Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 8
8 C FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Frumlegar flíkur úr mósaíkflísum og blautbúningaefni SIGRÍÐUR Ásta Árnadóttir, frá Reykja- vík, varð í öðru sæti í flokki byrjenda en hún hannaði og saumaði græna regnkápu, fóðraða með rauðköflóttu efni. I veskinu sínu hefur hún svolítinn túnfíflavönd. FRUMLEIKI, tíska, heildarsvipur og vandaður frágangur. Til þessara fjög- urra atriða var tekið tillit þegar bestu flíkurnar í Fatasaumskeppni Burda og Eymundsson 1996, sem haldin var á öðrum degi hvítasunnu, voru dæmdar. En þótttværflíkur, eða öllu heldur hönnuðir þeirra og skaparar, bæru sigur úr býtum, ein í flokki byrjenda og önnur úr flokki lengra kominna, var keppnin hörð og tvísýn og margar flíkumar vöktu verð- skuldaða athygli. Hönnuöirnlr sýna sjálfir „Keppnin var sérstaklega hörð í byrjenda- flokki,“ segir Sigríður Pétursdóttir handavinnu- kennari, ánægð að keppninni lokinni en hún á meðal annarra heiðurinn að skipulagningu henn- ar auk þess sem hún átti sæti í dómnefndinni. Keppendurnir komu sjálfir fram og sýndu flík- KÁPAN hennar Sólveigar Guðmundsdótt- ur er úr teflonhúðuðu áklæði og steinbíts- roði. Innan undir kápunni er Sólveig í pilsi og jakka úr silki. Jakkinn er útsaum- aður og er hugmyndin að útsaumnum sótt í íslenska þjóðbúninginn. Sólveig keppti í framhaldsflokknum. ur sínar á tískusýningu sem haldin var áður en dómnefndin bar saman bækur sínar. „Keppnin var mun betri en keppnin í fýrra og ef hún batnar svona ár frá ári þá verður nú gaman. Unnur Arngrímsdóttir var búin að æfa keppend- urna í að sýna fötin og sýningin gekk mjög vel.“ Yngsti keppandinn að þessu sinni var fjórt- án ára og sá elsti fjörutíu og níu. Rúmlega sextíu konur sendu inn myndir af yfir eitt hundrað hugmyndum að flíkum sem þær höfðu hannað og saumað. Af þeim voru nítján HELGA Björg Jónasar- dóttir, mynd- listar- kona á Akureyri, hreppti annað sæt- ið í flokki lengra ko- minna. Kjóllinn hennar er fölgrænn og eins og Sigríð- ur Pétursdótt- ir segir, vel gerður, frum- legur og fer vel. BLAUTBÚNINGAEFNI eru mikið í tísku um þessar mundir. Hér er Heiða Eiríksdóttir einmitt í kjól úr slíku efni. Böndin á bakinu eru saumuð á barna- naghring og neðst á kjólinn er saumuð plaströnd með glerkúlum. Heiða keppti í byrjendaflokknum. konur valdar til að keppa til úrslita um hveijar tvær yrðu fulltrúar Íslands í keppninni um Aenne Burda-verðlaunin, sem haldin verður í Baden Baden á Þýskalandi 12. október í haust. Skil- yrði fyrir þátttöku í þeirri keppni eru að keppend- ur séu áhugafólk um fatahönnun eða fatasaum og að þeir sjálfir sýni flíkurnar sínar. Burda í 125 löndum Þetta er í annað skipti sem haldin er keppni með þessu sniði hér á Islandi. í fýrra fóru tvær íslenskar stúlkur, Bergþóra Guðnadóttir og Alda Björg Guðjónsdóttir, utan og kepptu í aðal- keppni Aenne Burda. Vöktu þær athygli fyrir fijálslega og skemmtilega framkomu auk þess sem Bergþóra vann til þriðju verðlauna í flokki lengra kominna. Aenne Burda-verðlaunin voru í fyrsta skipti veitt árið 1982. Aenne Burda gaf hins vegar út fyrsta Burda-blaðið fyrir 46 árum, árið 1950. Síðan hefur fyrirtæki hennar heldur betur vaxið fiskur um hrygg því nú koma Burda-blöð út á 24 tungumálum og eru seld í 125 löndum víðs- vegar um heiminn. ■ Föndurfílt og sælgætisbréf ÚLFHILDUR Elín Þorláksdóttir, sext- án ára Reykvíkingur, varð hlutskörpust keppenda í flokki byijenda. Hún byijaði að sauma fyrir rúmu einu og hálfu ári en þá var móðir hennar nýkomin frá námi í fatahönnun í Danmörku. Ekki segist Úlfhildur Elín ætla að feta í fótspor móður sinnar þó hæfileik- ana vanti greinilega ekki. í vetur stund- aði hún nám í trésmíði og er ætlunin að ljúka námi í húsgagnasmíði áður en stefnan verður sett á iðnhönnun. „Mér finnst svo gaman að vinna með höndun- um,“ segir hún og víst er að sú ánægja hefur skilað sér vel þegar vinningsflík- urnar, pils úr terlíni ogjakki úr föndurf- ílti, „þykku efni sem er næstum eins og gallaefni", eins og Úlfhildur Elín segir sjálf, og terlíni voru sniðnar og saumaðar. Pilsið segir hún að sé ein- falt en jakkinn er sniðinn eftir skyrtu með laskaermum. Úlfhildur Elín segist hafa saumað margar flíkur síðan hún byijaði að fást við saumaskapinn. „Ég hef mest gaman af að hanna flíkurnar," segir hún og j bætir við að hún reyni að hafa þær i öðru vísi en þær sem fáist í verslunum Í| enda sé svo gaman að enginn annar | eigi eins. Verðlaunaflíkurnar verða hins veg- ar ekki notaðar alveg á næstunni því í þær fara að sjálfsögðu með Úlfhildi Í Elínu til Þýskalands þar sem keppt i verður um Aenne Burda verðlaunin, daginn áður en hún verður sautján í ára gömul. ■ Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÚLFHILDUR Elín í verðlaunafötunum. Tölurnar í jakkanum yfirdekkti hún með sælgætisbréfi og til þess að skórnir væru í stíl við fötin málaði hún á þá bláa og gula rönd á. Hendi næst og bíóauglýsingar KJÓLL úr mósaíkflísum vekur vitaskuld at- hygli og það gerir hann áreiðanlega í dag þegar eigandi hans og hönnuður, Guðrún Árdís Össurardóttir úr Garðabæ^ brautskráist sem stúdent frá Verslunarskóla Islands. Guð- rún Árdís hreppti verðlaunin í framhalds- flokki í Fatasaumskeppni Burda og Ey- mundsson út á útskriftarkjólinn góða. Guðrún Árdís kláraði reyndar Verslunar- skólann um áramótin. Eftir áramót tók hún eina önn á handíðabraut í Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti til að undirbúa sig fyrir haust- ið en þá fer hún til náms í fatahönnun við The Árt Institute of Fort Lauderdale í Flórída. Mósaíkkjóllinn var lokaverkefni hennar á handíðabraut. „Ég hef haft áhuga á fata- hönnup frá því ég man eftir mér. Mamma byijaði að kenna mér og síðan tók ég val- áfanga í fatasaumi þegar ég var í 10. bekk,“ segir Guðrún Árdís. Verðlaunakjóllinn er gerður úr dökkbláu polyester og organsa. Til að fá lyftingu í faldinn notar hún gardínugorm. Síðan límdi hún efnisbúta aftan á flísarnar með dúkalími og saumaði efri brún þeirra við kjólinn. „Þannig verða þær lausari og kjóllinn líf- legri,“ segir Guðrún Árdís. En hvernig datt henni í hug að setja mósaíkflísar á kjólinn? „Mamma og pabbi reka verslunina Álfaborg og ég notaði bara það sem hendi var næst.“ Guðrún Árdís hreppti einnig þriðja sæti í keppninni fyrir kjól sem gerður er úr dag- blaðapappír. „Ég byijaði á að gera tösku úr þíóauglýsingum úr Morgunblaðinu. Síðan datt mér í hug að gera kjól líka og hann gerði ég sama dag og umsóknarfrestur til þátttöku í keppninni rann út.“ ■ GUÐRÚN Árdís í mósaíkkjólnum. Fyrir kjólinn sem hún heldur á hreppti hún þriðju verðlaun. Hann er gerður úr 12 bíóauglýsingasíðum úr Morgunblaðinu, gjafapappir og bókaplasti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.