Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 56
N. m % <35> AS/400 er... ...þar sem grafísk notendaskil eru í fyrirrúmi CQ> NÝHERJl MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(S>CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK „Fyrsta alvöru- platan“ BJÖRK Guðmundsdóttir er byrjuð á upptöku þriðju breiðskífu sinnar eftir að Sykurmolarnir hættu störfum og hefur hljóðritað átta lög. „Þessar tvær plötur mínar, sem eru komnar út, eru nokkurs konar æfíngar,“ seg- ir Björk. „Nú finnst mér ég vera að gera fyrstu alvöruplötuna." Björk leikur með unnusta sínum, tónlistarmanninum Goldie, á Lista- hátíð í Reykjavík. Um þau segir hún í viðtali í blaðinu: „Mig langar ofsa- lega mikið í hjónaband, en ég er í hænuskrefabransanum, tek bara eitt skref í einu [...] Ég hefi nú samt lúmskan grun um að það endi í hjóna- bandi,“ segir Björk. Björk segir slæmt að vera ekki látin í friði á íslandi og um síðustu jól hafi hún lent í óskemmtilegri reynslu hérlendis. Hún hafi meðal annars orðið fyrir þungbæru aðkasti og ónæði. „Ég hef aldrei lent í öðru eins. Island var alltaf mitt skjól, þar sem ég hvíldist. En ég gafst upp eftir þessi jól,“ segir hún. ■ Ræð ferðinni sjálf/bl -----» ♦ ♦--- Umf erðarslys á árinu Fjórir sautján ára unglingar hafa látist FJÖGUR banaslys hafa orðið í um- ferðinni hér á landi það sem af er árinu. Þrír piltar og ein stúlka hafa látist, öll 17 ára. Oli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs, segir þessa staðreynd ótrúlega, en hún undirstriki jafnframt að þessum aldurshópi sé hættast í umferðinni. Fyrsta banaslys ársins varð í jan- úar þegar bifreið skall á járngirðingu á Miklubraut og lést farþegi í bílnum. Piltur lést þegar bifreið hans valt í Eyjafirði, stúlka lést í hörðum árekstri í Skagafirði og á fimmtudag lést piltur í árekstri á Reykjanes- braut. Óli H. Þórðarson segir að ökupróf hafi orðið strangari á síðari árum og kennsla verið aukin verulega, svo að hann sjá ekki að misbresti þar sé um að kenna. Óvanir ökumenn séu hins vegar líklegri til að lenda í slysum en vanir. Þrátt fyrir að fjögur banaslys hafi orðið er það langt undir meðaltali síðustu ára. Að jafnaði látast 23 á ári í umferðinni, eða um tveir í mán- uði. Fækkunina nú rekur Umferðar- ráð til óvenju góðs tíðarfars. Morgunblaðið/gg FRIÐRIK Þ. Stefánsson með 10,5 punda hrygnu sem hann veiddi á Brotinu í Norðurá þar sem veiði hófst í gær. Laxveiðin byrjaði bærilega í Borgarfirðinum LAXVEIÐI byrjaði með ágætum í Norðurá og Þverá í Borgarfirði í gærmorgun. Nokkrir fiskar veiddust fljótlega í báðum ánum, en veiðiskapur bar keim af því að árnar voru orðnar kaldar i norðanveðrinu. Laxinn tók grannt og menn misstu fleiri en þeir lönduðu. 18 punda lax veidd- ist í Klapparfljóti í Þverá og er stærsti laxinn til þessa. „Þetta var stutt og snörp viður- eign, fimmtán minútur, og laxinn var feiknafallegur," sagði Jón Ingvarsson í samtali við Morgun- blaðið, en hann veiddi 18 punda hrygnu í Klapparfljóti í Þverá á stóra rauða Frances túbuflugu. Jón og félagi hans, Jón Ólafsson, höfðu að auki frétt af tveimur löxum til viðbótar, 12 punda fisk- um, en höfðu ekki haft fréttir af öllum félögum sínum. í Norðurá var mikill lax á Eyrinni og þar veiddi Kristján Guðjónsson fyrsta lax sumarsins, u.þ.b. 11 punda fisk. Hann fór aldrei á vigt, því Kristján sleppti laxinum. Bæði við Norðurá og Þverá töldu menn að veiði myndi glæðast verulega er norðanáttin gengur niður og hlýnar í veðri á ný. Veiði hófst einnig í Laxá á Ásum í gær. Bundið slitlag sett á Landveg Selfossi. Morgunblaðið. BUNDIÐ slitlag verður í sumar lagt á Landveg frá Hvammsvegi að Galtalækjarskógi, samtals 13 kílómetrar. Slæmar aðstæður hafa skapast vegna vegarins og þá sér- staklega vegna rykmengunar frá vikurflutningabílum. íbúar og bíl- stjórar hafa kvartað undan ástandi vegarins við yfirvöld. Framkvæmdum við veginn verð- ur flýtt og hefur Holta- og Land- hreppur ásamt Jarðefnaiðnaði, Landsvirkjun og fleiri aðilum að- stoðað við að fjármagna fram- kvæmdirnar við veginn en kostnað- ur við þær nemur um 90 milljónum kr. Helgi Hallgrímsson vegamála- stjóri sagði undirbúning verksins hefjast nú þegar og síðan réðist framhaldið af því hvernig honum miðaði. Af hálfu yfirvalda var lögð á það áhersla að koma veginum í viðunandi horf til að koma í veg fyrir þá rykmengun sem íbúarnir verða fyrir og til að tryggja fram- gang vikurflutninganna sem eru tekjuskapandi fyrir þjóðarbúið. Einnig kemur þessi vegarbót sér vel fyrir ferðaþjónustuna sem er vaxandi á svæðinu. Þorsteinn Pálsson, dómsmála- ráðherra og fyrsti þingmaður Suðurlands, sagði það ánægjulegt að málið væri í höfn og hve allir hefðu lagt sig fram um að finna lausn á þessum vegarvanda. Tvisvar sinnum riða á 18 bæjum RIÐUVEIKI hefur komið upp í annað sinn á 18 bæjum af þeim 450 sem tekið hafa fé aftur eftir niðurskurð í kjölfar riðuveikismits. Þetta kom fram í samantekt sem Guðmundur Bjarnason landbúnað- arráðherra lagði fyrir ríkisstjórn- ina á föstudag. í samantektinni kemur fram að frá 1978 hafi fé verið skorið á 780 bæjum vegna riðuveiki. Af þeim hafa 450 bæir tekið fé aftur og af þeim hefur þurft að skera í annað sinn á 18 bæjum. „Þetta bendir til þess að okkur hafi gengið býsna vel í baráttunni gegn veikinni," sagði Guðmundur. „Við höfum því miður ekki komist fyrir riðuna, hún er enn grasser- andi. En það, að hún skuli ekki hafa komið upp á nema 18 bæjum af 450 endurtekið, sýnir okkur að við gerum það sem hægt er í þessu efni. Þó hefur dýralæknir lagt til að gengið verði enn betur í að hreinsa í kringum ijárhús og allt það sem gæti valdið smiti, t.d. gamalt hey og jarðveg, og hugsan- lega lengja þann tíma sem bændur eru fjárlausir. Það eru núna tvö ár en hann hefur verið með tillög- ur um að sá tími verði lengdur í þijú ár,“ sagði Guðmundur. Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Þijú skip á Reykjaneshrygg I mynni Mjóafjarðar HJÓNIN Jón Ásgeir Stefáns- son og Karen Alda Gunnars- fióttir frá Sæbóli í Mjóafirði, ásamt tíkinni Söru, draga þor- skanet fyrir mynni Mjóafjarð- ará á trillurmi Rún SU-I4. Veðrið lék við þau og þótt þorskarnir reyndust fáir voru þeir sæmilega stórir. Þau hjón- in voru búin að fá um 150 kíló í róðrinum og ennþá átti eftir að draga nokkur net úr sjó. SAMKVÆMT upplýsingum Til- kynningaskyldunnar voru flest skip komin til hafnar kl. 10 í gær- morgun, en skip eiga að vera kom- in að á hádegi daginn fyrir sjó- mannadag. Fimmtíu skip áttu enn eftir að melda sig en þeir Tilkynn- ingaskyldumenn efuðust ekki um að þau hefðu öll þegar skilað sér eða væru rétt að leggja að. Þrjú skip virtust ætla að hunsa ákvæði samninga og laga um skyldu til að halda í land. Það voru togararnir Freri og Vigri í eigu Ögurvíkur hf. og Þerney í eigu Granda hf. Þessi skip til- kynntu öll í gærmorgun að þau væru að karfaveiðum á Reykjanes- hrygg. „Hér eru allir komnir inn nema Guðbjörgin og Guðmundur Péturs, sem eru á Flæmska hattinum og mega vera úti. Menn skila sér snemma inn og taka flestir laug- ardaginn heilan. Hátíðarhöldin hafa líka mikið til færst yfir á þann dag, allt nema sjómanna- messan,“ sagði Gísli Skarphéðins- son, skipstjóri á Framnesinu á ísafirði, þegar Morgunblaðið ræddi við hann á hádegi í gær. Unga kynslóðin um borð Framnesið, sem stundar rækju- veiðar, var á rólegri skemmtisigl- ingu um Djúpið á hádegi í gær og um borð voru ísfirðingar, flestir í yngri kantinum. Togarinn Páll Pálsson var einnig í slíkri siglingu, sem og eitt varðskip. „Við vorum komnir inn kl. átta í morgun, en fórum aftur út um hálf ellefu með krakka,“ sagði Gísli skipstjóri Skarphéðinsson. Skip halda aftur á miðin á mánu- dag, en löndun bíður í flestum til- vikum fram á þann dag. „Það er allt kælt eða fryst um borð, svo það fer ekkert verr um aflann hér en inni í húsum,“ sagði Gísli Skarp- héðinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.