Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ekki búist við miklum breytingum með logum um umgengni um nytjastofna sjávar Brott- # kastekki stöðvað Ekki er talið að ný lög um umgengni um nytjastofna sjávar dragi ein og sér mikið úr því að sjómenn fleygi fisk fyrir borð eða reyni að svindla á kvótakerfinu. Helgi Bjarnason segir að jafnvel sé talað um lög- in sem kattarþvott kerfísins þegar litið er til þess hvað vandamálið er stórt. Þótt brott- kast afla verði ekki stöðvað með lögum er þó komin heildarlöggjöf um málefnið og skýrari heimildir til að taka á brotum. NÝSAMÞYKKT lög um umgengni um nytja- stofna sjávar byggja á vinnu Samstarfsnefnd- ar um bætta umgengni um auð- lindir sjávar sem sjávarútvegsráð- herra skipaði í maí 1994. Frum- varp um efnið var lagt fram á þingi í ársbyijun 1995 e_n varð ekki út- rætt á vorþinginu. í júnímánuði fól sjávarútvegsráðherra nefndinni að fara yfir frumvarpið í ljósi um- ræðna sem orðið höfðu um efni þess. Fyrr í þeim mánuði hafði birst greinaflokkur í Morgunblað- inu þar sem fjöldi sjómanna sagði frá eigin þátttöku og annarra í því að kasta fiski og að svindla á vigt. Nýtt frumvarp var lagt fram í vet- ur og samþykkt sem lög í maímán- uði. Nokkrar breytingar urðu á frumvarpinu á milli þinga og við umfjöllun í sjávarútvegsnefnd Al- þingis og verður hér á eftir reynt að gera grein fyrir þeim helstu. Einnig verður niðurstaðan skoðuð í ljósi ummæla sjómanna sem birt- ust hér í blaðinu á sjómannadaginn í fyrra. Þegar málið var lagt fram á Alþingi á síðasta þingi og aftur nú í vetur hafði það yfirskriftina Umgengni um auðlindir sjávar. Sjávarútvegsnefnd breytti nafninu í Umgengni um nytjastofna sjávar. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur sjávarútvegsnefndar Aiþingis, segir að upphaflegt heiti hafi þótt víðtækara en efni frumvarpsins gæfi tilefni til. Til dæmis hafi ekki verið ætlunin að lögin næðu yfir hugsanlega vinnslu málma á hafs- botni! Bannað að fleygja fiski nema . . . I lögunum er í fyrsta skipti færð í lög sú meginregla að skylt sé að hirða og koma með að landi allan afla. Áður voru reglur um þetta efni í reglugerð um fiskveiðar í atvinnuskyni og hafa verið skiptar skoðanir meðal lögfræðinga um það hvort þær héldu fyrir dómstól- um. Þrátt fyrir þá almennu reglu Iaganna að bannað sé að fleygja fiski er gert ráð fyrir ákveðnum undantekningum. Heimilt er að ákveða með reglugerð að sleppa skuli iifandi fiski undir ákveðinni lengd sem fæst á tiltekin veiðar- færi. í greinargerð er vísað til Kristján Þórarinsson Kolbeinsson Steingrímur J. Sigfússon Pétur H. __ Þórður Blöndal Asgeirsson núgildandi reglna um að sleppa skuli lifandi þorski, ufsa og ýsu undir 45-50 sentímetrum að iengd sem fæst á handfæri en þessi fisk- ur er almennt talinn lífvænlegur. Það er fest í lögin að heimilt sé að varpa fyrir borð afla sem er sýktur, selbitinn eða skemmdur á annan hátt. Einnig fisktegundum sem ekki eru kvótabundnar, svo fremi þær hafi ekki verðgildi. I þessu felst að ekki er heimilt að fleygja fyrir borð físki af kvóta- bundnum tegundum þótt verðlaus sé í einstökum tilvikum. Skilyrði fyrir því að heimilt sé að henda öðrum tegundum er að ekki sé markaður fyrir hann til manneldis. í frumvarpinu var einnig gert ráð fyrir beinni heimild til þess að varpa fyrir borð innyflum, hausum, afskurði o.fl. sem til fellur við verk- un eða vinnslu um borð, enda verði úrgangurinn ekki nýttur með arð- bærum hætti. Eins og staðan er í dag hefði greinin þýtt að við ísfisk- veiðar hefði verið heimilt að henda fiskúrgangi öðrum en hrognum og lifur. Þessari heimild var snúið við í þinginu og í lögunum er bannað að henda fiskúrgangi nema ráð- herra veiti til þess heimild með reglugerð. Steingrímur J. Sigfússon segir að nefndarmönnum í sjávarútvegs- nefnd hafi þótt umræddar undan- þágur frá meginreglu laganna um að skylt væri að koma með allan afla að landi of víðtækar og aftur- för frá gildandi lagaákvæðum. Vís- ar hann í þessu efni til laga um fullvinnslu botnfiskafla um borð í veiðiskipum þar sem lagt er bann við því að henda afskurði frá vinnsluskipi nema það sé heimilað með reglugerð. Fyrirhugað er að afnema þessi ákvæði frystitogara- laganna í framhaldi af samþykkt nýju laganna. Reglugerð hefur ekki verið gefin út með nýju lögunum en það verð- ur væntanlega gert á næstu dög- um, strax eftir að lögin taka gildi við birtingu þeirra. Ekki er ólíklegt að fram- kvæmdin verði svipuð og gert var ráð fyrir í frum- varpinu en auðveldara verður fyrir ráðherra að ——— þrengja heimildir til að henda fisk- úrgangi ef síðar þykir ástæða til. Óraunhæft að stoppa menn fyrir róður Fyrir ári var mikið rætt um að hætta væri á því að vegna veðurs gætu litlir netabátar ekki vitjað um net sín daglega yfir vetrartím- ann og að sjómennirnir freistuðust þá til að henda verðminni fiski. í upphaflegu frumvarpi var kveðið á um að bátum undir 30 brúttó- tonnum væri bannað að stunda veiðar með þorskanetum yfir vetr- artímann. Að tillögu Umgengnis- nefndarinnar svokölluðu voru stærðarmörkin færð niður í 20 brúttótonn i frumvarpinu sem lagt var fyrir í vetur. Meðal annars vegna mikillar andstöðu hjá um- sagnaraðilum felldi sjávarútvegs- nefnd þetta ákvæði í burtu með þeim orðum að ekki hefði komið fram fullnægjandi rökstuðningur fyrir því að takmarka veiðar þessa hluta bátaflotans umfram aðra. Steingrímur J. bendir í þessu sam- bandi á að síðar í lögunum sé kveð- ið á um skyldu sjómanna til að draga net og önnur veið- arfæri með eðlilegum og reglubundnum hætti og telji menn það nægjan- legt. _________ Það nýmæli er í lög- unum að óheimilt er að heíja veiði- ferð skips nema skipið hafi afla- heimildir sem telja má líklegt að dugi fyrir afla í ferðinni. Til þess að þetta sé hægt þurfa að sjálf- sögðu að liggja fyrir upplýsingar um aflasamsetningu skipa eftir því hvaða veiðar þau stunda, búnaði veiðarfæra, veiðislóð og veiðitíma. Er sú skylda lögð á Fiskistofu að afla þessara upplýsinga í ríkari mæli en nú þegar er gert. Það er öllum ljóst að erfitt verður að fram- fylgja ákvæðinu en í umsögn Umgengnisnefndar kemur fram að Bannað að fara kvótalítill ásjó Fiskurinn er dauður hvort sem er það sé eigi að síður gagnlegt því það leggi siðferðislegar skyldur á herðar utgerðar og skipstjóra. Þórður Ásgeirsson fiskistofustjóri telur ekki raunhæft að ætla, á grundvelli þessa ákvæðis, að stoppa menn af áður en þeir róa, upplýsingarnar muni fremur nýtast eftir á við rannsókn hugsanlegra brota. Þetta ákvæði, sem í raun er bann við því að menn séu að fara þorskkvótalausir á sjó, er sett í lög til þess að reyna að minnka hættuna á að meðafla sé hent, til dæmis þorski þegar þorskkvótinn er búinn og reynt er við ýsu eða ufsa. Hugmyndir hafa verið um ýmis önnur úrræði. Upp- haflega var í frumvarpinu heimild Fiskistofu til að áætla afla á skip sem ekki geta útskýrt veruleg frá- vik í aflasamsetningu miðað við afla annarra sambærilegra skipa á sömu fiskislóð og á sama tíma. Að tillögu Umgengnisnefndar var þetta ákvæði fellt út úr frumvarp- inu áður en það var lagt fyrir að nýju í haust. Nefndin taldi greinina varasama og ólíklegt að Fiskistofa treysti sér til þess að beita henni í raun. Og ef Fiskistofa myndi beita heimildinni væri búið að snúa á haus venjulegum reglum um sönnunarbyrði og ásakanir um misbeitingu valds myndu fylgja í kjölfarið. Ekki samstaða um nýjar leiðir Þetta eru helstu ráðin gegn brottkasti fisks sem lögin fela í sér, fyrir utan skýrari valdheimildir eftirlits- manna og strangari refs- ingar við brotum. Ekki var tekin upp í lögin sú hugmynd að gefa mönn- um kost á að landa meðafla utan kvóta gegn því að andvirði hans rynni til góðra málefna. Sú skoðun var útbreidd meðal þeirra tuga sjómanna sem blaða- menn Morgunblaðsins ræddu við fyrir sjómannadaginn í fyrra að þágildandi fyrirkomulag sem nú hefur verið fest í sessi væri ómögu- legj;. Það stuðlaði að því að menn hentu meðafla sem þeir ættu ekki kvóta fyrir, og verðminni fiski, eins og smáfiski og dauðblóðguðum netafiski. Þeir sögðu fáránlegt að refsa mönnum fyrir að bjarga verð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.