Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 C 7 Morgunblaðið/Kristinn Vortónleikar Drengja- kórs Laugameskirkju Nýtt gallerí í DAG, laugardag, kl. 16 verður opnað nýtt gallerí á Laugavegi 20b, Klapparstígsmegin, með sýningu á verkum Guðrúnar Einarsdóttur. Guðrún hefur haldið einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. „Ætlunin er að reka galleríið með sýningum á verkum viðurkenndra listamanna og einnig með sýningum á verkum yngra listafólks sem er að hasla sér völl“, segir í kynningu. Galleríið Laugavegur 20b er opið virka daga frá kl. 12-18 og frá kl. 14-18 um helgar. Sýning Guðrúnar stendur til 15. júní. -----» 4 «----- Bíbí og blakan í Þjóðleikhús- kjallaranum BÍBÍ og blakan verður flutt í Lista- klúbbi Þjóðleikhúskjallarans á mánudagskvöld. Bíbí og blakan er eftir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggva- son og var frumflutt í Höfunda- smiðju Leikfélags Reykjavíkur í vetur. „Reyndar vilja höfundar kalla verkið „óperuþykkni" því það má líkja við óperu í fullri lengd sem allur óþarfi hefur veruð „pressaður úr“, svo eftir stendur einungis það sem máli skiptir, tveir dularfullir menn berjast um hylli ungrar og saklausrar stúlku á tunglskins- bjartri nóttu,“ segir í kynningu frá Listaklúbbnum. I hlutverkunum eru: Sóley Elías- dóttir, Kjartan Guðjónsson og Felix Bergsson. Undirleik annast Valgeir Skagfjörð. Eftirsýningu munu að- standendur og þátttakendur í Höf- undasmiðjunni segja frá vinnu sinni og sitja fyrir svörum. --------------- Heimur Guðríð- ar í Keflavíkur- kirkju ÍBÚUM Reykjanesbæjar gefst tækifæri til að sjá leikrit Steinunn- ar Jóhannesdóttur, Heim Guðríðar — síðustu heimsókn Guðríðar Sím- onardóttir í kirkju Hallgríms — í Keflavíkurkirkju á sjómannadag 2. júní kl. 20.30. Með helstu hlutverk í sýningunni fara Margrét Guðmundsdóttir og Helga Elínborg Jónsdóttir, sem báð- ar leika Guðríði á ólíkum æviskeið- um og Þröstur Leó Gunnarsson er í hlutverki Hallgríms. Sölmund, son Guðríðar á barnsaldri, leikur Björn Brynjúlfur Björnsson en Sölmund á unglingsaldri leikur Guðjón Davíð Karlsson. Tónlist er samin og leikin af Herði Áskelssyni en búninga gerir Elín Edda Árnadóttir. Höf- undur leikritsins, Steinunn Jóhann- esdóttir, er einnig leikstjóri. MYNDLIST II o r n i ð UMHVERFISVERK sSNORRI FREYR HILMARSSON Opin alla daga frá kl. 11 -23.30 til 5. júní. Aðgangur ókeypis. UMHVERFISLISTAVERK eru mjög algeng í list samtímans, á stundum í varanlegu formi en mun oftar eru þau sett upp í tilefni viða- mikilla sýninga og listahátíða. , Þannig séð kemur umhverfis- listaverk Snorra Freys Þórissonar vegna Listhátíðar í Reykjavík ekki á óvart. Ei heldur að það byggist á strompum, því í eina tíð voru þeir á hveiju húsi í höfuðborginni og settu sumir sterkan svip á bygg- ingarnar, eins og t.d. strompurinn frægi á byggingu Ölgerðar Egils Skallagrímssonar við Rauðarárstíg, sem enn stendur og brá upp ævin- týralegu sjónhorni við enda götunh- ar er hann var reistur. Það var allt- of lítið af slíkum háleitum og dulúð- Brúðubíll- inn í gang BRÚÐUBÍLLINN, útileikhús Reykjavíkurborgar, verður með frumsýningu í Hallargarð- inum við Fríkirkjuveg þriðju- daginn 4. júní klukkan kl. 14. Brúðubíllinn kemur svo til barnanna í þeirra hverfi, gæsluvöll eða útvistarsvæði. Sýningar eru 2 á dag alla daga vikunnar og hver sýning tekur 30 mínútur. Leikritið í júní heitir „Bibi- di-baddi-di-bú“. þar sýnir Geiri grallari krökkunum í dótakass- ann sinn og þar kennir margra grasa. Trúðurinn Dúskur segir krökkunum söguna af Úlfinum og grísunum þremur. Skrúbb- urinn baðar Lilla og sungið er um dýrin í Afríku. Leikstjóri sýningarinnar er Sigrún Edda Björnsdóttir. Handrit og brúður eru eftir Helgu Steffensen. Vísur samdi Jóhannes Benjamínsson o.fl. Tónlistarstjóri er Magnús Kjartansson og það eru raddir leikaranna Júlíusar Brjánsson- ar, Vigdísar Gunnarsdóttur, Pálma Gestssonar, Sigrúnar Eddu Björnsdóttur og Helgu Steffensen sem heyrast. Helga, ásamt þeim Sigrúnu Erlu Sig- urðardóttur og Frímanni Sig- urðssyni, stjórnar brúðunum á sýningum. Tjöldin eru eftir Þórhall Böðvar Jónsson og búninga gerði Ingibjörg Jóns- dóttir. Upptökustjóri er Pétur Hjaltested. ugum kennileitum hér í borg og þeim hefur frekar fækkað en hitt sbr. Gasstöðina gömlu og geiminn stóra, þar sem nú er tilbreytingar- laus kassabygging, svo og Hegrann niður við höfn, þar sem flest spenn- andi hefur verið burthreinsað. Það er alveg eins og að byggingaryfir- völd séu haldin sömu áráttunni og seminaristar í skólakerfinu, sem vilja samhæfa það, miðstýra og eyða öllum sérkennum. Verki sínu hefur Snorri Freyr gefið nafnið „Þar sem er reykur, þar er eldur undir“ og sýnir drögin í hinum nýja sýningarsal við hliðina á veitingastaðnum á horni Hafnar- og Pósthússtrætis. Hefur Snorri Freyr tekið fyrir þtjár alkunnar byggingar, sem eru Háskólinn, Þjóðleikhúsið og Fiskmjölsverk- smiðjan að Kletti. DRENGJAKÓR Laugarneskirkju er nú að ljúka sínu sjötta starfsári, en hann hefur fram til þessa haft sér- stöðu sem eini drengjakór landsins. Fjöldi kórdrengja er nú 34 og í undirbúningsdeild eru 9 drengir. Alls hafa um 100 drengir tekið þátt í starfsemi hans frá upphafi. Kórstjóri er Friðrik S. Kristinsson. Kórinn hefur komið fram við margvísleg tækifæri, m.a. í jóla- messu biskups í sjónvarpi og að Bessastöðum. Á hverju starfsári heldur hann tvenna tónleika um jól og vor, auk.þess að koma reglulega fram við guðsþjónustur. Drengjakór Laugarneskirkju gaf út sinn fyrsta geisladisk haustið 1994, eftir söngför til Bandaríkjanna, en þar vann kórinn til þriggja verðlauna á alþjóðlegu drengjakóramóti í Tampa í Flórída, KVENNAKÓR Reykjavíkur heldur tónleika í Langholtskirkju sunnudag- inn 2. júní kl. 16. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Addio“ þar _sem kórinn er á leið í söngferð til Ítalíu þann 7. júní. Söngferðin hefst í Róm þar sem kórinn heldur tónleika í St. Ignazio kirkju og þá mun hann syngja hámessu í Péturskirkjunni. Frá Róm heldur kórinn til Flórens og kemur þar meðal annars fram á alþjóðlegri listahátíð. Alls verða 116 kórfélagar í ferðinni auk einsongvara og undirleikara. Á dagskrá tónleikanna á sunnu- Snorri hefur starfað sem’ leik- myndahönnuður frá 1990 og þá einkum hjá Sjónvarpinu og segir framkvæmdina í eðli sínu vera smíði stórrar leikmyndar. Drögin eru mjög vel útfærð, sýningin í sjálfu sér hin áhugaverðasta og vel upp sett þannig að hugmynd gerandans kemur vel til skila. Þó er sá galli á gjöf Njarðar, að fyrstu tvær byggingarnar búa yfir svo sterku svipmóti að hinir sér- stöku og gildu strompar, sem átti að setja á þær eyða þeim frekar og þyngja, en að auka við mögn þeirra og sérkenni. Að auki þarf síður að beina athygli fólks að þess- um uppsprettum menningarinnar, hún er öllum ljós og kyrfilega jarð- tengd í skynsviði þess. Betur tekst upp með strompinn langa á Laugar- nesinu, sem með skreytinu efst fær en það var önnur utanför kórsins. Hann fór sína fyrstu söngför til út- landa 1992. Starfsárinu nú í vor lýkur með vortónleikum, sem haldnir verða sunnudaginn 2. og mánudaginn 3. júní í Laugarneskirkju og hefjast báða dagana kl. 20.30. Föstudaginn 7. júní heldur kórinn í 10 daga tón- leikaför til Svíþjóðar og Danmerkur. í Svíþjóð verður kórinn í boði Drengjakórs Dómkirkjunnar í Gauta- borg og í Kaupmannahöfn verður kórinn í boði danska drengjakórsins. Á báðum stöðum munu kóramir halda sameiginlega tónleika, að auki mun drengjakórinn koma fram í Lise- berg skemmtigarðinum í Gautaborg og á hátíð íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn í tilefni af 17. júní, segir í kynningu. daginn verður veraldleg og kirkjuleg tónlist, innlend og erlend. Frumflutt verður verk eftir Hjálmar H. Ragn- arsson sem nefnist Salve Regina, en það skrifaði hann sérstaklega fyrir Kvennakór Reykjavíkur. Einsöngvari með kómum, bæði á tónleikunum og á Ítalíu, er Sigrún Hjálmtýsdóttir og undirleikarar Svana Víkingsdóttir og Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Stjórnandi kórsins er Margrét J. Pálmadóttir. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og verða aðeins þessir einu tón- leikar. svip af fornri súlu, sem getur vísað til þess að vaki menningarinnar er manndómur og sköpun. Ekki fellst ég með öllu á þann harðsoðna framslátt, að einföld skil- greining á hugtakinu „menning" sé það sem skilur á milli manns og dýrs, því að í dýraríkinu rekumst við á svo undursamlegar reglur og stórkostlega eðlislæga sköpun, að litlu er til að jafna hjá manninum og minnkar með hverju ári. Flestar mikilsverðar uppfinningar á þessari öld eru sóttar í dýra- og jurtaríkið og er þá stórbrotin byggingarlist gleggsta dæmið svo og lögun hvers konar farartækja á lofti, láði og legi. Maðurinn hefur hins vegar stöðugt verið að bijóta þessar regl- ur, og ijúfa lífkeðju sem miljónir ára hefur tekið að þróa. Hér í borg eru til margar bygg- ingar sem óljóst er hvað hafi að geyma og trúlega væri það metnað- arfyllra verkefni að draga það fram sem innan veggja þeirra hrærist, en að rýra sérkenni rismikilla bygg- inga. Bragi Ásgeirsson MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn Mótunarárin í list Ásmundar Sveins- sonar. ■ Kjarvalsstaðir Náttúrusýn í ísl. myndlist til 31. ágúst. Listasafn íslands Veggmyndir Kjarvals i Landsbankan- um til 30. júní. Sýn. á verkum Egon Schiele og Arnulf Rainer til 14. júlí. Gallerí Sævars Karls Húbert Nói sýnir til 27. júní. Gallerí Laugavegur 20b Guðrún Einarsdóttir sýnir til 15. júní. Gallerí Greip Sýning á snögum til 23. júní. Norræna húsið Pia Rakel Sverrisdóttir sýnir í anddyri og kaffistofu. Karl Kvaran í sýningar- sölum til 30 júní. Þjóðminjasafnið Sýning á silfri til sept.loka. Mokka og Sjónarhóll Andres Serrano: Sýn. „Eitt sinn skal hver deyja" til 30. júní. Safn Ásgríms Jónssonar Sumarsýn. á úrvali verka Ásgríms til 31. ágúst. Gallerí Listakot Sigurborg Stefánsdóttir sýnir til 16. júní. Ofeigur listmunahús John Rud sýnir til 9. júní. Listhús 39 Sigríður Júlía Bjarnadóttir sýnir til 10. júni. Gallerí Fold Jóhannes Jóhannesson sýnir til 9. júní. Gerðarsafn Yfirlitssýn. á verkum Barböru Árnason til 9. júní. Gallerí Hornið Snorri Freyr Hilmarsson sýnir til 5. júní. Nýlistasafnið Sýn. Fjörvit til 16. júní. Gallerí Úmbra Lauren Piperno sýnir til 5. júní. Gallerí Gangur Kocheisen og Hullmann til 29. júní. Kirkjuhvoll - Akrancsi Pijónalist eftir Solvi Stornæss til 9. júní. TONLIST Sunnudagur 2. júní Orgelleikarinn Gerhard Dickel í Hall- grímskirkju kl. 17. DrengjakórLaugar- neskirkju í Laugarneskirkju kl. 20.30. Kvennakór Reykjavfkur í Langholts- kirkju kl. 16. Mánudagur 3. júní Drengjakór Laugarneskirkju í Laugar- neskirkju kl. 20.30. Þriðjudagur 4. júní Sumartónleikar í Stykkishólmskirkju. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Þrek og tár lau. 1. júní, lau. Kardemommub. lau. 1. júní, sun., lau. Sem yður þóknast sun. 2. júní, fös. Hamingjuránið sun. 2. júni, fös. í hvítu myrkri fim. 6. júní, fös. Borgarleikhúsið Hið ljósa man lau. 1. júní. Konur skelfa lau. 1. júní. Óskin lau. 8. júní. Féhirsla vors herra - ísl. dansfl. þri. 4. júní, fös. Höfundasmiðjan. Ævintýrið. Hinn dæmigérði tugthúsmatur; lau. 1. júní. Hafnarfjarðarleikhúsið Himnaríki lau. 1. júní. Kaffileikhúsið Grískt kvöld lau. 1. júní. Ég var beðin að koma... fös. 7. júní. „Eða þannig“ lau. 8. júní. Listaklúbbur Leikhúskjallarans „Bí bí og blakan" mán.kv. kl. 20.30. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar vetði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendin 5691181. Skrín & vasar í SMÍÐAR & skart að Skólavörðu- stíg stendur yfir kynning á listmun- um Stefaníu Ástu Gísladóttur. Kynningin stendur út allan júní- mánuð. Á kynningunni eru skrín og vasar, en Stefanía hefur lagt áherslu á hönnun og vinnslu nytja- listmuna. Stefanía lauk námi frá Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1994, hún hefur farið í námsdvöl til Ung- veijalands og tekið þátt í sýningu á vegum handverks í Ráðhúsi Reykjavíkur 1995. Sýningin er opin virka daga kl. 11-18 og 11-14 laugardaga. Strompar Kvennakór Reykjavíkur í Langholtskirkju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.