Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Sýntil annarra atta Listahátíð í Reykjavík var sett í fjórtánda sinn í gær. Sem endranær kennir þar margra grasa eins og Orri Páll Ormarsson komst að raun um þegar hann fletti dagskránni. ISTAHÁTÍÐ í ReyLjavík er orðin að föstum lið í menn- ingarlífi þjóðarinnar. Er henni ætlað að opna ís- lendingum sýn til annarra átta og gefa þeim tækifæri til að njóta listar frá ólíkum menningarsvæðum, með- al annars „margs af því besta sem völ er á í heimi listanna hverju sinni,“ eins og Sigurður Björnsson, fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar, hefur órðað það. En eins og sjá má á yfir- litinu sem hér fer á eftir munu ís- lenskir listamenn ekki láta sitt eftir liggja. Tónlist Tónlistarviðburðir eru ekki ein- ungis fjölmargir heldur jafnframt fjölbreyttir að þessu sinni. Mótettu- kór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar frumflytur nýtt verk eftir Hafliða Hallgrímsson, Lofið Guð í hans helgidóm, við guðs- þjónustu í Hallgrímskirkju á morg- un, sunnudag. Sækir tónskáldið inn- blástur sinn í tvö vers eftir Hallgrím Pétursson og gamalt ljóð eftir ókunnan höfund. Segir það verkið að öllu leyti frumsamið og hvergi sé vitnað í gamla íslenska sálma eða þjóðlög. Kammerhópurinn Camerarctica efnir til tónleika í Loftkastalanum á mánudag en hann er skipaður tón- listarfólki sem verið hefur áberandi í íslensku tónlistarlífi á liðnum miss- erum. Á efnisskrá eru verk eftir John Speight, sem verður frumflutt, Hildigunni Rúnarsdóttur, Paul Hind- emith, Þorkel Sigurbjörnsson og Krysztof Penderecki. Miðvikudaginn 5. júní koma hjón- in András Schiff og Yuuko Shiokawa fram á tónleikum í íslensku óper- unni. Sá fyrrnefndi hefur verið kall- aður einn af fremstu píanóleikurum samtímans og Shiokawa, sem er fiðluleikari, hefur komið fram sem einleikari með mörgum af frægustu hljómsveitum veraldar. Verkefnaval Schiffs er óvenju víðfemt en mest lof hefur hann hlotið fyrir túlkun sína á Bach og Mozart. Á efniskrá tónleikanna eru verk eftir Bach og Schubert. Heimskórinn kveður sér hljóðs í Laugardalshöl! þann 8. júní, ásamt einsöngvurunum Dimitri Hvorostov- sky, Olgu Ramanko, Keith Ikaia- Purdy og Rannveigu Fríðu Braga- dóttur. Stjórnandi verður Klauspeter Seibel. Kórinn hefur nú verið starfræktur í ellefu ár, en aðalhvatamaðurinn að stofnun hans var Norð- maðurinn Jan Jensen, og hefur á þeim tíma sungið víða um lönd. Meðal einsöngvara sem súngið hafa með honum má nefna Luciano Pavarotti. Sama dag, nánar tiltekið undir miðnætti, verða nokkuð sérstæðir tónleikar haldnir í Sundhöllinni, þar sem Kanúakvintettinn Voces Thules flytur „a capella" tónlist. Á efnis- skránni eru verk eftir Párt, Messiaen og Palestrina, auk þess sem frum- flutt verða verk eftir John Speight og Oliver Kentish. Sundhöllin hefur til þessa ekki verið nafntogaður tón- leikastaður en hugmyndin að uppá- tækinu ku vera runnin undan rifjum Sverris Guðjónssonar, eins af liðs- mönnum Voces Thules. Fílharmóníukvartett Berlínar er meðal erlendra gesta á Listahátíð og efnir hann til tónleika í íslensku óper- unni þann 9. júní. Kvartettinn er skipaður leiðandi hljóðfæraleikurum úr Fílharmóníuhljómsveit Berlínar og hefur um árabil getið sér gott orð, víða um heim, fyrir flutning á kamm- erverkum. Á efnisskrá verða verk eftir Haydn, Bartok og Beethoven. Ljóð og djass er yfirskrift dagskrár sem efnt verður til í Loftkastalanum 9. júní. Þar verða þessi tvö listform sameinuð. Höfundur tónlistar er Carl Möller sem skilgreinir stefin sem Ijóð- rænan djass eða stefjadjass en tón- listin er unnin í samvinnu við skáldin sem koma fram og tekur mið af hugblæ ljóðsins. Miðvikudaginn 12. júní efnir Kammersveit Reykjavíkur til ævin- týrakvölds í Þjóðleikhúsinu, þar sem flutt verða tvö verk í leik og tónum. Fyrra verkið nefnist Brúðuleikhús meistara Péturs og er tónlistin eftir Manuel de Falla við atriði úr sögunni um Don Kíkóta en síðara verkið er Næturgalinn eftir John Speight, byggt á ævintýri eftir H.C. Anders- en. Hefur Lára Stefánsdóttir samið dans við verk Speights og munu Jó- hann Freyr Björgvinsson og Sigrún ' Guðmundsdóttir dansa með henni. Kammerhópurinn Tempo di Tango, Edda Erlendsdóttir og Oliver Manoury, fær íslenska hljóðfæraleik- ara til liðs við sig á tónleikum í Loft- kastalanum 12. júní. Mun hópurinn meðal annars flytja verk eftir Strav- inskíj og Piazzolla. Sinfóníuhljómsveit ísiands kemur jafnframt við sögu á Listahátíð en hún gengst fyrir tónleikum í Háskóla- bíói 13. júní undir stjórn Roberts Hendersons. Á efnisskrá verða verk eftir Brahms og Stravinskíj. 14. júní kemur fram í Loftkastal- anum píanókvartettinn Zilia, sem hefur á að skipa Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara, Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara, Herdísi Jónsdóttur víóluleikara og Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara. Mun kvartett þessi flytja verk eftir Schu- bert og Schumann. Evgeny Kissin er einn kunnasti listamaðurinn sem sækir Reykjavík heim í sumar. Þessi 25 ára gamli píanóleikari hefur skipað sér á bekk með undrabömum aldarinnar og hafa gagnrýnendur sagt að annar eins túlkandi rómantískrar tónlistar fyrir- finnist ekki. Þykir þeim Kissin hafa efnt fyrirheit sem einn glæsilegasti píanóleikari þessarar aldar. Á tónleik- unum í Háskólabíói, 15. júní, mun hann meðal ann- ars leika verk eftir Beet- hoven, Chopin og Brahms. Enn er ógetið tónleika hinnar nafn- kunnu Þýsku sinfóníuhljómsveitar í Berlín undir stjórn Vladimirs Ashk- enazys, heiðursforseta Listahátíðar í Reykjavík, í Laugardalshöll 29. júní en þeir verða haldnir til heiðurs for- seta íslands og vemdara Listahátíð- ar, frú Vigdísi Finnbogadóttur. Hljómsyeitin, sem nefndist til ársins 1993 Útvarpshljómsveitin í Berlín, er þekkt um víðan völl fyrir að tak- ast á við verk fremstu tónskálda sam- tímans og hefur hún unnið til fjölda verðlauna. Á efnisskrá verða verk eftir Þorkel Sigurbjömsson, Mendel- sohn og Beethoven. Af öðrum tónlistarviðburðum má 525 Ijóð eftir 200 skáld SUNDHÖLL Reykjavíkur verður vettvangur tónleika Voces Thules 8. júní, nefna tónleika djass-trompet- leikarans Lesters Bowie í Loft- kastalanum 15. og 16. júní, auk þess sem unnend- ur dægurtónlistar munu fá sitthvað fyrir sinn snúð. Er þar átt við tón- leika hins langlífa popptónlistar- manns Davids Bowie í Laugardals- höll 20. júní, Bjarkar Guðmundsdótt- ur á sama stað daginn eftir og bresku sveitarinnar Pulp 2. júlí, jafnframt í Laugardalshöll. Sviðslist Undir sviðslist heyra verk á borð við óperu Jóns Ásgeirssonar Galdra- Loftur, danssýningin Féhirsla vors herra eftir Nönnu Ólafsdóttur og Sigutjón Jóhannsson og leikritið I hvítu myrkri eftir Karl Ágúst Úlfs- son, en um allt þetta er fjallað á öðrum stað í blaðinu í dag. Þá hefur þegar verið greint frá sýningu banda- ríska dansarans og dansskáldsins Maureen Fleming í Loftkastalanum á morgun og á þriðjudag. Eini púkaleikurinn sem varðveist hefur, Jötunninn eftir Evripídes, verður settur á svið í Loftkastalanum 8., 11., og 13. júní. Uppfærslan er í formi söngleiks og fer fjögurra manna rokkhljómsveit með stórt hlutverk í sýningunni. Leikstjóri er Inga Bjarnason, þýðandi Helgi Hálf- danarson og tónlist er eftir Leif Þórarinsson. 10. júni verður haldið ljóðakvöld í Loftkastalanum, þar sem nokkur skáldanna sem sendu ljóð f ljóðasamkeppni Listahá- tíðar 1996 flytja ljóð sfn. Alls bárust 525 ljóð í keppnina frá um 200 skáldum. Belgíski leikhússirkusinn Circus Ronaldo lætur sig ekki vanta á Lista- hátíð en hann mun koma sér upp bækistöðvum í Hljómskálagarðinum frá 11. til 16. júní. Um er að ræða lítinn, listrænan fjölskyldusirkus sem byggir á fornum leikhúshefðum. Upphaf hans má rekja allt til ársins 1827. Leiksýningin Gulltáraþöll, sem verður á fjölum Borgarleikhúss 22. og 23. júní, verður til úr tveimur aðferðum leikhússins — annars veg- ar spunavinnu leikaranna og hins vegar aðferðum sem sóttar eru í smiðju austur-evrópskrar brúðuleik- húshefðar. Sýningin byggir á ævin- týraheimi íslenskra þjóðsagna en handrit gerði Gunnar Gunnarsson, leikmynd og brúður eru eftir Helgu Arnalds, Eyþór Arnalds semur tón- list og leikstjóri er Ása Hlín Svavars- dóttir. Leikendur eru Helga Braga Jónsdóttir, Ásta Arnardóttir og Ell- ert Ingimundarson. Drápa er yfirskrift fjöllistakvölds í Tunglinu 7. júní, þar sem meðal annars verður kynnt uppskrift að klimaxi skynfæranna, sem er í því fólgin að taka ijómann af margmiðl- un og hunangi orðanna, blanda með þurrefnum tækninnar, bragðbæta með ofurlitlum ljósleiðurum, skreyta með tónum, litum og myndum og kveikja svo á trilljón rafrænum kertaljósum. Sýningar Fjölmargar myndlistarsýningar og sýningar af öðrum toga munu setja svip sinn á Listahátíð að þessu sinni. Listasafn íslands hefur riðið á vaðið með sýningu á verkum Eg- ons Schiele og Arnulfs Rainer og í dag verða opnaðar sýningar á verk- um Benedikts Gunnarssonar f Stöðlakoti, á verkum fjögurra er- lendra listamanna í Nýlistasafninu og sýningin Náttúrusýn í íslenskri myndlist á Kjarvalsstöðum. Á morgun hefjast síðan sýningar á verkum Hreins Friðfínnssonar í Galleríi Sóloni íslandusi, Karls Kvar- ans í Norræna húsinu og Banda- ríkjamannsins Carls Andre í Galleríi Annarri hæð. Þá eru sýning Andres Serranos frá Bandaríkjunum á Mokka/Sjónarhóli, sýning bresku listakonunnar Rachel Whiteread í íslenskri gra-fík og sýningin Dauðinn í íslenskum veruleika á Mokka, sem samanstendur af ljósmyndum af látnum, á næstu grösum. Þá má nefna sýningu Roberts Shay, hins bandaríska, sem opnar í Galleríi Úmbru 6. júní. Sýning á verkum Svavars Guðna: sonar verður opnuð í Listasafni ASÍ 7. júní og þann 9. hefst sýning á nýjum steinmyndum Páls á Húsafelli í Listasafni Siguijóns. Á þeirri sýn- ingu verða jafnframt valin verk eftir Sigurjón Ólafsson. Myndhöggvarinn og fjöllistamaðurinn Ragna Róberts- dóttir verður síðan á ferð í Ingólfs- stræti 8 frá og með 6. júní. Eftirsóttir einfarar nefnist sýning sem opnar í Galleríi Horninu 8. júní, þar sem boðið er til stefnumóts við þijá þekkta fulltrúa alþýðulist- ar á Islandi,. Sölva Helgason, Karl Einarsson Dúganon og Isleif Konr- áðsson. Sama dag opnar Jón Axel Björnsson sýningu í Galleríi Borg en þá hefst jafnframt sýning á verk- um breska skáldsins Williams Morris sem tengjast Islandi með málþingi í Þjóðarbókhlöðunni. Við þessa upptalningu er að bæta að Klúbbur Listahátíðar verður opn- aður í Loftkastalanum í kvöld. Fyrir- hugaðar eru uppákomur á hveiju kvöldi en það verður hljómsveitin Rússíbanarnir sem ríður á vaðið. Dagskrá klúbbsins er ekki fastskorð- uð en leitast verður við að bjóða upp á atriði fyrir gesti og gangandi sem taka mið af líðandi stund. Listahátíð í Reykjavík Laugardagur 1. júní „Galdra-Loftur“ Ópera eftir Jón Ásgeirsson. íslenska Óperan: Frumsýning kl. 20. Tolli Gallerí Regnboginn: Opnun kl. 13.00. Silfur í Þjóðminjasafni ís- lands. Þjóðminjasafn íslands: Opn- un kl. 14.00. Irene og Christine Hohen- biichler, Carsten Höller, Dan Wolgers. Nýlistasafnið: Opnun kl. 15.00. Benedikt Gunnarsson. Gallerí Stöðlakot: Opnun kl. 15.00. „Náttúrusýn í íslenskri mynd- íist“. Kjarvalsstaðir: Opnun kl. 16.00. Húbert Nói. Gallerí Sævars Karls: Opnun kl. 17.00. Kocheisen og Hullman. Gangur. „Snagar". Form Ísland/Gallerí Greip: Opnun kl. 15.00. Sigríður Siguijónsdóttir. Loftkastalinn: Opnun kl 17.00. Sunnudagur 2. júní „Lofið Guð í hans helgidóm kristnir menn“. eftir Hafliða Hallgrímsson'. Mót- ettukór Hallgrímskirkju frum- flytur. Hallgrímskirkja: Guðs- þjónusta kl. 11.00. „Eros“. eftir Maureen Fleming. Loftk- astalinn: Frumsýning kl. 20.30. Hreinn Friðfinnsson. Sólon íslandus: Opnun kl. 15.00. Karl Kvaran. Norræna húsið í samvinnu við FÍM: Opnun kl. 16.00. Carl Andre. Önnur hæð: Opnun kl. 17.00. Pia Rakel Sverrisdóttir. Norræna húsið/anddyri: Opnun kl. 17.00. Evgeny Kissin Vladimir Ashkenazy Um sextíu listviðburðir í mánuðinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.