Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 5
4 C FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 C 5 DAGLEGT LÍF Tónlistarsmekkur Bjargar hefur breyst töluvert frá því hún elti Stuðmenn um land allt. Popptón- list og rokk höfðar lítt til hennar „. . .nema vitaskuld „eðalpopp“, eins og við í Fjórurn fjörugum syngjum við mikinn fögnuð,“ segir hún sposk á svip. Innt nánar um eðalpopp upplýsir hún að það séu gamalgrónar íslenskar og rússn- eskar ballöður, ræl- og polkalög og sitthvað fleira í þeim dúr. Haustið 1995 sagði Björg starf- inu lausu á sjúkrahúsinu, enda samræmdist söngnámið, starfíð með kór Akureyrarkirkju og söng- ur við ýmis opinber tækifæri, á skemmtunum og alis kyns uppá- komum í bænum, illa vaktavinn- unni á spítalanum. Björg stóð á tímamótum og nú var að hrökkva eða stökkva. Annaðhvort yrði hún að gefa sönginn upp á bátinn og helga sig hjúkrun, eða öfugt. „Þótt ákvörðunin ætti sér lang- an aðdraganda lét ég loks slag standa og ákvað að fara utan til söngnáms. Fram til þessa hafði ég látið berast með straumnum og hlýtt ráðum annarra án þess að eiga nokkurt frumkvæði sjálf. Ég þurfti að sigrast á togstreit- unni innra með mér og sannfæra sjálfa mig um að Guð hefði gefið mér sönghæfileika til þess að ég notaði þá. Ég er sátt við að hafa menntað mig og unnið við hjúkr- un. Starfið er þroskandi og upp- byggilegt vegna þess að það teng- ist öllum þáttum mannlegs lífs. Ég kynntist gleði og sorg, öðlaðist dýpri skilning á sjálfri mér og átti oft í harðri glímu við tilfinningar mínar. Fyrir vikið er ég sterkari á svellinu og allsendis ókvíðin að takast á við nýtt verkefni." Engar gyllivonir Björg segir hjúkrun og söng ekki eins ólík fyrirbæri og margir ætla. Hún telur að vegna reynslu sinnar af hjúkrunarstarfinu láti sér vel að túlka djúpar og sterkar til- finningar í söng. „Samkeppnin er áreiðanlega afar hörð í tónlistar- heiminum. Ég geri mér engar gyllivonir, enda frekar jarðbundin manneskja og sem betur fer með góða aðlögunarhæfileika. Ég er bjartsýn og er ákveðin í að leggja mig alla fram. Ef vonir og vænt- ingar bregðast kem ég heim, í versta falli raddlaus og peninga- laus. Þá hverf ég bara aftur til þess sem frá var horfið, því hjúkr- unarmenntunin verður aldrei frá mér tekin.“ ■ vþj Þrjú tónsvið lektorsins Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson BJÖRG hefur sungið með kór Akureyrarkirkju í nokkur ár. Hönnuður: Erla Sólveig Óskarsdóttir. Hönnuður: Guðrún Marínósdóttir. Hönnuður: Karólína Einarsdóttir. Hönnuður: Þorsteinn Geirharðsson. Hönnuður: Dóra Isleifsdóttir. HENNI er sagt að tveggja ára hafi hún sungið fullum hálsi, all- sendis ófeimin, í kerrunni sinni, vegfarendum til mikillar skemmt- unnar. Níu ára man hún eftir sér syngjandi við hlið móður sinnar í kirkjukór Bægisárkirkju, tólf ára var hún fullgildur kórfélagi í Möðruvallakirkju og heima við hlustaði hún á Finlandia eftir Sibelius. Á gelgju- skeiðinu elti prestsdótt- irin í Möðruvallasókn Stuðmenn um allt land og segist jafnan hafa staðið fremst í hópi aðdáenda, sungið með og dillað sér. Þetta er í stuttu máli söngferill Bjargar Þór- hallsdóttur fram til árs- ins 1990. Björg, sem er hjúkrunarfræðingur að mennt og starfar sem lektor í heilbrigðis- deild Háskólans á Akureyri, ætlar nú að snúa við blaðinu á gamals aldri, eins og hún segir, og hefja söngnám við The Royal Northern College of Music í Manchester, sem sagður er einn af þremur virt- ustu tónlistarháskólum í Breta- landi. „Á gamals aldri“ „Ég þreytti inntökuprófið á 31. afmælisdeginum mínum í nóvember síðastliðnum og stefndi, eins og flestir, í masternám. Mér kom því mjög á óvart þegar prófdómararn- ir veittu mér inngöngu á braut, sem nefnist „Professional Per- formance Course“, en hún er ein- göngu ætluð þeim sem hafa lokið masternámi eða fólki með af- burðahæfileika." Þótt Björg hafi frá unga aldri verið óspart hvött til söngnáms lét hún sér fátt um finnast og fannst ékkert annað en hjúkrunarnám koma til greina. „Mamma nauðaði stöðugt í mér að læra að syngja og sagði að ég yrði að nýta þá hæfileika sem Guð hefði gefið mér. Ég hristi bara höfuðið, hin þverasta, og sagði að enginn bann- aði henni svo sem að láta sig dreyma." Éftir að Björg lauk prófi frá HÍ árið 1988 starfaði hún í tvö ár á Landspítalanum, en sneri þá til Akureyrar, þar sem faðir hennar var prestur. Hún fékk stöðu að- stoðardeildarstjóra á handlækn- ingadeild Fjórðungssjúkrahússins og hálfa lektorsstöðu við háskól- ann þar á bæ. Hún undi glöð við sitt, gegndi stöðu deildar- stjóra í eitt ár og hefur nú í tæpt ár verið Ef vonir og væntingar bregöost kem ég heim, í versto folli raddlaus og peningalaus. TVEGGJA ára er Björg sögð hafa sungið HJÚKRUNAR- fullum hálsi í kerrunni sinni, vegfarendum FRÆÐINGURINN í miðborginni til mikillar skemmtunnar. í fullum skrúða. lektor í fullu starfi. Samhliða starfinu hefur hún sungið með kór Akureyrarkirkju og segist dýr- mætt að hafa fengið tækifæri til að starfa með með föður sínum, séra Þórhalli Höskuldssyni, síð- ustu æviár hans, en hann lést síðastliðið haust. Vorið 1990, á árshátíð sjúkra- hússins, lét Björg tilleiðast að troða upp og syngja grínvísur. „Á eftir dró tónlistarkona, sem þar var stödd, mig afsíðis og hrósaði mér í hástert. Sú hvatning ásamt nauðinu í mömmu varð til þess að ég tók inntökupróf í söngdeild Tónlistarskólans á Akureyri um haustið.“ Innri barátta Þann vetur tók Björg söngnám- ið ekkert sérstaklega hátíðlega. Henni fannst hún eins og lítil, hlýðin stúlka, sem væri í skólanum til þess eins að þóknast vinum og vandamönnum. „Þótt ég væri með allan hugann við hjúkrunarstarfið og kennsluna náði söngurinn smám saman tökum á mér. Ég átti í mikilli baráttu innra með mér, því starfið hafði fram til þessa átt hug minn allan, ég ætl- aði mér aldrei neitt annað og var með fastmótaða stefnu í lífinu. Ég var lengi að trúa því að ég hefði eins góða rödd og allir keppt- ust við að telja mér trú um. Kenn- arinn minn, Michael J. Clarke, sagði mig hafa einstaka rödd sem ég yrði að nýta mér. Hann og undirleikari minn og söngþjálfari, Guðrún Anna Kristinsdóttir, og fleiri hafa haft ótrúlegan metnað fyrir mína hönd. Því segi ég stund- um í gríni að fjöldi fólks hafi unn- ið að því öllum árum að koma mér úr landi, slíkur var þrýstingurinn að ég færi utan til söngnáms." Söngur og vaktavinna Þegar Björg, að áeggjan móður sinnar, Michael J. Clarke og fleiri, tók þátt í tónlistarkeppni Ríkisút- varpsins 1994 og komst í sjö manna úrslit segist hún loks hafa látið sannfærast um sönghæfileika sína. „Ég hef mezzosópran rödd, sem nær yfir svo til þijú tónsvið. Þar sem röddin er sífellt að hækka og verða dýpri spá sumir að hún þróist í að verða dramatískur sópr- an. Annars held ég að röddin hafi þroskast mest þegar ég var 20-25 ára. Þá fannst mér ég varla geta sungið afslöppuð með öðrum, því röddin var svo mikil og yfirgnæfði aðrar raddir.“ Hönnuður: Stefán B. Stefánsson. SNAGAR Hönnuður: Guðrún Mar- ínósdóttir. FRAMLAG Form ísland, félags áhugamanna um hönnun, til Listahátíðar í ár, eru tæplega fimmtíu snagar eftir jafnmarga listamenn. Hönnuðir snaganna eru arkitektar og húsgagnahönn- uðir, leirkerasmiðir og gullsmið- ir, textilhönnuðir, grafískir hönn- uðir, þrívíddar hönnuðir, iðn- hönnuðir, myndlistarmenn og listamenn af öllu tagi. Snagarnir eru því nokkuð fjölbreytilegir og úr mismunandi efniviði. Einu fyrirmælin sem Form ísland gaf hönnuðum voru að snagarnir yrðu að vera festanlegir á vegg, ekki breiðari en 15 cm og ekki hærri en 30 cm. Markmiðið er að sýna hve mikil fjölbreytni get- ur búið í einfaldri og afmarkaðri tegund hönnunar. Snagar eru notadrjúgir og geta jafnframt haft listrænt gildi eins og sjá má á meðfylgjandi mynd- um. Snagarnir verða til sýnis í Gallerí Greip, dagana 1.-23. júní, alla daga nema mánudaga. ■ DAGLEGT LÍF Kórinn sem syngur og líknar sjúkum FYRIR tæpum ijórum áratugum renndi kórfélaga í Hlíðardalsskóla- kórnum, veturinn 1958-1959, lík- lega ekki grun i að þeir ættu, komn- ir um og yfir fimmtugt, eftir að sameina kraftana að nýju og stofna líknarfélag. Bergmál heitir félagið pg var stofnað fyrir fjórum árum. í fyrstu var markmið félagsins einkum að halda hópinn. Gömlu kórfélögunum þótti gaman að koma saman, ásamt söngkennar- anum sínum, Jóni Hjörleifi Jóns- syni, rifja upp gamla tíma, syngja og gleðjast saman. Ýmis atvik hög- uðu því þó þannig að smám saman urðu markmiðin fleiri og háleitari. Núna er söngur, glens og grín ekki efst á baugi, þótt slíkt sé fjarri því að vera forboðið og raunar með í bland en þá einkum til _að skemmta öldruðum og sjúkum. í fyrra setti kórinn á stofn vísi að hressingar- heimili í gamla skólanum sínum, Hlíðardalsskóla í Ölfusi, þar sem krabbameinssjúklingar með fóta- vist gátu dvalið í viku sér að kostn- aðarlausu. Hressingarheimili Að sögn Kolbrúnar Karlsdóttur, kórfélaga og formanns, og Jónínu Arndal, voru kórfélagar og að- standendur Bergmáls á þönum um borg og bí til að fjármagna fram- takið. „Við leituðum liðsinnins ein- staklinga og fyrirtækja og var alls staðar einstaklega vel tekið. Það sama er upp á teningnum núna. Við þurfum bara að vera duglegri að safna, því markmiðið er að bjóða helmingi fleiri krabbameinssjúkl- ingum, öryrkjum og blindu fólki upp á tveggja vikna heilsudvöl í ágúst. í fyrra var veitingasala á sjómannadaginn í Suðurhlíðarskóla helsta fjáröflunarleið okkar og hana ætlum við að endurtaka, en þó í örlítið breyttri mynd því við bjóðum jafnframt upp á listaverka- sölusýningu.“ Sunnudaginn 2. júní kl.13.30- 19.00 geta gestir og gangandi fengið sér kaffi og meðlæti af hlað- borði í Suðurhlíðarskóla, skoðað og keypt listaverk, m.a. eftir Balthas- ar og Kristjönu Samper, Erlu B. Axelsdóttur, Gunnar Hjaltason, Hauk Dór, Torfa Jónsson og marga fleiri, og í leiðinni styrkt gott mál- efni. Kolbrún og Jónína segja að listamenn hafi sýnt einstaka velvild með því að gefa listaverk sín. Alls staðar tekið með vinsemd og skilnlngi „Annars finnst okkur krafta- verki líkast hversu íslendingar eru gjafmildir. Góð gjöf er aldrei of vel þökkuð. Okkur hefur alls staðar verið tekið með mikilli vinsemd og allir eru reiðubúnir að leggja hönd á plóg. Án hjálpar hefðum við hvorki getað boðið upp á heilsuviku né staðið fyrir skemmtikvöldum og samverustundum eins og við höfum gert í vetur.“ Líknar- og vinafélagið Bergmál lét ekki staðar numið eftir heilsu- vikuna í fyrra. Dvalargestir, um 40 manns, ásamt aðstandendum félagsins hittast reglulega á mán- aðar til sex vikna fresti og gera ýmislegt sér til ánægju og yndis- auka. Þær stöllur kunna margar sögur af hjálpsemi og greiðvikni náungans. í fyrra bauð Leikfélag Selfoss öllum sem dvöldu sér til heilsubótar í Hlíðardalsskóla á leikritið Lands míns föður, bakarinn á Selfossi gaf allt það brauð sem á þurfti að halda, skemmtikraftar hafa gefið vinnu sína og þá eru ótalin fyrir- tækin, sem gefið hafa eitt og ann- að til að draumurinn um hressing- arheimilið mætti verða að veru- leika. „Áfallið sem fólk í blóma lífsins verður fyrir þegar það missir heils- una er nokkuð sem fáir gera sér grein fyrir. Þegar við sjálf eða okk- ar nánustu veikjast skynjum við fyrst hversu langtíma sjúkrahús- vist, eilífar rannsóknir og óvissa er erfið lífsreynsla. Oft gleymum við að sýna þeim sem okkur þykir vænt um hug okkar fyrr en of seint. Við, gömlu kórfélagarnir í Hlíðar- dalsskóla, vorum óþyrmilega minnt á þetta þegar við fréttum að Jón Hjörleifur, gamli söng- og og skóla- stjórinn okkar hefði lent í alvarlegu bílslysi fyrir nokkrum árum og væri vart hugað líf. Hann kom- HLUTI sjúklinga og starfsfólks á tröppum Hlíðardalsskóla í ágúst í fyrra. Morgunblaðið/Þor^ell BERGMÁL - „Við vorum sex saman á höggmyndasýningu lijá Greipi Ægis í Keflavík á dögunum. Þar sem við megum ekki sjá listaverk án þess að fara að sníkja komum við að máli við listamanninn. Þegar hann heyrði hvað við hefðum í hyggju rétti hann okkur styttu og út fórum við alsælar og þakklátar,“ segja Kolbrún og Jónína, sem finnst styttan táknræn fyrir félagsskapinn. st sem betur fer til heilsu og eftir „upprisuhátíð“, sem við kórfélag- arnir héldum honum var félagið formlega stofnað.“ Úr fjórum kirkjudeildum Upphafsmenn Bergmáls voru, auk Kolbrúnar Karlsdóttur, Karl Vignir Þorsteinsson og Ólafur Ól- afsson. Núna er 25 manna hópur virkur í félaginu. Hluti hans er gömlu kórfélagarnir, en síðan hafa aðrir bæst við, sem hafa áhuga og vilja leggja málefninu lið. I fyrstu sinnti kórinn einkum eldrá fólki og þeim sem voru einmanna. Eftir að Ólafur lést úr krabbameini ákváðu Bergmálsfélagar að gera eitthvað til að létta krabbameinssjúklingum lífið, en þá höfðu þeir komist að raun um að langlegusjúklingar áttu ekki kost á tilbreytingu í formi vist- ar á hressingarheimili eða dvalar á sérhæfðum stað. „Aðventistasöfnuðurinn, sem á Hlíðardalsskóla, veitti okkur góð- fúslega afnot af skólan- um. Raunar er svolítið merkilegt að aðstand- endur Bergmáls eru úr fjórum kirkjudeildum, þ.e. þjóðkirkjunni, kirkju sjöunda dags aðventista, Gideonfélaginu og kirkju Jesús Krists hinna síðari daga heilögu, sem eru mormónar. Við erum öli bræður og systur og trú- um á Guð og handleiðslu hans. Stundum er eins og okkur sé stýrt að ofan því að síðan við stofnuð- um félagið hefur ýmis- legt gerst sem við teljum kraftaverk en ekki til- viljun.“ Kolbrún og Jónína nefna ýmis dæmi máli sínu til stuðnings. Fyrir jólin komst Kolbrún, að því er virtist, gegnum lokaðar og læstar dyr færandi hendi með jólaskreytingu handa einum sjúkl- ingnum. Þær segja að félaginu leggist alltaf eitthvað til, stundum á síðustu stundu, en þó alltaf þann- ig að málin bjargist fyrir horn. Baðkar af himnum ofan Kolbrún segir að ófá handtökin hafi þurft til að breyta skólanum í hressingarheimili og ýmislegt hefði vitaskuld vantað. „Við og sjálfboðaliðarnir lögðum nótt við dag; máluðum, smíðuðum, skúruð- um og skrúbbuðum. Eitt sinn þegar ég lá á fjórum fótum og var að mála gólfið í baðherberginu, þar sem vantaði tilfinnanlega baðkar kom vinur minn og sagði: „Ég skil ekkert í þér, Kolbrún mín, að vera ekki búin að biðja Guð um bað- kar.“ Ég svaraði svolítið örg að ef ég bæði Guð um baðkar þá fengi ég baðkar. Skömmu síðar var ég að borga skuld í byggingarvöru- verslun og spyr eigandann hvort hann eigi ekki baðkar, sem hann sé hættur að nota. Hann svaraði neitandi, en sagði að mér væri vel- komið að fara í bað heima hjá sér. Ég þakkaði pent fyrir og spurði Bergmálsfólk vonast til að sýning og sala listaverka ásamt veitinga- sölu í Suðurhlíð- arskóla á sjó- mannadaginn nægi til að f jár- magna tveggja vikna heilsu- dvöl um áttatíu sjúklinga í Hlíð- ardalsskóla í hvort ég mætti þá koma með 30 krabbameins- sjúklinga með mér. Þá kallar maðurinn eitthvað fram í búð: „Siggi, eig- um við baðkar"? Og Siggi svarar: „Já, það var einu skilað í morgun af því það passaði ekki.“ Þessi góði maður gaf okkur baðkar, sem smellpassaði hjá okkur. Ekki nóg með það, hann gaf fiutninginn lika, því bíll frá honum var ein- mitt að fara austur fyrir fjall þann sama dag.“ sumar. Alltaf sól í Ölfusinu Kolbrún og Jóníná segja að áþekk atvik í sögu Bergmáls séu of mörg til að hægt sé að tala um endalausar til- viljanir. „Við erum aldrei ein á ferð, Guð bænheyrir okkur og hjálpar okkur til að láta gott af okkur leiða. Með hjálp hans og góðra manna tekst okkur áreiðanlega að safna því sem til þarf til að 80 sjúklingar geti notið dvalar í Hlíðardal á kom- andi sumri. Þeir sem voru í fyrra koma margir aftur, enda segja þeir að sólin hafi skinið í Ölfusinu alla dagana meðan á dvöl þeirra stóð. Okkur finnst óskaplega gaman þegar við heyrum þessa fullyrðingu því þetta fannst okkur líka. Líklega höfum við þó öll verið fremur með sól í hjarta og sól í sinni því í raun- veruleikanum sýndi blessuð sólin sig aðeins í fjórar sólarstundir þessa viku.“ ■ vþj RpC lAGMARKS OFNÆMI ENCIN ILMEFNI Skólíibrú <&U&éttatiÆoÍt: jJA RÍTTA MÁLTÍÐ U1.9()0, VuiINGASTAÐUR VID AUSTURVÖU ' BoRDAPANTANIR Í SÍMA 56241,55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.