Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ársskýrsla Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar Segja neyðar- ástand yfir- vofandi vegna smitsjúkdóma Örverur eru minni en augað fær numið, en ýmsir telja að miðað við núverandi ástand stafí mannkyni meiri hætta af þeim en styij- öldum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur gefíð út skýrslu um ástand heilbrigðismála í heiminum og greinir Karl Blöndal hér frá niðurstöðum hennar. ALÞJÓÐAHEILBRIGÐISSTOFNUNIN varar við hættunni sem stafar af smitsjúkdómum. Verst er ástandið í þriðja heiminum og eru börn í mestri hættu. SMITSJUKDOMAR I HEIMINUM Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur skorað á þjóðir heims að láta meira fé af hendi rakna til baráttunnar gegn sjúkdómum á borð við malaríu, kóleru og berkla, sem hafa verið að blossa upp á ný. Að mati WHO drógu smitsjúkdómar 17 milljónir manna til dauða árið 1995 og var mannfall mest í Afríku og Suðaustur-Asíu. 10 banvænustu smitsjúkdómarnir (1995) Fjöldi látinna Lifrarbólga Niðurgangs- Berklar Malaría (Hepatitis B) sjúkdomar 34 millj. 3,1 millj. 2,1 millj. 1,1 millj. f ■ : . ■ ■ r •;A • Cryptorsporidium (frumdýrasýking í meltingarfærum) HIV / alnæmi 1,0 millj. Meningókokkasýking (blóðeitrun og heilahimnubólga) Salmonellusýkingar Krím-Kongó-blettahitasótt Blettahitasótt með nýrnaeinkennum Hættulegar öndunanæra- sýkingar Þráðormur og krókormur 4,4 millj. 165.000 Kíghósti 355.000 Útbreiðsla nýrra sjúkdóma og sjúkdóma, sem eru að 'Cí koma fram á ný (1995) -r .i. Heilabólga sem W berst með maurum Annað O Mýgulusótt ■ Beinbrunasótt/ beinbrunasótt með blettahitasótt Barnaveiki Kólera ” Heimild: WHO, AlþjóiaheilbrigSisstolnunin REUTERS SMITSJÚKDÓMAR eru nú þegar orðnir helsta orsök þess að fólk deyr fyrir aldur fram í heiminum og segir í ársskýrslu Alþjóðaheil- brigðisstofnunar (WHO) Samein- uðu þjóðanna, sem kom út í síð- ustu viku, að það færist jafnt og þétt í vöxt að lyf hrífi ekki á smitsjúkdóma. WHO skorar einnig á þjóðir heims að auka framlag til barátt- unnar við sjúkdóma á borð við malaríu, kóleru og berkla, sem eru nú komnir fram á ný, þótt hægt sé að komast fyrir þá og það þurfí ekki að kosta nema tæpar 70 krón- ur á mann. Samkvæmt skýrslunni hafa að minnsta kosti 30 nýir smitsjúkdóm- ar komið fram á undanförnum 20 árum, þar á meðal alnæmi og Ebóla-veiran, sem fyrst greindist í Zaire 1976. Að mati WHO létu 17 milljónir manna lífið af völdum smitsjúk- dóma á síðasta ári og létust flestir í Afríku og Suðaustur-Asíu. Valda þriðjungi dauðsfalla Alis létu 52 milljónir manna lífíð á síðasta ári. Hér er því um að ræða þriðjung ailra dauðsfalla í heiminum, að því er kemur fram í skýrslunni. „Við okkur blasir alþjóðlegt neyðarástand vegna smitsjúk- dóma,“ segir Hiroshi Nakajima, framkvæmdastjóri WHO, í skýrsl- unni. „Ekkert land er öruggt fyrir þeim.“ Hann bætir við: „Ekki er langt síðan sýklalyf voru talin lausnin við mörgum smitsjúkdómum. í dag dregur jafnt og þétt úr árangrinum af notkun þeirra samfara því að mótstaða gegn þeim eykst.“ Nakajima, sem er lyfjafræðingur frá Japan, sagði á blaðamanna- fundi, sem haldinn var í Genf til að kynna skýrsluna, að ný lyf væru oftar en ekki mjög dýr og fátækar þjóðir hefðu ekki efni á þeim. „Við eigum í viðræðum við lyfja- framleiðendur um það hvernig gera eigi þessi lyf aðgengileg um allan heim. Það er erfitt verkefni, sem við vonumst til að ráða fram úr á næstu árum,“ sagði Nakajima. Heilsuskortur í heiminum bitnar einkum á íbúum þriðja heimsins, samkvæmt WHO. 11 milljónir barna undir fímm ára aldri í þriðja heiminum létu lífið 1995, þar af níu milljónir af völdum smitsjúk- dóma. Stjórnlaus notkun sýklalyfja Ónæmi örvera fyrir sýklalyíjum hefur aukist stórlega á síðasta ára- tug og um leið koma færri ný lyf fram en áður, segir í skýrslunni. „Margt bendir til þess að mót- staða örvera gegn lyfjum eigi rætur að rekja til stjórnlausrar og óviðeig- andi notkunar sýklalyfja, jafnt í iðnríkjum heims sem í þróunarlönd- unum,“ segir í skýrslunni. . „Allt of margir nota þau, þau eru gefin við röngum sjúkdómum, í röngum skömmtum og í rangan tíma. Læknar og sjúklingar þeirra eru meira og minna hjálpariausir. Lyf, sem kostar tugi milijóna doll- ara að framleiða og tekur allt að tíu ár að koma á markað, hafa aðeins notagildi í takmarkaðan tíma. Mótstaða gegn sýklalyfjum og öðrum lyíjum hefur í för með sér að fólk er lengur veikt og á fremur á hættu að deyja, auk þess sem hver faraldur stendur nú lengur yfir en áður.“ Bandaríski vísindamaðurinn Ralph Henderson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri WHO, líkti hnattkúl- unni við köku, sem hefði verið húð- uð með sýklalyijum. Örverur þrifust í umhverfi, þar sem sýklalyf fyrir fólk væru mikið notuð. Því mætti bæta við að sýkla- lyf væru jafnvel meira notuð í naut- griparækt. Samkvæmt gögnum WHO eru sýklalyf fáanleg á opnum markaði og oft ganga reyndar gagnslausar eftirlíkingar kaupum og sölum. Fífusel 34 — Opið hús. Falleg 4ra-5 herb. íb. á 3. hæð til vinstri (efstu) 115 fm. 3 svefn- herb., einnig ibherb. í kj. með aðgangi að snyrtingu, rúmgóð stofa með nýju parketi. Sérþvottahús í íb. íb. er öll nýmáluð og laus nú þegar. Suðursvalir. Fráþær aðstaða fyrir barnafólk, leikvöllur og skóli rétt hjá. Stæði í bílskýli. Áhv. byggsj. 3,5 millj. Verð 7,9 millj. íb. er til sýnis í dag milli kl. 13 og 16, Elín og Björgvin verða á staðnum. Séreign - fasteignasala, Skólavörðustíg 38A, sími 552 9077. Opið í dag kl. 1 - 4 1 i L Ný „kynslóð“ örvera Henderson sagði að komin væri fram ný „kynslóð" örvera: „Mót- stöðuafl þeirra er vandamál, sem ég held að eigi eftir að valda skæðri plágu á næstu öld.“ Utlitið gefur þó ekki tilefni til eintómrar bölsýni. Karl G. Kristins- son sýklafræðingur hefur ásamt öðrum gert rannsóknir, sem vakið hafa athygli á alþjóðavettvangi og benda til að með því að draga úr notkun sýklalytja megi draga úr útbreiðslu ónæmra sýkla. Sam- kvæmt þeim niðurstöðum fækkaði sýkingum af völdum ónæmra pneu- mókokka um íjórðung á Islandi milli áranna 1993 og 1994 í kjölfar herferðar gegn ofnotkun sýklalyfja og laga um að sjúklingar utan sjúkrahúsa yrðu að greiða lyf sín að fullu. Þá vitnar Anne E. Platt í ritgerð, sem WorldWatch Institute gaf út í apríl um áhrif umhverfisþátta og þjóðfélagsbreytinga á sjúkdóma, til þess að í Ungveijalandi hafi tekist að draga úr lungnabólgusýkingum af völdum ónæmra sýkla um 20 af hundraði á þremur árum með áróðri gegn ofnotkun sýklalyfja. Smitsóttir eiga greiða leið um allan heiminn. Menn geta samdæg- urs farið frá hitabeltisvígjum mósk- ítóflugunnar til hvaða stórborgar sem er og þannig geta sjúkdómar borist með ógnarhraða úr óbyggð- um í þéttbýli. Allt að 500 milljónir manna fá malaríu á ári og þar af bíða tvær milljónir bana, flestir í Afríku. Samkvæmt tölum WHO er mal- aría landlæg í 91 landi og eiga um 40% jarðarbúa á hættu að fá sjúk- dóminn. Öndunarfærasjúkdómar á borð við malaríu drógu 4,4 milljónir manna til bana 1995. Þar af voru íjórar milljónir börn. 3,1 milljón manna lést af völdum sjúkdóma á borð við kóleru, blóð- sótt og taugaveiki. Flest voru fórn- arlömbin börn undir fimm ára aldri. í 70% tilfella var orsaka sýkinganna að leita í skemmdum mat. Að sögn WHO látast þijár millj- ónir manna árlega af berklum og er það sagt afleiðing þess að heim- urinn leiði vandann hjá sér. „Til að gera illt verra í heiminum hafa berklar myndað banvænt bandalag við alnæmi,“ segir í skýrslunni. Berklar eru algengasta banamein alnæmissjúklinga. Samkvæmt skýrslunni er talið er að 20 milljónir manna séu nú smitaðar af alnæmisveirunni (HIV) og 4,5 milljónir hafi sýkst af al- næmi frá því að sjúkdómurinn kom fyrst fram í lok áttunda áratugar- ins. „Alnæmi er helsta dánarorsök fuilorðinna í borgum Bandaríkj- anna, Afríku sunnan Sahara og hiutum Evrópu," segir enn fremur í skýrslunni. Skýrsla WHO er ekki fyrsta við- vörunin um að stefni j ógöngur vegna smitsjúkdóma. Árið 1948 lýsti George C. Marshall, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, yfír því að sigur yfír öllum smitsjúkdómum blasti við, en bjartsýni sjötta og sjöunda áratugarins hefur vikið fyr- ir bölsýni. Hin yfirvofandi plága? Blaðamaðurinn Laurie Garrett skrifar í bók sinni „Hin yfirvofandi plága“ (The Coming Plague) að mannkyn sé örverum auðveld bráð um þessar mundir og bregðast þurfi við sjúkdómum hvar sem þeirra verði vart í heiminum. Hún hefur eftir nóbelsverðlaunahafanum Joshua Lederberg að ástandið sé nú að mörgu leyti verra í heiminum en fyrir hundrað árum vegna þess að örverur, sem valda smitsjúkdóm- um, hafí verið vanræktar. „[Örverur] eru rándýrin, sem herja á okkur og þær munu sigra ef við, homo sapiens, lærum ekki að búa af skynsemi í alheimsþorp- inu og gefa örverunum sem minnst færi,“ skrifar Garrett. „Annars get- um við búið okkur undir hina yfir- vofandi plágu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.