Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ1996 21 einnig vitað að ýmsir líkamlegir sjúkdómar eiga sér sálrænar orsak- ir. List til lækninga (art therapy), svo dæmi sé tekið, hefur að mínu mati ekki fengið verðugan hljóm- grunn á sjúkrahúsunum, og er þó hundódýr miðað við þau ósköp sem margt annað getur kostað. ÚR EINUM VASA í ANNAN Samspilið milli hinna ýmsu þátta í heilbrigðiskerfinu er bæði flókið og ógagnsætt. Eftir því sem mér skilst virkar það þannig að þeim mun meira sem tryggingar greiða sjúkrahúsunum vegna vélaskoðana og lyfja lækkar fjárveiting til rekstrarkostnaðar, t.d. beinna launa. Ég veit ekki hvort það var þetta sem Smári Karlsson átti við þegar hann ritaði í Mbl. 2. 2. 1996 ádeilu á kvótakerfi rammafjárveit- inga og sagði m.a.: „Upp kemur sú staða, að í stað framleiðniaukn- ingar til að leysa viðfangsefnin, er talið hagkvæmara að stuðla að framleiðnilækkun." Hann sagði ennfremur að enginn mundi sætta sig við að bíða eftir viðgerð á bílnum sínum í mánuði og ár, hvort sem væru bremsur eða stýri. En lifandi manneskjur væru látnar bíða misserum saman eftir aðgerðum t.d. gervilið í mjöðm. Hljóta ekki 200 auð og uppbúin rúm á fullkomnum sjúkrastofum Morgublaðið/Sverrir INDÆLLI og betri eiginkonu og móður væri ekki hægt að fá, segir Magnús Guðmundsson, vél- stjóri, um Björgu Siguijónsdóttur eftir sextíu ára hjónaband þeirra. Hann heimsækir hana á hveij- um degi á Hjúkrunarheimilið Eir þar sem Björg dvelur. Kerfið nú Alvarlegar stíflur í kerfinu Skamm- tímadvöl Fjárveitingar skornar niður. Mikið álag á heimiiisþjónustu og vandamönnum. Inniögn á bráðadeild vegna veikinda eða bágra félagslegra / r Bráða- aðstæðna. ,,_____. * _ Einstaklingar í heimahúsum hafa forgang að hjúkrunar- rýmum. Hjúkrunarheimili, nú vantar 150 pláss í hjúkrunarrými á höfuð- borgarsvæðiniu Legurými á öldrunar- lækningadeild takmarkast vegna þess að sjúklingar komast ekki annað. Margir bíða eftir plássi á hjúkrunarheimilum og lokanir auka vandann. að vera mikið bruðl með fjárfest- ingu og mannlega hamingju? Það eru ekki aðeins aidraðir sem úthýst er. Margir á besta aldri, sem kallað er, bíða von úr viti. Starfsorku þeirra er sóað en það sést ekki á útgjaldaliðum sjúkrahúsanna. Út- gjöld sjúkratrygginga hækka hins vegar, og kaffikonan okkar fær vonandi einhvers staðar bætur vegna atvinnuleysis. Þegar úthýst er öldruðu fólki sem þarf einhvern nálægt sér dag og nótt eykst álag á heimilishjálp borg- arinnar og heimahjúkrun sem greidd er af ríkinu. Útgjöld færast þannig á milli vasa, einnig milli sveitarfélaga. Sumir sjúklingar lenda í hreppaflutningum ýmist frá Reykjavík út á land, eða af sjúkra- húsum úti á landi sem eru að spara og koma af sér sjúklingum suður, jafnvel til frumheilsugæslu sem kallað er. Allt þetta hringl og brambolt vekur angjst og kvíða hjá sjúkling- um og mikilli pappírsvinnu í kerf- inu. ENGINN VILL VÖKNA Lokun deilda er almennt rétt- lætt með því að það þurfi að spara laun. Og síðan er farið eftir gömlu formúlunni: þegar sýna þarf aðhald í rekstri er byijað á að reka sendi- sveininn. Skrattinn hlýtur að hlæja sig máttlausan þegar sparnaðarhnífur- inn er réttur frá einum til annars frá efsta þrepi niður á það næsta uns komið er niður á botn. Eins og vatnið sem alltaf rennur niður á móti. Beygir framhjá þeim sem sitja í hálaunastöðum — og kannske tveiinur eða þremur. Leitar neðar. Enginn vill vökna. Noli tangere machinas meas. Stundum finnst manni gert furðulegt umstang út af smámun- um, jafnvel eins og breytingar þjóni helst þeim tilgangi að rugla almenn- ing í ríminu, sanna að málum sé stýrt af festu. Ofsóknir á hendur örfáum röntgentæknum á Landspít- ala í vetur stóðu í margar vikur, en deilt var um fyrirkomulag á vökt- um. Orkufrekt taugastríð sem lauk með því að einhveijir röntgentækn- anna hrökkluðust í burtu, og álagið eykst enn á þá sem eftir eru. Ýmsir smærri áfangasigrar hafa náðst. Eldri konu sem verið hafði í hálfsdagsstöðu við að hita kaffi fyrir starfsfólk á einni deildinni var sagt upp. Þar spöruðust heilar tutt- uguogfimmþúsund krónur á mán- uði. Vá! Hver menntaskólanemandi getur séð að svona kropp skilar varla háum fúlgum. Lítum á fáeinar töl- ur: Hátæknideildir sjúkrahúsanna eru dýrir gististaðir því sólarhring- urinn kostar um fjörutíu þúsund krónur eða hálfu meira en á öldrun- arlækningadeild. Ríkið borgar. En þegar aldraðir flytja alfarið á stofn- un leggja þeir lífeyri sinn með sér. Hjúkrunarheimili með bestu þjón- ustu kosta skattgreiðendur aðeins um fimm til sjö þúsund á sólar- hring, en vistdeildir á dvalarheimil- um, þar sem þörf fyrir hjúkrun er í lágmarki, aðeins um kr. þrjú þús- und. Afganginn greiðir sá aldraði sjálfur. Svo við snúum aftur að öldrunar- lækningadeildum þá þyrfti ekki að sleppa nema þrem fjórum skoðun- um í segulómtæki til að ná mánað- arlaunum sjúkraliða, hvað þá einni lyfjagjöf upp á þrjár milljónir króna. Gallinn er bara sá, að því mér skilst, að tryggingar greiða kostnað við vélar og lyf en kaup handa fólki kemur úr öðrum vasa! Þegar upp er staðið er greiðandinn sá sami, skattborgarinn, ég og þú. Góðar fréttir eru samt ýmsar. Nýverið var opnuð dagvist við Vita- stíg fyrir fólk með sjúkdóm í heila- vef (Alzheimer). Nefnd um sam- vinnu sjúkrahúsa á suðvesturhorni landsins undir forystu Sigríðar Snæbjörnsdóttur, hjúkrunarfor- stjóra á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hefur sett fram tillögur sem mæl- ast vel fyrir, svo sem að færa allar öldrunarlækningar undir einn hatt á Landakotsspítala. Og fram- kvæmdir við nýtt hjúkrunarheimili í Mjóddinni í Breiðholti eru komnar í gang að nýju. En hvað á að gera þangað til það er tilbúið? Væri ekki með ein- hveijum ráðum hægt að ljúka upp dyrunum að Iokuðu deildunum og hleypa þeim öldungum sem eiga hvað bágast í rúmin 190? Höfundur er sagnfræðingur. ÍS1EM11MAIS1 IMIBNI Einstakt tækifæri fyrir hönnuði, ráðgjafa, öryggisfulltrúa banka, stofnana og stærri fyrirtækja til að kynna sér hvað er að gerast í staðalmálum fyrir öryggiskerfi. SlÁÐl l<: I YKIKU.SARI: Hótel Saga A - salur { Miðvikudagur 5. júní 1996 kl. 13:30 - 17:00 Arne Larsen, sem hefur yfir 25 ára reynslu á sviði öryggismála. Hann vann að gerð upphaflegrar reglugerðar SKAFOR fyrir öryggiskerfi og hefur átt sæti í þeirri nefnd síðan 1987. Hann er fúlltrúi fyrir hönd Danmerkur í European Sectoral Committee for Intrusion and Fire protection (ESCIF). Vinnur að mótun Evrópustaðla og gætir hagsmuna Danmerkur á því sviði. Formaður Sikkerhedsbranchen fd. síðan 1993. IIM: l>.\ I I l AKHSDI li: SKRASISíí: Kynnt verður staðan í staðlamálum í Evrópu fyrir öryggiskerfi. Hvernig eru staðlarnir byggðir upp eftir áhættuflokkum og hvers vegna? Hvernig er búnaður prófaður til að fá viðurkenningu og af hverjum? Hönnuðir og ráðgjafar öryggiskerfa, öryggisfulltrúar banka, stofnana og stærri fyrirtækja. Hjá Securitas í síma 533 5000 fyrir klukkan 16:00 þriðjudaginn 4. júní 1996 ) ) ) SKCiJRn'AS Siðumúla 23 • Reykjauík • Simi: 533 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.