Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 4
4 C LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Laglínan er mitt fag Ný íslensk ópera, Galdra-Loftur eftir Jón Ásgeirsson, verður frumsýnd í íslensku óperunni í kvöld í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Það eru jafnan stórtíðindi þegar íslensk ópera er frumflutt og Orri Páll Ormarsson kom því að máli við tónskáldið sem samdi sína fyrstu óperu tíu ára gamalt. LOFTUR hét skólapiltur einn á Hólum. Hann lagði alla stund á galdur og kom öðrum til þess með sér, þó ekki yrði meira úr því fyrir þeim en kuklið eitt.“ Með þessum orðum hefst íslenska þjóðsagan Galdra-Loftur. Greinir hún frá göldrum Lofts þessa, sem ná hámarki er honum tekst að vekja upp hina fornu Hólabiskupa í því skyni að komast yfir særingabókina Rauðskinnu, sem grafin var með Gottskálk biskupi grimma. Ekki náði Loftur þó bókinni og varð aldr- ei samur maður eftir. í sögulok rær hann til sjávar og „grá hönd loð- in kom upp, þegar bát- urinn var kominn út fyrir landsteinana, og tók um skutinn, þar sem Loftur sat, og dró svo allt saman í kaf.“ Þjóðsaga þessi var kveikjan að samnefndu leikriti Jóhanns Sigur- jónssonar, sem notið hefur ómældrar hylli í íslensku leikhúsi lung- ann úr tuttugustu öld- inni, og nú hefur Jón Ásgeirsson tónskáld gert sér lítið fyrir og samið óperu upp úr leikritinu. Verð- ur hún frumflutt í íslensku óper- unni i kvöld kl. 20. Jón Ásgeirsson er enginn ný- græðingur í tónlist — á að baki farsælan feril sem spannar hátt í sex áratugi. Ungur spreytti hann sig á tónsmíðum og snemma komst óperan í hámæli. „Ég var tíu ára gamall þegar ég byrjaði að semja tónlist, þótt ég kynni náttúrulega ekkert meira en nóturnar. Ég las líka mikið á þessum tíma, meðal annars bókina Jón halti eftir Jónas frá Hrafnagili og út frá henni byrj- aði ég að semja óperu án þess að hafa minnstu hugmynd um hvað ópera var. Þegar ég fór síðan, ellefu ára, að sækja tíma hjá Kristni Ing- varssyni orgelleikara sýndi ég hon- um lögin. Hafði hann gaman af og hjálpaði mér heilmikið við að lag- færa þau og leiðrétta." Varð að læra „teoríu“ Þar með hafði Jón Ásgeirsson lagt sínar fyrstu tónsmíðar í dóm og heilræði Kristins voru þessi: „Þú verður að læra „teoríu", drengur.“ Þetta þóttu Jóni mikil tíðindi en orðið „teoría“ var í huga hans sveip- að miklum ljóma. „Það þýðir nátt- úrulega ekkert annað en tónfræði í þessu tilviki en það vissi ég ekki þá,“ segir Jón. Fimmtán ára lét hann síðan slag standa og hóf nám í tónlistarskóla, fyrst hjá Karli Run- ólfssyni og síðar Victor Urbancic. „Þá fór ég að læra „teoríu“ — hljóm- fræði, kontrapunkt, hljóðfærafræði og tónsmíði." Söngurinn var Jóni þó jafnan of- arlega í huga enda „alinn upp við mikinn söng“ og þegar hann hafði náð sæmilegum tökum á orgelinu fór hann að leika undir þegar heim- ilisfólk tók lagið. „í þessu fólst mik- il æfing sem kom mér meðal ann- ars til góða við nótnalestur. Söngur- inn hefur því alltaf verið mikilvægur í mínu starfi og þegar ég sem tón- list fyrir hljóðfæri syng ég hana jafnan. Við tónsmíðar hlusta ég með öðrum orðum eftir laglínunni en gef blæbrigðum, sem mörg nútímatón- skáld leggja megináherslu á, minni gaum. Laglínan er mitt fag.“ Onnur listgrein, leiklist, togaði einnig snemma í Jón, en sem ungur tónlistarmaður starfaði hann sem píanóleikari við hinar ýmsu upp- færslur í Þjóðleikhúsinu. Söngur og leiklist sameinast í ákveðnu list- formi — óperu. „Auðvitað blundaði óperan alltaf í mér enda er ópera í fullri lengd stærsta gerð af tónverki og hlýtur því alltaf að vera áhugavert við- fangsefni fyrir tón- skáld.“ Fyrsta óperan sem Jón ætlaði að semja var Möttulssaga. „Síðan gerist það að ég er fenginn til að semja fyrir nemendur í Kenn- araháskólanum skóla- óperu, sem flutt var á árshátíð skólans seint á sjöunda áratugnum, og studdist þá við kvæðið Hamarsheimt. í fram- haldi af því var auglýst samkeppni á vegum Þjóðleikhússins um gerð óperu sem flytja átti 1974 í tilefni af 1100 ára afmæli land- náms. Fullvann ég þá óperuna, Þrymskviðu, sem fór með sigur af hólmi í þessari samkeppni." Var Þrymskviða fyrsta íslenska óperan í fullri lengd. Lengi að þróast Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og Jón tekist mörg og mis- munandi verkefni á hendur, svo sem tónlistarkennslu og -gagnrýni, auk þess sem hann hefur verið að „semja eitt og annað“. Fljótlega kviknaði þó hugmynd að næstu óperu — Galdra-Lofti. „Galdra-Loftur var lengi að þróast innra með mér. Verk hafa sitt þró- unarskeið, þótt meginhugmyndin verði til snemma. Það lá hins vegar mjög skýrt fyrir þegar ég sneri mér af fullum krafti að Galdra- Lofti að ég hafði fullgert leikrit og feikilega skemmtilegan sjóð af ljóð- um eftir Jóhann Siguijónsson við að styðjast. Leikrit og ópera eru hins vegar gjörólík form og óperan er að því leyti til erfiðari að flutn- ingstími orðanna er jafnvel fimm- til sexfaldur á lengd miðað við les- inn texta. Það var því að mörgu að huga.“ Tónskáldið lagði lokahönd á Galdra-Loft í árslok 1989. Er óp- eran mikil að umfangi og segir hljómsveitarhandritið, um 700 blaðsíður, sitthvað um vinnuna sem liggur að baki. Reyndar segir Jón að sjálft vinnuferlið, eftir að hann hellti sér út í tónsmíðarnar, hafi alls ekki verið svo langt, að minnsta kosti ekki samanborið við aðfarar- tímann. Mun mesta vinnan hafa farið fram síðasta árið en þá minnkaði hann verulega við sig kennslu í því skyni að öðlast aukið svigrúm. „Það var óhjákvæmilegt.“ Jón segir að tónlistin í Galdra- Lofti sé sambland af nýjum og gömlum vinnuaðferðum, þar sem Jón Ásgeirsson „KUKLIÐ verður fyrir honum (Lofti) mikil synd,“ segir Jón Ás- geirsson. Þorgeir J. Andrésson í hlutverki sínu. LOFTUR vekur upp Gotti DÍSA (Þóra Einarsdóttir) er ástangin af Lofti. hann reyni að samræma hugmynd- ir sínar um lagrænt tólftónaferli og hreina tóntegundabundna tón- list. „Þessi tónlist er fyrst og fremst lagræn. Þótt ég hafi lært margvís- legar aðrar aðferðir i gegnum tíð- ina hef ég ekki getað tileinkað mér þær, enda fæ ég ekki skilið að það sé listrænt markmið að gera til- raunir — umfram það að hvert nýtt verk er í sjálfu sér tilraun. Það verður að standa eitt.“ Þýðing vinnuaðferða Að mati Jóns getur vinnuaðferð- in samt aldrei skipt máli fyrir hlust- andann — einungis fyrir þann sem unnið hefur verkið. „Vinnuaðferðin verður aldrei nothæf skilgreining fyrir almenning og í hæsta lagi skemmtilegt viðfangsefni fyrir fræðimenn. Það hefur vitaskuld mikla þýðingu fyrir tónskáld hvern- ig tóntegund er raðað í hveijum kafla en vitneskja um slíkt skiptir hlustandann engu máli — hún breytir engu um það hvort hann fær notið verksins eður ei. Hlust- andinn hefur því einungis áhuga á því hvort samhengi sé í tónverki — en ekki hvers vegna.“ Er Galdra-Loftur Jóns Ásgeirs- sonar að einhveiju leyti frábrugð- inn Galdra-Lofti Jóhanns Sigur- jónssonar hvað söguþráð varðar? „Fyrir það fyrsta þurrka ég tímann í burtu. Það er ekkert þjóðlegt í tónlistinni og í raun ekki í textanum heldur. Verkið gerist á ónefndum stað á ótilgreindum tíma. Það eina sem minnir á tíma er atriði þegar Dísa biður Ólaf að spretta af hestinum, þar sem hann sé löðr- andi sveittur. Þetta þarf hins vegar ekki endilega að eiga sér stað fyrir tíma bílanna, þar sem hestar eru í tísku í dag,“ segir Jón og bætir við að aukinheldur felli hann ýmsa aðra texta úr smiðju Jóhanns að verkinu. „Þeir eiga ákaflega vel við enda var hann alltaf að yrkja um eitrið í sálinni, samanber: „Bak við mig bíður dauðinn“.“ Að sögn Jóns kemur jafnframt mun færra fólk við sögu í óper- unni. „Ég felli almenninginn að mestu burtu sem persónur en nota ýmislegt úr textanum. Blindi mað- urinn er einn af fáum aukapersón- um sem heldur lífi í verkinu — og fær meira að segja sjónina. Hann kallast nú Gamli maðurinn og hefur það hlutverk að binda saman fyrsta og síðasta kaflann. Hann er dular- fullur maður sem hefur reynslu af því sem Loftur er að fást við. Þá bæti ég við persónu, Andanum, eða samvisku Lofts.“ En hvað um aðalpersónurnar? „Loftur sjálfur er áfram í lykilhlut- verki. Hann er klofinn persónuleiki eða eins og Gottskálk biskup segir í lokin: „Vilji þinn hefur verið klof- inn af hinu illa áður en þú fædd- ist.“ Sjálfur lít ég á Loft sem kleif- huga setinn þráhyggju. Kuklið verð- ur fyrir honum mikil synd, þar sem hugmyndirnar sem ásækja hann eru í andstöðu við raunverulega trú- hneigð hans. Þess vegna er btjál- semi Lofts skiljanleg og hann hlýtur að tortímast í upplifun sinni.“ Hlutverk Steinunnar, Dísu og Ólafs eru jafnframt veigamikil í óperunni. „Steinunn er heilsteypt og sterk alþýðukona sem verður ástfangin af Lofti og gefur honum allt í þeirri von að eignast með hon- um heiminn. Hún brotnar hins veg- ar frekar en að upplifa smán og niðurlægingu; dæmi um stolt hins fátæka og umkomulausa. Vinátta Lofts er Ólafi mikils virði. Svo mikils virði að hann umber ást- arsorg sína til að hljóta að launum vináttu Lofts. Dísa er hins vegar fallegt fiðrildi. Hún er ástfangin af Lofti en lendir í þessari fáránlegu atburðarás og skilur ekki hvað er á seyði.“ Jón ber lof á söngvarana sem MARGIR af fremstu leikur-- um þjóðarinnar hafa í gegnum tíðina spreytt sig á hlutverki Galdra-Lofts. Þorgeir J. Andrésson verður fyrsti söngv- arinn. Segir hann hlutverkið af- skaplega erfitt — eitt það erfið- asta sem hann hafi glímt við en þess má geta að Þorgeir stígur ekki af sviðinu nema í fáeinar sekúndur í öðrum þætti meðan á sýningunni stendur. „Það sem gerir hlutverk Galdra-Lofts erfiðast er að frá upphafi til enda skiptast í sífellu á lýriskir og vægast sagt mjög dramatískir kaflar en mörg hlut- verk eru annaðhvort alltaf drama- tísk eða alltaf Iýrisk,“ segir Þor- geir. „Þetta kemur reyndar ekki á óvart, þar sem Jón Asgeirsson skrifar oft krefjandi tónlist og hlífir ekki söngvurunum. Fyrir bragðið þarf maður að leggja sig allan fram.“ Annað stærsta hlutverkið í sýn- ingunni; Steinunn, er í höndum Elínar Óskar Óskarsdóttur. „Þetta er að mörgu leyti eitt erfið- asta hlutverk sem ég hef fengist við. Þótt Steinunn sé ekki að allan tímann mæðir mikið á henni þegar hún er á sviðinu. Hlutverkið er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.