Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 3
+ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR30.MAÍ1996 C 3 IÞROTTIR KNATTSPYRNA KORFUKNATTLEIKUR Landsleikur- inn á laugar- dagskvöld! LANDSLEIKUR íslands og Makedóníu fer fram á Laugardalsvelli á laugar- dagskvöld kl. 19.00. Upphaflega var gert ráð fyrir að Ieikurinn hæfist kl. 20.00, en að ósk Makedóníumanna var hann færður fram til kl. 19.00. Leiknum verður sjónvarpað beint til Makedóníu. Fyrr um daginn, eða kl. 14.00, fer fram leikur þjóðanna 21s árs og yngri á Kaplakrikavelli og er leikurinn liður í Evrópukeppninni. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sagði spennandi að sjá hvernig þessi Ieiktimi kæmi út. „ Við höf um ekki áður spilað landsleik á laug- ardagskvöldi og því verður spennandi að sjá hvernig sá timi hentar til lands- leikja." Oll hótel voru fullbókuð LANDSLIÐ Makedóniu, sem leikur gegn íslendingum í undankeppni HM á Laugardalsvelli á laugardaginn, keinur til landsins með leiguflugvél frá M ake- dóníu i dag. Liðið gistir á Flug-Hóteiinu t Keflavík fram & laugardagskvóld. Ekki fékkst gisting í Rcy kjavík fyrir Hðið, þar sem Makedóniumenn hbfðu ekki pantað hótel tímanlega. Þegar þeir sendu inn pSntun öll hótel fullbók- uð vegna ráðstefnur í borginni þessa daga. 50 stuðningsmenn koma með lið- 'nii hingað. Forsala hafin FORS ALA aðgöngumiða á landsleik Islands og Makedóníu er hafin og fer fram á bensíttstöðvum Esso í dag og morgun. Safnkorthafar Esso fá 300 króna afslátt af stúkumiða, 200 kr. af stæðismiða og 100 kr. af barnamiða. Miðaverð i stúku er 1.800 krónur, 1.000 kr. í stæði og 500 krónur fyrir börn 10-16 ára. Morgunblaðið/Kristinn HLYIMUR Stefánsson á landsliðsæfingu í gærkvöldi og iengst til hægri má sjá fyrrum félaga hans hjá Orebro, Arnór Guð- johnsen, en Hlynur leikur nú meö ÍBV. Þrírnýliðar bætastíhóp- inn gegn Kýpur Islenska landsliðið í knattspyrnu leikur vináttuleik gegn Kýpur á Akranesi næsta miðvikudag. Fyrr um daginn leikur 21 árs liðið æfingaleik við ÍA. Sex landsliðsmenn, sem leika gegn Makedóníu á laugardag, eiga ekki heimangengt í leikinn á Akra- nesi. Það eru Arnór Guðjohnsen, Sigurður Jónsson og Rúnar Krist- insson, sem eru að leika með liðum sínum í Svíþjóð á sama tíma. Sömu sögu er að segja af Birki Kristins- syni og Ágústi Gylfasyni, sem leika með Brann í Noregi. Þá getur Bjarki Gunnlaugsson ekki leikið. Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari, hefur valið sex leikmenn í þeirra stað fyrir leikinn gegn Kýpur og hafa þrír þeirra ekki leikið A- landsleik. Þeir eru Þórður Þórðar- son, ÍA, Hermann Hreiðarsson, ÍBV, og Sverrir Sverrisson, Leiftri. Hinir þrír hafa áður leikið lands- leik, en þeir eru Ólafur H. Krist- jánsson, KR, Alexander Högna- son, ÍA, og Helgi Sigurðsson, Stuttgart. Weah að púsla saman landsliði Knattspyrnumaður ársins í Evr- ópu, Líberíumaðurinn Ge- orge Weah, vinnur nú hörðum höndum að því að smala saman landsliði heimalands síns en mikið rót hefur komið á það sökum borgarastyrjaldar í landinu. Líber- ía á að leika á laugardaginn fyrsta leik sinn í undankeppni HM gegn Gambíu á útivelli. Weah er nú í höfuðborg Fílbeinstrandarinnar Utah heldur enn í vonina Utah Jazz sigraði Seattle Super- Sonics í framlengdum leik .á útivelli, 98:95, í úrslitum Vestur- deildarinnar í fyrrinótt. Jazz náði því að minnka muninn í 3:2 og fær næsta leik heima. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki mætir Chicago Bulls í úrslitum um meistaratitilinn. Karl Malone var hetja Utah, gerði 29 stig og tók auk þess 15 fráköst. Hornacek kom næstur með 27 stig og þar af fjórar þriggja stiga körfur úr fimm tilraunum. „Við vorum að berjast fyrir lífí okkar og það var enginn sem vann þennan leik fyrir okkur nema við sjálfir," sagði Mal- one. „Við gerðum það sem við ætluð- um okkur — að fá annan heimaleik. Ég er þess fullviss að við náum að spila okkar besta leik heima og eigum því eftir að koma aftur til Seattle í sjöunda leikinn." Þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma hafði Utah yfír, 90:85. Gary Payton setti niður þriggja stiga skot fyrir Seattle og Shawn Kemp jafnaði, 90:90, þeg- ar 28 sekúndur voru eftir. Kemp náði síðan að verja skot frá Malone þegar 4,2 sekúndur voru eftir og tryggði Seattle framlengingu. Anto- ine Carr gerði fyrstu körfuna í fram- lengingunni fyrir Utah, 92:90. Pay- ton skoraði þriggja stiga körfu, 92:93. Hornacek lék sama leikinn fyrir Utah, 95:93 og Payton jafnaði, 95:95, þegar 2,48 mín. voru eftir. Bryon Russell hitti ekki úr þriggja stiga skoti, en Stockton náði frákast- inu og fékk vítaskot eftir að Kemp hafði brotið á honum. Stockton hitti úr báðum vítaskotunum og kom Utah í 97:95 og Hornacek skoraði síðan síðasta stigið í leiknum fyrir Utah af vítalínunni, 98:95. Gary Payton, sem lék síðustu 11 mínúturnar með fimm villur, var stigahæstur í liði Seattle með 31 stig og er það besti árangur hans í FOLK ¦ DAVE Cowens, fyrrverandi leikmaður með Boston Celtic, hef- ur verið ráðinn þjálfari Charlotte Horentes í NBA-deildinni í körfu- knattleik. Cowens var aðstoðar- þjálfari hjá San Atnonio Spurs síðasta keppnistímabil. ¦ RICK P/tino, þjálfari Kentucky háskólans, hefur verið boðið að þjálfa New Jersey Nets. Pitino þykir einn besti körfuboltaþjálfari Bandaríkjanna. Nets bauð honum fimm milljónir dollara fyrir fímm ára samning, en hann neitaði. Síðan bauð félagið enn betur því honum var boðið að gerast meðeigandi í félaginu. Pitino hefur ekki viljað gefa út neinar yfirlýsingar en búast má við að hann taki tilboðinu. úrslitakeppni. Shawn Kemp kom næstur með 24 stig og 13 fráköst. < „Við vorum of bráðir í lokin," sagði Payton. „Ég veit ekki hvers vegna, en þetta er það sem gerist stundum. Þetta tap gerir okkur aðeins erfíðara fyrir en herðir okkur um leið." „Við eigum möguleika á að kom- ast í úrslit, en erum langt frá því að vera komnir þangað," sagði Jerry Sloan, þjálfari Utah. „Heppnin var með okkur í þessum leik." ÚRSLIT Frjálsíþróttir Alþjóðlegt mót í Bratislava KARLAR: Langstökk: Jaime Jefferson (Kúbu)........................8,30 Nelson Ferreira (Brasiliu)....................8,19 Erik Nijs (Belgíu).................................7,79 Hástökk: RobertLeitl(Slóvakíu).........................2,21 RobertRuffini(Slóvakíu).....................2,21 Tomas Ort (Tékklandi)........................2,18 200 metra hlaup: Patrick Stevens (Belgiu)....................20,38 Ramon Clay (Bandar.).......................20,50 Troy Douglas (Bermúda)...................20,70 100 metra hlaup: Darren Campbell (Bretlandi).............10,17 Donovan Powell (Jamaika)................10,20 Terrance Bowen (Bandar.)................10,24 400 metra grindahlaup: Samuel Matete (Zambía)...................48,65 Derrick Adkins (Bandar.)..................49,00 Dusan Kovacs (Ungverjal.)................49,40 Kúluvarp: Aleksandr Bagach (Úkrainu).............20,64 Sven Buder (Þýskalandi)...................20,42 Paolo Dal Soglio (ítalíu).....................20,22 . 110 metra grindahlaup: TonyJarrett(Bretlandi).....................13,24 ColinJackson(Bretlandi)...................13,27 IgorKovac(Slóvakíu)........................13,36 3.000 hindrunarhlaup: Christopher Koskei (Kenýa)............8.17,70 Wilson Kipketer (Danmörku)..........8.19,46 Johnstone Kipkoech (Kenýa)..........8.23,10 KONUR: Stangarstökk: Nastya Ryshich (Þýskalandi)...............4,12 Vala Flosadóttir (íslandi)..................4,06 Eszter Szemeredi (Ungverjalandi).......4,06 Þrístökk: Sarka Kasparkova (Tékklandi)..........14,41 Ashia Hansen (Bretlandi)..................14,21 Yelena Blazavica (Lettlandi)..............14,06 100 metra hlaup: Mary Onyali (Nígeríu)........................11,13 Eldece Clarke (Bahamas)..................11,44 Marcia Richardson (Bretlandi)...........11,47 400 metra hlaup: Juliet Campbell (Jamaiku).................51,37 Tatyana Chebykina (Rússlandi).........51,66 Olabisi Afolabi (Nígeríu)....................51,70 Spjótkast: Okasana Ovchinnikova (Rússlandi) ..62,.02 NikolaTomekova(Tékklandi)............61,94 SoniaVicet(Kúbu)............................61,74 Hástökk: Stefka Kostadinova (Búlgaríu)............1,98 AlicaJavat(Slóvakíu)..........................1,95 Donata Wawrzyniak (Póllandi)............1,92 Leiðrétting í grein um árangur íslenska sundfólksins á mótinu í Mónakó í blaðinu í gær var ekki rétt farið með tíma nokkurra keppenda. Magnús Konráðsson synti 100 m bringu- sund á 1.06,39 mín. Eydís Konráðsdóttir synti 100 m flugsund á 1.03,66 mín., Logi Jes Kristjánsson synti 200 m baksund á 2.07,85 mín., Elín Sigurðardóttir synti 100» skriðsund á 1.00,07 mfn. og Arnar Freyr Ólafsson synti 400 m skriðsund á 4.10,1 mfn. og 200 m skriðsund á 1.55,51 mfn. við að púsla saman liði fyrir leik- inn og eru níu knattspyrnumenn frá heimalandinu nýkomnir til liðs við hann eftir erfitt ferðlag frá Líberíu. Weah er einnig að vinna að því að fá leikstað annars leiks Líberíu breytt en þeir eiga að taka á móti liðsmönnum Monróvíu á heimavelli 15. júní. Vill Weah gjarnan fá þann leik fluttan á hlut- lausan leikvöll. Golf Opið lamiglin^amót; í Leirunni laugardaginn 1. júní (Ath. breyting frá dagsetmngu í kappleikjaskrá) Pepsí cola verðlaunaveisla Ræst út kl. 7.00 til kl. 12.30 Fyrirkomulag: Flokkar. Aukaverðlaun: Næst holu á öllum par 3 holum/fæst pútt og fl. Utdráttur í mótslok. Skráning hafin í síma 421 4100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.