Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 1
&c&mblábib Sýn til annarra átta/2 Eldsálþegar að trúnni kom/3 Efnið kaus sér búning/8 MENNING USTIR C PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 1. JUNI 1996 BLAÐ Jessye Norman á > Olympíu- leika SÓPRANSÖNGKONAN Jessye Norman mun syngja við setningarathöfnina í Atl- anta í Goergíu í Bandaríkjun- um, 19. júlí, þegar Ólympíu- leikarnir hefjast, en þá verður öld frá því fyrstu nútíma leik- arnir fóru fram í Grikklandi. Jessye Norman mun flytja verk, sejn nefnt er eftir kjör- orðum Ólympíuleikanna: „Ci- tius, Altius, Fortius" sem hef- ur verið þýtt: „Hraðar, hærra, sterkari." Höfundur lags er Mark Watters og textinn er eftir Lorraine Feather. Don Mischer, sem skipu- leggur setningarathöfnina fyrir ólympíunefnd Atlanta, segir að það hafi þótt við hæfi að semja sérstakt verk í tilefni aldarafmælisins. Og einkar skemmtilegt væri, að þessi þekkta óperusöngkona frá Georgíu yrði flytjandinn. Heaney opn- ar sýningu SEAMUS Heaney, sem hlaut nóbelsverðlaunin í bókmennt- um á síðasta ári, mun opna alþjóðlegu bókasýninguna sem haldin verður í Frankfurt í október nk. Verður Heaney einn af þrjátíu írskum rithöfundum sem sækja sýninguna, sem er hin stærsta sinnar tegundar í heiminum. Á 'síðasta árí sóttu 9.000 útgefendur frá 97 löndum sýninguna en hún stendur í eina viku. Reykjavíkur- borg fær veggteppi REYKJAVÍKURBORG hafa verið færð þrjú veggteppi að gjöf og er myndefnið úr forníslenskum handritum. Teppin eru^ hönnuð eftir Ijósritum frá Árnastofnun af Asu Ólafsdóttur, myndlistar- manni, og saumuð með kross- spori í stramma. Var þetta samstarfsvinna hjá konum á Sléttuvegi 11-13, unnin í fé- lagsmiðstöðmni á staðnum. Leiðbeinandi var Ragnheiður Thorarensen og tók vinnan átján mánuði. Veggteppin eru til sýnis í félagsmiðstöðinni á Sléttu- vegi 11-13. Jóhann Freyr Björgvinsson Skrifaði undir samn- ing við Ball- ett í Texas JÓHANN Freyr Bjðrgvinsson ball- ettdansari hjá íslenska dansflokkn- um hefur skrifað undir samning við listdansflokkinn Ballet Austin í Texas. Samning- urinn er til eins árs og fer Jóhann utan í september ef atvinnuleyfi fæst. Jóhann sagði í samtali við Morg- unblaðið að samn- ingurinn væri til- kominn vegna tengsla Lambros Lambrou listræns stjórnenda Ballet Austin við íslenska dansflokkinn en hann hefur tvisvar sett upp dansverk hjá flokknum. „Ég veit um tvö önn- ur tilvik þar sem hann falaðist eftir kröftum mínum í einstök verkefni sem ég gat ekki tekið að mér. Ég lét hann vita núna að ég væri tilbú- inn að taka að mér fullt starf, ef hann hefði enn áhuga, og ég fékk sendan samning um hæl." Hann sagði að samningurinn fæli ekki í sér nein tiltekin sérverkefni. „Þetta er 20 manna flokkur og fylgir ný- klassískri stefnu. Hann setur upp ýmsa þekktustu iaíletta tónbók- menntanna líkt og Svanavatnið og Hnotubrjótinn svo einhverjir séu nefndir. Mér líst mjög vel á þetta. Þetta er kærkomið tækifæri sem getur opnað mér ýmsar dyr," sagði Jóhann. Jóhann er 23 ára og lærði listdans á íslandi og í Svíþjóð. Hann hefur verið fastráðinn við íslenska dans- flokkinn í þrjú ár og fer með aðal- hlútverkið, Guðmund góða, í sýningu dansflokksins á Listahátíð á_„Fé- hirslu vors herra" eftir Nönnu Ólafs- dóttur og Sigurjón Jóhannsson. Morgunblaðið/Halldór Galdra- Loftur frumsýndur GALDRA-LOFTUR, ný íslensk ópera eftir Jón Asgeirsson, verð- ur frumsýnd í íslensku óperunni í kvöld kl. 20.00 í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Byggir hún á samnefndu leikriti Jó- hanns Sigurjónssonar sem notið hefur fádæma vinsælda í ís- lensku leikhúsi lengst af þessari öld. Stærstu hlutverkin í sýning- unni, Loftur og Steinunn, eru í höndum Þorgeirs J. Andréssonar og Elínar Óskar Óskarsdóttur, sem hér skiptast á skoðunum að viðstöddum Lofti ErKngssyni sem syngur samvisku Galdra- Lofts. —mn ii ii ii.ii), i —jcmiiiimíIwML: ¦ * •¦-*. Æ- Fyrsta sýningin á íslenskum portrettum ATTATIU íslenskar portrett- myndir verða á sýningu í Hafnar- borg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, sem opnuð verður 8. júní og er Þetta í fyrsta sinn sem yfirlitsssýning er höfð á þesu sviði íslenskrar myndlistar á tutt- ugustu öld. Verkin eru fengin að láni víða að, frá söfnum, stofnun- um, fyrirtækjum og einstakling- um, en þau verða um 80 talsins eftir á fknmta tug listamanna, þeirra á meðal Þórarin B. Þorláks- son, Ásgrím Jónsson, Jón Stefáns- son, Jóhannes Kjarval, Kristján Davíðssoiij Ágúst Pete.rsen.,.Eirík Smith, Helga Þorgils og Pál Guð- mundsson frá Húsafelli. Aðalsteinn Ingólfssin listfræð- ingur hefur haft umsjón með undirbúningi sýningarinnar og rit- ar auk þess texta í skrá sem gefin verður út í tilefni hennar. Margar af helstu perlunum „Portrettmyndir hafa verið snar þáttur í sköpun íslenskra lista- ríianna á þessari öld, en heldur hefur viljað brenna viO að þessi grein myndlistarinnar hafí verið afskipt þegar framlag íslenskra listamanna er metið," segir Aðal- steinn. „Engu að síður er meðal þeirra að finna margar af helstu perlum sumra bestu málara sem hér hafa verið uppi, auk þess sem þessar myndir eru ómetanleg heimild um fólk og tíðaranda." Á sýningunni í Hafnarborg verður áhersla lögð á málverk og leitast við að kynna gortrettmynd- ir af ýmsu tagi. A sýningunni verða rhyndir eftir listamenn, sem urðu þjóðkunnir af list sinni fyrr á öldinni, en einnig myndir yngri málara og voru sumar þeirra unn- ar sérstaklega í tilefni þessarar sýningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.