Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUIM SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1996 31 Eldavel Competence 5001 F-w; 60 sm -Undir -og yfirhiti, bióstursofn, bióstursgrill, grill, geymsluskúffa. Uppþvottavél Favorit676 w 6 þvottakerfi AQUA system Fyrir 12 manns Verð AEG Undir- borbsofn Competence 511 E - w Undir- oa yfirhiti, Vera Jndir- og yfirhiti, grill og blásturl. Þvottavél Lavamat 9205 Vinduhraði 700/1000 + áfanga -vindingujekur 5 kg., sér hitavalrofi, sérstök ullarforskrift, orku -sparnaSar forskrift, UKS kerfi (jafnar tau í tromlu fyrir vindingu), sér hnappur fyrir viSbótar- skolun, orku- notkun 2,0 kwst á lengsta kerfi Kæliskápur, KS. 7237 Nettólítrar, kælir: 302 I, orkunotkun 0,6 kwst á 24 tímum hæS 155 sm breidd 60 sm dýpt 60 sm C Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, j- Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrímsson. Grundarfirði. Ásubúö.BúöardalVestfirðir: Geirseyrarbúöin, ® Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík.Straumur.ísafirði. £ Noröurland: Kf. Steingrímsfjaröar.Hólmavfk. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúö, w Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, *0 Dalvík. KEA, Siglufiröi Kf. Þingeyinga, Húsavfk.Urö. Raufarhöfn. Auaturiand: Svoinn Guömundsson, Egilsstööum. Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi. Stál, Seyöisfiröi. Verslunin Vík, Neskaupsstaö. Kf. Fáskruösfiröinga, Fóskrúösfirði. KASK, Höfn. £ Suöurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Klrkjubœjarklausiri. Brimnes, Vestmannaeyjum. 3 Reykjanes: Stapafell, Keflavfk. Rafborg, Grindavfk. lægð en svo breytist það í staur þegar nær dregur. Gangbrautin hverfur þegar komið er að henni og gatan er annaðhvort hvít eða svört. Bömin átta sig ekki á heild- inni. Ann-Charlotte telur reyndar æskilegast að hleypa börnum ekki útí umferðina fyrr en þau eru orðin fullra tólf ára. Þá hafa þau tekið út meiri vöxt og era samkvæmt Piaget fær um að hugsa um margt í einu og bregðast við flóknum aðstæðum eins og skapast í um- ferðinni. Hún segist þó ekki sjá fyrir sér hvernig slíkt gæti gengið í okkar þjóðfélagi. Því hallast hún að því að best sé að byija sem fyrst á umferðarfræðslunni og leggja þannig smám saman grann að góð- um skilningi og sjálfstæðri hugsun barnanna undir vemd og eftirliti foreldra. Greinin er unnin upp úr viðtali við Ann-Charlotte Márdsjö leik- skóiakennara í Gautaborg í sumar og eftirfarandi ritum: Barn och trafik, ett utverklings- arbete í förskola och lágstadium, Rapport frán Institutionen för me- todik í láraratbildningen, Göte- borgs Universitet Nr. 4, Ann- Charlotte Márdsjö. An approach to leaming in pre- school, Department of Teaching Methodology in Teacher Education, Göteborgs Universitet, Ann-Charl- otte Márdsjö. Försöksverksamhet með trafik- undervisning för bam í 4-6 ársáld- ern, En utvárdering af MHFs bamstrafikskole, Ann-Charlotte Márdsjö. Höfundur hefur lok'.ð B.Ed. prófi frá KHÍ og prófi i hagnýtri fjölmiðlun við HÍ. Börn í leikskóla og fyrstu bekkjum grunn- skóla hafa ekki náð nægum þroska, segir A Anna Margrét Olafs- dóttir, til þess að vera fullkomlega ábyrgir vegfarendur. skóla og fyrstu bekkjum grannskóla hafa einfaldlega ekki náð nægileg- um þroska til þess að vera fullkom- lega ábyrgir vegfarendur. Sjón bama er ekki fullþroskuð og þau eiga erfitt með að sjá út til hliðanna nema hreyfa höfuðið. Þau eiga erfítt með að átta sig á úr hvaða átt hljóð kemur. Þess vegna gera þau sér ekki grein fyrir því hvort bfll nálgast eða ijarlægist. Hraða eiga þau líka erfitt með að meta. Bam sem kemur hlaupandi að gangstéttarbrún getur átt erfitt með að snarstoppa. Sjónarhóll ungra bama er allt annar en fullorðinna. Þau sjá gang- brautarmerkið vel úr nokkurri fjar- SONUR minn, 4 ára, er búinn að læra að fara yfir götu. Hann veit að hann á að stoppa, horfa til beggja hliða og hlusta áður en hann fer yfír. Við þetta eru ekki viðhöfð nein vettlingatök. Þegar við komum að götunni snýr hann svo hratt upp á höfuðið að mig svimar við að horfa á hann. Svo hvelfir hann lófana á bak við eyran eins og þaulæfður leikari áður en hann þýtur af stað yfír götuna. Æf- ingarnar á gangstétt- arbrúninni eru eins og upphitun fyrir sprettinn og ég er ekki viss um að þær séu í neinu sambandi við það hvers vegna hann ákvað að fara yfir götuna. Þýðir yfir höfuð nokkuð að kenna ungum börnum umferðar- reglur? Ann-Charlotte Márdsjö, leik- skólakennari í Svíþjóð, hefur unnið að tveggja ára rannsóknarverkefni um skilning bama á umferð. Hún telur að með því að miða umferðar- fræðslu við hugsanagang barn- anna, megi ná góðum árangri. Rannsóknarverkefnið var unnið í samvinnu við 15 kennara, leik- skólakennara og tómstundaleið- beinendur og 85 börn á leikskóla- og grunnskólaaldri. Eitt aðal- markmiðið var að þróa kennsluað- ferð sem gerði bömin að betri veg- farendum. Við þróun hennar hafði Ann-Charlotte hliðsjón af árangri sænskra bindindissamtaka sem önnuðust umferðarfræðslu í leik- skólum á hefðbundinn hátt. Ann- Charlotte hafði verið fengin til þess að meta starf og árangur samtak- anna en þau höfðu sérútbúna rútu sem fór á milli staða með tilbúna dagskrá. í viðtölum sínum við börn- in eftir viðkomu rútunnar, gátu flest þeirra sagt frá einhveiju sem þau höfðu lært eða gert í rútunni. Börnin höfðu haft gaman af heim- sókninni og voru áköf að segja frá. Mörg gátu þulið upp allar reglur, vissu upp á hár hvað græni kallinn sagði og sá rauði. Allir höfðu feng- ið að lita myndir, sjá alvöru löggu og fengið poka undir myndir og merki. En þrátt fyrir þetta taldi Ann- Charlotte árangurinn lítinn. Fræðslan var einangraður atburður við tilbúnar aðstæður og því taldi hún börnin ekki geta nýtt sér þekk- ingu sem skyldi í daglegu lífi. Fræðsla á öðrum nótum Ann-Charlotte vildi leggja áherslu á að forsendur barnanna réðu ferðinni og að eingöngu væri fjallað um nánasta umhverfi þeirra, t.d. bílastæðið við blokkina, leiðina í skólann eða til vinanna. Sem dæmi um forsendur bamanna nefn- ir hún að nokkur barnanna í rann- sókninni trúðu því að einhver byggi inni í ljósunum eða í næsta húsi sem setti græna kallinn á þegar þau þyrftu að komast yfir. Þessi börn eiga erfiðara með að skilja hvers vegna þau þurfa sjálft að sýna aðgát. Það er jú einhver ann- ar sem sér um það! Ann-Charlotte taldi fræðsluna líka verða að vera stöðuga og vera í eðlilegum tengsl- um við það sem bömin gera dag- lega svo þau sjái umferðina sem hluta af lífí sínu. Þess vegna fengu kennararnir börnin til þess að velta fyrir sér viðfangsefnum fræðslunnar og tala um þau. - Þeir notuðu margbreytileikann í hugmyndum bam- anna til þess að sýna fram á að ekki er allt- af til eitt rétt svar og til þess að hjálpa þeim til að þróa eigin hug- myndir. - Kennaramir sköpuðu aðstæður sem gáfu tilefni til vangaveltna um það sem ætlunin var að kenna bömunum í það og það skiptið. Þessi lykilatriði liggja m.a. í þroska- kenningu Piaget. Samkvæmt honum era börn fram til 7 ára aldurs svo sjálfhverf að þau miða allt út frá sjálfum sér og eiga mjög erfitt með að setja sig í spor ann- arra. Þetta kemur t.d. fram í því þegar barn sér að það er að koma bíll keyrandi eftir götunni ályktar það að bfllinn hljóti að hafa séð það líka; og fer yfir. Lykilatriðin þijú má auðvitað nota í hvaða fræðslu sem er, hvort sem foreldrar eða kennarar eiga í hlut. Öll atriðin þurfa heldur ekki alltaf að vera með. Leikskólakenn- ari í gönguferð með hópinn sinn era glöggt dæmi. Við ákveðna götu fara nokkur barnanna að tala um hvað þetta sé hættuleg gata. Kenn- arinn spyr hvers vegna og þá kem- ur í ljós að einvher sem býr við götuna keyrir svo hratt. Kennarinn grípur tækifærið og spyr: — Hvernig er hægt að passa sig á þeim sem keyra svona hratt? Jóhann, 5 ára, segir, - Maður felur sig á bak við ranna og þegar bíll- inn kemur stekkur maður fram fyrir hann. Þá hlýtur hann að stoppa! Mjög mikilvægt er að dæma svona svör ekki úr leik með nei- kvæðum viðbrögðum heldur spyija frekar annarrar spurningar. - Dettur ykkur í hug einhver önnur leið? - Við gætum farið heim til hans og talað við hann, svarar einhver úr hópnum. Bömin ræða þetta nánar. - Kannski er hann ekki heima! - Þá getum við hringt í hann seinna. Hvort sem verður úr er hér kom- in nothæf lausn. Þá tekur leikskóla- kennarinn upp svar Jóhanns og spyr hvort börnin sjái einhvem ókost við svarið hans. Þau era auð- vitað ekki lengi að því við nánari íhugun. Börnin era ánægð með að hafa fundið lausn á þessu öllu sam- an, hafa haft gaman af að ræða málin og að hafa fengið tækifæri til að lýsa hugmyndum sínum. í upphafi rannsóknarinnar höfðu fá börn áttað sig á því að þau gætu sjálf fundið út úr því hvemig best væri að haga sér við ákveðnar aðstæður. Þau fóru eftir reglum sem þau höfðu lært án þess að skilja þær til fullnustu. Til dæmis vissi einn strákurinn að ekki mátti hjóla þar sem bílar voru. Þess vegna hjólaði hann bara á brotalín- unni á miðri götunni! „Ég er búin að læra svo mikið!“ Kennararnir vora vakandi fyrir umræðuefnum sem tengdust um- ferðarfræðslunni. Spjall og skoð- anaskipti voru alltaf stór hluti vinn- unnar og kennararnir reyndu að „fræða“ sem minnst en leiða börn- in frekar að réttum niðurstöðum með spurningum. Meðal fjöl- breyttra verkefna voru börnin með- al annars látin teikna mynd af hjóli. Þau gerðu eina mynd við upphaf verkefnisins og eina í lokin. Til- Anna Margrét Ólafsdóttir gangurinn var m.a. að sýna þeim að þau hefðu lært eitthvað af allri vinnunni. Stór munur var á mynd- unum. Sú fyrri sýndi yfirleitt bara hjólið í einföldum dráttum. Á seinni myndinni voru þau sjálf komin á hjólið og myndin var öll nákvæm- ari, með ljósum, veifum og bjöllum. Þegar þau vora spurð að því hvers vegna væri munur á hjólunum sögðust þau hafa lært svona mikið. Góður árangur Til þess að fylgjast með fram- gangi mála meðan á tilrauninni stóð tók Ann-Charlotte reglulega viðtöl við hvert og eitt barnanna. Hún komst að þeirri niðurstöðu að börnin skynjuðu betur og betur það sem gerðist í nánasta umhverfi þeirra. Þau skildu betur hvað fólst í umferð og að þau væra þátttak- endur í henni. Karin 5 ára sagðist til dæmis í upphafi tilraunarinnar ekki vita hvað umferð væri því hún hefði aldrei séð hana! Mörg bam- anna lærðu af kennuranum og spurðu hvert annað í auknu mæli þegar þau vildu fá nánari útskýr- ingar á einhveiju. Líkamlegir annmarkar Góður árangur í umferðar- fræðslu getur aldrei komið í stað leiðsagnar fullorðinna. Böm í leik- RAUÐIR KALLAR OG GRÆNIR - BÖRN OG UMFERÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.