Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÞESSI drengfur er vanskapaður og þroskaheftur. KATYA er með meðfædda vansköpun í andliti, en fer bráðum í aðgerð. ÞESSI litla stúlka er blind og hefur heldur ekki fullan þroska. BARNAHEIMILIÐ er staðsett í íbúðarhverfi og stingur ekki í stúf við múrsteins- byggingarnar í kring. ÞESSI drengur er sjóndapur og með visna hægri hönd. JILL Blonsky með Möshu sem bandarísk hjón eru að ættleiða. fAMKVÆMT opinber- um tölum eru tuttugu þúsund börn á munaðarleysingjahæl- um í Moskvu og fjörutíu þúsund böm búa á götunni í þessari tíu millj- ón manna borg. Börnin á hælunum eru þó alls ekki öll foreldralaus, því þangað hafa einnig verið send börn, sem fæðast með líkamlega eða and- lega galla, böm einstæðra mæðra, sem ekki geta haft börnin, börn áfengissjúklinga, fanga eða foreldra, sem af einhverjum ástæðum geta ekki haft börnin hjá sér. Bömin al- ast þarna upp fram á unglingsár og framtíð þeirra er dapurleg. Einstaka börn eru þó ættleidd, oftast til rúss- neskra foreldra. Örfá fara til annarra landa en hugsanlega munu ný ætt- leiðingarlög auðvelda erlendum for- eidrum ættleiðingu. Hópur erlendra kvenna hefur und- anfarin ár unnið sjálfboðastarf á nítj- án heimilum fyrir yngstu bömin, sem eru þriggja mánaða til fimm ára. A heimilunum eru að jafnaði um fímm- tíu böm en á heimilum fyrir eldri böm eru allt að sex hundruð á hveiju heimili. Konumar hafa safnað fé til að hægt sé að framkvæma brýnar læknisaðgerðir á bömunum, fengið sérfræðinga til að koma og kenna starfsfólkinu umönnun bama með sérþarfir og keypt tæki og ieikföng til heimilanna. Hópurinn, sem kallast ARC, Action for Russia’s Children, er nú skráður sem líknarfélag í Bret- landi, en er íjármagnaður af Alþjóða kvennaklúbbnum í Moskvu, Intemat- ional Women’s Club, samtök um 1.200 erlendra kvenna í Moskvu. Forseti klúbbsins síðan 1. september er Unnur Úlfarsdóttir, fyrrverandi fréttamaður, en hún hefur verið bú- sett í Moskvu undanfarin tvö ár ásamt eiginmanni sínum Gunnari Gunnars- syni sendiherra. Driffjöðrin í ARC er bandarísk kona, Jill Blonsky. Ofbeldi gagnvart konum og börnum útbreitt Meðan við keymm í gegnum slabbið á götum Moskvu fræða þær Unnur og Jill mig um starfið og bamaheimilin. Kvennaklúbburinn er upphaflega stofnaður af sendiherra- frúm fyrir sautján árum, en er nú opinn öllum erlendum konum, auk þess sem rússneskar konur geta einnig fengið inngöngu. A vegum klúbbsins starfa um fimmtíu áhuga- hópar um hin ýmsu efni, allt frá bókmennta- og tungumálahópum, silkimálun og svo til velferðarhóps- ins, sem hefur afskipti af bamaheim- ilunum. Það er því meiriháttar rekst- ur og skipulagning sem Unnur hefur á sinni könnu, enda segist hún hafa lært meira í þeim efnum undanfarna mánuði en hægt væri á skólabekk. Jill er gift Rússa, sem hún kynnt- ist þegar hún kom á Olympíuleikana í Moskvu 1990. Hún settist að í þá- verandi Sovétríkjunum, en fékk ekki atvinnuleyfi og þurfti að lokum að fiytja úr landi með unga dóttur sína, meðan maðurinn mátti ekki fara ut- an, þar sem hann hafði um tíma starfað hjá hernum. Fjölskyldan var l íl VÍÓ liua allivöli Tuttugu þúsund böm í Moskvu búa á bama- heimilum við aðstæður sem eru fátæklegar á okkar mælikvarða. Unnur Úlfarsdóttir í Moskvu er forseti samtaka erlendra kvenna, sem veita heimilunum aðstoð í sjálfboða- starfí. Sigrún Davíðsdóttir heimsótti tvö þessara bamaheimila í fylgd Unnar. því aðskilin í um þijú ár, en undan- farin tíu ár hefur Jill búið í Moskvu. Fyrir þremur árum tók hún við for- mennsku í velferðarhópi kvenna- klúbbsins og beindi þá sjónum að aðbúnaði kvenna og barna og þar vantaði ekki verkefnin. ARC fær fé frá kvennaklúbbnum, sem aflað er með jólabasar, en einn- ig með fjár- og vöruframlögum frá fyrirtækjum. íslensk fyrirtæki hafa einnig lagt sitt af mörkum með því að slá af vöruverði og Flugleiðir hafa gefið flutninga. Unnur segir jólabas- ar klúbbsins meiri háttar uppákomu, þar sem öllum sé heimill aðgangur. A basarnum selja konurnar vörur frá heimalöndum sínum og þarna hefur Unnur selt reyktan lax og aðrar ís- lenskar afurðir við miklar vinsældir. Síðast söfnuðust um fímm milljónir íslenskra króna á basarnum, sem var næstum tvöfaldur ágóði miðað við árið áður og engar líkur til að dragi úr áhuganum á basamum, þar sem hróður hans hefur spurst út. Fjársöfnun handa barnaheimilum mætir takmörkuðum skilningi meðal rússneskra fyrirtækja. Þau vilja í sjálfu sér gjarnan láta eitthvað að hendi rakna til góðagerðarstarfsemi, en sjá litlar ásætður til að veita kven- fólki og fötluðum börnum stuðning. Þeim Unni og Jill ber saman um að afstaða til kvenna í Rússlandi sé allmiklu fmmstæðari en þær eigi að venjast frá heimalöndum sínum. Vel- ferðarhópurinn styður neyðarathvarf fyrir konur og börn, sem sæta of- beldi á heimilum og konur, sem hafa orðið fyrir nauðgun. Ofbeldi gegn konum og börnum í Rússlandi er algengt. Samkvæmt opinberum tölum eru framin um 35 þúsund morð á ári í Rússlandi. Helmingur fórnarlamba er konur, sem eru myrt- ar af ölóðum eða örvæntingarfullum eiginmönnum. Rússar álíta almennt að nauðgun sé konunum sjálfum að kenna og þær mæta litlum skilningi vegna ofbeldis, hvort sem er á heim- ili eða utan þess. Annar skilningur á mannúð Barnaheimilið stingur ekki í stúf við múrsteinsbyggingarnar í kring. Úti leika krakkarnir sér í stórum garði, sem um þetta leyti er á kafi í snjó. I opnum húsum með rimlum fyrir eru leikföng, en annars er fátt sem minnir á að garðurinn sé barna- leikvöllur. Leiktæki eins og við þekkj- um þau á barnaleikvöllum sjást ekki. Innan dyra er þokkalegt á rússnesk- an mælikvarða, en minnir á myndir frá lakari hverfum Reykjavíkur fyrir hálfri öld. Lykt af langsoðnu káli og komi loðir við allt. Það líður að mat- artíma. Börnin sitja prúð við borðin og bíða eftir matnum, sem þau borða án þess að nokkuð sullist niður. Maturinn er ekki lystugur, spóna- matur og brauð. Hvergi vottar fyrir nýju grænmeti eða ávöxtum. Þegar erlendu konumar tóku til við sjálfboðastarfíð voru leikföng sjaldséðir gripir á heimilunum og veg- gimir auðir og litlausir. Nú eru þama leikföng, þótt ekki sé um auðugan garð að gresja, og litir á veggjum, þó allt sé heldur af vanefnum gert. Þótt Rússar séu almennt barngóð- ir og leggi rækt við börn sín, þá hefur sú skoðun verið uppi að börn með andlega eða líkamlega galla væri best að setja á hæli. Þar eru þau fædd og klædd en lítilvægir lík- amsgallar eins og klofinn gómur eða snúnir fætur hafa verið látnir ómeð- höndlaðir. Katja litla er afskræmd í andliti sökum meðfæddrar vansköp- unar, sem ekki hefur verið sinnt, en bráðlega verður gerð á henni aðgerð á vegum ARC. Börnin, sem eitthvað er að, eru inni við. Þarna eru herbergi með Down-heilkenni börnum eða andlega sködduðum börnum. Einn lítill dreng- ur dregur sig hikandi í hlé, þegar gestirnir koma en vill samt fylgjast með. Hann er sjónskertur og hægri höndin er visin. Við vegginn situr lítil stelpa og rær stöðugt í gráðið. Börnin með Down-heilkenni hlæja og skemmta sér yfír heimsókninni. Þau eru í rimlarúmum og eyða líkega mestum hluta dagsins þar. Á öðrum stað liggur litil stelpa á gólfinu og volar. Hún er blind og annað augað er hálft úti. Hún fer í aðgerð innan skamms á vegum ARC. Þótt vafa- mál sé að hún fái nokkra sjón, má laga lýtta augað. Lítil stelpa með vatnshöfuð volar á gólfinu, en hættir um leið og Unnur tekur hana upp og kjáir við hana. í öðru herbergi eru leikandi böm, sem verða ógnar kát þegar gesti ber að garði. Þeysa móti þeim og vilja endilega láta taka sig í fangið. Sas- ha, sem er fímm ára, kemur til mín. Ljóshærður og fjarska hýr drengur, sem brosir svo hlýlega og er svo inni- lega glaður að vera tekinn upp að hann skeytir því engu þótt hann eigi að fara að borða og fóstran kalli. Sasha var álitinn heymarlaus, en það er varla rétt því hann hefur lært að tala og virðist að öllu leyti eðlilega þroskaður. Spumingin er hvort Sas- ha hefði nokkurn tímann þurft að lenda á barnaheimilinu. Ónákvæmar sjúkdómsgreiningar Ef svo er, er Sasha ekki eina dæmið um ranga greiningu. Enskur læknir í heimsókn á vegum ARC hitti fyrir nokkru rússneska foreldra með nýfætt barn sitt á fæðingar- deild. Þau ætluðu að láta bamið á barnaheimili, því rússneskir læknar höfðu sagt þeim að óathuguðu máli að barnið væri öllum líkindum heila- skaddað, þar sem móðirin hefði haft sykursýki. Enski læknirinn sagði það af og frá, rannsakaði barnið og sýndi þeim fram á að barnið væri heil- brigt. Þau fóru því heim með barnið, sem ella hefði hafnað á barnaheimili. Þroskaþjálfun er í lágmarki og þarna em hópar af börnum, sem á Vesturlöndum hefðu í flestum tilfell- um fengið viðeigandi meðferð og getað átt í vændum eðlilegt líf heima fyrir. Viðhorfíð virðist nánast hafa verið að börn með fæðingargalla væru gölluð vara, sem best væri að skila aftur. En þarna lenda einnig börn, sem hafa slasast. í einu rúminu liggur nokkurra ára drengur, sem fæddist heilbrigður en lenti í bílslysi og er lamaður og skaddaður eftir. Hann liggur þarna umkomulaus, horfir bara út í bláinn og hlýtur enga þjálfun. Og þannig liggja fleiri börn. I fæstum tilfellum eru börnin á heimilunum munaðarlaus, en Qöl- skyldan sinnir þeim lítt eða ekki, eða þá að bara mæðurnar koma í heim- sókn. En þarna eru líka börn ein- stæðra mæðra, sem eiga börnin kannski án vitundar fjölskyldunnar. Kornung móðir röltir um með barnið sitt í fanginu í slabbinu og eðjunni á bílastæði barnaheimilisins. Hún hefur ekkert afdreþ til að vera ein með barninu. Hún vonast til að geta einhvern tímann tekið barnið til sín, en sem stendur hefur hún engin ráð önnur en að hafa barnið á heimilinu. Á ganginum situr önnur kornung stúlka, mögur og tekin með dökkt sítt hár og starir fram fyrir sig tóm-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.