Morgunblaðið - 31.05.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 31.05.1996, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMAMNA 1996 JRtorgttttMitStfö ■ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ BLAÐ KNATTSPYRNA Stund milli stríða Morgunblaðið/Þorkell NOKKRIR landsliðsmenn tóku sér spil í hönd í gær á mllli æflnga. Hllmar Björnsson, Kristján Finnbogason, Ólafur Þórðarson, Guðmundur Benediktsson og Lárus Orri Sigurðsson. Sjöberg hótar að flytja frá Svíþjóð SÆNSKI hástökkvarinn Patrick Sjöberg, fyrrum heimsmethafi, sem varð í sjötta sæti á HM í Gautaborg I fyrra, hótaði í gær að gerast Norð- maður eða Finni til að komast á Ólympíuleikana í Atlanta. Stjórnvöld í Svíþjóð hafa dregið veru- lega úr fjárstyrkjum til afreksfólks í íþróttum að undanförnu og hefur Sjöberg mótmælt því á ýmsan hátt, var til dæmis ekki með á EM innan- húss I Stokkhólmi í mars. Nýverið var Bengt Westerberg kjörinn for- maður sænska fijálsíþróttasambandsins, en hann er fyrrverandi formaður Þjóðarflokksins og fé- lagsmálaráðherra. Hann hefur haft í hótunum við Sjöberg vegna þess að hástökkvarinn hefur frekar viljað vera við æfingar en taka þátt í landskeppni með Svíum, til dæmis við Finna. Westerberg sagði á dögunum að léti Sjöberg ekki af þessum mótmælum yrði hann ekki með- al keppenda á Ólympiuleikunum í Atlanta. Sjö- berg svaraði þessu í gærkvöldi og sagði að ef formaðurinn breytti ekki afstöðu sinni yrði hann að grípa til róttækra ráða. „Ég reyni þá að ger- ast Norðmaður eða Finni frekar en að láta ein- hvern pólitíkus stoppa ntig,“ sagði Sjöberg. Mál Bjarka kom- in á hreint BJARKI Gunnlaugsson mtm á næstunni skrifa undir þriggja ára samning við Mannheim í Þýskalandi. Hann sagði í gær að hans mál væru komin á hreint. „Ég var búinn að ganga frá öllu við Mannheim áður en ég kom hingað og það á bara eftir að skrifa undir. Ég geri það um leið og ég kem út aftur,“ sagði Bjarki í gær. Bjarki sagðist ánægður með samninginn og einnig með þá niðurstöðu að Feyenoord ætti ekki rétt á greiðslum fyrir sig. „Það munar miklu fyrir mig að vera frjáls í þessu sambandi," sagði Bjarki. Bjarki aftur í lið vikunnar BJARKi var útnefndur í lið vikunnar i 2. deild í þýska blaðinu Kickev aðra vikuna í röð, alls hefur hann þrisvar verið útnefndur i lið vikunn- ar á keppnistimabilinu. Bjarki hefur leikið vel með Mannheim að undanförnu. Byrjunarliðið gegn Makedóníu EFTIR að hafa séð landsliðið á æfingu í gær undir sljórn Loga Ólafs- sonar, landsliðsþjálfara, er hægt að stilla byrjunarliðinu, sem leikur gegn Makedóníu, upp á tvo vegu. Birkir Kristinsson verður markvörð- ur, Lárus Orri Sigurðsson hægri bakvörður, Rúnar Kristinsson, vinstri bakvörður, miðverðir Guðni Bergsson og Ólafur Adolfsson. Miðjumenn frá hægri; Þórður Guðjónsson, Arnar Grétarsson, Sigurð- ur Jónsson og Ólafur Þórðarson, sóknarleikmenn Bjarki Gunnlaugs- son og Arnór Guðjohnsen. Einnig er mögulegt að Agúst Gylfason byxjaði sem vinstri bakvörð- ur, Rúnar færi þá fram á vinstri vænginn á miðjunni, Ólafur Þórðar- son inn á miðjuna með Sigurði og Arnar á hægri vænginn, þannig að Þórður byijaði ekki. Keflavík gegn Örebro KEFLVÍKINGAR mæta Örebro í TOTO-bikarkeppninni og fer leikurinn fram í Svíþjóð. Knattspyrnuunnendur á Islandi fá því ekki tækifæri til að sjá Arnór Guðjohnsen, Sigurð Jónsson og Hlyn Birgisson leika í Keflavík. Keflvíkingar leika fjóra leiki í keppninni, tvo heima - gegn liði frá Slóveníu 30. júní og liði frá Sviss eða Danmörku 20. júlí, þar sem lið frá Ítalíu hafa dregið sig úr keppninni. Utileikirnir verða gegn Örebro og lið frá Austurríki. Vogts hefur fengið sig fullsaddan „Lothar Mattháus mun aldrei leika með landsliðinu fram- ar," sagði landsliðsþjálfarinn reiður Berti Vogts, landsliðseinvaldur Þýskalands, er greinilega orð- inn þreyttur á Lothar Mattháus, fyrr- verandi fyrirliða landsliðsins, sem hefur stöðugt gert harða hríð að landsliði Þýskalands, eða eftir að ljóst var að Vogts myndi ekki velja hann í landsliðshóp Þýskalands fyrir EM í Englandi. Það var fyrir löngu ljóst, en þrátt fyrir það tilkynnti Mattháus á dögunum að hann gæfi ekki kost á sér í landsliðið, aftur á móti væri hann tilbúinn í slaginn eftir Evrópu- keppnina. Vogts sagði í gær að Matthaus myndi aldrei aftur leika fyrir hönd Þýskalands, vegna stöðugra árása á þýska landsliðið í fjölmiðlum. „Það er ekki möguleiki á að vinna með honum,“ sagði Vogts reiður. Ekki er langt síðan að Mattháus gaf út þá yfirlýsingu að Jurgen Klinsmann, félagi hans hjá Bayern Miinchen og arftaki að fyrirliðastöðunni í þýska landsliðinu, væri á móti því að hann kæmi aftur í landsliðið og vildi ræða málið við hann í beinni sjónvarpsút- sendingu. Þessi fallandi stjarna, sem hefur leikið 122 landsleiki fyrir Þýskaland, var kominn í stríð við félaga sinn. Klinsmann sagði það ekki rétt að hann væri að blanda sér í mál landsliðsins; sagði að Berti Vogts tæki einn ákvarðanir. Ljóst er að Mattháus, sem missti sæti sitt hjá landsliðinu vegna meiðsla fyrir rúmu ári, eftir sextán ára landsl- iðsferil, hefur grafið eigin gröf. „Þeg- ar við höfum leikið síðustu átta til tíu leiki okkar, hefur Mattháus reynt að skaða landsliðið með yfirlýsingum í blöðum. Þrátt fyrir að hann væri ekki leikmaður, var hann alltaf aðalmaður- inn í fréttum - og alla þá daga sem þýska landsliðið lék. Það var greini- legt að hann taldi að hann væri aðal- maðurinn - kom sjálfum sér í sviðs- !jósið,“ sagði Vogts. KNATTSPYRIMA: MAKEDÓNÍA - NÝTT LIÐ Á GÖMLUM GRUNNI / D2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.