Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ I slagtogi með Stockhausen og Sthönberg Björk er ekki við eina fjölina felld. Nýlega tók hún fyrir tón- listarblað í Bretlandi viðtal við tónskáldið Karlheinz Stock- hausen, einn helsta brautryðj- anda í raðtækni og raftónlist á þessari öld. Og um þessar mundir er hún að æfa söng í stykki eftir annað nútímatón- skáld þessarar aldar, Amold Schönberg, sem flytja á í Óper- unni í Lille í Frakklandi í haust. Við forvitnuðumst hjá Björk um þessi óvenjulegu verkefni. Björk sagði það hafa verið merkilega lífsreynslu að hitta Stockhausen. Þetta er hennar fyrsta blaðaviðtal þeim megin borðsins. Tónlistarblað, sem vissi að hún er hrifin af tónlist Stockhausens, bað hana um þetta. „Ég hefi alltaf hlustað mikið á Arnold Schönberg, Karlheinz Stockhausen og Oiivier Messia- én. Þegar ég var í Bamamúsík- skólanum var ég kynnt verkum þessara tónskálda og hefi alltaf hlustað á þá, kannski mest á Messiaén, sérstaklega orgel- stykkin hans. Raunar hefi ég alltaf hlustað á hvað sem er, hvort sem það heitir kínversk jazzmúsík, indversk pönktónlist eða munkasöngur í Ölpunum. Ég hefi frá upphafi verið hrifin af tónlist þessarar aldar en fannst tónlist sem ekki er af okkar öld, ekkert hafa með okkur að gera. Það féil mjög vel á með okk- ur,“ heldur Björk áfram. „Stock- hausen var algerlega opinn, ger- samlega glaðvakandi, ekki ein fmma í líkamanum sofandi. 68 ára gamall býr hann yfir svo bamslegri ákefð fyrir lífinu. Og hann er ofsalega forvitinn." Hafði Stockhausen hiustað á hennar músík? „Já, eitthvað, en ég var ekkert að tala við hann um það. Mér fannst það svo mikill heiður að fá að hitta hann og geta spurt hann alira þessara spurninga, sem mig hefur alltaf langað til. Fyrir mig var það í tónlistarlegum skilningi eins og að fá að hitta guð og geta spurt hann af hveiju himinninn er blár og af hveiju við höfum tvær hendur. Þegar ég labbaði í burtu, hugs- aði ég að svona mundi mig langa til að verða þegar ég verð stór. Ég segi ekki að það takist nokkum tíma, en það er gott að setja sér markmið. Svona hefur aldrei komið fyrir mig áður.“ Öðru vísi óperusöngur En hvemig stendur á þvi að hún ætlar að fara að syngja í stykki eftir tónskáidið Amold Schönberg? „Mér hefði aldrei dottið það í hug sjálfri, því hjarta mitt tilheyrir popphljómlistinni. En þetta er stórkostlegt tæki- færi. Stjómandi að nafni Kemp Nagano nálgaðist mig og bauð mér að syngja í þessu stykki. Ég lít á þetta sem tækifæri til að þjálfa í mér röddina, því þarna er ailt öðru vísi raddbeit- ing. Það er ekki óperusöngur sem slíkur heldur mætti kalla það einhverskonar framsögu, sem er hálfsungin og hálftöluð. Hann fann þetta upp hann Schönberg. Ég hefði aldrei feng- ið þá flugu í höfuðið að ég gæti sungið þetta, en stjómandinn stakk upp á því og var svo viss að hér kemur frá honum maður nokkmm sinnum í viku til að þjálfa mig í því,“ segir Björk. „Ekki svo að skilja að ég ætli að fara út í þetta. Aðalatrið- ið er að ég get svo komið aftur til baka í minn heim með miklu fínpússaðri röddu. Þegar maður semur melódíumar sínar sjálfur, Iagai- maður þær ósjálfrátt þannig að maður eigi auðvelt með að syngja þær. Því er mjög sniðugt að syngja eitthvað svona gjörsamlega ólíkt. Til þess að koma sjáifum sér á óvart og þurfa öðru hveiju að hoppa fram af kletti og bjarga sér. Ég er búin að vera að æfa í nokkrar vikur og finn það nú þegar hve þetta verður ofsalega gott fyrir tæknina þegar ég fer að syngja aftur lögin mín. Ég verð ná- kvæmlega samskonar söngkona áfram, en þetta er fín-fín-fín- pússun. Það er ofsalega spenn- andi og mér finnst heiður að því að maður eins og Kemp skuii hafa trú á mér.“ réðum ferðinni. Vorum ekki með stórt fyrirtæki og mikið umfang. Hugmyndafræðin í því hvernig ég geri þetta á alþjóðavísu er sú sama. Aðrir sem kannski selja svipað magn af plötum og ég, mundu hafa heila hæð í skýja- kljúfi til að sjá um myndbandaútg- áfuna, halda 14 manna fundi til að ákveða hvaðeina og senda svo á faxi hvar maður á að mæta. Þá hefur einhver séð um fatnaðinn og annar búið til handritið. Þetta er gerólíkt, svart og hvítt miðað við það sem ég geri. Hjá mér er þetta rekið eins og heimilisiðnaður. Ef ég ætla í plak- ataherferð þá hringi ég og býð vin- um mínum í kaffi. Við sitjum hér við eldhúsborðið. Ef þarf ljósmynd- ara hringi ég í hann, við förum saman í mat og dúllum okkur tvö við þetta. Ætli ég að gera mynd- band hringi ég í nokkur fyrirtæki og fæ send sýnishorn sem ég horfi á hér uppi, vel þann sem ég vil. Við eldum kannski saman máltíð og ræðum málið og svo tekur hann að sér verkið. Aðalbreytingin hjá mér var að flytjast hingað út til London. Hvað lífsstílinn snertir var ég búin að vera á hljómleikaferðum meira en helming ævinnar, t.d. með Kuklinu. Ég hafði farið í hljóm- ieikaferðir á hveiju ári í 14 ár, frá því ég var 16 ára gömul.“ En atgangurinn er talsvert miklu meiri í kring um þig. Geturðu nokkurs staðar verið í friði síðan þú varðst slík alþjóðastjama? Ertu ekki alltaf um- kringd hvar sem þú kemur? „Maður getur ráðið því mikið sjálfur. Ef ég fer bara á kaffíhúsið héma úti á horninu þekkja mig allir af því að ég kem þar oft og enginn kippir sér upp við það. En ef ég fer í einhveijum kjánaskap á framsýningu á bíó- mynd og kem í lí- mosínu að aðaldyran- um er eðlilegt að maður sé hundeltur. Sé ég ein- hvers staðar í stutt- ermabol og gallabux- um er enginn að áreita mig. Ég held að fólk sem selur mikið af plöt- um langi í vesenið. Það er hægt að búa til drama úr þessu ef maður vill. Það era auðvitað undantekningar sem ég ræð ekkert við. En 90% get ég ráðið við það.“ Á fréttamyndum sjónvarpanna virðist fólk eins og Björk, sem kemur til að halda stórtónleika, þurfa lífvörð. Þarf hún þess ekki líka? „Nei, bara einu sinni þegar einhver hótaði að drepa mig. Þá ferðaðist með mér Kúbumaður. En það var bara í þetta eina sinn.“ Friöurinn úfi ú íslandi Svo kemur Björk öðru hveiju heim á hið rólega ísland, þar sem hún er auðvitað látin í friði? „Ég reyni það, kom síðast heim um jólin. Það var nú það versta að ég var ekki látin í friði. Ég hefí aldr- ei lent í öðru eins. ísland var allt- af mitt skjól, þar sem ég hvíldist. En ég gafst upp eftir þessi jól. Ég var alveg að verða geðveik, fólk stóð og glápti á hvað sem ég var að gera og þegar ég kom ein- hvers staðar, labbaði t.d. niður Laugaveginn var öskrað á mig yfír götuna. Ég sagði því bara bless við vini og ættingja og fór ein í sumarbústað úti á landi, al- veg búin að fá nóg af þessu. Þá var ég þar ein að labba úti í hrauninu einn daginn þegar keyr- ir fram hjá mér jeppi. Bílstjórinn þekkti mig, bakkaði með hraði, fjölskyldufaðirinn stoppaði og sendi krakkana út. Þau hlupu öll að mér og potuðu í mig. Það var eins og pabbinn hefði séð risaeðlu og sent krakkana út í hraun til að skoða hana. Þau horfðu ekki einu sinni í augun á mér eða buðu góðan daginn. Þetta hefur hvergi komið fyrir mig nema á íslandi. Og það var ofsalega erfitt, varð mér hálfgert áfall. Næst þegar ég kem ætla ég að hitta vini og kunn- ingja og fara svo beint út í hraun. Ég ætla að minnsta kosti ekki að ganga niður Laugaveginn, það er á hreinu. Kannski stafar þetta af því að ég hafði ekki verið heima í heilt ár. Ég hugsa að ef ég flytti heim og væri á Laugaveginum á hveijum degi, mundi fólk hætta að garga á mig. Ég vona það að minnsta kosti.“ Mig langar al- veg ofsalega mikið í hjóna- bandið, en ég er í hænu- skrefabran- sanum, tek bara eitt skref í einu. En hún er ekkert alveg að flytja heim, er það? „Nei, ennþá er þetta svo spennandi.“ Sindri ferönst meö Sindri sonur Bjarkar er uppi á lofti. Vinur hans kemur bakdyra- megin gegn um eldhúsið og fer beint upp til hans. Hann verður tíu ára í júní. Er í skóla í London og gengur mjög vel. Björk segir að hann sé mikill prófessor í sér, sjálfstæður og sjálfum sér nógur. Hún hefur alltaf lagt gífurlega áherslu á að þau geti verið saman. Breytir ekki þetta hraða, önnum hlaðna líf hennar miklu fyrir hann? „Þangað til hann fór í skóla sex ára vorum við alveg saman 24 tíma á sólarhring, sem var alger munaður. Maður er að horfa á vinkonur sínar gráti næst þegar þær eru að senda börnin í dagvist- un. Eftir að ég flutti út hefi ég, af því að ég er minn eigin herra, getað stýrt því að reyna að fara ekkert nema þegar hann er í skól- afríunum. Þá leyfí ég honum að ráða hvort hann vill koma með mér eða hvort hann fer heim til Islands. Oft fer hann og er hjá pabba sínum. En til dæmis kom hann með mér núna í Asíuferðina." „Ég er auðvitað mjög heppin af því að ég á stóra fjölskyldu og líka af því að pabbi hans hefur verið svo æðislegur og hans fjöl- skylda," segir Björk til skýringar. „Þannig að hann er mikið með ættingjunum og pabba sínum, þó hann sé auðvitað mest með mér. Ég hefði kannski allt aðra sögu að segja ef við ættum ekki hóp ættingja. Þeir era svo mikill stuðn- ingur. Ef ég til dæmis held upp á afmælið hans Sindra heima koma auðveldlega 50 manns, sem eru bara nánustu ættingjar. Slíkt þekkist varla hér.“ Hvernig ætli honum líki öll þessi læti og ferðalög? „Hann er vanur því, búinn að vera á flugi síðan hann var eins árs. Ég er svo hepp- in að hann segir mér alltaf hvern- ig honum líður. Eins og til dæmis núna þegar við vorum búin að vera í hljómleikaferðinni í tvo mánuði, þá vekur hann mig einn morgun og segir: Nú er ég búinn að fá nóg af nýjum stöðum, mamma. Ég ætla ekki að fara á nýjan stað! Ég sagði ókei og hann fór til pabba síns í viku. Ég held að það hafi verið í fyrsta skipti sem hann var í burtu frá mér eða fjölskyldunni þegar hann fór um daginn í viku skólaferðalag og hann var alveg eyðilagður. Þetta hefur verið mjög gott.“ Varöi ungann sinn Nýlega voru öll blöð og sjón- varpsstöðvar í Bretlandi og víðar um heim uppfull af fréttum af því þegar Björk í Asíutúrnum iamdi aðgangsharða blaðakonu. Það merkilega er, að meira að segja síðdegispressan í Bretlandi sýnist hafa farið furðulega vel með hana, miðað við meðferðina sem annað frægt fólk fær þar. Sýnir kannski stöðu Bjarkar. Én þessum skrifara þótti það skemmtilegt þegar Björk, þessi stillta manneskja á hveiju sem gengur, rauk upp eins og ljón til að veija ungann sinn þegar ráðist var að Sindra. „Ég held að þetta sé í þriðja skiptið frá því ég var krakki í skóla að ég hefí lamið frá mér,“ segir Björk. „Það er bara ekki ég. En þetta var rosaleg aðstaða þarna á flugvellinum í Bangkok. Þeir voru með níu stærstu sjónvarpsstöðv- arnar í Asíu og CNN í beinni út- sendingu. Þegar ég vildi ekki tala við þá fóra þeir að Sindra. Hann sat uppi á ferðatöskunum á kerru, sem ég keyrði og þeir fóru að spyija hann hvort ekki væri erfitt að eiga svona fræga mömmu og ferðast svona mikið. Þá rauk ég upp og sló frá mér. Það er rangt að blaðakonan, sem varð fyrir högginu, hafí bara boðið Sindra velkominn til Thailands. Hún laug því. Ég hringdi í hana daginn eft- ir og baðst afsökunar. Ég var ekk- ert ánægð með það sem ég hafði gert og ekki stolt af því. Þá var hún ekkert nema elskulegheitin. Svo sá ég viðtal við hana þar sem hún sagði allt öfugt. Svo hún er ekki mjög heiðarleg manneskja. Svona fólk finnst í öllum stéttum.“ Margt í takinu hjú Björk Eins og sjá má er Björk önnum kafin kona og það kemur mér á óvart hve margt það er og fjöl- breytt sem hún er að fást við. Hvað er hún nákvæmlega að gera þessa stundina? „Ég er í fyrsta lagi að gera til- raunir hérna uppi með „glas- harmoniu", ég veit ekki hvað á að kalla það. Mozart skrifaði held ég fyrstur fyrir þetta. Þá spila ég á skálar og strýk svona eins og koníaksglös. Fyrir þetta samdi ég lítil popplög. Svo höfum við leigt kvikmynda- ver og ætlum að taka þar upp í næstu viku hljómleikana sem ég er búin að ferðast með í 8 mánuði. Sviðsmyndin er nokkuð viðamikil, þar eru skýjakljúfar, tré, plöntur og alls konar tæknibrellur. Þetta er algert leikhús. Við ætl- um að taka tónleikana upp almennilega og setja á myndband. Setja alla saman í eina tón- leika. í þessu verður hellingur af gestahljóðfæraleikurum. Við erum að undirbúa þetta allt fyrir upptök- ur í næstu viku. Síðan er ég að spila í sumar á föstudögum og laugardögum á tveimur hátíðum i §óra mánuði um alla Evrópu. Svo fer alltaf rúmlega helm- ingurinn af tíma mínum í að reka allt batteríið.“ Að gera fyrstu alvöruplötuna „Þá er ég að taka upp lögin mín á nýju plötuna. Vinna með strengjakvartettum það sem ég hefi samið á tölvuna mína. Svo er ég að æva fyrir stykki eftir Schön- berg sem ég á að flytja í Óperunni í Lille [frá því er sagt í sérramma með viðtalinu] og ýmis- legt fleira.“ Ekki má gleyma því að Björk er skapandi listamaður og óaflátan- lega að semja. „Ég hefi þá köllun að gera lög og mundi ekki halda geðheilsu ef ég væri ekki að semja á hveijum degi,“ segir hún. I sambandi við spjall okkar um Stockhausen, sem líka er birt í sérramma með viðtalinu, hefur Björk haft á orði að fólk í hennar ætt sé mjög seinþroska, fari ekki að blómstra fyrr en eftir þrítugt, eins og hún er nú, jafnvel fertugt eða fimmtugt og nái hápunkti 70-80 ára gamalt. Er hún kannski líka þannig í sköpunarvinnu sinni? „Éinmitt. Ég byijaði snemma að læra á hljóðfæri, en samt seint að semja mína tónlist. Mér fannst ég þurfa að læra svo margt, en af því að ekki er hægt að fara í skóla til að læra það sem ég hefí áhuga á, sem er ákveðin tilrauna- starfsemi og að semja músík fyrir daginn í dag, þurfti ég að Iæra svo mikið af öðru fólki. Það er nóg af fólki í tónlist bara til að endur- taka það sem hefur verið gert. Mér finnst það svo mikil synd, tímaeyðsla og orkueyðsla. Sjálfri fínnst mér ég vera rétt að byija. Þessar tvær plötur mínar, sem eru komnar út, eru nokkurs konar æfingar. Þessvegna kalla ég þær Debut og Post, það er fyrir og eftir. Fyrir mér eru þær það. Það voru einu heitin sem ég fann sem voru alþjóðleg og táknuðu svona skissur. Post er skissa númer tvö. Svo að núna, þegar ég er búin að skila þeim frá mér, fínnst mér ég vera að gera fyrstu alvöru plötuna mína.“ Post og Debut voru nokkurs konar æfing- ar...nú finnst mér ég vera að gera fyrstu alvöru plöt- una mína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.