Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1996 Til sölu við Skúlagötu Versiunar- þjónustu- eða skrifstofuhúsnæði Nú er komið í sölu nýtt húsnæði á frábærum stað milli Skúlagötu og Sæbrautar í Reykjavík. Stórkostlegt út- sýni, næg bílastæði og góð aðkoma. Samtals er um að ræða ca 1.700 fm á tveimur hæðum sem skipta má niður í stærri sjálfstæðar einingar. Upplýsingar gefur FJÁRFESTING FASTEIGNASALA? Borgartúni 31,105 Rvík, s. 562 4250. Lögfr.: Pétur Þór Sigurðsson, hdl. Opið hús í dag sunnudag kl. 16-18 Stórglæsileg 117 fm. íbúð á 2. hæð ásamt innbyggðum 25 fm. bílskúr Mikið útsýni og hreint frábært skipulag, þar sem svefnherbergin og bað eru á sér gangi. Sérþvottaherbergi í íbúð. Húsið er nýmálað að utan. Áhv. ca. 5,1 millj. byggsjóði. Verð 11,2 millj. (4527). Uppl. á fasteignasölunni Lyngvík, Síðumúla 33, s. 588 9490. LL Z % m <oo Sími 588-5530 Bréfsími 588-5540 Sæberg Þórðarson, löggiltur fasteigna- og skipasali, Háaleitisbraut 58, sími 5885530. LEIRUTANGI - SÉRHÆÐ Falleg neðri sérhæð 3ja-4ra herb. 94 fm. Parket. Verönd. Sérinng. og -garður. Áhv. 4 millj. Hagstætt verð 6 millj. GNOÐARVOGUR - 3JA Góð 3ja herb. íbúð 70 fm á 3. hæð í nýstandsettu fjölb- húsi. Verð 5,8 millj. GOÐHEIMAR - 3JA Rúmgóð 3ja herb. íbúð 80 fm á jarðhæð með sérinng. og bílastæðí. Laus strax. Verð 5,7 millj. GARÐATORG - GBÆ Ný „lúxus"-íbúð 3ja herb. 108 fm á 4. hæð í lyftuhúsi. Selst tilb. undir trév., fullfrág. sameign og hús að utan, lóð frág. með gróðri. Góð staðsetn. með miklu útsýni. Mögul. áhv. 6 millj. Verð 8,7 millj. FRAMNESVEGUR - 2JA Mjög falleg nýleg 2ja herb. íbúð 60 fm á 2. hæð með yfir- byggðum svölum, 8 fm sólstofu. Mögul. áhv. 3,6 millj. Verð 5,2 millj. Laus strax. ENGIHJALLI - KÓP. Góð 2ja herb. íb. 54 fm á 1. hæð í lyftuhúsi. Húsvörður. Mögul. áhv. 3 millj. Hagst. verð 4,5 millj. I DAG BRIDS llmsjón Guðmundur l'áll Arnarson ÞÝSKA bridskonan snjalla, Sabinc Auken, var að leita að yfírslögum í fjórum hjörtum. Norður ♦ ÁKG102 ¥ K654 ♦ K105 Vestur ♦ 5 Austur 4 94 ♦ D63 V D7 IIHII V 108 ♦ 9743 1II111 ♦ ÁG62 ♦ D9764 ♦ G832 Suður ♦ 875 ¥ ÁG932 ♦ D8 ♦ ÁKIO Sabine fékk út spaðaníu, sem hún drap á ás og tók hjartakóng og ás. Nú eru ellefu slagir öruggir, en spurningin er: Hvemig á að fá tólf? Eftir útspilið verður að gera ráð fyrir að austur eigi spaðadrottninguna valdaða á eftir blindum. En samt eru tólf slagir upplagðir ef sagnhafi staðsetur tígulás- inn rétt: (A) Austur á tígulásinn. Þá er laufás tekinn og lauf trompað. Síðan er tígli spilað að drottningunni. Austur verður að dúkka, þvi annars fríast tveir slagir á tígul. Sagnhafi hendir þá tígultíu niður í laufkóng og spilar austri inn á tígulás. (B) Vestur á tígulásinn. Tígli er spilað á kóng blinds (vestur verður að gefa). Síðan er spaðakóngur tekinn, ÁK í laufi (tígli hent) og lauf trompað. Vestur er svo sendur inn á tígulás. Sabine veðjaði á ásinn í vestur og valdi síðarnefndu leiðina. Austur drap tígul- kónginn með ás, en gerði svo þau skiljanlegu mistök að spila laufi en ekki tígli um hæi. Þá var Sabine skemmt. Hún tók ÁK í laufi, stakk lauf og tók svo að dæla trompi. Brátt var staðan þannig: Norður ♦ KG V - ♦ 105 ■ ♦ - Vestur ♦ 4 V - ♦ 94 ♦ D Austur ♦ D6 V - ♦ G6 ♦ - Suður ♦ 87 y 3 ♦ D ♦ - í hjartaþristinn henti Sabine spaðagosa og austur varð að gefast upp. Með morgunkaffinu ÞETTA er vont en það versnar . . . þegar kemur flóð. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Tapað/fundið Silfurhringur tapaðist SILFURHRINGUR með silfurplötu og gulldoppu ofan á tapaðist við Is- landsbanka í Lækjar- götu, á Fjólugötu eða á bflastæði bak við Menntaskólann í Reykja- vík 24. maí sl. Hafi ein- hver fundið hringinn er hann beðinn um að hringja í Elfu í síma 567-6110. Hjól tapaðist SVÖRTU gráyijóttu Pro-Style 4500, 18 gíra fjallahjóli var stolið sl. fimmtudag fyrir utan Bókasafn Bústaðakirkju. Hjólsins er sárt saknað af 10 ára eiganda þess. Ef einhver veit um hjólið þá eru upplýsingar vel þegnar í síma 553-8321. Tapað/fundið Ónefni RAGNHEIÐUR hringdi og var óánægð með að nafni Borgarspítalans hafi verið breytt í Sjúkrahús Reykjavíkur. Henni finnst það nafn hljóma eins og heiti á einhveijum smáspítala úti á landi en ekki á einu stærsta sjúkrahúsi landsins. Lóðahreinsanir KONA hringdi til Vel- vakanda til að taka und- ir með eldri borgara sem skrifaði í Velvakanda fyrir nokkru um að full seint væri byijað að bjóða þeim upp á þá þjónustu að hreinsa garða þeirra. Pennavinir ÞRJÁTÍU og fjögurra ára Brasilíubúi með áhuga á frímerkja- og póstkorta- söfnun, músík og bréfa- skriftum óskar eftir penna- vinum af báðum kynjum. Skrifar á ensku. Jose Pareira, Rua Cambauba 200 201, Rio De Janeiro, RJ 21940000, Brazil. LEIÐRÉTT Röng fyrirsögn á frétt um neyslu fíkniefna í MR Við frétt um könnun á vímuefnaneyslu í MR í Morgunblaðinu í gær var röng fyrirsögn. Þar stóð að 61% nema í MR hefði neytt ólöglegra fíkniefna. Hið rétt er að í könnuninni tók þátt 821 nemi af 930 nem- endum skólans. Af þessum 821 sögðust 211 hafa neytt ólöglegra fíkniefna. Af þessum 211 sagðist 61% hafa gert það einu til fimm sinnum. Þetta hlutfall var yfirfært á alla nemendur skólans. Beðist er afsökun- ar á þessum leiðu mistök- um. Víkveiji skrifar... VÍSINDALEG verndun fiski- miðanna, það er sú viðleitni að aðlaga veiðisókn fiskiflotans að veiðiþoli nytjastofnanna, hefur ekki alltaf mætt húrrahrópum kappsamra manna. Það var á hinn bóginn hyggileg stefna að ganga ekki frekar en gert hefur verið á höfuðstól sjávarauðlindarinnar, sem í raun gerir þetta land byggi- legt - og er hornsteinn lífskjara okkar í bráð og lengd. Reynslan sýnir að rétt hefur verið á málum haldið. Þannig fela nýjar tillögur Hafrannsóknastofn- unar í sér 20% meiri þorskafla á komandi fiskveiðiári en því sem er að líða. Það horfir til betri tíðar í þessum efnum. Við erum á réttri leið. Hvernig væri að landsmenn fögn- uðu þessari ánægjulegu framvindu einum rómi: Húrra fyrir Hafró! xxx NORSK-ÍSLENZKl síldar- stofninn virðist einnig vera, guði sé lof, að rétta úr kútn- um. Þá þróun ber og að þakka hóflegri veiðisókn síðustu áratugi. Þessi stofn, „silfur hafsins", hrundi vegna ofveiði og trúlega einnig slakra skilyrða í lífríki sjávar. Hrun norsk-íslenzka síldar- stofnsins er eitt mesta efnahags- áfall, sem yfir íslenzka þjóðarbúið hefur gengið. Það sést bezt á því að síld og síldarafurðir skiluðu frá 21% upp í 45% af árlegum útflutn- ingstekjum þjóðarinnar þegar bezt lét. Vonandi stækkar stofninn enn og leitar, sem fyrr á tíð, inn í ís- lenzka lögsögu. Þá gæti hafist nýtt síldarævintýri. Ævintýri, sem fískveiðiþjóðir við N-Atlantshaf kunna vonandi betur með að fara nú en fyrrum. Reynslan af síldarstofnum við landið, norsk-íslenzki stofninn ekki undanskilinn, hefur fært okkur heim sanninn um, að fiskifræðing- ar okkar höfðu og hafa lög að mæla. Víkveiji húrrar fyrir þeim enn og aftur! xxx RÍKISENDURSKOÐUN hefur að mati Víkveija skilað góðu verki. Hún veitir ríkisbúskapnum nauðsynlegt aðhald (í þágu skatt- borgaranna). Hún miðlar og mikil- vægum upplýsingum, bæði til al- mennings og fjárveitingavaldsins um stöðu mála hjá útgjalda- stofnunum hins opinbera. Það er auðveldara, eftir en áður, að hafa yfirsýn yfir ríkisbúskapinn og marka stefnu til komandi ára. Þjóðin má gjarnan hrópa húrra fyrir Ríkisendurskoðun - eins og fyrir Hafró. Þessar tvær ríkisstofn- anir hafa skilað góðu verki að mati Víkveija dagsins. xxx TARFSSKÝRSLA Ríkisendur- skoðunar fyrir árið 1995 víkur að nýjum þætti, sem vert er að gefa gaum, umhverfisendurskoðun. Orðrétt segir í skýrslunni: „Innan alþjóðasamtaka ríkisend- urskoðana (INTOSAI) hefur um- hverfisendurskoðun ekki verið skil- greind til hlítar, en á 15. þingi Al- þjóðasamtaka ríkisendurskoðana í Kaíró haustið 1995 var þó mótuð eins konar rammaskilgreining sem hægt er að styðjast við, þrátt fyrir ólíkar heimildir og áherzlur í þess- um efnum. Samkvæmt henni snýr umhverfisendurskoðun að því að meta hvernig stjórnvöld framfylgja áætlunum sínum og verkefnum í umhverfismálum og hvernig þau fylgja eftir alþjóðlegum skuldbind- ingum sínum í umhverfismálum. Einnig getur fallið undir skilgrein- inguna umgengni um náttúruauð- lindir, hvernig hagað er nýtingu þeirra og athuganir á því að hvaða leyti ýmsar framkvæmdir hjá hinu opinbera hafa áhrif á umhverfið og umhverfisstefnu stjórnvalda. Hér væri um skoðun á einstökum fram- kvæmdum að ræða, en ekki á stefnumótum stjórnvalda." Það er meir en tímabært að hyggja að þessum málum hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.