Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐiÐ MINNIIMGAR GUÐRUN JONSDOTTIR + Guðrún Jóns- dóttir fæddist í Hausthúsum á Hellissandi 4. des- ember 1912. Hún lést i Seljahlíð i Reykjavík 24. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jón Þorleifur Jó- hannesson (Jóns- sonar og- Ingibjarg- ar Pétursdóttur frá Malarrifi) f. 25. mars 1885, og Krist- ín Pétursdóttir (Jenssonar og Jó- hönnu Einarsdóttur frá Höskuldsey) f. 10. maí 1889. Guðrún var elst fjögurra barna þeirra en þijú náðu fullorðinsaldri. Hin eru Jóhannes, f. 15. nóvember 1915, býr í Ólafsvík, og Pétrún Kristín, f. 26. júlí 1929, húsmóðir í Ólafsvík, gift Guð- jóni Bjarnasyni bif- vélavirkja og eiga þau þrjú börn. Níu ára gömul fluttist Guðrún ásamt fjöl- o FJÖLBRAUTASKOLINN VIÐ ÁRMÚLA Frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla Innritun fyrir haustönn 1996 Innritað verður 3.-5. júní og ber að skila umsóknum á skrif- stofu skólans sem er opin kl. 8.00-15.00, s. 581 4022. Einnig er hægt að skila umsóknum í Menntaskólanum við Hamrahlíð 3. og 4. júní, en þar er sameiginleg innritun framhaldsskólanna í Reykjavík kl. 9.00-18.00 báða dagana. Boðið er upp á nám til stúdentsprófs á félags- og sálfræði- braut, náttúrufræðibraut, nýmálabraut, íþróttabraut, hag- fræði- og viðskiptabraut og listdansbraut (í samvinnu við List- dansskóla íslands). Vakin er athygli á þeirri nýjung, að á félags- fræðibraut geta nemendur valið sér upplýsingatækni- og tölvusvið, en það er ekki annars staðar í boði. Á heilbrigðissviði er boðið upp á eftirtalið nám til starfs- réttinda: Lyfjatæknabraut, læknaritarabraut (stúdentspróf eða sambærilegt nám er inntökuskilyrði), námsbraut fyrir að- stoðarfólk tannlækna, námsbraut fyrir nuddara og sjúkra- liðabraut. Námsráðgjafi og skólayfirvöld eru til viðtals innritunardagana kl. 8.00-15.00. Skólameistari. FELAGISLENSKRA STORKAUPMANNA -félag milliríkjaverslunar og vörudreiíingar- HVAÐ ER AÐ GERAST í SAMNINGAVIÐRÆÐUM MILLIBAND ARÍKJANNA 0G ESB UM VIÐSKIPTAMÁL? Félag íslenskra stórkaupmanna boðar til fundar mánudaginn 3. júní nk. kl. 12:00 í Skálanum á Hótel Sögu. Efni fundarins verður viðskiptabandalög og samningaviðræður Bandaríkjanna við önnur ríki, NAFTA, APEC og NTA (New Trans- Atlantic Agenda). Ræðumaður fundarins verður Donald S. Abelson einn helsti samningamaður Bandaríkjanna í viðskiptamálum. Donald Abelson starfar hjá utanríkisviðskiptaskrifstofu forseta Bandaríkjanna og er þar yfirmaður deildar sem annast milliríkjasamninga á sviði fjarskipta og upplýsingatækni.. Hann tók virkan þátt í Uruguay-viðræðunum og var einn helsti ráðgjafi Mickey Kantors í GATT-samningunum um málefni sem varða verndun hugverkaréttinda. Hann á um 18 ára starfsferil að baki hjá stofnuninni sem ráðgjafi og samningamaður og tók sem slíkur þátt í gerð NAFTA samninganna ásamt fjölda annarra viðskiptasamninga á vegum Bandaríkjastjórnar. Þátttökugjald með hádegisverði er kr. 2.500,-. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu félagsins í síma 588 8910. FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN. skyldu sinni á bæinn Kjalveg fyrir utan Hellissand. Guðrún giftist Sigurði Snæ- dal Júlíussyni skrifstofustjóra, f. 26. okt. 1907, frá Hrappsey á Breiðafirði, d. 29. júní 1972. Foreldrar Sigurðar voru Júlíus Sigurðsson og Guðrún Skúla- dóttir. Börn Guðrúnar og Sig- urðar eru þijú: 1) Atli Snædal Sigurðsson, prentari, f. 28. mars 1945, kvæntur Stefaníu Baldursdóttur læknaritara, f. 1947 og eru þeirra börn: Svein- laug hjúkrunarfr., f. 1967, í sambúð með Sigurði Sigurðs- syni húsasmið, f. 1964. Þeirra börn Atli Snædal, f. 1990, og Stefán Fannar, f. 1994; Sigurð- ur Jóhannes, iðnrekstrarfr., f. 5. des. 1970; Baldur Leví, stúd- ent, f. 13. des. 1975. 2) Júlíus Snædal verslunarstjóri, f. 8. ágúst 1946, kvæntur Laufeyju Valdimarsdóttur ritara, f. 1947. Þeirra börn: Valdimar bílasali, f. 1965, í sambúð með Hafdísi Björnsdóttur, f. 1971. Hans barn Laufey Rós, f. 1984; Valur atvinnurekandi, í sambúð með Aðalbjörgu Björnsdóttur, f. 1969, hennar barn Björn Emil, f. 1988; Sigurður Snædal stúd- ent, f. 1975. 3) Jón Hallgrímur verktaki, f. 26. febrúar 1956, í sambúð með Maríönnu Einars- dóttur leikskólasljóra, f. 1956. Hennar barn Ingi Þór Einars- son nemi, f. 1974. Börn Jóns: Þórhildur Ýr, f. 1974, Jóhanna Guðrún, f. 1976, Sigþór, f. 1979, Björn Ævar, f. 1982. Útför Guðrúnar fer fram frá Hallgrímskirkju á morgun, mánudaginn 3. júní, og hefst athöfnin klukkan 15. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Mig langar að minnast Guðrún- ar tengdamóður minnar með nokkrum orðum. Hún ólst upp á Kjalvegi, í nágrenni við Ingjalds- hólskirkju þar sem faðir hennar var meðhjálpari um árabil. Þar ólst hún upp við trúrækni og manngæsku sem átti eftir að fylgja henni á lífsleiðinni. Þar lagði einnig hönd á plóginn móðuramma hennar, Jóhanna, sem bjó alla tíð á heimili foreldra hennar og var Guðrúnu mjög kær. Eftir einn vetur á Staðarfelli lá leiðin til Reykjavíkur þar sem hún var í vist hjá Knud Zimsen borgar- stjóra. Um það leyti kynntist hún eiginmanni sínum, Sigurði, og byijuðu þau búskap á Hellissandi, þar sem Sigurður starfaði við Kaupfélagið. Þau fluttu síðan til Reykjavíkur og bjuggu á Óðins- götu 19. Á þessum árum veiktist Sigurður af berklum og dvaldi um tíma á Vífilsstöðum en Guðrún vann þá í Veiðarfæragerðinni. Árið 1947 flutti fjölskyldan í Litla Hvamm, þar sem nú er Heimahverfið. Litli Hvammur var lítill byggðarkjarni með sveitabæj- um í kring og átti fjölskyldan góð ár þar. Um 1956 var komið að því að skipuleggja þetta svæði og þurfti Litli Hvammur að víkja, og fluttu þau þá í Goðheima 14. Þau festu kaup á Akurgerði 20 árið 1966 og bjuggu þar, þar til Sigurð- ur lést 1972, en hann hafði þá verið heilsulaus í nokkur ár. Um 1970 fór Guðrún að vinna í Tösku- og hanskagerðinni og lík- aði henni það mjög vel. Er hún seldi Akurgerðið flutti hún á Háa- leitisbraut og vann þá um tíma hjá Dráttarvélum við kaffiumsjón. Þegar heilsan fór að bila flutti hún í nálægð við syni sína í Arahólum og var þá sjúkdómur hennar farinn að gera meira vart við sig. Árið Háskólanám í hugbúnaðargerð Tölvuháskóli Verzlunarskóla íslands er skóli á háskóla- stigi, sem veitir tveggja ára nám í kerfisfræði og útskrifar nemendur með námstitilinn kerfisfræðingur TVÍ. Kerfisfræðingar TVÍ hafa þekkingu og þjálfun til þess að geta unnið við öll stig hugbúnaðargerðar, haft umsjón með rekstri tölvukerfa og annast notendaþjónustu. Þekking þeirra nýtist einnig við skipulagningu og umsjón tölvuvæðingar hjá fyrirtækjum, við kennslu og þjálfun starfsfólks og við markaðs- og sölustörf í hugbúnaðariðnaði. TVÍ kappkostar að bjóða fram nám og vinnuaðstöðu í takt við hina hröðu þróun í tölvuheiminum: Megináherslan í náminu er á forritun í ýmsum forritunarmálum og öðrum greinum sem snúa að hugbúnaðargerð og tölvufræði. Þeir, sem hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi, geta sótt um inngöngu í kerfisfræðinám TVÍ. Námið er krefjandi og góður undirbúningur, sérstaklega í stærðfræði, íslensku, ensku og tölvugreinum, kemur nemendum til góða. Reynslan hefur sýnt að konur og karlar eiga jafnmikið erindi í námið og atvinnutækifæri fyrir bæði kynin eru margvísleg. Tekið er við umsóknum á tímabilínu 2. maí til 14. júní. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást á skrifstofu Verzlunarskólans. Umsóknum skal fylgja afrit af prófskírteini og innritunar- gjald kr. 4000. Heimasíða TVÍ er http:/www.tvi.is TVI Tölvuháskóli VÍ Qfanleiti 1, 103 Rvík, sími 568 8400. 1990 flutti hún í Seljahlíð og lést þar. Við Guðrún áttum saman marg- ar góðar stundir en það eru um þijátíu ár síðan við kynntumst. Ég leit á hana sem vinkonu mína og gátum við talað saman um hvað sem var. Hún var glæsileg kona með fallega framkomu, hlý- leg og glaðsinna. Hún hafði góða söngrödd og var það henni mikil ánægja er hún fór að syngja með kór eldri borgara í Gerðubergi. Fjölskyldan var henni allt og var hún vakin og sofin yfir velferð barna sinna og barnabarna. Elsku Guðrún hafðu þökk fyrir allt og hvíl í friði. Þú elskaðir lffið og lærdóminn, þig langaði að skilja tilganginn með tilveru ijóssins og lífsins. Veizt hefur þér nú víðsýnið bezt og vængimir, sem þú þráðir mest; þér fannst hér of þröngt til flugsins. Þú starfaðir jafnan með umhyggju og ást, elju og þreki, er sjaldan brást, þér nýttist jafnvel nóttin. Þú vannst fyrir bezta vininn þinn, þú vinnur nú með honum annað sinn með efldan og yngdan þróttinn. Af alhuga færum þér ástarþökk, á auða sætið þitt horfum klökk. Heilsaðu föður og frændum. Að sjá þig aftur í annað sinn enn að komast í faðminn þinn, við eigum eftir í vændum. (G. Björnsson) Stefanía. Mig langar með örfáum línum að minnast elskulegrar systur minnar Guðrúnar. Hún var 17 árum eldri en ég og fluttist að heiman um svipað leyti og ég fór að muna eftir mér. Hún giftist manni sínum Sigurði Snædal Júl- íussyni frá Hrappsey á Breiðafirði og fluttist fljótlega eftir það til Reykjavjkur og bjó þar alla tíð síðan. Ég man af þeim sökum mest og best eftir henni þegar þau hjónin komu í heimsókn heim á Kjalveg á sumrin og hlakkaði ég mikið til þess þegar stóra systir var að koma. Alltaf komu þau með eitthvað til að gefa mér. Þegar ég stækkaði fékk ég að fara til þeirra suður og var það mikið ævintýri fyrir mig sveitat- elpuna að koma í höfuðborgina og sjá alla dýrðina þar. Eftir að ég fermdist var ég svo hjá þeim hjónum í þijá vetur með- an ég var þar í skóla og voru það ánægjuleg ár, sem ég mun ávajlt minnast með þakklæti í huga. Ég og fjölskylda mín kveðjum elsku systur mína með kærri þökk fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur og vottum fjölskyldu hennar innilega samúð. Kristín Jónsdóttir. #101*101* o „____ O c&r '- -.^ ^fDaCía bara bíómabú^ Fersk blóm og skreytingar við öll tækifœri # 0 H O # 0 Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fáíiafeni I I, sími 568 9120 * 0 I 0 I 0 0 Oi*iO«*IOI0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.