Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Morgunblaðið/Jón Svavarsson BENEDIKT Signrðsson, Ragnar Árni Ragnarsson, Sváfnir Sigurðarson, Hlynur Guðjónsson og Arnar Halldórsson. Hljómsveitarferð með indverskri speki og írskri kráarstemmningu Morgunblaðið/Pétur Blöndal HLJÓMSVEITIN Kol heldur óvænta útitónleika í garðinum á Hallandisnesi. EKKI lofar byijunin góðu. Þeg- ar komið er upp í Bíldshöfða hristir leigubílstjórinn höfuð- ið og segir: „Þið komist aldrei á þess- um skijóði norður í land.“ Blaðamað- urinn lítur upp úr hugsunum sínum og sér fjólubláa rútu af gerðinni Mercedes Benz, sem komin er vel til ára sinna. Við rútuna standa nokkrir strákar á aldur við hann sem eru í óða önn að hlaða bílinn af ferðatösk- um og hljóðfærum, - allt frá stærð- ar hátalaraboxum niður í mandolín. Leigubílstjórinn hristir höfuðið aftur um leið og hann horfir á eftir blaðamanninum. Hann hefur fengið pata af því hvaða verkefni bíður þessa strákpjakks, sem er svona vit- laus. Rútan er nefnilega leigð undir hljómsveitina Kol, sem er að leggja af stað í tónleikaferð um landið. Ekki með það að markmiði að leggja heiminn að fótum sér heldur til að fá tækifæri til að spila og uppskera jafnvel smáaura fyrir útlögðum kostnaði og fyrirhöfn. Það er þó ekk- ert höfuðatriði. Túrinn hefst á Bíldshöfða og er förinni heitið til Sauðárkróks, Akur- eyrar, Húsavíkur og Grundarfjarðar. í Mosfellsbæ gluggar blaðamaðurinn í grein um „grúví“ fráskilið fólk, - forvitnileg lesning. Hann sefur af sér Norðurárdal og Holtavörðuheiði ásamt fleiri hljómsveitarmeðlimum, en vaknar við lagið „Ljúfa Anna“ í Hrútarfirði. Eru nú sungin lög yfir Vatnsskarð alveg til Víðigerðis. Þá er Arnar bassaleikari stoppaður af þegar hann ætlar að syngja „Ljúfa Anna“ þriðja sinni. Rennt er í hlað við Kaffí krók á Sauðárkróki klukkan tíu um kvöldið og fljótlega verður ljóst að ekki vinnst neinn stórsigur um nóttina. Bæði vegna þess að þetta eru fyrstu tónleikar Kola á Sauðárkróki og einnig vegna þess að hljómsveit heimamanna, Herramenn, treður upp á Hótel Mælifelli. Það er gegnt Kaffí krók og heldur ójafn leikur. Það myndast þó prýðis stemmning á Kaffi krók. Stefán Gíslason, kór- stjóri Karlakórsins Heimis, er meðal gesta. Hann segir blaðamanni, sem hefur ekki hundsvit á tónlist, að Kol séu mikið gítarband, en þeir jafnist Hvemig er í tónleika- ferð með óþekktrí hljómsveit sem er að koma sér á framfæri? Pétur Blöndal slóst í för með hljómsveit- inni Kolum og dregur upp mynd af stemmningunni. ekki á við Friðryk sem rokkband, enda hafi Pálmi Gunnarsson verið þar í broddi fylkingar. „Það er held- ur írskari bragur á sveitinni," segir hann. Um nóttina liggur leiðin heim til hjónanna Maríu Bjarkar Ingvadóttur og Omars Braga Stefánssonar, sem eru eigendur Kaffi króks. Þau leggja hljómsveitinni til svefnaðstöðu. Allur hópurinn sefur í einu herbergi, sem ber þess merki að á heimilinu eru ungir drengir sem eru áhugasamir um fótbolta og halda með Manchest- er United. Verður fylgismönnum Liv- erpool í sveitinni heldur órótt um svefn um nóttina. Um morguninn þiggur hópurinn Cheerios hjá hús- móðurinni áður en förinni er haldið áfram til höfuðstaðar Norðurlands - Akureyrar. Það er sumardagurinn fyrsti, sannkallaður blíðviðrisdagur, þegar komið er til Akureyrar. Hljóðfærun- um er hent inn á Góða dátann, þar sem Kol eiga að leika um kvöldið. Svo er förinni heitið á Hallandisnes, sem er hinum megin í Eyjafirði. Þar hefur hljómsveitin leigt bústað. Dag- urinn líður svo við matargerð, golf og taflmennsku. Einnig vinna hljóm- sveitarmeðlimir að gerð myndar úr ferðinni, en þar sem söguþráðurinn er óskiljanlegur er látið hjá líða að gera henni skil. Á Góða dátanum lítur út fyrir að sagan ætli að endurtaka sig frá kvöldinu áður, enda alla jafna heldur dauflegt um að litast á Akureyri á fimmtudagskvöldum. Hljómsveitin gerir þó sitt besta. Gott dæmi um það er að Sváfnir gerir sér ferð út í salinn að ná í stól. „Ég ætla að ræða við ykkur um indverska heim- speki,“ segir hann og sest niður. Það kemur stutt þögn. Gestunum líður svo betur þegar hann heldur áfram: „Nei, ég spila bara á mandólín - ég held ég geri það betur.“ „Og þó ger- irðu það ekki vel,“ segir Benedikt gítarleikari og hlær. Þannig halda samræðumar áfram þangað til þeir leika „instrumental“ írskt lag, sem blaðamanni fínnst þeir mættu gera meira af. Enda mikill áhugamaður um írska kráarstemmn- ingu. Eins og til að svara óskum blaða- manns taka þeir annað lag... og svo annað... og allt í einu skilur blaðamaðurinn af hveiju Stefán kórstjóri sagði að írskur bragur Hljómsveitin Koi er þriggja óro og 4/5 sveitorinnor eru úr Kópo- vogi. Textohöfundur og sjötti með- limur Kolo er Guðjón Snorri Björgvinsson. væri a sveit- inni. Það rætist svo skemmti- lega úr kvöld- inu þegar Leik- listarfélag Menntaskólans á Akureyri mætir á svæðið eftir lokasýningu á Fríðu og dýrinu, sem gekk fyrir metaðsókn. Þetta er svo líflegur leik- hópur að blaðamaður er ekki frá því að veggirnir breyti um lit og bros færist yfir málverkin. Þegar einu laginu lýkur er Hadda Heiðarsdóttir klöppuð upp á svið og syngur Borg mín borg með miklum tilþrifum. Óhætt er að segja að góða álfkonan og hirðfíflið í leikritinu falli vel í kramið hjá áheyrendum. Að lokum tvístrast leikhópurinn út í nóttina, en fjólublár Benz kveður Akur- eyri og leggur af stað yfir Eyjafjörðinn. Blaðamaður leggur af stað til fundar við hljómsveitina síðla föstudags og er Stefán Þ. Þorláksson, fyrrum mennta- skólakennari og mikill áhugamaður um íslenska náttúru, með í för. Þegar kemur á Hallandisnes heyrist tónlist handan homsins og finnst blaða- manni útvarpið heldur hátt stillt. Þeg- ar hann lítur fyrir hornið kemur hins vegar í ljós að þar er hljómsveitin Kol að spila í garðinum. Brúnin lyft- ist á blaðamanninum, en Stefán lítur áhyggjufullur upp í tré sem stendur við húsið, uggandi um að þetta hafi óheillavænleg áhrif á fuglalíf staðar- ins. Um kvöldið er komið til Húsavíkur þar sem fyrirhug- aðir eru tón- leikar á Hlöðu- felli. Snemma verður ljóst að staðurinn muni fyllast, m.a. vegna þess að bandarískt flutningaskip liggur við bryggju. Rífandi stemmn- ing næst á staðnum og Stefán Bjarnason umboðsmaður getur ekki annað en brosað, sem hann hefur varla leyft sér fyrr í ferðinni, þar sem hann situr keikur við innganginn og rukkar gesti um aðgangseyri. Á svið- inu er hljómsveitin í essinu og tekur sér vart hvíld um kvöldið. Ekki frek- ar en trumbuslagarar á rómverskri galeiðu. Síðar um nóttina kveður blaða- maðurinn hljómsveitina. Hans bíða önnur verkefni á Akureyri en fjólu- blá galeiðan lætur úr höfn morgun- inn eftir og er ferðinni heitið til Grundarfjarðar. ■ Kol gúfu út geisladiskinn Klæöskeri keisuruns úrið 1994. Hljóm- sveitin haföi þú spilaö einu sinni opinber- legn. Ljóðskáldin í betra jafnvægi en rithöfundar og leikskáld POE. SKALD eru bijáluð,“ skrifaði Robert Burton á 17. öldinni, og hafa marg- ir tekið undir þau orð. Hinsvegar hefur Pelix Post geðlæknir komist að annarri niðurstöðu, en hann rann- sakaði æviskrár hundrað látinna enskumælandi höfunda. Hann greinir frá rannsókn sinni í Btitísh Journal of Psychiatry sem er tímarit um geðsjúkdómafræði. Hann segir meðal annars að ljóð- skáld séu í betra jafnvægi en leik- skáld og rithöfundar. Hér eru nokkr- ir punktar nefndir úr niðurstöðum geðlæknisins. O Geðsjúkdómar. Þijátíu prósent rithöfunda áttu við geðræna truflun að stríða, en á hinn bóginn aðeins 13% almennings. Fjórðungur skálda upplifir töluverðar geð- sveiflur, en þau þjást síður af langtíma þung- lyndi og vægu tíma- bundnu þunglyndi. 14% skálda sýndu aldrei merki um persónuleika- truflanir. Áftur á móti virtust aðeins 7% rithöf- unda og 4% leikskálda hafa verið laus við þær. O Sjálfsvíg. Átta prósent rithöfunda bundu enda á líf sitt, og 7% gerðu tilraun til þess. O Áfengissýki. Færri skáld (31%) urðu áfenginu að bráð en aðrir bók- menntamenn. 51% leikskálda urðu áfengisjúklingar. Fjórir rithöfundar, meðal annars Edgar Allan Poe, töp- uðu lífinu vegna drykkjunnar. O Hjónaband og kynlíf. Sjö rithöf- undar og jafnmörg skáld voru aldrei í kynferðislegu sambandi sem full- nægði þeim. Aðeins þriðjungur rit- höfunda bjó við ánægjulegt og lang- varandi hjónaband. Leik- skáldin (42%) voru verst haldin af lauslæti, rithöf- undar (20%) voru hálf- drættingar á við þau, en skáldin (14%) féllu sjaldn- ast lyrir freistingunni. O Langlífi. 43% skálda náðu 74 ára aldri, hinsvegar urðu 38% leikskálda svo gömul og aðeins 24% rithöfunda. En því miður urðu 29% skálda aldrei fímmtíu ára. ■ GH Eru leikskúld lauslóturi en önnur skúld?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.