Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 3
2 D LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA LAUGARDAGUR1. JÚNl 1996 D 3 ÚRSLIT IÞROTTIR Körfuknattleikur Úrslitakeppni NBA Vesturdeild: Utah - Seattle.................118:83 ■ Þar með staðan jöfn í einvígi þeirra, hvort lið með þrjá vinninga. Knattspyrna Vináttulandsleikur Miami, Flcrida: Kolumbía - Skotland...............1:0 Faustino Asprilla (82.).5.000. Íshokkí NHL-deildin Úrslitakeppni Vesturdeildar Colorado - Detroit................4:1 ■ Colorado sigraði þar með í einvíginu 4:2 og leikur til úrslita annað hvort við Pitts- burgh eða Florida. Úrslitakeppni Austurdeildar Florida - Pittsburgh..............4:3 ■ Þar með eru liðin jöfn að loknum sex viðureignum með þrjá vinninga hvort. Tennis Opna franska meistarmótið Einliðaleikur karla, 3. umferð: 6- Yevgeny Kafelnikov (Rússl.) vann Felix Mantilla (Spáni) 6-4 6-2 6-2 13-Richard Krajicek (Hollandi) vann Todd Woodbridge (Ástralíu) 7-5 6-2 6-2 Francisco Clavet (Spáni) vann Guy Forget (Frakkl.) 6-3 7-5 6-3 Jonas Björkman (Svíþjóð) vann Chris Wo- odruff (Bandar.) 7-6 (7-5) 2-6 4-6 7-5 6-4 Scott Draper (Ástralíu) vann Jeff Tarango (Bandar.) 6-1 6-2 6-3 1-Pete Sampras (Bandar.) vann Todd Mart- in (Bandar.) 3-6 6-4 7-5 4-6 6-2 7- Jim Courier (Bandar.) vann Karol Kucera (Slóvakíu) 6-7 (2-7) 7-5 6-4 5-4, Kucera hætti vegna meiðsla. 10-Wayne Ferreira (S-Afríku) vann Renzo Furlan (ítalfu) 6-7 (5-7) 7-5 6-1 7-5 Einliðaleikur kvenna, 3. umferð: 4-Arantxa Sanchez Vicario (Spáni) vann Elena Likhovtseva (Rússl.) 6-0 6-0 13-Magdalena Maleeva (Búlgaríu) vann Miriam Oremans (Hollandi) 6-2 6-1 10-Jana Novotna (Tékkl.) vann Elena Mak- arova (Rússl.) 6-1 7-5 Barbara Rittner (Þýskal.) vann 12-Mary Pierce (Frakkl.) 6-4 6-2 6-Anke Huber (Þýskal.) vann Sarah Pitkowski (Frakkl.) 6-2 6-2 1-Monica Seles (Bandar.) vann Sabine App- elmans (Belgíu) 6-2 7-5 Irina Spirlea (Rúmeníu) vann 8-Brenda Schultz-Mccarthy (Hollandi) 6-3 3-6 6-2 Karina Habsudova (Slóvakíu) vann 15- Martina Hingis (Sviss) 4-6 7-5 6-4 Golf LEK-mót Mótið var haldið á Sandgerðisvelli 18. maí. Helstu úrslit: Karlar 55 ára og eldri: 1. Karl Hólm, GK 75 2. Sigurður Albertsson, GS 80 3. -4. Ingólfur Bárðarson, GOS 81 3.-4. Þorbjörn Kjerbo, GS 81 3.-4. Birgir Sigurðsson, GK 81 Karlar 55 ára og eldri m/forgjöf: 1. RúnarHallgrímsson, GS 65 2. Karl Hólm, GK 67 3. Birgir Sigurðsson, GK 68 Karlar 50-54 ára: 1. Skúli Ágústsson, GA 80 2. Jón Guðmundsson, GG 81 3. Jóhann Reynisson, NK 82 Konur 50 ára og eldri. A fl. m/forgjöf: 1. GerðaHalldórsdóttir, GS 7,0 2. Guðfmna Sigurþórsdóttir, GS 80 Konur 50 ára og eldri. B fl. m/forgjöf: 1. Lydia Egilsdóttir, GSG 67 2. Margrét Vilhjálmsdóttir, GSG 71 3. Kristjana Eiðsdóttir, GG 75 LEK-mót á Hólmsvelli 24.-25. maí. Stigamót til landsliðs. 55 ára og eldri án forgjafar: 1. Siguijón Gíslason, GK 152 2. Sigurður Albertsson, GS 155 3. Óttar Yngvasson, GR 157 4. -6. Gunnar Sólnes, GA 158 4.-6. Karl Hólm, GK 158 4.-6. Baldvin Jóhannsson, GK 158 55 ára og eldri m/forgjöf: 1. Eiður A. Gunnarsson, GK 133 2. Sverrir Einarsson, NK 136 3. Júlíus Sólnes, NK 137 4. Ólafur A. Ólafsson, NK 137 50-54 ára karlar: 1. Skúli Ágústsson, GA 147 2. Sigurður Hólm, GK 161 3. Guðlaugur Gíslason, GK 172 Konur 50 ára og eldri - A fl. m/forgjöf: 1. Gerða Halldórsdóttir, GS 144 2. Guðbjörg Sigurðardóttir, GK 151 3. Sigríður Matthisen, GR 151 Konur 50 ára og eldri - B fl. án forgjaf- ar: 1. Kristín Zöega, GR 140 2. Lydia Egilsdóttir, GSG 150 3. Amheiður Jónsdóttir, GOS 180 Viktor Sturlaugsson GR vann það afrek að fara holu í höggi á 3. braut (Bergvík- inni). Þá munaði 2 sm að hann færi einnig holu í höggi á 13. braut. Skúli Ágústsson GA lék mjög vel síðari daginn, en þá lék hann holumar 72 á 70 höggum, eða tveimur undir pari. Frjálsíþróttir Meistaramót íslands Fyrri hluti Meistaramót íslands var haidið á Laugardalsvelli 27. og 28. maí og var framkvæmd mótsins í höndum FH. úrslit voru sem hér segir. 4 x 800 m boðhlaup karla: FH..............................8.28,36 ÍR..............................8.46,22 FHpiltar.......................10.12,89 3 x 800 m boðhlaup kvenna: FH..............................7.27,72 HSK.............................7.43,01 ÍR..............................7.51,70 4 x 1500 m boðhlaup karla: FH.............................18.01,22 ÍR.............................18.36,28 FHpiltar.......................21.36,02 10.000 m hlaup karla: Sigmar Gunnarsson, UMSB........32.15,04 Jóhann Ingibergsson, FH........32.23,91 Daníel Guðmundsson, Ármanni....33.43,02 Sjöþraut kvenna: Sigríður A. Guðjónsdóttir, HSK ....4662 stig Kristín Gunnarsdóttir, H_SK.....3736 stig Elín Rán Björnsdóttir, ÚÍA......3556 stig Sjöþraut meyja: TinnaPálsson, HSK...............3361 stig Hilda G. Svavarsdóttir, FH......2893 stig Lovísa Hreinsdóttir, HSK........2696 stig Tugþraut karla: ÓlafurGuðmundsson, HSK..........6626 stig Theodór Karlsson, UMSS..........5802 stig Ingi Þór Hauksson, UMFA.........5552 stig Tugþraut drengja: SveinnÞórarinsson, FH...........5437 stig Örvar Ólafsson, HSK.............5298 stig Tugþraut sveina: Víðavangshlaup Grindavíkur verður haldið laugardaginn 1. júní kl. 11: OO árdegis og er liður í hátíöahöldunum vegna sjómannadagsins. Hlaupnar veröa tvær vegalengdir: Skemmtiskokk 3,5 km án tímatöku Víðavangshlaup 10 km tímataka og aldursflokkar: 18 ára og yngri 19 ára - 39 ára 40 ára - 49 ára 50 ára og eldri bæði kyn Útdráttarverðlaun verða í skemmtiskokki Þeir sem Ijúka hlaupi fá þátttökupening, boi og afslöpun í hinni glæsilegu sundlaug Grindvíkinga, þar sem harðsperrur og þreyta líða úr skrokknum á skömmum tíma,svo þátttakendur geti tekist á við önnur skemmti- og afþreyingaratriði hátíðahaldanna. Þátttökugjald kr. 600- fyrir fullorðna og kr. 300- fyrir börn. Fjölskylda sem tekur þátt greiðir kr. 1200-. Rafn Ámason, UMFA.............5302 stig Birgir Sigmundsson, UMSS......4530 stig Sigurður A. Bjömsson, UMSS....3934 stig Keila íslensku landsliðunum í keilu gekk vel á Evrópumótinu í Helsinki í fyrradag. Kvennaliðið sigraði í þremur viðureignum af fjórum og karlaliðið hafði betur í ljórum af sex leikjum. Eftir þessa leiki var kvenna- liðið komið í 12. sæti af 18 þjóðum og karl- aliðið í 13. sæti af 22 landsliðum. íslensku konurnar hófu daginn á að leggja Belga, 979:906, en tapaði næsta leik gegn Austurríki, 805:926, en beit í skjaldar- rendurnar í framhaldinu og bar sigurorð af fsrael í jöfnum leik, 887:883, og því hollenska, 1000:897. Karlaliðið tapaði fyrsta leiknum gegn Spánveijum, 859:981, en sneri taflinu við gegn Sviss og hafði betur, 1016:995. Því næst voru heimamenn lagðir að velli í æsi- spennandi leik, 987:984, en því næst tapað- ist leikur gegn ítölum, 980:1030. Loks sgir- aði íslenska sveitin tvo síðustu leikina, Möltu 986:913 og Skota 970:959. f keppni einstaklinga er Guðný Helga Hauksdóttir efst íslendinga í 27. sæti og Elín Óskarsdóttir er í 32._sæti. Hjá körlun- um stendur Stefán Ingi Óskarsson best að vígi, er í 24. sæti og Ásgrímur H. Einars- son er í 27. sæti. UM HELGINA Knattspyrna Laugardagur: EM 21 árs liða: Kaplakríki: ísland - Mekedónia.........14 Undankeppni HM: Laugardalsv.: ísland - Makedónía.......20 4. deild: Hólmavík: Geislinn - Bolungarvík.......14 Patreksf.: Hörður - BÍ.................14 Sindravellir: Sindri - LeiknirF........20 Bikarkeppnin, 2. umferð: Neskaupss.: Þróttur - Höttur...........14 Mánudagur: Akranes: ÍA 23 - keflavík 23...........20 Blönduós: Hvöt- Magni..................20 Dalvík: Dalvík - Tindastóll............20 Valbjarnavöllur: Fram 23 - Ökkli.......20 Gindavík: GG - Ægir....................20 Smárav.: Grótta - Breiðablik 23........20 ÍR-völlur: ÍR - KR 23..................20 Kaplakriki: FH 23 - Valur 23...........20 Kópavogsvöllur: HK - Stjarnan 23.......20 Leiknisvöllur: Leiknir R. - Reynir S...20 Þórsvöllur: Þór Ak. 23 - Völsungur.....20 Varmá: Afturelding - Víkingur Ó........20 Víkingsv.: Víkingur- Selfoss...........20 Siglingaíþróttin kynnt í dag KYNNING á siglingaíþróttinni verður í dag í Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjavík og á Akureyri. Dagskrá verður hjá siglinga- klúbbum á viðkomandi stöðum frá kl. 13 til 18. Kynning á brettasiglingum fer fram á Seltjarnarnesi jafnhliða svigmóti sem fyrir- hugað er að halda í dag og á morgun. Stað- setning fer eftir vindátt; verði áttin norðlæg verða brettamenn norðanmegin á Nesinu o.s.frv. Á Akureyri verður félag siglingamanna, Nökkvi, með kynningu á starfsemi félagsins og fyrirhuguðum námskeiðum sumarsins. f Reykjavík kynnir Brokey starfsemi sína og kjölbátasiglingar i Austurbugt við Ing- ólfsgarð. Þar verður fólki gefínn kostur á að fara í stutta siglingu. f Nauthólsvík kynna kænumenn úr Brokey þann þátt starfsins. f Kópavogi býður Ýmir upp á siglingu á tveimur 26 feta bátum. Á félagssvæðinu við Vesturvör verður félagið kynnt og nám- skeið sumarsins auk bamastarfs sem félag- ið rekur í samráði við Kópavogsbæ. I Hafnarfirði kynnir Þytur starfsemi sína og verða Þytsmenn með aðstöðu í Víkinga- tjaldinu á lóð Fjörakráarinnar. Fólki verður boðið í stutta siglingu frá flotbryggjunni þar fyrir framan. FELAGSLIF 60áraafmæli UMF Selfoss SEXTÍU ár eru liðin í dag frá stofn- un Ungmennafélags Selfoss og af því tilefni verður sérstök afmælisdagskrá í bænum. Skrúðganga verður frá íþróttavellinum kl. 14 undir forystu Lúðrasveitar Selfoss, gengið upp Engjaveg, niður Rauðhoit og Austur- veg að hótel Selfossi þar sem sunginn verður afmælissöngur. Allir bæjarbú- ar og velunnarar verða þar velkomn- ir til þátttöku en stærstan svip munu setja á gönguna glæsilegur æskulýð- ur staðarins, auk foreldra, segir í til- kynningu frá afmælisnefnd. Þeir sem hafa eignast nýjan galla félagsins eru hvattir til að nota hann við þetta tækifæri. Ungum sem öldnum er síð- an boðið í afmæliskaffi á hótel Sel- fossi. Aðalfundur Fram Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Fram verður haldinn í Framheimilinu fimmtudaginn 6. júní kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Verðum að horfa á hlutina í réttu Ijósi „Við getum verið ágætlega bjartsýnir á * framtíðina. A undanfömum ámm hefur ver- * ið jákvæð þróun í knattspyrnunni á Islandi,“ segir Guðni Bergsson, fyrirliði landsliðsins í viðtali við Sigmund Ó. Steinarsson. „Hvað landsliðið varðar þá er enginn vafí á að við höfum verið að bæta okkur jafnt og þétt. Ef góð knattspyma, liðsheild og barátta fer saman, hef ég trú á að okkur eigi eftir að ganga vel í undankeppninni. Stuðningur áhorfenda hefur mikið að segja í þeirri bar- áttu sem framundan er.“ Stór stund rennur upp á Laugardalsvellinum í kvöld. íslenska landsliðið tekur á ný þátt í undankeppni HM og miklar væntingar eru gerðar til liðsins, eins og á undanförnum árum. Knattspyrnuunnendur eru byijaðir að ræða um stöðu íslenska lands- liðsins, velta fyrir sér hvaða mögu- leikar eru fyrir hendi á að liðið komst í lokakeppni HM í Frakk- landi 1998. Miklar breytingar hafa orðið á leik landsliðsins á undan- förnum árum og liðið var ekki langt frá því að ná að tryggja sér sæti í HM á Ítalíu 1990 og í Banda- ríkjunum 1994. Hvað segir Guðni Bergsson, fyrirliði landsliðsins? „Við getum verið ágætlega bjart- sýnir á framtíðina. A undanförn- um árum hefur verið jákvæð þróun í knattspyrnunni á íslandi, þar sem leikmenn hafa verið að æfa meira en áður fyrr, leikmenn hafa lagt harðar að sér og eru í betri líkam- legri æfingu. Það hefur verið að skila sér smátt og smátt í betri knattspyrnu. Hvað landsliðið varð- ar þá er enginn vafi á að við höf- um verið að bæta okkur jafnt og þétt. Það má segja að ákveðin þróun hafi byijað þegar Þjóðveij- inn Siegfried Held tók við landslið- inu og þegar Ásgeir Elíasson var við stjórnvölin hafi liðið leitast við að leika betri knattspyrnu en áður fyrr - leikið knettinum meira með jörðinni. Það tókst og liðið náði að leika betri knattspyrnu en það gerði á árum áður og úrslitin hafa, þegar á heildina er litið, batnað og við höfum verið að ná betri árangri en áður fyrr. Árangurinn undir stjórn Ásgeirs er sá besti sem landsliðið hefur náð. Þar ber hæst síðustu heimsmeistarakeppni þegar við urðum í þriðja sæti í okkar riðli, náðum fimmtíu pró- sent árangri og vorum með já- kvæða markatölu í fyrsta sinn. Við náðum ekki alveg að fylgja því eftir í undankeppni Evrópu- keppni landsliða. Það nú þannig með þróunina, ekki alltaf bein lína upp á við,“ sagði Guðni. Guðni sagði að alltaf væru ein- hveijar breytingar á landsliðshóp- um frá ári til árs, nýir leikmenn kæmu fram í sviðsljósið, leikmenn sem væru tilbúnir að leggja hart að sér til að leika fyrir hönd ís- lands. „Enginn getur bókað fast sæti fyrirfram í liðinu, sem er af því góða. Samhliða því að leika betri knattspyrnu verðum við að ná upp góðri baráttu. Barátta og góður liðsandi hefur alltaf verið og á að vera okkar aðalsmerki. Þegar barátta og kraftur er til staðar, getum við gert enn betur inni á vellinum. Enginn má eða getur leyft sér að slaka á þegar á hólminn er komin.“ Baráttuviljinn verður að vera til staðar Knattspyrnan er skemmtun og því hlýtur að gefa auga leið, að það er meiri skemmtun fyrir knatt- spyrnumenn að leika knettinum, en að vera oftast á hlaupum án knattar, eins og vildi brenna við á árum áður í iandsleikjum íslands? „Það er óneitanlega mun skemmtilegra, enda gengur knatt- spyrnan út á það að lejka knettin- um manna á milli. Ég man að þegar ég var að byija í landsliðs- hópnum og taka mín fyrstu skref með landsliðinu 1984, var liðið, þrátt fyrir að vera með marga góða leikmenn innanborðs, að leika stórkarlalega knattspyrnu á köflum. Það var þá ljóst að nauð- syn var að Ieggja áherslu á að reyna að ieika betri knattspyrnu, fá knöttinn meira niður á jörðina. Það hefur tekist af mörgu leyti, en á móti verðum við að gæta okkar að hafa baráttuna í för með okkur. Ef landsliðið á að ganga vei, þarf baráttuviljinn að vera til staðar.“ Er hægt að ætlast til mikils af íslenskum knattspyrnumönnum í keppni eins og HM og EM, þegar keppt er við þjóðir sem eiga stór- fylkingar af snjölium leikmönnum, sem eru á ferðinni allan ársins hríng í keppni í sterkustu deildar- keppnum heims? Eru of miklar kröfur gerðar til landsliðsins? „Með réttu eigum við að eiga litia möguleika á að leika með þeim stóru. Kröfur eru einn þáttur í þessu, sem hverfur auðvitað ekki. Mér finnst gott að fá gagnrýni og auðvitað verðum við að fá gagn- rýni. íslendingar eru almennt kröfuharðir á sitt fólk í hveiju sem er og það má segja að það sé vel, en menn verða á stundum að doka aðeins við, líta á hlutina í réttu ljósi. Það mun ekki hverfa að við erum ekki nema 265 þúsund íbú- ar, með aðstæður sem eru ekki góðar - vetrarríki og vallarað- stæður. Það mun alltaf gera okkur erfitt fyrir, þannig að þegar þetta er tekið inn í myndina, þá held ég að við getum verið ánægðir með hvað við höfum þó náð langt á undanförnum árum. Við viljum auðvitað gera enn betur, halda áfram að bæta okkur í knattspyrn- unni sem öðru.“ HM er takmarkið í framhaldi af þessu, þá á það ekki að vera raunhæft að ísland taki þátt ílokakeppni HM eða EM. „Ef þú myndir spuija einhvern utanaðkomandi þessarar spurn- inga, segðu þeir um leið. „Nei, það er takmark sem ætti að vera fyrir utan markmiðs landsliðs íslands." Við erum enn á ný að leggja af stað í undankeppni heimsmeist- arakeppninnar og alla knatt- spyrnumenn dreymir um að fá að vera með í hátíðarhöldunum í Frakklandi 1998. Við hugsum þó ekki til Frakklands, heldur leggj- um við áherslu á að taka einn leik okkar fyrir í einu og sjá hvað ger- ist, ná sem bestum árangri. Hitt verður síðan að koma í ljós, hvort árangur okkar sé nægilega góður til að framhald verði á.“ Það er næsta víst, að það verð- ur pressa á landsliði íslands og þjálfara liðsins, margir eru tilbún- ir að koma fram og segja sitt álit, ef ekki gengur vel. Eins og í Þýskalandi, þar sem fyrrum fyrir- liði þýska landsliðsins Lothar Mattháus, hefur gert harða hríð að landsliðinu, hafa fyrrum lands- liðsmenn Islands oft ekki látið sitt eftir liggja við að gagnrýna, oftast eftir á. Þetta er nokkuð sem lands- liðsþjálfari og landsliðsmenn verða að búa við. Hvað segir Guðni um það? „Það er nauðsynlegt að fá gagnrýni, en ég vil að hún verði jákvæð, raunsæ og uppbyggileg. Það er sú gagnrýni sem kemur landsliðinu að bestum notum. Ég tel að umfjöilunin eigi að vera á jákvæðum nótum, við eigum við ramman reip að draga, þurfum á öllum styrk okkar að halda til að vel fari. Öll umfjöllun smitar út frá sér og hefur oft áhrif á áhorf- endur. Ég man eftir því, fyrir ekki nema fimmtán árum, þegar ég trylltist af fögnuði í stúkunni, ásamt hinum áhorfendunum, þeg- ar landsliðið fékk innkast inni á vallarheimingi andstæðinganna. Gerurn alltaf okkar besta Við erum ekki að biðja um þá tíma aftur, sem sýnir að okkur hefur fleytt fram. Vonandi getum við leikmennirnir verið jákvæðir og lagt okkur alla fram inni á vellinum og að fólk veiti okkur stuðning í því sem við erum að fást við hveiju sinni vitandi það að við erum að gera okkar besta. Það verður síðan að koma í ljós hvað langt það dugar.“ Þegar dregið var í riðla í undan- keppni HM, voru ekki allir ánægð- ir með mótheija íslendinga - vildu fá sterkari og frægari andstæð- inga til að glíma við, andstæðinga sem væru þekktir. Þegar að er gáð geta Islendingar vel við unað, því að möguleikarnir eru góðir á að ná sem lengst, þar sem ieikið er gegn þremur landsliðum sem eru svipuð að styrk og jafnvel tveimur liðum sem eru veikari. Hefur það ekki góð áhrif á landsliðsmennina að leika gegn jafningjum? „Það reikna allir með því að baráttan um efstu sætin í riðlinum standi á milli Rúmeníu og írlands, en ísland beijist um þriðja sætið við landslið Makedóníu, Litháen og Liechtenstein. Spádómar skipta í sjálfu sér engu máli fyrir okkur. Það sem skiptir mestu máli fyrir okkur er að byija vel í þeirri bar- áttu sem er framundan - ná viðun- andi úrslitum gegn Makedóníu á heimavelli. Við eigum að vinna báða leikina gegn Liechtenstein og vonandi náum við að knýja fram aðra sigra, það kemur í ljós. Þó svo að riðillinn sé ekki „stjörn- uriðill“ á pappírnum, gefur hann okkur ákveðna möguleika. Það er þó erfitt að meta þá möguleika fyrirfram, þar sem við vitum svo lítið um landslið Makedóníu og Litháen, einnig hvar við stöndum gagnvart liðum Rúmeníu og ír- lands. Við verðum fyrst og fremst að byggja upp sterkan heimavöll með stuðningi áhorfenda og fagna síðan ef vel gengur á útivöllum. Aðalatriðið er að menn horfi á hlutina í réttu ljósi hverju sinni. Mér þótti einkennilegt um árið, þegar ég var spurður: „Hvers vegna misstuð þið leikinn gegn Rússum niður í jafntefli? Þá fannst mér að ekki hafi verið spurt af sanngirni, því að Rússar eiga eitt af betri landsliðum Evrópu. Það er erfitt fyrir okkur að halda út og vera betri en Rússar í níutíu mínútur, þó svo að á heimavelli sé. Mér fannst einnig einkennilegt að heyra gagnrýsnirraddir í jafnte- flisleik gegn Svíum, bronsliðinu í HM í Bandaríkjunum, í Svíþjóð. Sumum fannst leikur íslenska liðs- ins neikvæður. Þetta sýnir að menn verða að hugsa málið og meta stöðuna í réttu ljósi.“ Stuðningur áhorfenda hefur mikið að segja íslenska landsliðið hefur leikið fjóra landsleiki á árinu og var byrjunin ekki gæfuleg - stórtap gegn Slóveníu á Möltu, 1:7. Síðan kom ágætur leikur gegn Rússum, 0:3, og sigur á Möltubúum, 4:1. landsliðsmennirnir sýndu þá ákveðinn styrk, að brotna ekki niður við skellinn gegn Slóveníu, koma sterkir til leiks gegn Rússum og leggja Möltubúa síðan örugg- lega. Eftir það kom öruggur sigur á Eistlandi í Tallinn, 3:0, en Eist- lendingar gerðu jafntefli gegn Grikkjum heima í vikunni, 0:0. Sýnir þetta ekki að landsliðshópur- inn er samtaka um að gera betur? „Þetta er mjög góður vitnis- burðir fyrir þjálfara liðsins og leik- mannahópinn. Leikurinn gegn Slóveníu var geysilegt áfall. Það er alls ekki auðvelt eftir stóran skell, að rétta úr kútnum á stuttum tíma. Það tókst og sýnir að við erum ákveðnir að bæta okkur. Við höfum verið að leika betri knatt- spyrnu á undanförnum árum - undir stjórn Ásgeirs og nú Loga. Við viljum nú leggja mesta áherslu á að baráttan og liðsheildin sé ríkulega fyrir hendi. Það er það sem við getum haft fram yfir aðr- ar þjóðir. Ef góð knattspyrna, liðs- heild og barátta fer saman, hef ég trú á að okkur eigi eftir að ganga vel í undankeppninni. Stuðningur áhorfenda á Laug- ardalsvellinum hefur mikið að segja í þeirri baráttu sem fram- undan er,“ sagði Guðni Bergsson, sem verður í sviðsljósinu á Laugar- dalsvellinum í kvöld, í leik sem knattspyrnuunnendur bíða sjiennt- ir eftir - fyrsta landsleik Islands gegn Makedóníu. Sigurður Jónsson í góðri æfingu eftir byrjunarörðugleika í Svíþjóð íslendingar hafa oft farið langt á stoltinu ________________ Sigurður Jónsson hefur verið lykii- maður í landsliði íslands um ára- bil. Hann söðlaði um fyrir yfirstandandi keppnistímabil og hélt til Svíþjóðar þar sem hann leikur með Örebro, eftir fjög- ur glæsileg sumur með ÍA. Hann seg- ist vera að komast í mjög góða æfingu eftir svolitla byijunarörðugleika ytra. „Ég hef aldrei verið grennri síðan ég fór fyrst út, til Sheffield Wednesday 1985,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið en haft var á orði á landsliðsæfingu hve spengilegur hann væri. „Það var frekar lítil keyrsla á æfingunum hjá Örebro í vetur en nú er kominn meiri kraftur í þetta og ég finn mikinn mun á mér eftir það. Ég er ánægður með í hvernig formi ég er í dag - ég held það geti varla verið betra. Hann segist telja liðið hafa leik- ið nokkuð vel- í vor, framherji sem keyptur var hafi verið iðinn við að skora en hafí síðan meiðst og það komið mik- ið niður á leik liðsins. Sá hafi svo verið að koma inn í liðið að nýju undanfarið. „Við höfum endurskipulagt leik okkar svolítið því áður héldum við boltanum ekki nógu vei. En mér líkar vel þarna og þegar svo er, þó heldur illa gangi í fótboitanum, er allt í lagi. Það tekur tíma að venjast þessu, hraðinn er meiri og leikirnir jafnari en hér heima en tveir síðustu leikir hafi verið mikið betri, bæði hjá liðinu og mér persónulega." Sigurður sagðist bíða spenntur eftir landsleiknum í kvöld. „Ég hef ekki hugsað neitt um þessa keppni í heild, möguleika okkar og þess háttar. Ég er hættur því vegna þess að það þýðir ekkert heldur verður að taka eitt verk- efni í einu. Hugsa um þennan eina leik og ekkert annað,“ sagði Sigurður. „Við vitum ekki mikið um mótheijana nú, en ég býst þó við að þeir verði verðug- ir andstæðingar. Það sýndu þeir í síð- ustu keppni. Og ég er viss um að það verður gaman að spila - maður er allt- af bestur á laugardagskvöldum! Ég hlakka mikið til leiksins." Getur orðið skemmtilegt Sigurður sagði bardagann í kvöld geta orðið góðan og skemmtilegan „ef allir leggja sig fram hundrað prósent. Þegar það hefur brugðist vitum við að úrsiitin hafa ekki verið góð. Við búum í litlu landi og það hefur sýnt sig að ef hjartað er ekki á réttum stað og hugur fylgir ekki máli getur illa farið.“ Finnst þér að of oft hafi komið fyrír að menn leggi sig ekki nægilega vel fram? „Það hefur of oft gerst eftir leiki að menn hafa sagt að ef þeir hefðu lagt sig betur fram hefðu úrslitin orðið önn- ur og betri. Það sem við þurfum að gera nú er að hætta að tala um þetta, koma ákveðnir til leiks og standa okk- ur.“ Sigurður var með í öllum fjórum landsleikjunum sem farið hafa fram í vetur síðan Logi Ólafsson tók við stjórn- inni. Sigurður var spurður hvort hann skynjaði markverðar breytingar á liðinu frá því áður en svaraði því til að hann hefði ekki hugsað mikið um það, t.d. miðað við síðustu keppni, undankeppni EM í Englandi. „Það borgar sig varla. Sú keppni er búin og ekki hægt að spila hana aftur. Leikurinn á laugardag [í kvöld] er það sem skiptir máli og ég vil ekki vera að hugsa um fortíðina í því sambandi." Sigurður ítrekaði að berlega hefði komið í ljós í leikjum undanfarið að „þegar allir eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum, sérstaklega á Möltu í vetur - þar sem byrjunin var reyndar ekki góð - getum við spilað vel. Mér finnst meiri samheldni í liðinu nú en oft áður. Enda er kjarninn sá sami og undanfar- in ár og kominn viss reynsla í hópinn; menn þekkjast mjög vel. Ég hef þvi engar áhyggjur af því að okkur gangi ekki vel, ef allir leggja sig fram. Eg held allir hlakki til leiksins og það skipt- ir máli. Ef menn fara að kvíða leik er það slæmt því það á að vera gaman að spiia fótbolta. Stoltið hjá okkur ís- lendingum er mikið og við höfum oft farið langt á því.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.