Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 1
 FOSTUDAGUR 31. MAI 1996 BLAÐ C ¦IRSK KRAARSTEMMNING/2MEIÐARLEGUR SENPILL/3BSNAGAR/4 ¦KÓRINNSEMSYNGUROGLÍKNAR/5 GÆLUDÝRÁANNARRAMANNA LÓÐUM/6BHEILANUM HALDIÐ í FORMI/6 FRUMLEGAR FLÍKUR/8 ••¦''-"¦ i Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson Björg ásamt undirleikara sínum og söngþjálfara, Guðrúnu Önnu Kristínsdóttur. Úr hjúkrun í söngnám Berar tær skyggnast út úr sandölum í birtu og súrefni BJÖRG Þórhallsdóttir, sem er hjúkrunarfræðingur að mennt og lektor við Háskólann á Akur- eyri, ætlar að snúa við blaðinu og hefja söngnám í The Royal Northern College ofMusic í Manchester, sem sagður er einn af hremur virtustu tónlistar- háskólum í Bretlandi. 4 SKAMMDEGIÐ er löngu liðið á Is- landi en skammdegi tánna virðist engin takmörk sett. Þær hírast ennþá kramdar inni í sokkum og misgóðum lokuðum skóm og þrá súrefni og bjart- ari daga sumarsins og hefðu þær munn heyrðist hrópað í myrkrinu: „Hleypið okkur út!" Berar tær sem gægjast út úr sand- ölum er öruggt merki um að sumarið sé komið. Tærnar iða í skinninu eftir að hafa búið í svarta myrkri allan lið- langan veturinn, og vilja skoða heim- inn með eigin augum. Aftur á móti er ekki nóg að rífa af sér skítuga sokkana og spenna á sig sandala, því tærnar líta örugglega ekki vel út eft- ir veturinn. Fótabað er ágæt byrjun, skrúbba tærnar síðan, bera krem á, klippa neglurnar og jafnvel lakka þær í skrautlegum litum á góðum stund- um. Halldóra Steingrimsdóttir, „^ Snyrtistofu Halldóru, segir tærn- \ ar fegnar frelsinu á sumrin og \ vonar að sem flestir leggi > \ sokkunum og leyfí tánum að V anda að sér heilnæmu súr- efninu. » „Tærnar búa við raka í ' lokuðum skóm við 40 stiga <& hita og eru hreinlega soðn- ar," segir hún. „Og í stað þess að neglurnar vaxi eðlilega fram á við, bætast við frumulög ofan á þeim. Við þurfum stundum að þynna táneglurnar til að tærnar geti fengið súrefni." Halldóra ráð leggur fólki fara vel með tærnar á sér til að forðast tásveppi sem lifa góðu lífi, á soðnum tám. „Best er að venja sig á að vera sokka- laus heima hjá sér í góðum sandöl- um," segir hún. „Tærnar þurfa birtu til að ná sér á strik." „Núningur í þröngum skóm getur líka skapað sigg og líkþorn," bætir hún við. „Góðir sandalar eru með stíf- an sóla en samt mjúkir undir il." Hún segir opna skó sem auðvelt er að beygja í miðju ekki nógu góða, betri eru þeir sem bogna við tábergið og eru hærri að aftan. Nú er bara að fara varlega úr sokkunum og skoða tærnar. Ef neglurnar eru gular og þykkar hefur tásveppurinn unnið sitt verk. Einnig ef táhúðin er flagnandi. Sokkar úr gerviefni hleypa ekki miklu súrefni að vesalings tánum og ef nauðsynlegt þykir að hylja tærnar eru þunnir bómull- arsokkar betri kostur. Tilboð í 11*11 Lausfryst ýsuflök 299 kr./kg. ?j^ Sprite 2 lítrar 139 kr. Maarud flögur salt/pipar 250 gr. 199 kr. Nýtt ferskur kjúklingur á grillið Nægtarborð af nýju grænmeti og ávöxtum. Álfaskeiði • Eddufelli • Grensásvegi • Rofabæ • Þverbrekku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.