Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 KSI MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING ISLAND 1^3 MAKEDÓNÍA Mætum til aó skemmta okkur - og eiga saman ánægjulegt laugardagskvöld á Laugardalsvellinum," segirGuðni Bergsson, fyririiði landsliðsins „ÞAÐ er alltaf mjög skemmtilegt að mæta á Laugardalsvöllinn til að leika fyrir hönd íslands, sér- staklega þegar maður finn- ur að stemmningin er góð I hjá leikmönnum og knatt- spyrnuunnendum. Það er alltaf góð tilfinning að leika á heimavelli og ekki skemmir það ef okkur tekst vel upp í leikjum og fögnum sigri,“ sagði Guðni Bergs- son, fyrirliði landsliðsins, sem mætir Makedóníu- mönnum. „í gegnum tíðina hefur samstaðan verið mjög góð hjá strákunum ílandsliðinu Áhorfendur hafa stutt vel við bakið á okkur þegar vel gengur, einnig á stundum þegar blásið hefur á móti. Það er alltaf skemmtilegt þegar allir eru í góðri stemmningu, bæði leik- menn og áhorfendur. Við leikmennirnir erum ákveðnir að skemmta okkur og vonum að áhorfendur geri það einnig er við mæt- um Makedóníumönnum. Við munum leggja okkur alla fram og þá er ég viss um að áhorfendur verða með á nótunum. Það verða allir að vera ákveðnir í að eiga gott og skemmtilegt laugardags- kvöld á Laugardalsvellin- um,“ sagði Guðni Bergsson. I i- f I 3 í ll k t Hvar Sjóvá-Almennar eru fyrsta tryggingafélagið sem hefur lækkað tryggingakostnað heimilanna með afslætti og endurgreiðslu á hluta iðgjalda. J Ræddu við tryggingaráðgjafa okkar í Kringlunni 5, næsta umboðsmann eða leitaðu álits hjá viðskiptavinum sem þekkja Stofn af eigin raun. SJOVA DÍIlj ALM E N N AR Þú tryggir ekki eftir á! ggg Markverðir: Birkir Kristinsson, Brann.......42 Kristján Finnbogason, KR........ 8 Aðrir leikmenn: Guðni Bergsson, Bolton..........66 Ólafur Þórðarson, í A...........65 Arnór Guðjohnsen, Örebro........65 Rúnar Kristinsson, Örgryte......52 Sigurður Jónsson, Örebro........42 Arnar Grétarsson, Breiðabliki..31 Hlynur Stefánsson, ÍBV..........23 Bjarki Gunnlaugss., Mannheim....17 Ólafur Adolfsson, IA............13 Þórður Guðjónsson, Bochum....... 6 Ágúst Gylfason, Brann........... 4 Guðmundur Benediktsson, KR.... 4 Hilmar Björnsson, KR............ 2 Lárus Orri Sigurðsson, Stoke.... 3 Liðsstjórn: Logi Olafsson, þjálfari Gústaf A. Bjömsson, aðst.þjálfari Siguijón Sigurðsson, læknir Gunnar Sverrisson, sjúkraþjálfari Diðrik Ólafsson, liðsstjóri Leikíðgegn Kýpurá Akranesi ANNAR landsleikur verður mið- vikudaginn 5. júní á Akranesi. Þá verða Kýpurbúar mótheijar ís- lands kl. 20. Sex breytingar verða gerðar á landsliðshópnum eftir leikinn gegn Makedóníu, þar sem Birkir Kristinsson, Ágúst Gylfa- son, Rúnar Kristinsson, Sigurður Jónsson, Arnór Guðjohnsen og Bjarki Gunnlaugsson geta ekki leikið gegn Kýpur. Þeir sem taka stöðu þeirra eru Þórður Þórðarson, IA, markvörður, og Sverrir Sverr- isson, Leiftri, sem eru nýliðar, Alexander Högnason, ÍA, Her- mann Hreiðarsson, ÍBV, Ólafur H. Kristjánsson, KR og Helgi Sig- urðsson, Stuttgart. 21 árs liðið í Kaplaknka LANDSLIÐIÐ skipað leikmönnum undir 21 árs aldri, undir stjórn Atla Eðvaldssonar, leikur sinn fyrsta leik í Evrópukeppni 21 árs landsliða gegn Makedóníu í á laug- ardag. Leikurinn fer fram á Kapla- krikavellinum í Hafnarfirði kl. 14. Miklar breytingar hafa orðið á lið- inu frá síðustu keppni og verður skemmtilegt að sjá ungu strákana spreyta sig. Knattspyrnuunnendur ættu að fjölmenna á völlinn til að styðja við bakið á strákunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.