Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1996 9 FRÉTTIR Ráðstefna um ofvirkni og þroskatruflanir RÁÐSTEFNA um ofvirkni verður haldin í húsnæði barna- og ung- lingageðdeildar Landspítala mánu- daginn 3. júní. Fyrirlestrar verða haldnir á ensku og setur Páll Ás- geirsson, formaður Bamageð- læknafélags íslands, ráðstefnuna klukkan níu. Skráning og afhend- ing gagna hefst klukkan 8.30 á mánudagsmorgun og lýkur ráð- stefnunni klukkan 16.15. Ráðstefnan er haldin í samvinnu Barnageðlæknafélagsins, barna- og unglingageðdeildar og Russels A. Barkley, sem er einni helsti fræðimaður Bandaríkjanna um of- virkni, misþroska og afleiðingar þroskatruflana. Barkley er prófessor í geðlækn- ingum og taugasjúkdómum við háskólann í Massachusetts og fjall- ar um ýmsar hliðar athyglisbrests og ofvirkni hjá börnum og fullorðn- um og þá þjónustu sem þörf er á. í frétt frá skipuleggjendum ráð- stefnunnar segir meðal annars að hegðunartruflanir haldist oft fram á fullorðinsár, sem ekki hafi verið veitt nægileg athygli hingað til, og að margskonar röskun hjá full- orðnum, svo sem geðsjúkdómar, fíkni og afbrot, grundvallist- að verulegu leyti á eðlisþáttum at- hyglibrests, ofvirkni og misþroska. Ráðstefnugjald er 9.000 krónur og fjöldi þátttakenda takmarkaður. Hægri varð vinstri ÞAU leiðu mistök urðu í myndatexta í Morgunblað- inu í gær með frétt um gjöf Davíðs S. Jónssonar forstjóra og barna hans til Menntaskólans í Reykja- vík, að húseign sú sem um ræðir var sögð vera til vinstri á myndinni. Húseignin er efst til hægri á myndinni eins og sjá má á þessari mynd. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Atvinnumál skólafólks í sumar Svipaðar horfur og á síðasta ári SVIPAÐ útlit er fyrir atvinnu með- al skólafólks og var á sama tíma í fyrra, ef marka má viðbrögð hjá atvinnumiðlunum á höfuðborgar- svæðinu. Hjá Vinnumiðlun námsmanna var töluvert um að fyrirtæki hringdu og óskuðu eftir starfs- mönnum. Um 1.100 höfðu skráð sig hjá vinnumiðluninni og þar af höfðu nálægt þrjú hundruð manns þegar útvegað sér sjálfir vinnu. Um 900 voru skráðir þar án atvinnu á föstudag. Allt sumarið í fyrra skráðu sig 1.300 manns hjá vinnu- miðluninni. „Ætli við höfum ekki útvegað um 100 manns vinnu núna og þeim fjölgar ört. Ástandið er svipað og á sama tíma í fyrra en þetta er mjög breytilegt eftir dögum. At- vinnurekendur hringja hingað og vantar jafnvel starfskraft á morg- un. Það er einmitt dálítið hvimleitt þegar fyrirvarinn er ekki meiri,“ sagði Sigríður Ólafsdóttir, aðstoð- arframkvæmdastjóri hjá Vinnu- miðlun námsmanna. Hún sagði að um alls kyns störf væri að ræða, þ. á m. garðyrkju- störf, þrif á hótelum og jafnvel sér- hæfð störf fyrir viðskiptafræði- nema. Sum starfanna eru til mjög stutts tíma en önnur jafnvel til framtíðar. Sigríður sagði að allur gangur væri á því hvort nemendur þægju þau störf sem þeim byðust. Sumir vildu þó oft bíða dálítið með að taka ákvörðun og sjá hvort eitthvað ræki á fjörurnar sem hæfði þeirra námi. Flestir tækju þó þeim störfum sem þeim stæði til boða. Skráning- argjald er 500 kr. en það fæst end- urgreitt þegar viðkomandi er ráð- inn. Vinnuskólinn hefst 10. júní Vinnumiðlun Reykjavíkurborgar útvegar 16-25 ára gömlu fólki sum- arvinnu. 3.358 höfðu skráð sig þar. Umsóknarfrestur rann út 31. apríl og eru um 300 manns á biðlista. í fyrra skráðu sig 3.960. Anna Helgadóttir hjá Vinnumiðluninni segir að fyrst og fremst sé um störf hjá borginni að ræða. Bændur og fyrirtæki á Reykjavíkursvæðinu gátu jafnframt í fyrsta sinn sótt um styrk til Reykjavíkurborgar til þess að ráða til sín skólafólk í sum- ar. Mjög margar umsóknir bárust og hefur styrkjum verið úthlutað. Anna segir að þessi nýlunda mælist vel fyrir. Um 25 býli fengu styrk til þess að ráða til sín sumarfólk, þar af sóttu sum um fleiri en einn starfsmann. Hjá Vinnuskóla Reykjavíkur eru 14-16 ára unglingai' ráðnir til starfa í sumar en búist er við að nálægt 3.400 unglingar sæki um þar. Þau fá störf við gróðursetningu og önn- ur létt garðyrkjustörf. Einnig verð- ur ellilífeyrisþegum hjálpað við garðyrkjustörf og gróðursett verður við Nesjavelli og í Heiðmörk. Yngri krakkarnir fá vinnu í 3'/2 tíma á dag í sex vikur en eidri krakkarnir í sjö tíma í sex vikur. Starfsemin byijar 10. júní. Hjá Vinnumiðlun Kópavogs höfðu komið inn um 580 umsóknir um störf. Breytingartillaga um stjórn fiskveiða Komið til móts við aflaskerðingu TOMAS Ingi Olrich og Arni John- sen stjórnarþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við frum- varp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða. I greinargerð með tillögunni sem dreift var á Alþingi á föstu- dag kemur fram að tilgangurinn með henni sé að skapa hvatningu meðal eigenda báta í sóknardaga- kerfi til að flytja sig yfir í afla- markskerfið. Einnig að koma til móts við eigendur báta undir 10 tonnum á aflamarki, sem hafa orðið fyrir mikilli aflaskerðingu. í þriðja lagi mun í breytingartillög- unni tekið tillit til sjónarmiða þeirra sem gera út báta stærri en 10 tonn. Verði breytingartillagan sam- þykkt segir í greinargerðinni að þeir sem mest hafa aukið afla sinn, á saina tíma og heildarafli hefur verið minnkaður og kvóti skertur, fái skerta hlutdeild í aukningu þorskafla á bilinu frá 155 þúsund lestum upp í 250 þúsund lestir. Hlutdeild þeirra verður óskert fari heildarafli yfir 250 þúsund tonn. Bátar undir 10 tonnum á afla- marki, sem þolað hafa mesta skerðingu, munu fá hlutfallslega meiri aukningu aflaheimilda upp að 250 þúsund lesta þorskaflahá- marki. Hlutur aflamarksskipa í þorskaflaaukningu úr 155 þúsund tonnum í 250 þúsund tonn verður meiri en frumvarpið gerir ráð fyrir. Júlísprengja Heimsferða til Benidorm frá kr. 39.932 Bókaðu strax til að tryggja þér eitt af þessum sætum. Heimsferðir bjóða nú glæsilegt kynningartilboð í júlí til Benidorm, en nú er uppselt í nánast allar ferðir fram í júlímánuðþ Hér eru í boði afbragðs gististaðir og nú bjóðum við sérstakt kynningartilboð á aðalgististaðnum okkar, E1 Faro, sem býður betri aðbúnað en þú átt að venjast á Benidorm. Allar íbúðir með einu svefnherbergi, baði, stofu, eldhúsi, svölum, sjónvarpi og síma. Móttaka, veitingastaður, líkamsrækt. . ..jT.r-?' t» , jH r rTiwss" 1 -ppærsn ■ i: I 39.932 Verð kr. M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, 2., 9., og 16. júlí, E1 Faro 49.960 Verð kr. M.v 2 í íbúð, E1 Faro, 2., 9., og 16. júlí. Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.