Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR2. JÚNÍ 1996 B 5 Brýtur hún þá alveg í blað með nýrri plötu? „Já, á Debut og Post voru úrvinnslur úr því sem ég hafði verið að gera síðustu 15 árin, nokkurs konar niðurstöður. Þess- vegna eru lögin svona ólík, sér- staklega útsetningarnar. Stundum var ég að gæla við jazz og í annan tíma hafði ég eingöngu áhuga á því sem spilað var á saxófón og þannig gekk það. En núna er ég búin að ná í skottið á sjálfri mér og finnst ég geta farið að semja músík. Með Debut og Post hefi ég safnað upp geysimikilli reynslu í stúdíóvinnu og að vera minn eig- in herra innan um allt þetta fólk. Ég er búin að læra mikið og það er auðvitað mikill ábyrgðarhluti að vera með heilmargt fólk sem vinnur við að uppfylla drauma manns. Maður getur ekkert leikið sér að því.“ Björk segir mér að í hljómleika- ferðirnar hafi hún tekið með sér fistölvu og samið jafnóðum á hana. I því efni sé núna mikið af strengja- setningum. Hún gerir sér ekki grein fyrir ástæðunni. Hún hefur aldrei lært á strengjahljóðfæri. „I Bamamúsíkskólanum hafði ég mestan áhuga á tónfræði. Ég hafði einn flautukennara sem leyfði mér að spila músík frá þessari öld. Annars vomm við alltaf látin spila lög eftir dauða karla og það þoldi ég ekki. Strúktúr nútímans hefur t.d. ekkert að gera með Bach. Þjóð- félag þess tíma í Þýskalandi var allt gírað á blinda trú á guð og þar undir var allt annað í röð og reglu. Þannig er klassísk tónlist. Það er allt annað að hlusta á þannig tón- list í okkar samfélagi þar sem allir eru með einstaklingshyggju á heil- anum. Að hlusta á tónlist sem er gerð í dag er allt annað, hvert hljóð- færi er sjálfstætt. Mér fínnst ekki hægt að bjóða krökkum í dag upp á eintóma gamla tónlist. Eg er sammála Stockhausen, sem segir að einn dag á ári eigi að fara í söfn og hlusta á gamlar plötur, en hina daga ársins að einbeita sér að nútímanum. Og mér fínnst að maður eigi að búa til tónlist fyrir alla.“ Björk kveðst vera komin með 8 lög á þennan nýja disk. Hún sem- ur og tekur upp jafnóðum og disk- urinn kemur út þegar hún hefur tiltæk nægilega mörg lög. Nú síð- ast var hún að útsetja fyrir brasil- íska hljómsveit, sem hún réð til flutningsins. „Það var alger lúxus, 40 manna hljómsveit, mest fiðlur auðvitað," útskýrir Björk. „Maður er í raun og veru ofdekraður að fá svona tækifæri. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því. Ég er ógurlega heppin að vera í aðstöðu til að láta mér detta eitthvað svona í hug og geta svo framkvæmt það. Fólk er auðvitað fullt af draumum, en svo er undir hælinn lagt hvort hægt er að gera þá að veruleika.“ Hljómleikar á íslandi Hvað ætlar Björk að vera með á tónleikunum í Laugardalshöll? Hún kveðst verða með það sama sem hún hefur verið með í hljóm- leikaferðunum að undanförnu, lög af báðum plötunum Debut og Post, og svo líka nokkur ný lög. Hún kveðst alltaf útsetja upp á nýtt fyrir tónleika, því tónleikar eru tónleikar og plata plata. Svo skilji hún upp á síðkastið eftir svigrúm fyrir sig sjálfa og nú orðið líka fyrir hljóðfæraleikarana, til að þau geti flutt músíkina eins og þeim líður þann daginn en ekki fyrir mánuði. „Þá verður meira gaman hjá okkur og þá verða tónleikarnir betri,“ eins og Björk segir. Hún kveðst vera með mjög góðan leik- myndamann, sem hefur unnið mikið með Jean Paul Gautier og gerði bandið sem kallað var Hum- an Behavior og með henni verður um 30 manna lið og 15-17 tonn af farangri, sem er farinn í skip áleiðis til íslands." Mótar lífsstíl Björk hefur verið áhrifamaður um mótun tónlistar og tónlistars- mekks á alþjóðavettvangi. En hún hefur líka haft áhrif á mótun tísku og stíls með glitsteina í augabrún- um, sína sérkennilegu greiðslu og klæðaburð. Það má glöggt sjá í tísku- og glansblöðunum, þar sem hún er alls staðar. Hún segir að þetta sé fólk að segja við sig, en hún hafi bara verið svona frá því hún var smákrakki. „Ég var svo heppin að mamma mín leyfði mér að ganga í því sem ég vildi og ég hafði gaman af að klæða mig upp og leika mér. Ef ég vildi vera í bleikum kjól af henni fékk ég að gera það. Þetta er ekkert meðvitað hjá mér. Mér finnst ég vera búin að ganga í svipuðum fötum síðan ég var 13 ára og mér er mikil- vægt að þegar ég geng út úr hús- inu á morgnana sé ég ég sjálf og enginn annar.“ Aó syngja til 85 óra Loks er Björk spurð hvernig hún horfi til framtíðarinnar. Hún kveðst alltaf hafa gætt þess að skipuleggja ekki of langt fram í tímann. „Þá verður þetta svo mik- ið bákn, maður verður eins og í handjárnum einhvers staðar og hættir að geta samið lög. Ég hefi aldrei skipulagt nema 2-3 mánuði fram í tímann. Vil helst halda því. Ekki nema sé eitthvað sér- stakt eins og Asíuferðin, sem varð að undirbúa ári fyrr.“ Hún hlýtur að eiga langan fer- il fram undan ef fjölskyldan end- ist eins vel og hún segir. „Já, það var spákona sem sagði mér að ég mundi deyja 85 ára gömul syngjandi á sviðinu. Það segir mér að ég muni að minnsta kosti ennþá vera að, þó ekki verði kannski margir í salnum að hlusta. Það er á hreinu að ég verð alltaf að. Foreldrar mínir, Hildur Hauksdóttir og Guðmund- ur Gunnarsson formaður Raf- eindasambandsins, eru bæði þannig. Því eldri, þeim mun betri.“ BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild félags eldri borgara, Kópavogi Spilaður var Mitchell-tvímenningur þriðjudaginn 21. maí sl. 22 pör mættu, úrslit urðu: NS: Sæmundur Bjömsson - Böðvar Guðmundsson 284 JónAndrésson-ValdimarÞórðarson 254 Sigurður Gunnlaugss. - Gunnar Sigurbjömss. 251 Helga Helgad. - Júlíus Ingibergsson 236 AV: Þórarinn Ámason - Þorleifur Þórarinsson 315 Sigriður Pálsd. - Eyvindur Valdimarsson 254 Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 253 Valdimar Lánisson - Bragi Salómonsson 211 Meðalskor: 216 Spilaður var Mitchell-tvímenningur föstud. 24. maí sl., 18 pör mættu, úrslit urðu: NS: Sæmundur Bjömsson - Böðvar Guðmundsson 291 Ásthildur Sigurgíslad. - Lárus Amórsson 238 ÁrniJónasson-ÞorsteinnErlingsson 235 Fróði Pálsson - Haukur Guðmundsson 228 AV: Eysteinn Einarsson - Magnús Halldórsson 269 Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðsson 242 Garðar Sigurðsson - Siguijón H. Siguijónsson 227 SveinnSæmundsson- Þórhallur Ámason 217 Meðalskor: 216 Frá Bridsfélagi Suðurnesja og Munans STAÐA eftir þijár umferðir arbrids: í Sum- Birkir Jónsson 60 Dagur Ingimundarson 40 HeiðarAgnarsson 38 Pétur Júlíusson 24 GunnarGuðbjömsson 21 GísliTorfason 20 Næsta spilakvöld er miðvikudaginn 5. júní. Dregið hefur verið í fyrstu umferð Bikarkeppni Suðurnesja. Sveitin sem skráð er á undan á heimaleik. Svala - Óli Þór Bjöm Dúa - Gunnar Guðbjörnsson Gréta - Heiðar Siguijón - Grindavíkursveitin Fyrstu umferð skal lokið fyrir 1. júlí Morgunblaðið/Jón Sigurðsson INGIBJORG Jóhannsdóttir tekur við blómvendi f.h föður síns, Jóhanns Gunnars Halldórssonar, úr hendi formanns skólanefndar tónlistarskóla A-Hún, Steindórs Haraldssonar. Tónlistarskóli A-Húnavatnssýslu Um 100 nemendur við nám í vetur Blönduósi - Tónlistarskóla A- Húnavatnssýslu var formlega slitið í Blönduóskirkju sl. laugardag. Skólaslitin voru jafnframt lokatónleikar skól- ans og kom fram fjöldi nem- enda frá Skagaströnd, Húna- völlum og Blönduósi og kynntu tónleikagestum uppskeru vetr- arins. Kenndi þar margra góðra grasa bæði í hljóðfæra- og lagavali. Skarphéðin H. Einarsson, nýráðinn skólastjóri, sagði í skólaslitaræðu að um 100 nem- endur hefðu stundað nám við skólann í vetur og langflestir nemendur hefðu Iagt stund á píanóleik. Ellefu nemendur luku stigaprófi frá skólanum. Jóhann Gunnar Halldórsson, sem gegnt hefur starfi skóla- stjóra tónlistarskólans um ára- bil, lét af störfum sl. vetur og voru honum þökkuð góð störf í þágu tónmenntar í héraðinu. Dóttir Jóhanns, Ingibjörg, tók við blómvendi þessu til stað- festu fyrir hönd föður síns sem ekki gat verið viðstaddur. Hátíðar- tónleikar Bubba BUBBI Morthens verður 40 ára 6. júní nk. I tilefni dagsins tekur hann forskot á sæluna og heldur afmælistónleika í Þjóðleikhúsinu þriðjudaginn 4. júní kl. 21. Flutt verða ný lög af vænt- anlegri plötu sem kemur út næsta haust, sagðar verða sögur og eldri Bubba-lög setja sína mynd á tónleikana. Bubbi hefur fengið til liðs við sig bassaleikarann Jakob Smára Magnússon. Stöð 2 ætlar að taka tónleikana upp og sýna sérstakan þátt á stöðinni sinni í tilefni dagsins. Forsala aðgöngumiða er hafin í Þjóðleikhúsinu og Skífubúðunum, Laugavegi 26, 96 og Kringlunni. Þrjár ferðir eldri borgara Á VEGUM Félags eldri borg- ara í Reykjavík og nágrenni, verða farnar þijár lengri ferðir í sumar. Þann 10. júní nk. fimm daga ferð um Snæfellsnes og Vest- urbyggð, Látrabjarg og Kefla- víkurbjarg. Fararstjóri verður Pétur H. Ólafsson. 7. ágúst verður farin þriggja daga ferð í Húnaþing, fararstjóri í þeirri ferð verður Baldur Sveinsson. Að síðustu verður farið 30. ágúst í fjögurra daga ferð í Syðra-Fjallabak, Lakagíga og Nyrðri-Fjallabak í bakaleið. Fararstjóri Pétur H. Ólafsson. Skráning í ferðirnar fer fram á skrifstofu félagsins. TILKYNNING UM ÚTBOÐ MARKAÐSVERÐBRÉFA TÆKNIVAL H F . ALMENNT HLUTAFJÁRÚTBOÐ Heildamafnverð nýs hlutafjár: 20.000.000,- kr. Sölugengi: 3,95 á fyrsta söludegi. Útboðsgengi til forkaupsréttarhafa er 3,95. Sölutímabil: Forkaupsréttartímabil er frá 31. maí 1996 til 14. júní 1996 og almennt sölutímabil frá 18. júní til 1. september 1996. Söluaðili: Áskrift fer fram á skrifstofu Tæknivals hf. á forkaupsréttartímabilinu og söluaðili er Verðbréfaviðskipti Búnaðarbanka Islands á almennu sölutímabili. Umsjón með útboði: Verðbréfaviðskipti Búnaðarbanka íslands. Forkaupsréttur: Núverandi hluthafar hafa forkaupsrétt að nýju hlutafé til 14. júní 1996 í hlutfalli við eign sína. Skráning: Óskað verður eftir skráningu á Verðbréfaþingi fslands um leið og tilskyldum lágmarksfjölda hluthafa er náð. Útboðs- og skráningarlýsing vegna ofangreindra hlutabréfa liggur frammi hjá Tæknival hf. og Búnaðarbanka íslands. H Tæknival /g\BÚNAÐARBANKI VVÍSLANDS Austurstræti 5, 155 Reykjavík, sími 525-6370, bréfasími 525-6259 Aðili að Verðbréfaþingi íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.