Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ►FRÚ Mary Robinson, for- seti írlands, og Nicholas eiginmaður hennar voru í opinberri heimsókn hér á landi frá þriðjudegi til fimmtudags. Hjónin heim- sóttu m.a. ýmsar stofnanir og söfn, fóru á Þingvelli og hittu íra, búsetta hérlendis. ►VALA Flosadóttir, fijáls- íþróttakona úr ÍR, setti á miðvikudag íslands- og Norðurlandamet í stangar- stökki á alþjóðlegu fijáls- íþróttamóti í Bratislava í Slóvakíu. Vala stökk 4,06 metra en gamla metið, 3,81 metra, átti hún sjálf, setti það á Reykjavíkurleikunum á Laugardaisvelli í ágúst í fyrra. ► 172 STÚDENTAR braut- skráðust frá Menntaskólan- um í Reylgavík á fimmtudag en 150 ár eru liðin síðan skóiinn fluttist til Reykja- víkur. Skóianum voru af- hentar stórgjafir við athöfn- ina í Laugardalshöli í gær, þar á meðal húseignin Þing- holtsstrætilS. ►HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að næstu daga verði gerð úr- slitatilraun til að ná samn- ingum um veiðar íslenskra skipa í Smugunni í Barents- hafi. Hann segir að Vladím- ír Koreiskí, sjávarútvegs- ráðherra Rússlands, hafi á fundi þeirra á föstudag lýst áhuga á að leysa deiiuna og boðið íslendingum meiri veiðiheimiidir en áður. ►LISTAHÁTÍÐ í Reykja- vík 1996 var sett við hátíð- lega athöfn í Listasafni ís- lands á föstudagskvöld. í boði eru um sextíu listvið- burðir og munu um eitt þúsund Iistamenn, þar af um fimm hundruð erlendir, koma við sögu. Hefur fjöldi listamanna ekki í annan tima verið eins mikill. Nýtt fyrirtæki á sviði mannerfða- fræðirannsókna NÝTT íslenskt fyrirtæki, deCODE ge- netics, er að hefja starfsemi á sviði rannsókna í mannerfðafræði hér á landi. Bandarískir fjárfestar hafa lagt 10 milljónir dollara, eða um 680 millj- ónir króna, í fyrirtækið og á það að duga til reksturs næstu tvö árin. Reikn- að er með að eftir tvö ár verði um 100 starfsmenn hjá deCODE genetics, margir þeirra hámenntaðir vísinda- og tæknimenn. Bíórásin fékk þrjú leyfi til endurvarps ÚTVARPSRÉTTARNEFND ákvað á fundi sínum á miðvikudag að veita Bíórásinni hf., fyrirtæki sem er að mestu í eigu sömu aðila og Stöð 3, vilyrði fyrir þremur leyfum til endur- varps á dagskrám þriggja erlendra sjónvarpsstöðva til þriggja ára. Jafn- framt ákvað nefndin að afturkalla eitt leyfi af hverri hinna þriggja sjónvarps- stöðva, Stöðvar 2, Stöðvar 3 og Sýnar. Nefndin fjallaði einnig á fundi sínum um ósk íslenska sjónvarpsins hf. um endurupptöku á ákvörðun nefndarinnar um afturkÖIlun bráðabirgðaleyfa til Stöðvar 3 og var henni synjað. Formaður yfirkjör- stjórnar segir af sér JÓN Steinar Gunnlaugsson, hæstarétt- arlögmaður og formaður yfirkjörstjóm- ar í Reykjavík, tilkynnti á þriðjudag að hann hefði ákveðið að víkja sæti úr yfirkjörstjóminni vegna framboðs Ólafs Ragnars Grímssonar 'til kjörs forseta Islands. I greinargerð sagðist Jón Steinar oft hafa fjallað opinberlega og fyrir dómi um óveijandi framkomu Ólafs Ragnars í opinberum stöðum. Hann geti því ekki gætt hlutleysis gagnvart framboði Ólafs Ragnars og Olafi væri óréttur gerður ef hann þyrfti að una því að Jón Steinar starfaði í yfirkjörstjórn í forsetakosningunum. Netanyahu sigraði BENJAMIN Netanyahu, leiðtogi Likudbandalagsins, sigraði í fyrstu beinu kosningunum um embætti for- sætisráðherra í ísrael á miðviku- dag. Netanyahu hlaut 50,4% at- kvæða en Shimon Peres, leiðtogi Verkamanna- flokksins 49,5%. Netanyahu er 46 ára og verður yngsti forsætis- _ ráðherrann í sögu ísraels. Úslit kosn- inganna hafa vakið upp áhyggjur um framhald friðarþróunarinnar í Mið- Austurlöndum en Netanyahu hefur m.a. þvertekið fyrir stofnun palestínsk ríkis og gefíð í skyn að hann muni heimila frekara landnám gyðinga á hernumdu svæðunum. Þá eru niður- stöðurnar sagðar áfall fyrir Banda- ríkjastjórn, sem hefur byggt stefnu sína í málefnum Mið-Austurlanda að miklu leyti á Verkamannaflokknum. Stefnuskrá Jeltsíns BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti kynnti á föstudag stefnuskrá sína fyrir for- setakosningarnar er fara fram síðar í mánuðinum. Hann lofaði því að halda verðbólgunni i skefjum og stuðla að auknum hagvexti. Forsetinn viður- kenndi jafnframt að honum hefðu orð- ið á mistök er hann hóf efnahagsum- bæturnar í Rússlandi árið 1992. Taka hefði þurft harðar á spillingu og skatt- svikum og yfírvöld hefðu gert fáum útvöldum kleift að auðgast með því að misnota ijármuni ríkisins. Sam- kvæmt nýjustu skoðanakönnunum hefur Jeltsín forskot á helsta keppi- naut sinn Vladimír Zjúganov, forseta- efni kommúnista. ►ÁKVEÐIÐ var í vikunni að fyrsta heimsmeistara- keppnin í knattspymu á næstu öld, árið 2002, yrði haldin í Suður-Kóreu og Japan. Þetta verður í fyrsta skipti sem keppnin er haldin i Asíu og jafnframt í fyrsta skipti sem hún er haldin sameiginlega af tveimur ríkjum. ►ÞJÓÐARFLOKKUR F.W. de Klerks vann sigur í sveit- arstjórnarkosningum á Höfðborgarsvæðinu í Suð- ur-Afríku á miðvikudag. Voru þetta fyrstu kosning- arnar í borginni eftir að blökkumenn fengu kosn- ingarétt. ►VARNARMÁLARÁÐ- HERRAR fjögurra Norður- landa lýstu á miðvikudag yfir því á fundi í Litháen eð aþeir styddu aðild Eysra- saltsríkjanna að Atlants- hafsbandalaginu þrátt fyrir að efasemda gætti hjá sum- um aðildarrikja þess. ► WHITE W ATER-málið komst í hámæli í Bandaríkj- unum á ný í kjölfar þess að tveir fyrrum viðskiptafélag- ar Bills Clintons Banda- ríkjaforseta voru fundnir sekir um svik og samsæri af kviðdómi í Arkansas. ►TIL átaka kom í Aibaníu í kjölfar þess að Lýðræðis- flokkurinn vann þar sigur í þingkosningum um helgina. Mótmæltu stjórnarand- stöðuflokkarnir fram- kvæmd kosninganna og sögðu brögð hafa verið í tafli. Alþjóðlegir eftirlits- menn hafa sömuleiðis gagn- rýnt framkvæmd kosning- anna. FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir RAGNHILDUR Sigurðardóttir á Borgarspítalanum. Hún er á sterkum Iyfjum og hefur myndað ofnæmi gegn einhverjum þeirra með tilheyrandi útbrotum. Hún segir fallhlífarstökkið í síðustu viku hafa verið sitt fyrsta og síðasta. Mér var ekki ætlað að stökkva RAGNHILDUR Sigurðardóttir, stúlkan sem slasaðist í fallhlífar- stökki að kvöldi fimmtudags í síð- ustu viku, segir að sér hafi ekki verið ætlað að fara í þetta stökk. Hún hafi gengið með það i magan- um í marga mánuði að stökkva með kennara en í þrígang áður hafi verið hætt við. í fyrsta skiptið hentaði tilsettur tími ekki þeim vinkonunum, í ann- að sinn voru þær komnar út á flug- völl og í gallana en þá voru nem- endur teknir í þeirra stað og í þriðja skiptið var ekki nógu gott veður. Það var reyndar síðdegis sama dag og þær stukku síðan. Vinkona Ragnhildar stökk fyrst en lenti dálítið illa þannig að Ragnhildur kveið lendingunni og hún hugsaði sig tvisvar um rétt áður en hún dreif sig af stað. Hún segist fyrst hafa orðið vör við að eitthvað væri að þegar hún sá hala sem er efst á fallhlífinni rifna af og fljúga niður. „Þá varð ég hrædd og spurði Rúnar [Rún- arsson] hvort ekki væri allt i lagi en hann svaraði mér ekki í smá stund. Ég leit upp fyrir mig og sá að hann var að reyna að toga í einhvern spotta. Svo heyrði ég að hann sagði: „Guð minn góður, guð geymi okkur.“ Eg man síðan að við svifum yfir slökkvistöðina en man ekki eftir lendingunni sjálfri. Ég man aðeins eftir að hafa litið upp og séð sjúkrabíl og svo man ég eftir mér á slysadeild- inni þar sem ég talaði við stelpu sem ég þekki. Svo vaknaði ég ekki aftur fyrr en á sunnudags- rnorgun." Ragnhildur og Rúnar komu nið- ur á malbikað plan á bak við hús Krabbameinsfélagsins. Hún hélt um höfuð sér í lendingunni og slapp að mestu við höfuðmeiðsl. En það verður ekki sagt um útlim- ina því hún er margbrotin. Hún fór í aðgerð strax eftir slys- ið og aftur í fyrradag. Hún segir að sér líði vel en hún er á sterkum verkjalyfjum. Hún segist upplifa stökkið aftur og aftur í draumi og sjá fyrir sér þegar hún stökk úr flugvélinni. Þá dreymir hana að hún svifi meðfram landinu og sé í ýmsu flugi. Ragnhildur segist líta svo á að þarna hafi orðið slys og Rúnar hafi gert sitt besta. Þau séu bæði lifandi sönnun þess, því hann hafi bjargað þeim. Hún er ákaflega þakklát þeim sem hafa annast hana frá því slysið varð og vildi koma á framfæri þökkum til þeirra, fjölskyldu sinnar og vina. Tveir Islendingar syngja saman á Scala Á eflaust ekki eft- ir að gerast aftur „ÞAÐ SEM mér þykir merkilegast við þessa tónleika á Scala er sú stað- reynd að tveir íslendingar taka þátt í sömu uppfærslunni og verði ein- hvern tíma skrifuð saga íslenskra óperusöngvara hlýtur þessa atburðar að verða getið — að minnsta kosti í einhverri neðanmálsklausu. Líkurnar á því að þetta eigi eftir að gerast aftur eru ákaflega litlar," segir Krist- inn Sigmundsson barítonsöngvari sem þreytti frumraun sína á sviði eins rómaðasta óperuhúss heims, Scala í Mílanó, ásamt Guðjóni Ósk- arssyni bassasöngvara síðastliðinn fímmtudag. Viðfangsefnið var Rín- argullið, fyrsti hluti Niflungahrings Richards Wagners. Söngvarinn segir það aukinheldur hljóta að teljast til tíðinda að Banda- ríkjamennirnir og íslendingamir sem syngi í uppfærslunni séu jafn margir. Kristinn segir að þeim Guðjóni sé sýndur mikill heiður með því að fá að taka þátt í uppfærslu í þessu sögu- fræga húsi — með ekki ómerkari stjórnanda en Riccardo Muti. „Það er ekki hægt að neita þvi að maður er upp með sér.“ Kristinn kveðst sáttur við sína frammistöðu. „Ég get ekki sagt ann- að en það er hins vegar erfitt að dæma á þessari stundu, þar sem maður er ekki laus við taugatitring- inn. Ég hef enga dóma séð ennþá en áheyrendur tóku þessu í það minnsta mjög vel.“ Skellti sér í prufu Kristinn segir það aldrei hafa ver- ið markmið í sjálfu sér að syngja á Scala. Aðdragandinn að þátttöku hans í uppfærslunni nú sé sá að fyr- ir tveimur árum hafi hann verið að syngja í Genf, þegar umboðsmaður hans komst að því að prufusöngur væri í vændum á Scala. „Hann skor- aði á mig að fara og ég skellti mér. Þetta er afleið- ingin.“ Að mati Krist- ins er það engum vafa undirorpið að Scala sé mjög gott óperuhús — hljómurinn sé frábær. Ekki vill hann þó fullyrða að það sé besta hús sem hann hefur kveðið sér hljóðs í, „en það er eitt af þeim bestu“. Söngvarinn segir að sagan sé ekki til þess fallin að draga úr ágætum Scala. „Þarna voru margar af óper- um Verdis frumfluttar og þarna hef- ur ijóminn af söngvurum og hljóm- sveitarstjórum óperusögunnar komið fram. Manni verður því óhjákvæmi- lega hugsað til sögunnar þegar mað- ur syngur á Scala og sennilega myndi ég trúa því ef skyggnt fólk segðist sjá Verdi, Caruso og Callas þar á sveimi, þótt ég finni ekki fyrir því sjálfur." Um er að ræða tónleikauppfærslu á Rínargullinu og voru aðrir tónleik- arnir í gærkvöldi, laugardag, en Guðjón og Kristinn koma til með að taka þátt í fimm tónleikum að auki. Að því búnu liggur leið Kristins til Dresden, þar sem hann tekur þátt í uppfærslu á Brúðkaupi Figaros eftir Mozart. „Þar verð ég tii júníloka en þá kemst ég loksins heim í sumarfrí." Kristinn Sigmundsson Hátíðar- höld á sjó- mannadegi MIKIÐ verður um að vera á sjómannadaginn sem haldinn verður hátíðlegur við sjávar- síðuna allt í kringum landið í dag. I Reykjavík hefst dagurinn með því að fánar verða dregn- ir að húni á skipum í Reykja- víkurhöfn kl. 8. Ólafur Skúla- son, biskup íslands, vígir Minningaröldur sjómanna- dagsins í Fossvogskirkjugarð- inum kl. 9.30. Minningarguðs- þjónusta verður í Hallgríms- kirkju kl. 11. Útihátíðarhöld heijast með skemmtisiglingu frá Faxa- garði kl. 13. Hátíðardagskrá hefst á Miðbakka hafnarinnar kl. 14. Skemmtiatriði og uppá- komur kl. 15.30. Hafnarfjörður Í.Hafnarfirði hefjast hátíð- arhöldin á því að fánar verða dregnir að húni kl. 8. Lagður verður blómsveigur að minnis- varða um horfna sjómenn við Víðistaðakirkju kl. 10.45 Eftir skemmtisiglingu fyrir börn kl. 13 frá Suðurhöfninni hefst hatiðardagskrá á svæðinu framan við Tónlistarskólann og Iþrottahúsið við Strandgötu kl. 14. Glerárkirkju skylduhátíð I Akureyrar k
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.