Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Tilboð kr. 40° , býnd kl. 5 og 7. B.i. 16 ára. HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Háskólabíó A MIKE NICHOLS FllM Bráðskemmtileg gamanmynd um brjálæðislegasta par hvíta tjaldsins. Robin Williams, Gene Hackman, Nathan Lane og Dianne Wiest fara á kostum í gamanmynd sem var samfleytt 4 vikur í toppsætinu í Bandaríkjunum í vor. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.20. BRUCE WILLIS MAÐE aH.T. íiás 2 f >ll'. U 'J. Munið 12 apa tilboðið hjá PIZZA PASTA FRAMTÍÐIIU ER LIDIIU! Sýnd kl. 4.45, 7.15, 9.15 og 11. B. i. 14 ára CLOdKeRS Sýnd kl. 9 og 11. Sýnd kl. 9. B.l. 16 ára. Besta franska myndin 1995: Sýnd kl. 5. B. i. 14 ára. 'AMPfRAf ' ROQKLYN <„ ►ÁSTRALSKA leik- og söng- Pertwee látinn Kylie þarf svefn konan Kylie Minogue hélt upp á 28 ára afmælið síðastliðinn þriðjudag. Hún varð heimsfræg í hlutverki sínu í sjónvarpsþátt- unum „Neighbours", þar sem hún lék Charlene og hóf síðan vel heppnaðan söngferil. Auk þess hefur hún leikið í kvik- myndum á borð við „The Del- inquents" og „Streetfighter", en í þeirri síðarnefndu lék hún á móti Jean-Claude Van Damme. 23 ára var hún orðin margfaldur milljónamæringur. Hún hefur tvisvar fengið taugaáfall. Hið fyrra var árið 1988, þegar hún var tvítug og hið síðara stuttu seinna. Þá var hún á hátindi tónlistarferils síns. „Allir litu á mig sem eins- konar vöru. Þeir höfðu gleymt að ég varð að fara heim til að sofa og borða. Ég gat ekki kveikt á sjónvarpi eða út- varpi án þess að heyra um sjálfa mig. Smám saman hætti ég að geta fengist við þetta allt saman,“ segir hún og bætir við að vinir og vandamenn hafi hjálpað henni í gegnum erfiðleik- ana. Kylie komst í heimsmetabók Gu- innes sem yngsti kventónlistarmað- urinn sem hefði náð toppnum á breska vin- sældalist- anum með fyrstu plötu sína. Platan hét einfaldlega Kylie“. Hún viðurkennir fúslega að Ma- donna sé fyrir- mynd: „Fyrir mér er hún kona sem segir: „Mér er sama hvað ykk- ur finnst, ég geri bara það sem ég vil.“ Mér finnst það aðdáunarvert," segir Minogue. Um framtíðina segir hún: „Það er aðeins eitt víst. Ég vil stofna fjölskyldu.11 Drauma- prinsinn er „einlægur, gáfaður, umhyggjusamur, Iisthneigður og rómantískur,“ segir hún. Þá er bara að gefa sig fram, strák- ar. Ásamt leikkonunni Unu Stubbs í þáttunum „Worzel Gummidge“. ELTON John er iðinn við lagasmíðarnar. ií-,* JON PERTWEE, leikarinn kunni, sem þekktastur var fyrir leik sinn í sjónvarpsmyndunum „Dr. Who“ og „Worzel Gummidge", lést fyrir skömmu er hann var á skemmtiferðalagi um Bandaríkin ásamt konu sinni, Ingeborg. Hann varð 76 ára. Honum varð að orði í viðtali sem tekið var skömmu fyrir andlátið: „Ég hef enga ástæðu til að kvarta. Ég á doktornum og fuglahræðunni mikið að þakka, meðal annars atvinnu mína.“ í „Worzel Gummidge" lék hann fuglahræðu sem vakn- aði til lífsins, en meðleikkona hans var Una Stubbs. „Þetta er mikið áfall og ég er mjög hrygg,“ sagði hún þegar fréttir bárust af andlátinu. Jon kvæntist leikkonunni Jean Marsh árið 1955, en þau skildu fimm árum síðar, árið 1960. Sama ár kvæntist hann Ingeborg, sem er þýsk að upp- runa. Auk hennar lætur Jon eftir sig tvö uppkomin börn, dótturina Dariel og soninn Sean. Elton sem- ur dúett ►ELTON JOHN hefur samið dú- ett til að syngja með stórtenórnum Luciano Pavarotti. Lagið hefur hlotið nafnið Hestar eða „Horses" og verður það flutt á styrktartón- leikum Pavarottis sem haldnir verða 20. júní í heimabæ hans, Modena á ítaliu. Lagið kemur út á geislaplötu ásamt tónleikunum í heild og einnig mun það verða á næstu plötu Eltons Johns. Styrktartónleikarnir eru kennd- ir við „War Child“ og eru árlegur viðburður hjá Pavarotti. Tónleik- arnir eru til styrktar fórnarlömb- um stríðsins í Bosníu. Á tónleikun- um munu auk Pavarottis koma fram Eric Clapton, Sheryl Crow, Natalie Cole og Joan Osbome. Jon Pertwee í hlutverki doktors Who.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.