Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Óvænt uppákoma MARGT getur skemmtilegt skeð þegar maður yfirgefur hægan eftir Elínu Pálmadóttur ber, fyrst með Sinfóníuhljóm- sveit í Sydney, svo í Japan. Þau sess við tölvuna eða framan við sjónvarpið og leggur Iand undir fót. í tali um alla þá merkilegu listviðburði sem í vændum eru á Listahátíð og m.a. úrval af tónleikum sem vandi er að velja um, varð Gáru- höfundi að orði að mikið mætti vera ef nokkur þeirra slægi út í hans huga konsertinn nóttina góðu í París í marsmánuði síð- astliðnum. Áhrifin voru svo sterk að þau sitja enn í sálinni. Kannski af því atvikið kom svo óvænt. Staðurinn: Cité Intemationa- le des Arts á Signubökkum, þar sem undirrituð hafði gegnum sambönd fengið léða vinnustofu í eigu írana. í þessu sjálfseignarfyrir- tæki eiga þjóðir, borgir, stofnanir og sjóðir vinnustofur fyrir lista- menn og rithöfunda. Fyrsta kvöldið var farið niður í sjónvarpsher- bergið til að horfa á fréttimar. Þangað kom ísraelskur rithöfundur í sömu erindum og var kvíðinn. Þennan dag höfðu hryðjuverkamenn sprengt upp strætisvagn í Jerúsalem og drepið fólk 100 metra frá heim- ili hans þar sem voru kona hans og bamabörn. Eftir að skelfilegum fréttamyndum lauk sneri hann sér að mér og spurði: Hvar ert þú, í útbyggingunni eða hér í aðalbyggingunni? Eg er hér í aðalbyggingunni, á þriðju hæðinni í Atelier d’Iran, var svarið. Hann horfði á mig, alveg orðlaus. Ég byrjaði að útskýra að ég væri ekki írani heldur íslendingur, en sá fljótt að það mundi ekki breyta neinu. Væri ég ekki hryðjuverkamaður þá hlyti slíkur vinur ajatolanna að minnsta kosti að vera viðsjár- verður. Þegar fólk hér heima spyr, vonándi til að samgleðjast þeirri heppni að fá svona skemmtilega vinnustofu með útsýni til Signu, gömlu brýrnar og eyjamar með Notre Dame kirkju, þá fá þeir drýgindalegt svar: Það hafa nú fleiri sambönd í útlöndum en Ólafur Ragnar! Nú er höfundur kominn út fyrir efnið, sem bara átti að staðsetja frásögnina. Sænsk- kóreísk listakona handan við ganginn bauð kvöld eitt í aust- urlenskan mat. Hún hafði líka boðið áströlskum hjónum. Hann prófessor í listum í Sydn- ey , hún silfursmiður sem hafði verið að sýna í Danmörku, enda maðurinn hennar þaðan. Hún var með fallega skartgripi, m.a. hring yfir þijá fingur. Þá voru boðin kínverskur sellóleikari og japanskur píanóleikari. Yfir frábærum mat gekk samtalið dulítið skrykkjótt, því alltaf var einn út undan þótt við værum með í gangi frönsku, dönsku, japönsku og ensku, sem selló- leikarinn talaði furðanlega stirðlega miðað við það sem á eftir kemur. Undir miðnætti spurði hann hvort við vildum ekki koma út í vinnustofuna hans til að hlusta á verk, sem þau hefðu verið að æfa saman. Japanska stúlkan hafði ári áður verið send til einhvers frægst píanókennara í París og sá kynnti hana fyrir þessum jap- anska einleikara á selló, sem þar var í þjálfun um sinn hjá öðrum snillingi, en átti aftur að hefja tónleikaferð í septem- orðin par til lengri eða skemmri tíma. Og höfðu farið að æfa saman, en í vinnustofu hans var stór flygill. Keja Wang tók fram dýrindis hvítvín, enda kvaðst hann vera vínsafnari. Þarna sátum við nóttina langa og hlustuðum á hann, ýmist einan eða með Mizusu Fúkasawa, flytja hvert stórverkið af öðru og spjölluð- um á milli. Af einhverjum ástæðum spurði ástralski pró- fessorinn hvort Wang hefði nokkurn tíma spilað á tónlistar- hátíðinni í Salzburg, þar sem hann hafði verið fyrirlesari.„Já, ég spilaði með Karajan,“ var svarið. Mér þótti hann fullung- ur og þá kom í ljós að hann hafði verið 7 ár gamall þegar hann spilaði þar einleik með hljómsveit Karajans. Nú var maður orðinn forvitinn. Eftir þetta hafði drengurinn verið hjá Menuhin í Bretlandi í 10 ár. Móðir hans hafði fylgt hon- um, en faðir hans var á þeim tíma stjórnandi Tónlistaskólans í Shanghai. Seinna var Wang í Juliardskólanum í New York og þá hjá Rostropovitsj, sem honum líkaði ekki við, öfugt við Karajan. Sagði hann ekkert láta sig varða þróun nemand- ans, bara sitt egó. Nú vildi forvitinn atvinnu- spyijari vita meira og fékk að sjá æviágripið hans, þar sem voru alls kyns verðlaun. Þegar spurt var um hljóðfærið lét hann kíkja inn í það til að sjá ein- hveija tölustafi sem sýndu að þetta er dýrmætt hljóðfæri frá 17. öld. Er hann í samtali okkar kvaðst spila mikið Lalo og sá víst votta fyrir undrunarsvip, þá stillti hann stól fyrir framan mig, greip sellóið og spilaði beint fyrir mig alla sellósónötu Lalos með miklum tilþrifum og einbeitingu. Þessir óvæntu tónleikar og andrúmsloftið í lítilli vinnustof- unni mun seint úr minni líða, svo magnaðir og sterkir sem þeir voru - og persónulegir. Þetta er eftirminnilegur at- burður, kannski af því hann var svo óvæntur. Og ég er þakklát Kejia Wang fyrir að hann er þeirrar gerðar að leggja sig ekki síður fram þótt hann leiki fyrir einn eða fímm fáfróða en stóran sal hljómleikagesta sem hafa keypt sig inn dýrum dóm- um. Kannski ég gæti sýnt örlít- inn þakklætisvott með að senda honum nótur af fallegu selló- verki eftir íslenskt tónskáld? MAIMNLÍFSSTRAUMAR LÆKNISFRÆÐI //iYét)t/ skilabob er sótthiti ab senda okkurf Sótthiti LÍKAMSHITANN má mæla með ýmsum aðferðum en algengast er að hann sé mældur með mæli sem stungið er í munn eða endaþarm. Almennt er talið að mæling í enda- þarmi sé öruggust en aðrar aðferðir eru oft handhæg- ari og þægilegri, einkum þegar börn eiga í hlut. Til eru t.d. handhægir eftir Magnús strimlarsem leggja Jóhonnsson á ennl siukf lmgsins og gefa þeir upplýsingar um líkamshita sem ekki eru sérlega nákvæmar en geta oft dugað. Ef líkamshitinn er mæld- ur í munni heilbrigðra einstaklinga, fyrri hluta dags, er hann að meðal- tali 36,7° C. Ekki hafa allir nákvæm- lega sama hita en hjá meira en 95% einstaklinga er hann á bilinu 36,0 til 37,4° Eðlilegur hiti í endaþarmi eða leggöngum er 0,5° hærri en í munni. Eðlilegt er að líkamshitinn breytist yfir sólarhringinn og er hann að öðru jöfnu lægstur að morgni en hæstur síðdegis og getur þessi sveifla numið 1° C. Hjá konum hækkar líkamshitinn lítillega eftir egglos og einnig á fyrsta hluta með- göngu. Líkamshitinn ákvarðast af tvennu, myndun varma vegna bruna í öllum frumum líkamans og hitatapi um húð og lungu. Stöðvar í heilanum stjóma hitanum og geta þær sent boð um aukna varmamyndun og þær stjórna einnig svitamyndun og blóð- flæði til húðar en með þessu er lík- amshitinn fínstilltur. Efni sem sum hvít blóðkorn gefa frá sér við ákveð- ið áreiti geta haft þau áhrif á þessar heilastöðvar að líkamshitinn stillist á hærra hitastig og þannig fæst það ástand sem við köllum sótthita. Til að líkamshitinn hækki, þarf að koma til aukin varmamyndun, oftast með skjálfta, eða minnkað blóðflæði til húðar og minnkuð svitamyndun. Eðlilegasta aðferðin til að lækka sótthita er því að kæla húðina og það sama gerist reyndar þegar gefin eru hitalækkandi lyf vegna þess að þau lækka sótthita með því að auka svitamyndun og blóðflæði til húðar. Af öllu þessu má sjá að sótthiti er ekki sjúkdómur heldur sjúkdómsein- kenni. Segja má að sótthiti þjóni tvenns konar tilgangi, annars vegar er hann skilaboð um það að eitthvað sé að (á sama hátt og verkir) og hins vegar heftir sótthiti vöxt sumra sýkla og hjálpar þannig til við að vinna bug á þeim. Ef hitinn fer upp í 41-42° eða þar yfir, getur hann valdið varanlegum heilaskemmdum eða jafnvel dauða, en slíkt er mjög sjaldgæft. Það er vel þekkt að börn ijúka oft upp í háan hita af litlu til- efni eins og t.d. venjulegu kvefi og almennt er frekar lítið samband milli þess hve hitinn er hár og hve alvarleg veikindin eru. Nýfædd börn og aldraðir geta t.d. verið með alvar- lega sýkingu án þess að hafa telj- andi sótthita. Algengustu ástæður fyrir sótthita eru sýkingar af völdum baktería eða annarra sýkla (veira, sveppa, frumdýra), sjálfsofnæmis- sjúkdómar eins og t.d. ýmsir gigt- sjúkdómar, sjúkdómar eða skemmdir í miðtaugakerfi, ýmsir illkynja sjúk- dómar eins og t.d. ristilkrabbamein eða hvítblæði, hjartasjúkdómar eins og hjartadrep, ýmsir bólgusjúkdóm- ar í meltingarfærum, innkirtlasjúk- dómar eins og t.d. ofstarfsemi skjaldkirtils og fleira mætti telja. Stundum hefur fólk sótthita án þess að viðunandi skýring sé fyrir hendi, stundum nefnt sótthiti af óþekktum ástæðum. Til hagræðis er stundum reynt að skilgreina þetta og ein skilgreiningin er á þá leið að hiti af óþekktum ástæðum sé það þegar viðkomandi einstaklingur hef- ur haft hita yfir 38,3° í meira en þijár vikur og eftir rannsóknir í viku hafi ekki fundist skýring á sótthitan- um. Eins og sést af upptalningunni hér að ofan eru ástæður fyrir sótt- hita fjölmargar og því er ekki skrýt- ið þó að stundum taki nokkurn tíma að finna viðeigandi skýringu. í lang- flestum tilvikum finnst einhver skýr- ing að lokum og hjá fullorðnum er um að ræða sýkingu í 30-40% til- vika, illkynja sjúkdóm í 20-35% til- vika og sjálfsofnæmissjúkdóm í 10-20% tilvika. Einstaka sinnum hverfur sótthitinn af sjálfu sér án þess að nokkur skýring finnist. A: Úr skissubók Leonardo da Vinci. B: Rétt teikning af vinstra hjartahólfi. C: Stílfærð teikning af vinstra hjartahólfi úr læknisfræðikennslubókum. VEHHLDRRVArSTÍJTi/Inniheldur blóbmassinn eilífbarkraft? Hjartað dælir ekki blóði FIMM læknisfræðistofnanir í Bandaríkjunum hafa nýlega gert ýtarlega rannsókn á eðlisfræði- legri starfsemi hjartans, en hún hef- ur verið deilumál í nokkurn tíma. Það sem benti fyrst til þess, að eithvað meira en einföld dælustarf- semi ætti sér stað í hjartanu, kom í ljós árið 1932 en þá tókst vísinda- manninum Bremer frá Harvard- háskóla að kvikmynda sjálfvirkan spíralformaðann blóðstraum í fóstri áður en hjarta þess var tekið til starfa. Hann varð raunar svo hrifinn af þessum einstæðu myndum sínum, að hann gætti þess ekki að með þessu var hann í raun að grafa und- an gömlum hugmyndum vísindanna um þrýstihreyfmgarferli blóðsins í mannslíkamanum. En sú fyrst- nefnda er einmitt í samræmi við nýja kenningu Rudolf Steiners frá um 1920. Hann benti oft á það, að blóðið hreyfist undir eigin afli innan líkamans og að þrýstingurinn í æða- kerfinu væri afleiðing en ekki orsök blóðflæðisins. Mönnum hefur raunar verið Ijóst lengi, að hjartað getur alls ekki dælt blóðinu um mannslíkamann útfrá þrýstikerfis sjónarmiðum og vegna Iengdar háræða líkamans. Hjartað sem er aðeins um þijú hund- ruð grömm að þyngd á eftir viðtekn- um, en ósönnuðum hugmyndum manna, að dæla um átta þúsund lítr- um af blóði á dag, þegar líkaminn er í hvíld en mun meira þegar á hann er reynt. Þetta er sama vinna og að lyfta 100 pundum um 1.600 metra beint upp. Til þess að gera þetta enn skýrar skal hér nefnt, að blóðið, sem er fimm sinnum þykkara en vatn þarf að fara í gegnum milljónir af hár- æðum, sem oft hafa minna þvermál en sjálf blóðkornin! En hvaða kraftur er það þá, sem sér um blóðflæðið og hver er starf- semi hjartans í þessu samhengi? Svarið við þessu getur svipt hulunni af einum leyndardómi mannslíkam- ans. Eftir myndum af blóðflæði fósturs að dæma hefur blóðmassi líkamans sitt eigið form, sem er óháð lögun æðakerfis líkamans. Hann hefur að því er virðist einnig innbyggðan líf- fræðilegan hringiðu-kraft. Sá er kominn til áður en hjartað tekur til starfa í fóstrinu. Þessum innbyggða krafti er síðan stjórnað og honum viðhaldið af hjartanu. En það er unnt með mun minna afli, en grunn- hreyfiafl blóðmassans er, með réttri tíðni og á réttu augnabliki. Til samanburðar má nefna, að allir hlutir hafa sína eigintíðni. Með því að senda eigin tíðnihreyfingu í gegnum hvern hlut og bæta síðan eftir Einor Þorstein

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.