Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FRJALSIÞROTTIR Glæsilegt Islandsmet Guðrúnar Arnardóttur í 400 m grindahlaupi, 54,93 í skýjunum en kem von- andi fljótt niður aftur GUÐRÚN Arnardóttir hljóp mjög vel og setti glæsilegt ís- landsmet í 400 m grindahlaupi. Ég vona að þetta sé bara byrjunln en ekki endapunktur, sagði hún eftir keppnina í gær. GUÐRÚN Arnardóttir úr Ár- manni setti glæsilegt íslands- met í 400 metra grindahlaupi í úrslitum bandaríska háskóla- meistaramótsins í Eugene í Oregon aðfaranótt laugar- dagsins. Guðrún hljóp vega- lengdina á 54,93 sekúndum og varð í þriðja sæti - sem er í raun ótrúlegt, því tími hennar hefði jafnvel átt að geta tryggt henni sigur miðað við mót þetta síðustu ár. Guðrún er í stöðugri framför um þessar mundir. I undanrás- um mótsins á fimmtudag . setti hún persónulegt met - 56,61 - og hjó nærri íslandsmeti Helgu Halldórsdóttur frá því 1988 (56,54 sek.), hljóp svo undir metinu í 100 m grindahlaupi á föstudag en met- ið fékkst reyndar ekki staðfest þar sem meðvindur var of mikill, en í nótt bætti hún eigin árangur á lengri vegalengdinni um rúmlega eina og hálfa sekúndu og íslands- metið á glæsilegan hátt. Guðrún var í sjöunda himni _er Morgunblaðið ræddi við hana: „Eg er alveg í skýjunum en kem von- andi fljótt niður aftur svo ég geti haldið áfram að æfa!“ sagði hún. „Ég held mótið hafi aldrei verið svona sterkt áður. Þessi grein hefur aldrei unnist á svona góðum tíma.“ Sigurvegarinn Tonya Williams hljóp á 54,56 og Ryan Tolbert varð önnur á 54,91, en sú átti best 56,67 að sögn Guðrúnar, örlítið lakari tíma en íslandsmethafinn. Tvær fyrstu stúlkurnar eru bandarískar. „Ég er mjög ánægð en varla búin að átta mig á þessu. Er enn hálfdofin og átta mig sjálfsagt ekki á því fyrr en á morgun hvað ég var að gera. Það er mikið stökk að komast undir 55 sekúndurnar.“ I DAG er eitt ár þar til flautað verður til leiks á sjöundu Smá- þjóðaleikjum Evrópu sem að þessu sinni verða haldnir hér á landi, nánar tiltekið í Reykja- vík, Kópavogi og í Reykja- nesbæ. Að sögn Júlíusar Haf- stein, formanns Ólympíunefnd- ar íslands, hefur undirbúningur gengið vel, leikarnir verða um- fangsmesta og fjölmennasta íþróttamót sem haldið hefur verið hér á landi. Keppnisgrein- ar verða tíu; frjálsiþróttir, körfuknattleikur, fimleikar, júdó, siglingar, skotfimi, sund, borðtennis, tennis og blak. Þátttakendur og aðstoðar- menn verða ekki færri en 900. Nú hafa verið gerðir samningar um afnot af öllum íþrótta- mannvirkjum sem notuð verða fyrir ieikana. Samkomulag hefur verið undirritað við Reykjavíkurborg bæði um stuðning við keppnina og um afnot af mannvirkjum. Einnig hefur Reykjavík samþykkt að kaupa ýmsan tækjabúnað sem þarf til,“ segir Júlíus Hafstein aðspurður um hvort búið væri að hnýta alla Spurð hveiju hún þakkaði hve vel hún hlypi þessa dagana nefndi Guðrún fyrst þjálfara sinn, Norbert Elliott. „Við virðumst ná mjög vel saman. Ég er auðvitað oft búin að bölva honum í vetur enda hefur hann pískað okkur áfram. En það virðist hafa borgað sig þannig að ætli ég hætti ekki að tala illa um hann núna!“ En skyldi þessi árangur ekki gefa Guðrúnu byr undir báða vængi á Olympíuári? „Jú, auðvitað gerir hann það. Og auðvitað vill maður alltaf meira. Ég vona að þetta sé bara byijunin - að þetta sé ekki endápunkturinn, að ég standi ekki í stað það sem eftir er ársins því allt er miðað við Ólympíuleikana. Þar á besti árangur ársins að nást en ekki hér.“ Klukkustund eftir 400 metra grindahlaupið hljóp Guðrún í und- anúrslitum 100 m grindhlaups. ís- landsmet hennar frá því fyrir um hálfum mánuði er 13,18 sek. en nú fór hún á 13,20. „Það var tí- undi besti tíminn þannig að ég komst ekki í úrslitin, en það sýnir hve mótið er sterkt að þessi tími hefði dugað í eitt af toppsætunum á mótinu í fyrra. Sú besta fór nú á 12,80 og var sú eina sem fór undir 13 sekúndum," sagði Guðrún. íslandsmethafinn er nú að hefja prófatörn, er að fara í lokapróf í íþróttafræðum við háskólann í At- hens í Georgíu og keppir ekki aftur fyrr en síðari hluta júnímánaðar. Þá verður Evrópubikarkeppnin haldin í Noregi. Vigdís Guðjónsdóttir úr HSK komst í átta manna úrslit í spjót- kasti á meistaramótinu. Morgun- blaðinu er ekki kunnugt um hve langt hún kastaði en hún var a.m.k. ekki í verðlaunasæti. Vigdís á best 51,96 m, sem hún kastaði á milli- hnúta varðandi mannvirki og kostn- að. „Sundlaugarmálið var óljóst um tíma en nú er niðurstaða komin í það mál sem kunnugt er. Keppt verður í Laugardalslauginni og ýmsar breytingar gerðar þar sem Reykjavíkurborg mun standa að. Það er vel gert hjá Reykjavíkurborg að standa við bakið á okkur þótt flestir hefðu viljað sjá fimmtíu metra innilaug fyrir leikana þá tókst það ekki að þessu sinni. Én það er auðvitað framtíðarverkefni sem sundforystan er að vinna í og ég vona að borgaryfirvöld skilji af- stöðu og aðstöðuleysi þeirra. Staðan gagnvart Reykjavíkurborg er því mjög góð.“ Júlíus sagði ennfremur að í Reykjanesbæ færi keppni í skotfimi fram. Við Hafnir er verið að byggja upp svæði fyrir skotmenn sem verð- ur tilbúið í haust. „Það er ánægju- efni að þarna er verið að koma upp fyrsta skotsvæðinu hér á landi þar sem hægt er að keppa í ólympískum skotgreinum.“ Þá verður keppt með loftriffli í íþróttahúsinu í Njarðvík. „Það hefur verið vel haldið á málum af Suðurnesjamönnum og gaman svæðamóti háskóla í vesturhluta Bandaríkjanna á dögunum, en sú sem varð þriðja í gær kastaði 50,48 m. Því er ljóst að Vigdís hefur ekki náð að bæta sig. Thompson meiddist Heimsmethafi unglinga í 100 m hlaupi karla, Obadele Thompson frá Barbados meiddist á háskóla- meistaramótinu í Eugene í nótt og talinn er vafi á_ því hvort hann geti keppt á Ólympíuleikunum. Fyrr á þessu ári náði Thompson besta tíma sem nokkurn tíma hefur mælst í 100 metra hlaupi - 9,69 sekúndum - en þess ber að geta að vindur var of mikill til að tíminn teljist löglegur. Því er ljóst að þarna er gríðarlegt efni á ferðinni en hann meiddist tvívegis í gær. Fyrst tognaði hann í hægri náranum í að sjá hversu mikill áhugi er þar á ferðinni.“ í Kópavogi fer körfuknattleiks- keppnin fram í Smáranum og tenn- ismenn munu etja kappi í Tennis- höllinni. Einnig verður önnur blak- keppnin í íþróttahúsinu í Digranesi. „Kópavogsbær hefur gert við okkur samning, bæði fjárhagslega og með öðrum hætti, og það er mikill áhugi fyrir hendi hjá bæjaryfirvöldum þar í bæ sem einnig er gleðiefni. Öll íþróttamannvirki og ytri um- gjörð leikana, s.s. tæknimál, er á hreinu. Tækninefnd okkar hefur unnið mjög gott starf og bæklingur hennar hefur verið samþykktur af aðildarlöndum leikanna. Ramminn um keppnina er í höfn. Júlíus sagði að búið væri að gera hagstæða samninga við öll stóru hótelin í Reykjavík um að hýsa alla keppendur og aðstoðarmenn og pöntuð hafa verið um níuhundruð rúm. „A sama tíma og leikarnir verða haldnir kemur heimssamband Ólympíunefnda saman til ársfundar hér á landi. Með fundinum er okkur sýnt mikið traust og heiður.“ Kostnaður við leikana hér á landi nemur um 90 milljónum króna og undanúrslitum 100 metra hlaupsins og hætti síðan keppni 60 m frá endamarki í undanúrslitum 200 m hlaupsins klukkustund síðar, vegna meiðsla í hásin. „Þetta táknar ekki að keppnis- tímabilið sé á enda. Þetta er áfall, en svona er lífið,“ sagði Thompson, en eftir þrjár vikur verður mót í heimalandi hans þar sem keppt verður um sæti á Ólympíuleikun- um. Thompson stundar nám í háskól- anum í Texas í E1 Paso og tók ákvörðun um að keppa í 200 m hlaupinu þrátt fyrir að þjálfarar hans væru á móti því. Það kom þessum efnilega hlaupara í koll. Ungverjinn Balazs Kiss náði besta árangri ársins í sleggjukasti - 80,86 m og sigraði á mótinu fjórða árið í röð. því-Jjóst að leita verður ýmissa leiða til að endar nái saman. Að sögn Júlíusar hefur verið leitað bæði til ríkisins og bæjaryfirvalda um styrki. „Bæjarfélögin hafa svarað okkur og ætla að styrkja okkur bæði í formi peninga og húsnæðis. Ríkisvaldið hefur tekið okkur vel og málið verið rætt við mennta- málaráðherra og íþróttafulltrúa rík- isins, en hinn síðarnefndi á sæti í undirbúningsnefnd leikanna." Júl- (us sagði að erlendu keppendurnir og fararstjórarnir greiði meginhluta síns kostnaðar svo það koma gjald- eyristekjur með þeim. „Það er því verulegur hluti þeirra níutíu millj- óna í höfn nú þegar en það verður aðalmálið næstu mánuði að tryggja þá fjármuni sem upp á vantar og ljúka öðrum undirbúningi. Það hefur verið mikið ánægjuefni að allir þeir aðilar sem komið hafa að því ásamt okkur hafa sýnt mik- inn áhuga. Nú er höfuðatriðið að íþróttahreyfingin í landinu standi saman um að gera þetta mót sem glæsilegast. Það á að vera lyfti- stöng fyrir allar íþróttir i landinu og það tekst aðeins ef allir sem eiga hlut að falli á sömu sveif." Bólivíumenn hátt uppi MIKILL fögnuður braust út í Bólivíu á föstudag eftir framkvæmdastjórn alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA) ákvað að leikir lands- liðs þjóðarinnar í HM mættu fara fram í borginni Le Paz hér eftir sem hingað til. Borgin er í 3.600 metra hæð yfir sjávarmáli en FIFA hafði áður ákveðið að fara eftir beiðni knattspyrnu- sambands Suður-Ameríku þess efnis að leyfa ekki leiki í HM yfir 3.000 meti-um ofan sjávarmáls vegna þess hve það hefur reynst mótherjun- um erfitt að leika í þunna loftinu svo hátt uppi. Eftir að ákvörðun FIFA lá fyrir þustu hundruðir manna fagnandi út á götur, dagblöð prentuðu sérútgáf- ur í tilefni fréttarinnar og lítið annað komst að í dag- skrá útvarps- og sjónvarps- stöðva. Forseti landsins, Gonzalo Sanchez de Lozada, boðaði m.a.s. til blaða- mannafundur í þeim tilgangi einum að tjá sig um þessa ákvörðun FIFA. ÚRSLIT Frjálsíþróttir Háskólameistaramótið Meistaramót bandarísku háskólanna, haldið i Eugene, Oregon. Mótið hófst á fimmtudag og lýkur í dag. Keppendur bandariskir nema annað sé tekið fram. Fimmtudagvr: Kringlukast kvenna: 1. Anna Söderberg (Svíþjóð).......59,52 2. Suzy Powell....................59,00 3. Aretha Hill....................57,86 Stangarstökk karla: 1. Lawrence Johnson................5,82 2. David Cox.......................5,55 3. Dominic Johnson.................5,45 Langstökk kvenna: 1. Angee Henry.....................6,69 2. Nicole Devonish (Kanada)........6,48 3. LaShonda Christopher............6,38 Spjótkast karla: 1. Pal Arne Fagernes (Noregi).....79,16 2. MatsNilsson (Svíþjóð)..........76,66 3. Nery Kennedy (Paraguay)........72,28 10.000 m hlaup kvenna: 1. Katie Swords (Ástraliu).....32.56,63 2. Kate Landau.................33.08,57 3. Rachel Sauder...............33.26,91 Föstudagur: Hástökk karla: 1. EricBishop......................2,29 2. Matt Hemingway..................2,26 3. Itai Margalit (fsrael)..........2,20 Langstökk karla: 1. Richard Duncan (Kanada).........7,93 2. Eric Bowers.....................7,88 3. Steve Pina......................7,79 Föstudagur: Kringlukast karla: 1. Andy Bloom.....................64,34 2. Aleksander Tammert (Eistlandi).62,24 3. Jason Tunks (Kanada)...........60,40 400 m grindahlaup kvenna: 1. Tonya Williams.................54,56 2. Ryan Tolbert...................54,91 3. GUÐRÚN ARNARDÓTTIR.............54,93 400 m grindahlaup karla: 1. Neil Gardner (Jamaíka).........49,27 2. Ian Weakly (Jamaíka)..,........49,68 3. William Porter.................49,73 800 m hlaup kvenna: 1. Monique Hennagan.............2.03,27 2. Lorrieann Adams (Guyana).....2.03,82 3. Dawn Williams (Dominica).....2.04,40 Sleggjukast karla: 1. Balazs Kiss (Ungveijalandi)....80,86 2. Bengt Johannson (Svíþjóð)......69,82 3. Tapio Kolunsarka (Finnlandi)...69,72 800 m lilaup karla: 1. Einars Tupuritis (Lettlandi).1.45,08 2. Marko Koers (Hollandi).......1.45,22 3. -Julius Achon (Uganda).......1.45,95 3.000 m hlaup kvenna: 1. Kathy Butler.................9.16,19 2. Emebet Shiferaw (Eþíópíu)....9.17,18 3. Joline Staeheli..............9.17,76 Spjótkast kvenna: 1. Windy Dean.....................56,72 2. Tanya Simonsen.................51,08 3. Kirsi Hasu (Finnlandi).........50,48 Þrístökk kvenna: 1. Suzette Lee (Jamaíka)..........13,74 2. Trecia Smith (Jamaíka).........13,58 3. NicolaMartial (Guyana).........13,55 10.000 m hlaup karla: 1. Godfrey Siamusiye (Zambíu)..28.56,39 2. Jason Bunston (Kanada)......28.56,55 3. James Menon.................29.03,52 SMAÞJOÐALEIKAR Eitt ár er í dag þartil Smáþjóðaleikar Evrópuríkja hefjast í Reykjavík Ramminn um keppnina tilbúinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.