrir viðskiptavinina hafi einnig verið í för með þeim Phil Hall, fulltrúi frá Hull Economic De- velopment Agency, (HEDA).- „Hann var fyrst og fremst að kynna borg- ina og þau viðskipta- tækifæri sem í boði eru í Hull, enda leggja borgaryfirvöld áherslu á að aðstoða menn við að fínna þar ný viðskiptatækifæri. Segja má að HEDA sé nokkurs kon- ar gangandi gular síður. Það hjálpar . mönnum til að koma á tengslum og viðskiptatækifærum. Þetta hefur verið unnið í nánu samstarfi við Ása Einarsdóttir hafnaryfirvöld, þ.e. að kynna borg- ina sem hafnarborg. Ef litið er á þróunina á síðustu árum sést líka að þetta samstarf hefur skilað mjög góðum árangri því flutningar um höfnina hafa aukist gríðariega á undanförnum misserum. Áhrifa þessa gætir líka víða því það hafa verið að spretta upp ýmis minni fyrirtæki t.d. í matvælaiðnaði auk þess sem umsvifin í gegnúm höfnina hafa aukist verulega. Fyrir- tæki hafa verið að beina flutningum í gegnum höfnina í auknum mæli, enda er Hull mjög vel staðsett í Bretlandi. Innan við fjögurra tíma akstur er til allra helstu markaðs- svæða í Bretlandi." Ása segist telja að starfsemi af þessu tagi muni einmitt verða mikil- vægur þáttur í starfsemi Samskipa í framtíðinni. „Það að vera á staðn- um hefur það í för með sér að við kynnumst hlutunum öðruvísi. Við kynnumst því hvernig er að eiga viðskipti í Bretlandi og hvernig eigi að bera sig að. Við höfum þegar verið að vinna með nokkrum viðskiptavinum okkar, þar sem við höfum verið að vinna með þeim að finna réttu aðilana til að ræða við og hvernig eigi að bera sig að. Þetta er auðvitað beggja hagur því ef af viðskiptum verður milli aðila þá komum við sterklega til greina sem flutningsaðilar vegna okkar sérþekkingar á málum. Við sjáum þetta því sem mjög spennandi tækifæri í framtíðinni að hjálpa íslendingum að koma vöru á framfæri í Bretlandi eða ef því er að skipta að finna ný tækifæri til innflutnings." Fólk Nyir starfs- menn hjá Verðbréfa- markaði Islandsbanka • GUÐMUNDURÞ. Guðmunds- son hefur verið ráðinn til Miðlunar og fyrirtækja- þjónustu hjá Verðbréfa- markaði ís- landsbanka. Guðmundur er fæddurl966og útskrifaðist í vélaverkfræðj frá Háskóla ís- landsáriðl990 og lauk M.Sc. prófi í rekstrar- verkfræði frá DTU í Kaupmanna- höfn 1993. Guðmundur starfaði hjá VSÓ ög VSÓ Rekstrarráðgjöf frá 1992ogeinnigmeðnámi 1990 og 1991. Maki Guðmundar er Þor- björg Margeirsdóttir og eiga þau eina dóttur. • PER Henje hefur hafíð störf í fyrirtækjaþjónustu Verðbréfa- markaðar ís- landsbanka. Per hefur starfað hjáVÍBfráþví í maí 1995. Hann er fæddur 1971 ogút- skrifaðist sem viðskiptafræð- inguraf fjár- málasviði við- skiptadeildar Háskóla íslands í júní 1995. Guðmundur Þ. Guðmundsson Per Hcnj Torgíð MEÐ ákvörðun um stækkun álvers- ins í Straumsvík var rofin áralöng kyrrstaða í fjárfestingum erlendra aðila hérá landi. Sú fjárfesting nem- ur um 14 milljörðum króna og felur í sér byggingu nýs kerskála og aðr- ar framkvæmdir í tengslum við það. Fyrir áttu erlendir aðilar einungis 9,3 milljarða beinar fjármunaeignir í atvinnurekstri hérlendis, eins og fram kemur í nýjasta hefti Hagtalna mánaðarins frá Seðlabankanum. Eign þeirra jókst um 500 milljónir frá árinu 1994 sem stafar fyrst og fremst af batnandi afkomu ísal og Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Raunar eru nálægt 69% af eignum útlendinga í at- vinnurekstri bundnar í þessum tveimur fyrirtækjum. Seðlabankinn hefur safnað upp- lýsingum um beina fjárfestingu út- lendinga í atvinnurekstri hér á landi frá árinu 1993 og birtir yfirlit þar um fyrir árin 1988-1995 í riti sínu. Gerður er greinarmunur á beinni fjárfestingu og verðbréfaviðskipt- um með hlutabréf. Þegar um beina fjárfestingu er að ræða hefur er- lendi aðilinn stjórnunarleg áhrif á rekstur viðkomandi fyrirtækis í krafti stórs eignarhlutar. Ef eignar- hlutur er óverulegur er hann talinn til yerðbréfaviðskipta. I yfirliti Seðlabankans sést að samtals nam bein fjármunaeign 6,8 milljörðum árið 1988 og hefur því einungis aukist um liðlega þriðjung á þessum árum eða í 9,3 milljarða í árslok 1995, eins og fyrr segir. Eignirnar hafa sveiflast nokkuð á Bein fjármunaeign erlendra aðila í atvinnurekstri á Islandi, 1988-1995 að undanskilinni verðbréfaeign og fasteignum einstaklinga Staða íárslok eftir atvinnugr. Fiskeldi / milljónakróná Stóriðnaður Annar iðnaður Verslun Fjármálaþjóriusta og vátrygging Annað C^>JZ&\ Samtals \ ÍWv Á árslokaverðlagi 1995^^ : Samtals 1988 1989 1.983 201 1.671 281 234 4.371 4.208 307 1.798 72 234 6.619 1990 89 5.013 583 2.140 50 254 8.129 1991 68 5.973 605 2.111 170 273 9.201 1992 1993 1994 -72 4.764 589 -10 5.251 529 0 5.802 498 Bráðbirgðatölur 2.225 208 254 7.968 2.283 175 263 8.491 1.695 301 415 8.710 19951 6.411 | 518 1.572 i 385 \ 443 í 9.329 i 6.789 8.310 9.510 10.045 8.492 8.772 8.852 LM29J Heimild: Seðlabanki Islands Kærkomin búbót milli ára sem skýrist að litlu leyti af nýfjárfestingum heldur miklu frekar af sveiflum í rekstrarafkomu einstakra stóriðjufyrirtækja. Veru- legt tap varð t.d. af rekstri áliðnað- arins árin 1991-1993 þegar illa gekk í þeirri grein og sveiflur hafa verið á skuldastöðu ísal við móðurfyrir- tæki sitt. Eftirbátar OECD-ríkja Erlendir aðilar hafa fjárfest sam- tals í 50 fyrirtækjum á íslandi, en um 80% eignanna voru bundnar í 9 fyrirtækjum. Hvað eignaskiptingu milli einstakra landa áhrærir eru Svisslendingar í efsta sæti eins og vænta mátti, en þar á eftir koma Danir og Norðmenn. Eignirdanskra aðila eru fyrst og fremst hlutabréf Hydro Texaco í Olís og hlutabréf IBM í Danmörku í Nýherja. Þegar þessar eignir eru settar í alþjóðlegt samhengi kemur í Ijós að hér er um rrijög litlar fjárfesting- ar að ræða. Fjárfestingar erlendra aðila í OECD-ríkjum námu að með- altali um 1,3% af vergri landsfram- leiðslu árin 1990-1994. Á sama tíma var fjárfesting erlendra aðila á islandi með því lægsta sem þekkist á meðal OECD-ríkja og vart mælan- leg sem hlutfall af landsframleiðslu, eins og segir í ritinu. Fjölmargar skýringar eru á því hvers vegna útlendingar hafa fjár- fest jafnlítið hér á landi og raun ber vitni. Bæði er þar um að ræða óhag- stæð ytri skilyrði, hömlur hér innan- lands, smæð markaðarins, fjarlægð frá mörkuðum o.sv.frv. Verðlækk- anir á álmörkuðum heimsins urðu þess valdandi að erlend álfyrirtæki hurfu frá því að reisa hér nýtt ál- ver. Þá þarf vart að taka fram að stór hluti atvinnulífsins er lokaður fyrir erlendum fjárfestingum, þ.e. sjávarútvegur og orkubúskapur landsmanna. Ekki hefur að jafnaði verið eftir miklu að slægjast í öðrum atvinnu- greinum og erlend fyrirtæki oft hrökklast frá landinu eftir mikið tap. Nægir þar að benda á reynslu þeirra af þátttöku í fiskeldi. í þjón- ustugeiranum hefur sænska vá- tryggingarfélagið Skandia haslað sér völl en ekkert borið úr býtum enn sem komið er. Um tíma voru bundnar vonir við áform kanadíska olíufélagsins Ir- ving Oil um að ráðast ífjárfestingar hér á landi, en þau náðu ekki fram ganga. Augljóst er að væntanleg arðsemi af þeirri fjárfestingu hefur ekki uppfyllt kröfur fyrirtækisins. Síðast en ekki síst eru ónefndar þær ástæður fyrir lítilli erlendri fjár- festingu að nokkuð hefur skort á aðgengilegar upplýsingar fyrir er- lenda fjárfesta. Nokkur bót var ráð- in á því þegar sérstakri fjárfesting- arskrifstofu var komið á fót. En burtséð frá þessu virðast nú ýmis teikn vera á lofti um að áhugi erlendra aðila á fjárfestingum hér á landi sé heldur að aukast. Banda- rískur banki hefur keypt sig inn í íslenska útvarpsfélagið og annað bandarískt fyrirtæki keypti nýverið hlut ríkisins í Þörungavinnslunni. Þá hafa aðrir þarlendir aðilar sýnt áhuga á saltframleiðslu á Reykja- nesi og hugmyndir eru uppi um erlenda fjárfestingu í magnesíum- framleiðsíu, pappírsframleiðslu eða jafnvel sementsframleiðslu. Þá á enn eftir að skýrast hvar Columbia Aluminium muni staðsetja nýtt ál- ver fyrirtækisins, en sem kunnugt er stendur valið á milli íslands og Venezúela. Það yrði vissulega kær- komin búbót í kjölfar stækkunar ÍSAL ef eitthvað af þessum hug- myndum yrðu að veruleika því er- lenda fjárfestingu sárvantar í efna- hagslífið. KB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.