Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 C 3 DAGLEGT LÍF REYKINGAR drepa segir texinn, Auglýsingar gegn reykingum betri en hinar sem mæla með þeim TÓBAKSFRAMLEIÐENDUR í Bandaríkjunum hafa undanfarið verið húðskammaðir fyrir að höfða til ungs fólks í auglýsing- um um sígarettur. Þeir hafa reynt að bera hönd fyrir höfuð sér en samt fundið höggin. í Bretlandi hafa hins vegar birtst auglýsingar gegn reyking- um í blöðum og tímaritum handa ungu fólki. Þær eru mjög frum- legar og erfitt að skilja nema lesa textann sem fylgir þeim. Skilaboð auglýsinganna gegn reykingum er mjög skýr: Reyk- ingar drepa! ■ VERNDIÐ börnin: Látið börn- in ekki anda að sér reyknum, stendur hér. Lyfgegn getnaði fyrir karla lofar góðu EFTIR tuttugu ára rannsóknir hef- ur lítið áunnist í samsetningu ör- uggs getnaðarvarnarlyfs fyrir karla. Nýleg bresk rannsókn kann þó að marka tímamót því sam- kvæmt henni hefur tekist að fram- leiða slíkt lyf sem er 99% öruggt, en það er sama hlutfall og í getnað- arvarnarpillum, sem konur hafa innbyrt um árabil. Umrætt lyf er sagt minnka fram- leiðslu sæðis frá því að vera hundr- að milljónir sæðisfruma í þrjár millj- ónir miðað við einn millilítra. Slíkt magn er ekki nægilegt til að egg konunnar geti frjógvast. Alþjóða- heilbrigðismálastofninin stóð að rannsókninni, sem gerð var undir handleiðslu dr. David Griffín. Sýnt var fram á að hliðarverkanir lyfsins voru nánast engar. Getnaðarvörnina fengu karlarnir, sem þátt tóku í rannsókninni, með stungu í rasskinnina einu sinni í viku, en áætlað er að frekari þróun getnaðarvarnarlyfsins verði til þess að stunga á þriggja mánaða fresti nægi til að hafa tilætluð áhrif. Lyf- ið inniheldur testósterón (aðalkarl- hormónið, sem oft er notað sem lyf framleitt með efnatengingu), sem blekkir á þann hátt að heilinn send- ir boð um að framleiðsla sæðis sé nægjanleg. Ahyggjur manna af að aukið testósterón geri karla herskáa og einnig ófrjóa til frambúðar virðast ekki eiga við rök að styðjast. Sum- ir karlarnir viðurkenndu þó að verða örlítið herskárri, en aðeins fyrsta sólarhringinn eftir inntöku lyfsins. Eftir þann tíma komst aftur jafn- vægi á hormónastarfsemina og eng- inn karlanna virtist eiga við ófrjó- semsivandamál að stríða. Annar ávinningur karlanna, og maka þeirra efalítið líka, var aukin kyn- geta. ■ Zest, The Health and Beauty Magazine, June 1996. Sólvörn í stað sólbruna Morgunblaðið/Árni Sæberg TALIÐ er að sólbruni, sérstak- lega ef fólk sólbrennur á æskuárum, geti aukið líkur á myndun sortuæxlis síðar á ævinni, en sortuæxli er ákveðin og alvarleg tegund af húðkrabbameini. Það er því mikilvægt að foreldrar og for- ráðamenn barna leggi ríka áherslu á að veija börn sín gegn geislum sólarinnar auk þess sem talið er að um tvítugt hafi fólk fengið meira en 75% af þeirri geislun sem það verður fyrir á ævinni allri. Þetta kemur fram í viðtali við Birki Sveinsson, húðsjúkdómalækni, í tímaritinu / apótekinu, sem kom út fyrir skömmu. í viðtalinu segir Birkir að börn á sólarströnd ættu skilyrðislaust að vera klædd hlífðarfatnaði. Einníg skyldi fólk hafa í huga að svokallað- ir beta-geislar, en það eru þeir geisl- ar sem fyrst og fremst eru settir i samband við öldrun húðarinnar og krabbameinsmyndum, eru sterkast- ir í sólinni milli klukkan 11 og 15. Allir þurfa sólvarnarkrem Þá segir Birkir að sólvarnarkrem komi að miklu gagni til að koma f veg fyrir að húð sólbrenni sem og til að minnka heildaráhrif geislunar á húðina. Það fari hins vegar eftir húðgerð hvaða sólvarnarkrem hent- ar hveijum best. Oftast er húð skipt í 5 húðgerðir eftir því hversu viðkvæm hún er. Þeir sem roðna og brenna auðveld- lega verða að nota krem með háum sólvarnarstuðli en þeir sem hafa húðgerð sem verður fljótt brún án þess að roðna eða brenna geta notað krem með lágum stuðli. Því má bæta við að sólvarnarstuðull er nokkurs konar margföldunarstuðull þannig að sá sem ber á sig krem með sólvamarstuðlinum 6 getur ver- ið sex sinnum lengur í sólbaði án þess að brenna en ef hann hefði ekkert krem borið á sig. Best er að fara varlega af stað vilji fólk verða brúnt og auka síðan veru sína í sólinni hægt og síg- andi. Það sama á við um ljósalampa og bendir Birkir á, í viðtalinu, að tuttugu mínútur í sólarbekk henti alls ekki öllum. Því sé eðlilegt að fólki með viðkvæma húð gefist kostur á að skipta fyrstu tímunum niður í styttri tímabil svo það brenni síður. ■ Heiðarlegur og vill sendast fyrir gamla fólkið á hjóli út í búð STEFAN Konráðsson, sendill á eigin vegum, merktur númerinu 201, heyrði nýlega í fréttum um einhvern sem hafði svikið gaml- an mann í sendiferð. Hann hefur því ákveðið að færa út kvíarn- ar og sendast fyrir aldraða í búðir. „Ég er heiðarlegur,“ segir hann og setur sendlahúfuna upp. Morgunblaðið/Kristinn SENDIÞJÓNUSTA Stefáns, sendill nr. 201: Stefán Konráðsson á greiðahjólinu. „Ég vil hjálpa gamla fólkinu. Ég er á greiðahjóli með vagni og hef verið í þessari vinnu í fjögur ár.“ Símboðanúmerið hjá honum er 845 1843 og vinnan er fólgin í því að ná í vörur í búðir sem fólk hefurjjantað og keyra þær heim til þess. „Eg sendist fyrir Styrktarfélag vangef- inna, Þroskahjálp, Dreifingu og Erró á Suðurlandsbraut," segir Stefán. „Ég sendist líka fyrir frænku mina og vil núna sendast fyrir gamla fólk- ið. Ég hef gaman af fólki og finn hlýju þegar það tekur vel á móti mér.“ Stefán er kvæntur og á líka kött í Bólstaðahlíðinni í Reykjavík. „Kisan heitir Snúða María Kristjana AÍdís,“ segir hann, „María tekur alltaf vel á móti mér þegar ég kem heim úr vinn- unni. Hún er hreinleg og ég hef átt hana í fjögur ár.“ Stefán, sem er fertugur, hefur aðstöðu á Sendibílastöðinni í Borg- artúni. „Það er gott að vera á Sendi- bílastöðinni og þeir hringja í mig þegar þeir fá verkefni handa mér,“ segir hann. A sumrin brunar Stefán á sjö gíra greiðahjólinu en á vetrum notar hann strætisvagna til að komast leiðar sinnar með pakkana. „Ég vona að gamla fólkið láti heyra í sér og guð geymi það í framtíðinni," segir hann að lokum og í því pípir símboðinn hans og hann rýkur i næsta síma, en þjónustan kostar þrjú hundruð kr. ■ GH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.