Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.05.1996, Blaðsíða 2
2 D FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KNATTSPYRNA Knattspyrna 4. deild A-riðill: Léttir-ÍH......................1:2 Sævar Davíðsson - Björgvin Júníusson, Magnús Scheving. Njarðvík - Afturelding.........3:4 Hallgrímur Sigurðsson, Björgvin Friðriks- son, Kári Guðmundsson - Guðfmnur Vil- hjálmsson 2, Guðmundur Hannesson, Lárus Guðmundsson. B-riðiIl: Ármann - SR.........................7:1 Viktor Edvardsson 3, Kristján Berg 2, Lúð- vík Jóhannesson, Jón Páll Hreinsson - Bjarki Hvannberg. C-riðiIl: Kormákur - KS.......................0:1 - Steingrímur Örn Eiðsson. Hvöt - Tindastóll...................2:4 Ásgeir Valgarðsson (vítasp.), Hilmar Þór Hilmarsson - Sveinn Sverrisson 2, Ingvar Magnússon, Grétar Karlsson. SM-Magni............................0:1 - Bjami Áskelsson. Tennis Opna franska meistaramótið Einliðaleikur karla, 2. umferð: 6-Yevgeny Kafelnikov (Rússl.) vann Thom- as Johansson (Svíþjóð) 6-2 7-5 6-3 Renzo Furlan (Ítalíu) vann Brett Steven (N-Sjálandi) 6-0 6-2 6-4 Jeff Tarango (Bandar.) vann Franco Squill- ari (Argentínu) 6-4 6-4 6-1 6- Yevgeny Kafelnikov (Rússl.) vann Thom- as Johansson (Svíþjóð) 6-2 7-5 6-3 Todd Martin (Bandar.) vann Mats Wilander (Svíþjóð) 6-4 7-6 (7-5) 6-2 Scott Draper (Ástralíu) vann Gilbert Schall- er (Austurríki) 2-6 6-3 6-2 6-4 7- Jim Courier (Bandar.) vann David Rikl (Tékkl.) 6-3 6-2 6-2 Francisco Clavet (Spáni) vann 12-Alberto Costa (Spáni) 6-4 6-3 4-6 7-6 (8-6) Chris Woobruff (Bandar.) vann 3-Andre Agassi (Bandar.) 4-6 6-4 6-7 6-3 6-2 Karol Kucera (Slóvakíu) vann Magnus Nor- man (Svíþjóð) 7-6 6-4 6-7 (5-7) 4-6 6-2 Todd Woodbridge (Ástralíu) vann Mark Philippoussis (Ástralíu) 3-6 6-4 7-6 7-6 13- Richard Krajicek (Hollandi) vann Tomas Carbonell (Spáni) 6-2 4-6 7-6 (7-2) 6-2 1- Pete Sampras (Bandar.) vann Sergi Bruguera (Spáni) 6-3 6-4 6-7 (2-7) 2-6 6-3 Felix Mantilla (Spáni) vann Alex Corretja (Spáni) 7-6 (7-2) 6-2 6-4 Jonas Bjorkman (Svíþjóð) vann Thierry Champion (Frakkl.) 5-7 6-1 6-4 6-0 10-Wayne Ferreira (S-Afríku) vann Slava Dosedel (Tékkl.) 4-6 7-6 (9-7) 6-1 7-6 (7-4) Guy Forget (Frakkl.) vann Kris Goossens (Belgfu) 6-4 6-4 3-6 3-6 6-3 5-Goran Ivanisevic (Króatíu) vann David Wheaton (Bandar.) 7-5 6-2 6-4 Jakob Hlasek (Sviss) vann Jan Siemerink (Hollandi) 6-2 1-6 6-3 7-6 (7-3) 2- Thomas Muster (Austurríki) vann Gerard Solves (Frakkl.) 6-1 6-3 6-0 15-Michael Stich (Þýskal.) vann Greg Rusedski (Bretl.) 6-3 7-5 6-3 14- M.Rosset (Sviss) vann J. Novak (Tékkl.)6-2 6-4 6-3 Bohdan Uiihrach (Tékkl.) vann Andrei Medvedev (Úkraínu) 6-3 6-7 (10-12) 6-1 6-4 Mikael Tillstrom (Svíþjóð) vann Mark Knowles (Bahama) 5-7 6-3 1-6 6-4 6-3 Cedric Pioline (Frakkl.) vann Richey Rene- berg (Bandar.) 7-5 6-2 6-3 Adrian Voinea (Rúmeníu) vann Sjeng Schal- ken (Hollandi) 5-7 6-3 6-4 6-2 Petr Korda (Tékkl.) vann Lionel Roux (Frakkl.) 7-5 6-4 6-4 Paul Haarhuis (Hollandi) vann 11-Amaud Boetsch (Frakkl.) 7-5 2-6 6-2 6-4 9- Marcelo Rios (Chile) vann Jason Stolten- berg (Ástralíu) 6-4 6-3 6-3 Bernd Karbacher (Þýskal.) vann Andrea Gaudenzi (Italiu) 6-3 6-4 6-4 Alberto Berasategui (Spáni) vann Hendrik Dreekmann (Þýskal.) 6-2 6-2 6-3 Stefan Edberg (Svíþjóð) vann Carlos Moya (Spáni) 6-2 6-2 6-1 4-Michael Chang (Bandar.) vann Richard Fromberg (Ástralíu) 6-4 3-6 7-6 (7-5) 6-4 Einliðaleikur kvenna, 2. umferð: 15- Martina Hingis (Sviss) vann Petra Be- gerow (Þýskal.) 7-5 7-5 Sarah Pitkowski (Frakkl.) vann Nancy Fe- ber (Belgíu) 6-2 7-5 12- Mary Pierce (Frakkl.) vann Dally Randr- iantefy (Madagasgar) 6-3 2-6 6-2 Irina Spirlea (Rúmeníu) vann Silvia Farina (ítalfu) 4-0. Farina gaf leikinn. Elena Makarova (Rússl.) vann Alexandra Fusai (Frakkl.) 6-1 6-1 10- Jana Novotna (Tékkl.) vann Shi-Ting Wang (Tævan) 6-4 6-3 6- Anke Huber (Þýskal.) vann Andrea Teme- svari (Ungveijal.) 6-3 6-2 13- Magdalena Maleeva (Búlgaríu) vann T. Whitlinger Jones (Bandar.) 6-2 2-6 6-2 Sabine Appelmans (Belgíu) vann Ruxandra Dragomir (Rúmeníu) 6-2 6-2 Miriam Oremans (Hollandi) vann Radka Bobkova (Tékkl.) 7-5 6-1 Elena Likhovtseva (Rússl.) vann Maria Sanchez Lorenzo (Spáni) 6-3 3-6 9-7 Karina Habsudova (Slóvakíu) vann Nat- halie Tauziat (Frakkl.) 6-2 4-6 8-6 4- Arantxa Sanchez Vicario (Spáni) vann Veronika Martinek (Þýskal.) 6-0 6-1 8- Brenda McCarthy (Hollandi) vann Amelie Mauresmo (Frakkl.) 6-4 5-7 7-5 Gloria Pizzichini (Italíu) vann Julie Halard Decugis (Frakkl.) 6-7 (4-7) 6-4 7-5 Ann Grossman (Bandar.) vann Nathalie Dechy (Frakkl.) 6-3 6-3 Petra Langrova (Tékkl.) vann Petra Kamstra (Hollandi) 6-2 4-6 6-1 14- Amanda Coetzer (S-Afríku) vann Franc- esca Lubiani (ítaliu) 6-4 6-1 7- Kimiko Date (Japan) vann Tatyana Jecm- enica (Júgóslaviu) 6-4 6-2 Sandrine Testud (Frakkl.) vann Paola Su- arez (Argentínu) 7-5 6-3 3-Conchita Martinez (Spáni) vann Radka Zrubakova (Slóvakíu) 6-3 7-5 5- Iva Majoli (Króatíu) vann Rita Grande (Ítalíu) 6-3 7-6 (7-4) Yayuk Basuki (Indonesíu) vann Laurence Courtois (Belgiu) 7-5 6-2 9- Lindsay Davenport (Bandar.) vann Sung- Hee Park (S-Kóreu) 6-1 6-2 16- Barbara Paulus (Austurríki) vann Kristie Boogert (Hollandi) 6-2 6-4 Linda Wild (Bandar.) vann Sandra Cecchini (ftaiíu) 6-7 (5-7) 7-6 (7-3) 6-2 GSteffi Graf (Þýskal.) vann Nicole Bradtke (Ástralíu) 6-2 6-2 11- Mary Joe Fernandez (Bandar.) vann Henrieta Nagyova (Slóvakíu) 6-2 6-4 Gala Leon Garcia (Spáni) vann Kyoko Na- gatsuka (Japan) 6-1 6-0 í kvöld Knattspyrna 4. deild: Heigfellsv.: Framh. - KSÁÁ......20 Hvolsvöllur: HB - GG............20 ísafjörður: Emir - Reynir.......20 Reyðarfjarðarv.: KVA - Huginn ....20 Götukarfa verður haldin á morgun, föstudaginn 31. maí frá kl. 16;00 til 22;00 ef næg þátttaka fæst og veður leyfir. Keppnin er liður í „Sjóaranum síkárta" skemmtidagskránni vegna sjómannadagsins og verður haldin á velli við félagsheimili körfuknattleiksdeildarinnar í Festi en keppendur fá aðstöðu í sundlauginni til fataskipta og frítt sund á eftir. Spilað er eftir reglum sem í gildi eru fyrir götukörfu um fjölda í liði en spilað verður í 7 mínútur/ eða uppí 21 stig. í hverju liði má aðeins vera einn úrvalsdeildarleikmaður. Keppt verður i eftirfarandi aldursflokkum; 11 ára og yngri, þátttökugjald kr. 500 - 12 ára til 13 ára, þátttökugjald kr. 1000- 14 ára til 16 ára, þátttökugjald kr. 1500- 17 ára Og eldri, þátttökugjald kr. 1500- Veitt verða gull oð silfurverðlaun og glaðningur að auki. Upplýsingar í síma 426 7111 eða 426 8340 á FM 104,5 „Sjóarinn síkáti.“ skemmtidagskrá í Grindavík Makedóníumenn með nýtt lið á gömlum grnnni Knattspymumenn í gömlu Júgóslavíu voru afbragðs- góðir og sum nýju lýðveldanna hafa haldið merkinu hátt á lofti. Yladimir Novak, blaðamaður í Belgrad segir í þessari grein sem hann setti saman fyrir Morg- unblaðið í tilefni HM-leiks íslands og Makedóníu, að lið Makedóníu sé nokkuð sterkt og leikmenn þess bjart- sýnir fyrir viðureignina á Laugardalsvelli. Eftir hrun Sovétríkjanna og upp- lausn gömlu Júgóslavíu, skrifaði blaðamaður einn í Belgrad - sem aðal- lega fjallar um körfuknattleik - eftir- farandi í blað sitt: „Hingað til hafa ítalir, Spánvetjar og aðrar helstu körfuknattleiksþjóðir Evrópu, þurft að beijast af mikilli hörku við Júgóslavíu og Sovétríkin fyrir stöðu sinni í hópi þeirra bestu í álfunni. En hvað nú? Veltið fyrir ykkur við hverja þeir þurfa nú að glíma! Rússland, Litháen, Júgó- slavíu, Króatíu, Slóveníu, Bosníu- Herzegóvínu . . . í stað tveggja aðal- keppinauta þurfa þeir nú, greyin, að etja kappi við fimm eða sex stórgóða andstæðinga. Ég öfunda þá sannarlega ekki.“ Spáin rættist Spár blaðamannsins rættust mjög fljótlega og vitaskuld hefur þróunin í stórum dráttum orðið sú sama hvað knattspyrnuna áhrærir. Muna menn eftir því hvernig Georgíumenn slátruðu Walesverjum 5:0? Eða eftir ótrúlegri byrjun Uzbekistan á alþjóðavettvangi með sjö sigrum í jafn mörgum land- sleikjum? Og landsliðin frá lýðveldum fyrrverandi Júgóslaviu áttu heldur ekki í vandræðum með að viðhalda þeirri miklu knattspyrnuhefð sem lengi var við lýði í landinu. Sérstaklega hafa lið Króatíu og Júgóslavíu (eftir að sam- skiptabanni Sameinuðu þjóðanna var aflétt) sýnt styrk sinn og haldið merk- inu á lofti, en Slóvenía og Makedónía sýndu einnig fljótlega að þar eru á ferðinni lið sem verður að taka alvar- lega í knattspyrnuheiminum. Úrslit í fyrstu leikjum þjóðanna sýndu hvað í liðum þeirra býr (Spánn - Króatía 0:2, Slóvenía - Ítalía 1:1, Makedónía - Dan- mörk 1:1, Ítalía - Króatía 1:2, Belgía - Makedónía 1:1, Júgóslavía - Uruguay 1:0, Júgóslavía - Rúmenía 1:0). Breytingar Nokkrar breytingar hafa orðið hjá Makedóníumönnum, fyrstu mótherjum íslands í heismeistarakeppninni að þessu sinni, frá því í undankeppni Evr- ópukeppni landsliða í Englandi. Fjórða sæti í erfiðum riðli þar sem Spánn, Danmörk, Belgía, Kýpur og Armenía voru líka voru talin mikil mistök og fyrsta breytingin var sú að landsliðs- þjálfarinn, Andon Doncevski, var rek- inn. í hans stað var Djoki Hadjijevski ráðinn, en samhliða því að þjálfa landsl- ið Makedóníu er hann við stjórnvölinn hjá Vovjodina Novi Sad, sem álitið er þriðja besta félagslið i Júgóslavíu. Einnig hafa orðið talsverðar breyt- ingar á leikmannahópnum. Hadjijevski, sem er 43 ára, hefur ekki valið tvær af gömlu stjömunum, Toni Savevski, sem er 32 ára og leikur með AEK í Aþenu, og Milki Djurovski (33/Zeljeznicar Maribor) auk þess sem Bosko Djurovski hefur lagt skóna á hilluna, en hann er 35 ára og lék síð- ast með Servette frá Genf í Sviss. í fyrsta landsleik Makedóníu í ár þótti liðið leika vel en sigraði þó Möltu aðeins 1:0 og það þótti ekkert til að hrópa húrra fyrir. Stojkovski, Boskovski og félagar voru mun betra liðið, lögðu mikla áherslu á sóknarleik, en klúðruðu mörgum marktækifærum. í næsta leik, gegn Liechtenstein (sem var liður í heimsmeistarakeppninni) léku Makedóníumenn mjög svipað en munurinn var sá að fleiri tækifæri nýttust og sigurinn var stærri í það skipti - 3:0. Það þótti góð byrjun í riðlakeppni HM. „Við erum rétt að hefjast handa við uppbyggingu nýs liðs. I dag fékk ég staðfest að margt býr í liðinu, það á mikla möguleika. Ég er sannfærður um að sumir þessari leikmanna eiga eftir að verða afbragðsgóðir mjög fljót- lega. Liðsandinn er framúrskarandi og þess vegna er ég á þeirri skoðun að sigurinn í dag hafi ekki einungis fært okkur í þijú stig, heldur fyllt okkur eldmóði fyrir komandi átök,“ voru fyrstu ummæli þjálfarans Hadjijevskis, eftir leikinn gegn Liechtenstein í Skopje. Áhersla á sóknarieik En hversu sterkt er lið Makedóníu raunverulega? Sterkasta hlið liðsins er án nokkurs efa sóknarleikurinn. Fremstir í flokki eru Zoran Boskovski (28 ára) sem leikur með nýkrýndum meisturum Sileks Kratovo í Makedóníu og Djordji Hristov (22 ára) frá meistur- um Partizan Blegrad í Júgóslavíu. Báðir eru eldfljótir og hættulegir leik- menn auk þess sem hinn 28 ára Sasa Ciric frá FC Aarau í Sviss þykir einnig skeinuhættur sem fremsti miðjumaður - fyrir aftan framheijana tvo. Liði Makedóníu er stillt upp skv. leikaðferðinni 3-5-2. Lykilmenn á mið- svæðinu eru „útlendingarnir" Mitko Stojkovski (23/Oviedo á Spáni), Toni Micevski (25/Hansa Rostock í Þýska- landi) - sem missir reyndar af leiknum í Reykjavík vegna meiðsla - og Saso Milosevski (28/Vojvodina Novi Sad í Júgóslavíu). Stojkovski er sannarlega mjög snjall knattspyrnumaður. Hann er fljótur, leikur mjög vel fyrir liðið þrátt fyrir mikla tækni og hæfileika til að gera hlutina upp á eigin spýtur og skilar varnarhlutverki vel. Er reynd- ar enginn aukvisi á því sviði því þegar hann var með Rauðu Stjörnunni í Belgrad lék hann sem aftasti varnar- maður. Stojkovski þykir þó hættuleg- astur sem framsækinn miðjumaður á vinstri vængnum. í íjarveru Micevskis, sem venjulega stjórnar miðjuspili landsliðsins ásamt Sasa Ciric, verður Milosevski í stjórnunarstöðunni. Auk Micevskis eru tveir snjallir leik- menn á sjúkralistanum og Hadjijevski þjálfari getur því ekki nýtt krafta þeirra í Reykjavík. Það er Ilija Najdovski (32 ára sem leikur með CSKA Sofia í Búlgaríu), sem allajafna er í stöðu aftasta varnarmanns og þykir mjög góður, og framhetjinn Darko Pancev (30 ára frá Fortuna Dusseldorf í Þýskalandi). Lykilmenn í vörn verða að þessu sinni Ljupco Markovski (29/Vardar Skopje) og Bo- ban Babunski (27/Lleida). Þess má geta að umræddur Babunski varð heimsmeistari með fyrrverandi Júgó- slavíu, liði leikmanna 20 ára og yngri, í Chile árið 1987. Erfitt verkefni Hadjijevski þjálfari segist einungis þekkja lið Islendinga af myndbandi. „Ég sá síðasta leik þeirra gegn Eist- landi, og á því leikur ekki nokkur vafi að verkefni okkar í Reykjavík verður allt annað en auðvelt. Þrátt fyrir þá staðreynd að íslendingar hafi ekki frekar en við náð sér sérlega vel á strik í undankeppni EM 96, álít ég þeir séu sigurstranglegri - og byggi þá skoðun ekki einvörðungu á að þeir leika á heimavelli. Þrátt fyrir það verðum við að passa okkur á að leggja ekki of mikið kapp á vörnina; verðum að reyna að sækja á þá og ég vona að við getum stuðlað að opnum leik.“ Lokaæfingin fyrir leikinn í Reykja- vík var á þriðjudag er lið Makedóníu mætti Búlgaríu í Sofiu. Eins og reikn- að var með tapaðist sá leikur; Búlgar- ir sigruðu 3:0 en frammistaða Makedó- níumanna gegn Hristo Stoichkov, sem eru að búa sig af krafti fyrir Evrópu- keppnina í Englandi, var þrátt fyrir það vel viðunandi á köflum. Hvað svo sem verður eru leikmenn Makedóníu bjartsýnir fyrir leikinn gegn íslandi. Framheijinn Zoran Boskovski er með ákveðin skilaboð til lesenda Morgunblaðsins: „Ég tel leikstíl ís- lenska liðsins henta okkur vel, vegna þess að í okkar liði eru leikmenn með mjög góða knatttækni. Og eitt er ör- uggt: við komum ekki til íslands til að gefast upp.“ Morgunblaðið/Björn Blöndal NOKKRIR lelkmanna landsliðs Makedóníu á Flughótelinu í Keflavík í gær, áður en þeir héldu á æfingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.