Morgunblaðið - 30.05.1996, Side 1

Morgunblaðið - 30.05.1996, Side 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA nrfliiwMa&Ífo 1996 FRJALSIÞROTTIR FIMMTUDAGUR 30. MAI BLAD Ennmet hjá Völu VALA Flosadóttir, frjálsíþrótta- kona úr ÍR, keppti í gær í stang- arstökki á alþjóðlegu móti í Brat- islava í Slóvakíu og gerði sér lítið fyrir og setti glæsilegt íslandsmet utanhúss er hún stökk yfir 4,06 metra og er árangur hennar einn- ig Norðurlandamet. Vala varð í öðru sæti en þýska stúlkan Nastya Ryshich sigraði með því að vippa sér yfir 4,12 metra og setti hún þar með heimsmet unglinga, en hún er 19 ára. Hún fór naumlega yfir fjóra metra í þriðju tilraun, þurfti einnig þijár tilraunir til að komast yfír 2,06 en fór yfír 2,12 í fyrstu tilraun. „Hún kom sér þó yfír,“ sagði Vala þegar Morgun- blaðið ræddi við hana í gærkvöldi eftir keppnina. Vala sagðist vera mjög ánægð með árangurinn. „Þetta var miklu betra en ég átti í raun von á því það er búið að vera svo leiðinlegt veður í Svíþjóð, rigning, rok og kuldi, þannig að það hefur lítið verið hægt að æfa. Ég er því mjög ánægð með árangurinn," sagði Vala, en hún átti gamla ís- lands- og Norðurlandametið, 3,81 sem hún setti 18. ágúst í fyrra á Reykjavíkurleikunum á Laugar- dalsvelli. „Þetta er fyrsta mótið sem ég tek þátt í síðan á Evrópumeistara- mótinu í Stokkhólmi í mars og héðan liggur leiðin til Tékklands þar sem ég keppi í Ostrava á föstudaginn. Þegar því er lokið fer ég aftur til Svíþjóðar til að útskrif- ast, ég er að verða stúdent, og svo verður nóg að gera í sumar.“ Vala var langt frá því að kom- ast yfír 2,12 í fyrstu tveimur til- raununum, en í þeirri þriðju mun- aði ekki miklu. „Ég felldi ránna með fótunum á uppleið, en hefði trúlega annars skriðið yfír,“ sagði hún. Hún sagðist hafa farið mjög varlega í sakirnar þar sem þetta var hennar fyrsta mót. „Ég byij- aði í 3,50 og fikraði mig síðan áfram. Ég tók ekki neina áhættu, vildi hafa þetta allt á hreinu.“ Vala sagðist hafa nóg að gera í sumar, það væru mót út um allt, en stangarstökkið væri ekki ennþá orðið gjaldgengt á stigamótum AJþjóða fijálsíþróttasambandsins. „Ég keppi meðal annars í Frakk- landi, á Spáni og á Ítalíu í sum- ar. Það er boðið á þessi mót og allt borgað fyrir mann auk þess sem ég fæ einhvem pening líka,“ sagði Evrópumeistarinn innan- húss, Vala Flosadóttir. VALA Flosadóttir settl glœsllegt Islands- og Norðurlandamet í stangarstökki í gærkvöldl, stökk 4,06 metra. Vala hefur ekki ke ipt síðan hún varð Evrópoumelstari Innanhúss í mars. Þjóðverjar mis- notuðu tvær vítaspyrnur ÞJÓÐVERJAR misnotuðu tvær vítaspyrnur í fyrri hálfleikerþeirgerðujanftefli 1:1 við N-íra í vin- áttulandsleik í Belfast í gær. Það var Jiirgen Klins- mann sem misnotaði fyrri spyrnuna strax á fjórðu mínútu er hann skaut yfir, en spyrmma fékk-hann eftir að Steve Lomas hafði brotið á honum. Á 33. mínútu var það Andreas Möller sem skaut einnig yfir úr vítaspyrnu sem Mehmet Scholl hafði feng- ið. Fyrsta mark leiksins kom ekki fyrr en á 79. minútu er varamaðurinn George O’Boyle sem kom heimamönnum yfir örfáum mínútum eftir að hann hafði komið inn á fyrir Keith Gillespie. Markið vakti Þjóðverja af værum blundi og einni mínútu síðar jafnaði Scholl eftir að Möller hafði opnað vörnlrauppágáttogþarviðsat. Frakkarsigr- uðu í 21. leik sínum í röð er þeir tóku á móti Finnum í Strassborg í gær - lokatölur 2:0. Þeir glöddu stuðnings- menn sína með því að leika ákafa sóknarknattspymu í þessum fyrsta upphitunarleik sínum fyrir Evrópukeppnina í Englandi í næsta mánuði og stjörauleikmaður Ajax, Jari Litmanen, hafði iitið fyrir stafni í framlinu Finna í fyrri hálfleik. Samt stillti Aime Jacquet þjálfari Frakka ekki upp sínu sterkasta liði. Mörkin skoraði franska lið- ið á þriggja minútna kafla f fyrri hálfleik og voru þar að verki Patrice Loko og Reynald Pedros. Finnar reyndu að klóra í bakkann í siðari hálf- leik og fengu eitt gott færi en markvörður Frakka varði vel skot frá Litmanen. Portúgalir mörðu sigur á írum i landsleik i Dublin i gærkvöldi með sigurmarki á síðustu andartökum leiksins Boksic til Juventus KRÓATINN Alen Boksic hef- ur ákveðið að færa sig um set á Ítalíu, fara frá Lazíó og gerast leikmaður með Evr- ópumeisturum Juventus. Blöð á Ítalíu sögðu frá því í gær að hann væri búinn að skrifa undir þriggja ára samning. Boksic er 26 ára - Iykilmaður í landsliði Króatíu, sem tekur þátt í EM í Englandi. Hann á að fá það hlutverk hjá Juvent- us að stjórna leik liðsins á miðjunni og skapa tækifæri fyrir aðra leikmenn að ráðast til atlögu. Boksic varð þekktur þegar hann gerðist leikmaður með franska liðinu Marseille og skoraði 23 mörk keppnis- timabilið 1992-93. Eftir það fór hann til Ítalíu og gerðist Ieikmaður Lazíó. Öll áfram ástyrk KNATTSPYRNA Samloka kostaði EM-sæti ÍSLENDING ARNIR fjórir, sem verið hafa á styrk þjá Ólympíusamhjálpinni, verða á styrk fram til 1. ágúst, en styrkveitinugum átti að hætta 30. júní. Þau sem fá styrkinn fram til 1. ágúst eru Martha Ernstdóttir, Pétur Guð- mundsson, Sigurður Einars- son og Vésteinn Hafsteinsson. HÚN var dýrkeypt samlokan sem Króatinn Ivica Mornar, sóknarleik- maður hjá Frankfurt, fékk sér að borða - hún kostaði hann sæti í 22 manna landsliðshópi Króatíu, sem hefur verið valinn fyrir EM í Englandi. Komið var að Mornar á barnum á hótelinu sem landsliðs- hópur Króatíu hefur búið á í Porec kl. þijú í fyrrinótt. Miroslav Blazevic, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með þetta agabrot - valdi hann ekki sem varamann fyrir sóknarleikmennina Davor Suker og Alen Boksic, eins og fyrirhugað var. Sterkur landsliðs- hópur Króatíu er þannig skipaður: Drazen Ladic (Croatia), Tonci Gabric (Hajduk) og Marijan Mrmic (Varteks), markverðir: Varnar- menn: Robert Jarni (Real Betis, Spáni), Nikola Jerkan (Real Ovi- edo, Spáni), Igor Stimac (Derby, Englandi), Slaven Bilic (West Ham, Englandi), Dubravko Pavlicic (Hercules, Spáni), Nikola Jurcevic (Freiburg, Þýskalandi), Elvis Brajkovic (1860 Munchen, Þýskalandi), Dario Simic (Croat- ia), Zvonimir Soldo (Croatia). Mið- vallarspilarar eru Zvonimir Boban (AC Milan, Ítalíu), Robert Pros- inecki (Barcelona, Spáni), Aljosa Asanovic (Hajduk), Mladen Mlad- enovic (Salzburg, Austurríki), Mario Stanic (FC Brugge, Belgíu). Sóknarleikmenn: Davor Suker (Real Madrid, Spáni), Alen Boksic (Lazíó, Ítalíu), Goran Vlaovic (Padova, Ítalíu), Igor Cvitanovic (Croatia), Igor Pamic (Osijek). Þess má geta að Berti Vogts, landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur spáð Króatíu góðu gengi í EM. KNATTSPYRNA: SKALLAGRÍMUR MED FULLT HÚS STIGA í 2. DEILD / C4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.