Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D tratmliIfiMfe STOFNAÐ 1913 123.TBL.84.ARG. SUNNUDAGUR 2. JUNI1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ALEIÐAMIÐIN Tékkland Klaus með örugga forystu Prag. Reuter. VACLAV Klaus og flokkur hans, Lýðræðislegi borgaraflokkurinn (ODS), bættu við sig nokkru fylgi í þingkosningunum í Tékklandi á föstudag og laugardag, samkvæmt útgönguspám er birtar voru síðdeg- is í gær. Samkvæmt spám, sem birtar voru í ríkissjónvarpinu og á einka- stöðinni TV-NOVA, fær flokkur Klaus um 33% atkvæða en Jafnað- armannaflokkurinn, sem hagfræð- ingurinn Milos Zeman veitir for- ystu, einungis um 23-24%. Spáði sjálfur 30% Klaus hafði sjálfur spáð því í gær, áður en kjörfundi lauk, að flokkur sinn fengi um 30% at- kvæða. Kannanirnar voru unnar af tékk- neskum og þýskum stofnunum. Verði niðurstöður kosninganna í samræmi við útgönguspárnar ætti fjögurra flokka hægristjórn Klaus að halda velli. Samkvæmt tölvuspám sjónvarpsstöðvanna átti stjórn Klaus að fá fímm þingsæta meirihluta. Barist í Tsjetsjníju Moskvu. Reuter. BARDAGAR brutust út milli rúss- neskra hersveita og tsjetsjenskra skæruliða í suðurhluta héraðsins Nozhai-Yurt í gær þrátt fyrir að vopnahlé hafi tekið gildi á mið- nætti aðfaranótt laugardagsins. „Það er barist af mikilli hörku," sagði Vacheslav Tikhomirov, æðsti yfirmaður rússneska heraflans í Tsjetsjníju, í samtali við rússneska sjónvarpið. Hann sagði skæruliða hafa ráðist á rússneska hersveit og hefði hún svarað árásinni. „Herinn hefur svarað skothríðinni og ætlar að drepa þessa stigamenn," sagði Tikhomirov. Movladi Udugov, talsmaður skæruliða, sagði í samtali við .Reuíer-fréttastofuna að rússneskar árásarþyrlur hefðu skotið eldflaug- um á stöðvar skæruliða. Vopnahléssamkomulagið var undirritað á mánudag og áttu frek- ari viðræður að eiga sér stað í gær. Þeim hefur verið frestað. Arabaríki hvetja Netanyahu til að halda friðarferlinu áfram Sýrlendingar segja frið vera eina kostinn Damaskus, Amman, Washington. Reuter. SÝRLENSK stjórnvöld sögðu á laug- ardag að ekki væri neins annars kostur en að halda friðarferlinu í Mið-Austurlöndum áfram. Hvöttu þau bandarísk stjórnyöld til að boða til nýrra viðræðna ísraela og Sýr- lendinga sem fyrst. Blaðið a\- Thawra, hin opinbera málpípa stjórn- arinnar, tók hins vegar skýrt fram að viðræðurnar yrðu að vera á þeim grundvelli að iand yrði Iátíð af hendi í staðinn fyrir frið, líkt og verið hefði frá því viðræðurnar hófust árið 1991. Benjamin Netanyahu, leiðtogi Likudbandalagsins, er sigraði Shim- on Peres í kosningum um forsætis- ráðherraembættið í ísrael á miðviku- dag, sagði hvað eftir annað fyrir kosningarnar að ekki kæmi til greina að afhenda Sýrlendingum Gólan- hæðir á ný. Al-Thawra sagði að í augum Sýrlendinga væri h'till munur á Verkamannaflokknum og Likud og minnti á að friðarviðræðurnar hefðu hafist í stjórnartíð Likud. Hussein bjartsýnn Hussein Jórdaníukonungur sagði í gær að hann væri bjartsýnn á fram- hald friðarþróunar og að ferlið myndi halda áfram undir stjórn Netanya- hus. Hann sagðist hlakka til að starfa með Netanyahu. „Ég held að mögu- leikarnir séu til staðar og að þeir séu miklir og við lítum framtíðina von- góðum augum," sagði Hussein við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN Konungurinn sagði ekki ástæðu til að gera of mikið úr kosningunum og halda því fram að ísraelar hefðu kosið að leggja frekari friðaráform á hilluna. Jórdönsk stjórnvöld höfðu fyrir kosningarnar greint frá því bak við tjöldin að þau hefðu frekar kosið að Peres yrðí áfram víð völd. Arabaríki við Persaflóa greindu frá því í gær að þau myndu áfram styðja friðarferlið ef Netanyahu starfaði áfram að friði. Bandaríska blaðið The Washing- ton Post sagði á laugardag að Yass- er Arafat, leiðtogi Palestínumanna, „væri í losti" vegna úrslita kosning- anna. Hafði blaðið eftir vestrænum stjórnarerindreka, er rætt hafði ítar- lega við Arafat, að hann hefði sagt að ísraelar hefðu greitt atkvæði gegn friði. „Þeir vilja frið við Jórdan- íumenn, þeir vilja frið við Egypta en þeir vilja ekki frið við Palestínu- menn," var haft eftir Arafat. Palestínuleiðtoginn var sagður svartsýnn á framhald og óttast að friðarferlið myndi stöðvast. I yfirlýsingu frá Arafat, sem tals- maður hans las upp í gær, er Net- anyahu hvattur til að „halda friðar- ferlinu áfram og virða framkvæmd þeirra þátta friðarsamkomulagsins er þegar hefur verið samið um." Brottkast ekki stöðvað Líí við litla athygli vmaapnfflviNNUur Á SUNNUDEGI 24 ALLTERIBLOMA B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.